Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ grípum fyrst niður í bókinni fremst þar sem segir frá því þegar Isabel og Emesto unnusti Paulu þurfa að horfast í augu við sjúkdóm- inn. - Hún er alvarlega veik - sagði læknirinn sem var á vakt á gjör- gæsludeildinni. - Á ég að hringja í föður hennar í Chile? Það tekur hann meira en tuttugu klukkutíma að komast hingað - spurði ég. - Já. Tíðindin höfðu spurst út og innan skamms komu ættingjar Emestos, vinir og nunnur úr skólanum þínum; einhver hringdi í fjölskylduna sem býr dreift, í Chile, Venesúela og í Bandaríkjunum. Eftir skamma stund birtist eiginmaður þinn, alvarlegur og mildur, og hafði meiri áhyggjur af líðan annarra én sinni eigin, hann var mjög þreyttur að sjá. Hann fékk að vera hjá þér í nokkrar mínútur og þegar hann kom út, sagði hann okkur að þú værir í öndunarvél og verið væri að gefa þér blóð. Hún er ekki eins illa haldin og þeir segja, ég finn að hjarta Paulu slær kröftug- lega í takt við mitt, sagði hann, og á því augnabliki fannst mér sú full- yrðing vera út í bláinn, en eftir að hafa kynnst honum nánar skil ég hana betur. Þann dag allan og næstu nótt sátum við saman á bið- stof- unni, ég dottaði af og tíl, úrvinda af þreytu, og þegar ég opnaði augun sá ég hvar hann sat hreyfíngarlaus, - alltaf í sömu stellingu, og beið. I - Ég er svo hrædd, Ernesto - játaði ég í morgunsárið. - Við getum ekkert gert, Paula er í höndum guðs. - Það hlýtur að vera auðveldara fyrir þig að sætta þig við þetta, því þú getur að minnsta kosti sótt styrk í trúna. - Þetta tekur mig jafnsárt og þig, en ég er ekki eins hræddur við dauð- ann og trúi sterkar á lífið - svaraði hann og faðmaði mig. Ég faldi andlit- ið í peysunni hans og fann lyktina af ungum manni, sjálf nötrandi af frumstæðum ótta. Um morguninn komu móðir min og Michael frá Chile og Willy frá Kalifomíu. Faðir þinn var náfölur við komuna, þegar hann steig um borð í flugvélina í Santiago var hann sannfærður um að hann myndi ekki. hitta þig á lífí, ferðin hlýtur að hafa verið hrein eilífð fyrir hann. Ég faðm- aði móður mína hnuggin og sann- reyndi að þó hún hafi skroppið sam- an með aldrinum, býr hún yfír æm- um vemdarkrafti. Við hlið hennar lítur Willy út eins og risi, en þegar ég leitaði að bijósti til að halla mér upp að þótti mér hennar bæði breið- ara og tryggara en bijóst eiginmanns míns. Við fórum inn á gjörgæsiu- deildina og náðum að sjá þig með rænu og ögn skárri en daginn áður, læknamir voru byijaðir að gefa þér natríum, sem þú hafðir misst í mikl- um mæli, og blóðgjöfín - hafði auk- ið þér þrótt; engu að síður varði tál- sýnin aðeins nokkrar klukkustundir, skömmu síðar fékkstu kvíðakast og þá var þér gefínn stór skammtur af róandi lyfjum, sem steyptu þér í það djúpa dauðadá sem þú hefur ekki vaknað af til þessarar stundar. - Veslings stúlkan yðar, hún á þetta ekki skilið. Hvers vegna fæ ég ekki að deyja í hennar stað? Ég er löngu orðinn gamall maður - segir herra Manuel stundum, sjúklingurinn í næsta rúmi, með veikri röddu dauð- vona manns. Það er erfitt að skrifa þessar síð- ur, Paula, rifja upp áfangastaðina í þessari sársaukafullu ferð, skerpa smáatriðin, ímynda sér hvemig hefði farið ef þú hefðir lent í betri hönd- um, ef þeir hefðu ekki gert þig rænu- lausa með lyfjum, ef... Hvemig get ég