Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 5 SNORRI Þórisson er framleið- andi, kvikmyndatökumaður og annar af tveimur hand- ritshöfundum bíómyndarinn- ar Agnesar og segir hér í samtali frá því hvernig allt þetta kemur heim og saman. „Hér er á ferðinni frumsamin kvikmynd sem styðst við atburði sem áttu sér stað í Húnavatnssýslu á síðustu öld er leiddu til síðustu aftöku á íslandi 12. janúar árið 1830. Sagan er staðreynd en kvik- myndin sjálfstætt skáldverk og lúta persónur og atburðir lögmálum þess. Þetta er engin sagnfræði," sagði Snorri Þórisson í samtali við Morgunblaðið en hann framleiðir, kvikmyndar og skrifar handrit, ásamt Jóni Ásgeiri Hreinssyni, nýju íslensku kvikmyndarinnar, Agnes- ar, sem frumsýnd verður í Laugar- ásbíói og Stjömubíói 22. desember. Agnes, sem Egill Eðvarðsson leikstýrir, byggir lauslega á morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum í Húnavatnssýslu en eins og Snorri tekur skýrt fram fylgir myndin alls ekki staðreyndum í stóru og smáu. „Kvikmyndin er færð í stílinn og öll persónusköpun skrifuð með breiðum pennum. Það fannst okkur vera handritinu til framdráttar. Mér fínnst stundum brenna við að nor- rænar kvikmyndir séu of raunsæjar og menn fastir í einhverri „doku- mentasjón". Fólk fer í kvikmynda- hús til að sjá eitthvað annað en hversdagsleikann hvort sem fjallað er um líðandi stund eða atburði sem gerðust fyrir meira en 150 árum. Markmið okkar var að gera kvik- mynd sem fólk vill sjá.“ Handritið tekið breytingum Handritshöfundurinn Jón Ásgeir kynnti Snorra hugmyndina um Agnesi árið 1990 en Jón þekkti vel til sögunnar eftir að hafa verið í sveit á Illugastöðum. „Það sem heillaði mig mest var krafturinn í þessari konu, Agnesi, að hún skyldi gera vart við sig rúmum 100 árum eftir dauðann til að fara þess á leit við sveitunga sína að bein henn- ar yrðu sameinuð og lögð í vígða mold,“ sagði Snorri. Hann fékk Jón Ásgeir til að skrifa frumdrög að handritinu sem þeir þróuðu síðan í sameiningu og var það samstarf sérlega farsælt að sögn Snorra. Handritið hefur tekið miklum breytingum frá því í upphafí. „Á síðustu fjórum árum hefur handrit- ið farið í gegnum hveija kollsteyp- una á fætur annarri. Við höfum breytt því frá grunni og prófað okkur áfram frá ólíkum sjónarhorn- um en alltaf haft Agnesi sem aðal- persónu. Það hefði verið hægt að skrifa söguna út frá hvaða persónu sem er en okkur fór að þykja vænt um Agnesi. Nátan var okkur mjög erfið persóna því hann var svo frek- ur á athygli og á tímabili var spurn- ing hvort myndin ætti ekki að heita Natan. En það var aldrei ætlunin og honum var haldið niðri. Við Jón Ásgeir skrifuðum hvor ofan í annan og vorum lausir við alla við- kvæmni; ég kom með hugmynd sem hann reif í sig og betrum- bætti og öfugt.“ Og Snorri hélt áfram: „Þegar ég lít til baka er ég feginn að hafa ekki gert þessa mynd fyrr. Við hefðum getað gert hana strax árið 1991 því þá var komið trúverðugt handrit en síðan hefur margt breyst. Það hendir oft að menn fara of snemma af stað þegar hand- rit hefðu þurft meiri yfirlegu." Hlutverk framleiðandans er að sjá um þróun verksins frá upphafí, ráða leikara og tæknilið og gera það þannig úr garði að hægt sé að vekja áhuga erlendra meðfram- leiðenda á því. Einnig að verja það sem íslenskt verk fyrst og fremst „og það getur stundum verið erf- itt,“ sagði Snorri. „Við fengum ágætar undirtektir, sérstaklega eftir að við fengum lán og lofsam- lega umsögn Evrópska handrita- sjóðsins. Þá fannst mér öllu auð- veldara að eiga við menn úti en það er erfítt að kynna nýtt fólk til TÖKUMAÐUR, framleiðandi og handritshöfundur; Snorri Þórisson við tökur á Agnesi. KVIKMYND EN EKKI SAGNFRÆÐI HH leiks eins og okkur Jón Ásgeir, sem hvorugir erum þekktir fyrir hand- ritsstörf, og erlendir framleiðendur þekkja lítið til leikstjóra og leikara héðan af íslandi auk þess sem við erum að gera myndir á tungumáli sem enginn þekkir. Erlendu fyrir- tækin komu með margar uppást- ungur um að gylla pakkann svolít- ið með þekktum leikstjórum og leikurum. Ég spyrnti alltaf við fót- um og sagði að myndin yrði að vera gerð á íslandi af íslendingum annars missti hún kjarnann. Evr- ópska sjóðakerfið hefur skapað ein- hvern evrópuhræring sem fletur út þjóðareinkenni og það var mjög erfítt að standa gegn því. Til stóð að höfundur tónlistarinnar yrði Þjóðverji og ég leyfði þeim að halda honum til að friða þá alveg fram á