losnað við sektarkenndina? Þegar þú nefndir porfýríuna hélt ég að þú værir að ýkja og í stað þess að leita frekari hjálpar, treysti ég þessu hvít- klædda fólki, ég afhenti því dóttur mína orða- laust. Tímanum verður ekki snúið við, ég á ekki að horfa til baka, en ég get samt ekki hætt þvi, það stappar - nærri þráhyggju. Úr nýjum bókum í desembermánuði áríð 1991 veiktist Paula dóttir Isabel Allende af illvígum sjúkdómi og féll skömmu síðar í dá. Þessi bók er afrakstur skrifa skáldkonunnar þegar hún sat við rúm dóttur sinnar og rakti handa henni sögu ij'ölskyldunnar um leið og hún skrifaði sig frá eigin sorg. í bókinni er jöfnum höndum rakin sjúkdómssaga Paulu og saga þeirra sterku og litríku kvenna og sérvitru karla sem að Paulu standa. Morgunblaðið/Emilía ISABEL Allende á bókmenntahátíð í Reylqavík fyrir fáeinum árum. í huga mínum kemst ekkert annað að en þetta sjúkrahús í Madrid, ann- að í lífi mínu er horfið í svartaþoku. Willy varð að snúa til vinnu sinnar í Kaliforníu eftir örfáa daga, en hann hringir í mig kvölds og morgna til að stappa í mig stálinu, minna mig á ást okkar og það hamingjuríka líf sem við höfum átt handan hafsins. Rödd hans berst mér úr miklum fjarska og mér finnst eins og mig sé að dreyma, að í raun og veru fínn- ist hvergi timburhúsið í hlíðinni við San Francisco flóann eða þessi ástríðufulli elskhugi sem nú hefur breyst í fjarlægan eiginmann. Mér fínnst líka eins og mig hljóti að hafa dreymt Nikulás son minn, Celiu tengdadóttur mína og Alejandro litla með gíraffaaugnhárin. Carmen Balc- ells, umboðsmaður minn, kemur end- rum og eins og flytur mér samúðar- kveðjur frá útgefendum mínum eða fréttir af bókum mínum, en ég veit ekki um hvað hún er að tala, þú ert það eina sem til er, vina mín, og sú tímalausa veröld sem nú umlykur okkur tvær. Á löngum þagnarstund- um ryðjast minningamar að mér, allt hefur gerst í sömu andrá, eins og allt mitt líf sé ein óskiijanleg mynd. Barnið og unga stúlkan sem ég var, konan sem ég er, gamal- mennið sem ég verð, öll - þessi skeið eru vatn úr sömu óþijótandi upp- sprettunni. Minni mitt er eins og mexíkönsk veggmynd þar sem allt gerist í senn: fley spænsku landvinn- ingamannanna á eina hlið meðan Rannsóknarrétturinn pyntar indíána á aðra, frelsishetjurnar á hlemmi- skeiði með blóðuga fána og fjöðrum prýdda naðran andspænis Kristi á krossinum innan um reykspúandi skorsteina iðnbyltingarinnar. Þannig er líf mitt, margföld freska og sí- breytileg sem ég ein get ráðið, leynd- armál sem fylgir mér. Hugurinn vel- ur, ýkir, svíkur, atburðir gufa upp, persónur gleymast og um síðir er ekki annað eftir en ferðalag sálarinn- ar, þessi örfáu augnablik þegar and- inn uppljómast. Hvað kom fyrir mig skiptir ekki máli, en það gera örin sem hafa sett á mig mark og gert mig öðruvísi. Fortíð mín hefur litla merkingu, ég sé hvorki röð né reglu, skýrar línur, markmið eða leiðir, bara blint ferðalag, sem stjómað var af eðlisávísuninni og óviðráðanlegum atvikum sem hnikuðu mér til á lífs- brautinni. Kaldrifjaður útreikningur fannst þar ekki, einungis góður ásetningur og óljós grunur um tilvist æðra valds sem ákveður hvaða skref ég geng. Fram að þessu hef ég ekki deilt fortíð minni með öðrum, hún hefur verið mitt helgasta vé, þangað hefur ekki einu sinni ágengasti elsk- huginn stungið inn nefi. Þiggðu þessa fortíð, Paula, kannski getur hún gagnast þér, mig grunar að þín fortíð sé ekki lengur til, ég heid að þú hafir glatað henni í þessum - langa svefni og það getur enginn lif- að án minninga. II I bókinni er að finna margar skemmtilegar lýsingar á viðburða- ríku lífshlaupi Isabel Allende sem hefur tekið sér fyrir hendur alls kyns ótrúlega hluti. Hér segir til dæmis frá því þegar hún þurfti sem blaða- maður að bregða sér í hlutverk létt- klæddrar dansmeyjar í djörfu sjón- leikahúsi. Einn daginn birtist auglýsing frá djörfu sjónleikahúsi í dagblaðinu þar sem óskað var eftir ungum stúlkum, hávöxnum og glæsilegum. Ritstýra tímaritsins skipaði mér að ráða mig í starfið, kynnast lífinu baksviðs og skrifa ítarlega grein um líf þessara veslings kvenna, eins og hún nefndi þær samkvæmt sínum stranga kven- frelsismælikvarða. Ég var víðs fjarri því að uppfylla skilyrðin sem nefnd voru í auglýsingunni, en hér var á ferðinni eitt af þessum verkefnum sem enginn annar vildi taka að sér. Ég þorði ekki að fara alein og bað góða vinkonu mína að fylgja mér. Við fórum í áberandi kjóla sem við töldum tilhlýðilega fyrir slíkar dans- meyjar og festum bijóstnál prýdda fölskum demöntum í ennislokkinn á hundinum mínum, sem var illa inn- rættur kynblendingur og við höfðum skírt Fífí af þessu tilefni. Raunveru- legt nafn hans var Drakúla. Þegar Michael sá okkur lýsti hann því yfír að þannig búnar gætum við ekki farið út án verndar, og vegna þess að við komum bömunum - hvergi fyrir fórum við öll. Sjónleikahúsið var í hjarta borgarinnar og hvergi bílastæði að finna í nágrenninu, svo við urðum að ganga fleiri húsalengj- ur. Við tókum forystuna, vinkona mín og ég með Drakúla í fanginu, og Michael í vöminni fyrir aftan og leiddi bömin. Gönguferðin líktist helst nautaati, karlmennirnir köst- uðu sér yfír okkur fullir áhuga og stönguðu okkur og hrópuðu olél; það jók okkur sjálfstraust. Löng röð beið fyrir framan miðasöluopið, að sjálf- sögðu allt karlar, flestir við aldur, nokkrir piltar í herþjónustu áttu greinilega frí þennan dag og eins var þarna hópur af hávaðasömum ungl- ingum í skólabúningi, sem snarþögn- uðu þegar þeir sáu okkur. Dyra- vörðurinn, sem var greinilega búinn að lifa sitt fegursta skeið eins og annað á staðnum, leiddi okkur eftir laslegum stiga upp á aðra hæð. Við áttum von á að mæta feitum skarfí með rúbínhring og tugginn vindil, eins og í kvikmyndunum, en uppi á risastóru og skuggsælu háalofti, ryk- ugu og því sem næst tómu, tók á móti okkur frú sem leit út eins og frænka- í sveit, íklædd brúnleitri kápu, með ullarhúfu og grifflur. Hún var að sauma pallíettukjól við ljós frá standlampa, við fætur hennar logaði í kolaofni, eina sjáanlega hita- gjafanum, og á öðmm stóli lá feitur köttur og hárin á honum risu eins og á puntsvíni þegar hann sá Drak- úla. í einu horninu stóð þrefaldur og mannhæðarhár spegill innan í skörð- óttum ramma og úr loftinu héngu sýningarkjólarnir í stórum plastpok- um, litskrúðugir fuglar sem stungu í stúf við þennan hryggðarinnar stað. - Við komum hingað út af auglýs- ingunni - sagði vinkona mín, með ýktum hafnarhverfíshreimi. Þessi góða kona horfði tortryggin á okkur frá hvirfli til ilja, hér var ekki allt með felldu. Hún spurði hvort við hefðum reynslu á þessu sviði og