lokasprettinn þegar ég kippti honum til baka. Ég hafði það í gegn að Gunnar Þórðarsson semdi tónlistina og ég sé ekki eftir því. Við fáum mjög góða tónlist frá Gunnari." Mikilvægi Kvikmyndasjóðsins Meðframleiðendurnir eru frá Þýskalandi og Danmörku en allt starf íslenskra kvikmyndagerðar- manna grundvallast á Kvikmynda- sjóði Islands. Styrkur frá honum er skilyrði samstarfs við erlenda aðila. „Islenskar bíómyndir væru ekki til í því formi sem við þekkjum þær í dag ef Kvikmyndasjóðurinn væri ekki fyrir hendi. Skilnings- leysi yfirvalda á mikilvægi hans er algert, sjóðurinn er sífellt skorinn er að leikstýra og þess vegna er erfitt að lýsa því. Svo koma auðvit- að aðrir inn í þetta eins og Þór Vigfússon leikmyndahönnuður, sem á ekki lítinn þátt í útliti mynd- arinnar. Þegar vel tekst til er það vegna samstarfs margra aðila, sem fá að njóta sín í sínu starfi. Okkar fólk hefur fengið að njóta sín nokk- uð vel í öllum lykilstörfum og ég vona að útkoman verði eftir því.“ Flækist í örlagavef Snorri er ómenntaður í kvik- myndatöku og kvikmyndagerð al- mennt en myndirnar sem hann hefur tekið eru Óðal feðranna, Húsið, Svo á jörðu sem á himni og nú Agnes. „Það er á hreinu að maður er sennilega lengur að koma sér inn í hlutina með því að mennta sig ekki í faginu en ef maður einset- ur sér að það þá nær maður þessu.“ Hann byijaði 17 ára hjá ríkissjón- varpinu sama ár og það var stofn- að. Hann var fyrst aðstoðarmaður í upptökusal en seinna, til að fá að starfa við myndatöku í sjón- varpssal, lærði hann útvarpsvirkj- un. Það voru kröfurnar í þá daga. Bíómyndir voru þó alltaf hans áhugaefni. Hann stofnaði ásamt Jóni Þór Hannessyni Saga film eft- ir að hafa gert sjónvarpsmyndina Lilju og Óðalið með Hrafni Gunn- laugssyni. Um miðjan síðasta ára- tug gerði hann draugasöguna Hús- ið ásamt Agli og Birni Björnssyni. Þeir grandskoðuðu „Don’t Look Now“ eftir Nicolas Roeg til að kynna sér tök hans á hinu yfirnátt- ic-&t, HESTAFERÐ þeirra Agnesar og Natans kvikmynduð. SNORRI stillir upp í töku í einu vetraratriðinu. niður. Starf okkar kvikmyndagerð- armanna eftir að við fáum styrk frá sjóðnum er að fara af stað eins og útgerðarmenn og reyna að veiða meira út á styrkinn og handritið sem við höfum í höndunum. Mönn- um hefur tekist að þrefalda til fimmfalda það fjármagn sem sjóð- urinn lætur í té, sem þýðir í raun að nýtt ijár- magn kemur inn í landið og ríkissjóður fær mun meira í sinn vasa í gegn- um skattlagningu á þessa peninga en hann lætur af hendi til kvikmyndagerð- ar.“ Gerð Agnesar kostaði á bilinu 140 til 150 milljónir en styrkur Kvikmyndasjóðs nam aðeins um 20 prósentum af því. Snorri hafði alltaf vin sinn Egill Eðvarðsson í liuga sem leikstjóra myndarinnar en hann vann áður með Agli við gerð sálfræðitryllisins Hússins. Með aðalhlutverk í Agnesi fara María Ellingsen, sem leikur titil- hlutverkið, Baltasar Kormákur, sem leikur Natan, og Egill Ólafsson og Gottskálk Dagur Sigurðarsson. Sjálfur sagðist Snorri ekki hafa svo mikinn áhuga á leikstjórn en sam- starfið við Egil var ánægjulegt sem fyrr. „Hann einbeitir sér mjög að því að vinna traust leikaranna, sem skiptir miklu máli. Annars tekur maður varla eftir því þegar hann úrulega. Síðan fékk Kristín Jó- hannesdóttir hann til að kvikmynda Svo á jörðu sem á himni, sem hann hlaut Amandaverðlaunin fyrir. Eftir fleiri auglýsingamyndir en hann kærir sig um að nefna fannst honum kominn tími á breytingar og réðst af fullum krafti í kvik- myndagerð, seldi Saga film og stofnaði Pegasus hf. þótt enn hafi hann lífsviðurværi sitt af aug- lýsingum. Einnig hefur Snorri aðstoðað erlenda kvikmyndagerðarmenn sem komið hafa hingað til lands að kvikmynda í lengri eða skemmri tíma. Hann starfaði með Michael Chapman við Víkingasögu og Danny Cannon við Dredd dómara og sá í þeim tækifæri til að koma íslenskum leikurum á framfæri og íslenskum tæknimönnum í vinnu. „Ég held að því hafí verið líkt varið með Agnesi og marga saka- menn í dag. Hún var vel af Guði gerð en flækist í eigin örlagavef þar til hún sér enga rökræna lausn og grípur til örþrifaráða,“ sagði Snorri undir lokin þegar talið barst aftur að aðalpersónu myndar hans. Morðin voru framin með hamri og hníf og þótt myndin sé ekki sagn- fræði. eins og Snorri tekur skýrt fram, þá „höldum við okkur við hamarinn,“ sagði hann ísmeygi- lega. IMatan var okkur mjög erfið persóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.