vin- kona mín flutti stutt ævisöguágrip: Hún hét Gladys, vann sem hár- greiðslukona á daginn og söng á kvöldin, hún hefði góða rödd, en kynni ekki að dansa, þótt hún væri fús að læra það, það væri örugglega ekki svo erfitt. Áður en ég náði að segja aukatekið orð, benti hún á mig og sagði að lags- kona sín héti Salóme, og væri kabarettstjarna með langa starfsreynslu frá Brasilíu þar sem hún hefði komið fram við gífur- legar vinsældir, en í sýningaratriði sínu birtist hún allsnakin á sviðinu, Fífí, hinn sérþjálfaði hundur, færði henni fötin með kjaftinum og risa- vaxinn blökkumaður klæddi hana síðan í. Hinn hörundsdökki listamað- ur væri ekki með í för þar sem hann lægi á sjúkrahúsi eftir að hafa ný- lega verið skorinn upp við botnlanga- bólgu, sagði hún. Þegar vinkona mín lauk ræðu sinni var konan hætt að sauma og virti okkur fyrir sér opin- mynnt. - Afklæðið ykkur - skipaði hún. Ég held að hana hafi grunað eitt- hvað. Vinkona mín klæddi sig úr af þessu fullkomna blygðunarleysi grannvaxins fólks, fór í gyllta og háhælaða skó og stillti sér upp fyrir framan konuna í mólitu kápunni. Það var jökulkalt. - Gott og vel, þú hefur engin bijóst, en það má laga með troði. Nú er röðin komin að Salóme - sagði frænkan og benti skipandi á mig með vísifingri. Þessu smáatriði hafði ég ekki reiknað með, en ég þorði ekki að neita. Ég afklæddi mig skjálfandi, tennurnar í mér glömruðu og ég komst að því mér til mikillar skelfingar að ég var í ullarnærbuxum sem Amma Hilda - hafði pijónað. Án þess að sleppa hundinum, sem urraði á köttinn, steig ég í gylltu skóna, sem voru of stórir á mig, og gekk um dragandi lappimar, ekki ósvipuð særðri önd. Allt í einu varð mér litið í spegilinn og þá sá ég mig í þessum búningi í þrefaldri mynd og frá öllum hliðum. Enn þann dag í dag hef ég ekki náð mér eftir þá niðurlægingu. - Þig vantar hæðina, en að öðru leyti ertu ekki slæm. Við setjum lengri fjaðrir á höfuðið og þú dansar fremst, þá sést það ekki. Hundinum og blökkumanninum er ofaukið, hér erum við með okkar eigin sýningu. Þið skuluð mæta á morgun, því þá hefjast æfíngarhar. Kaupið er ekki hátt, en ef þið eruð góðar við herr- ana, má hafa gott þjórfé. Við hittum Michael og bömin úti á götu og vorum í sjöunda himni og gátum varla trúað þessum stórkost- lega - heiðri, að hafa verið ráðnar í fyrstu atrennu. Við vissum ekki að það var stöðugur skortur á kórstúlk- um og að sýningarstjórarnir voru svo örvæntingarfullir að þeir hefðu ekki hikað við að ráða simpansa í starfíð. Fáum dögum síðar var ég komin í ósvikinn dansmeyjarskrúða, það er að segja með rétthymda pjötlu úr glitrandi pallíettum á venusarhæð- inni, smaragð í naflanum, sjálflýs- andi dúska á bijóstunum og hjálm úr strútsfjöðrum á höfðinu, en hann var álíka þungur og sementspoki. Fyrir aftan, ekki neitt. Ég skoðaði mig í speglinum og - skildi að ég átti von á skæðadrífu af tómötum frá áhorfendum, þeir borguðu fyrir stinnt hold á atvinnufólki, ekki skrokkinn á giftri mömmu sem hafði ekki frá náttúrunnar hendi það sköpulag sem starfið krafðist. Til að kóróna allt saman var mættur á stað- inn hópur frá Ríkissjónvarpinu í þeim erindagjörðum að taka upp sýningu kvöldsins, og var að koma sjónvarps- myndavélunum fyrir á meðan að dansahöfundurinn reyndi að kenna mér að ganga niður stigann, á milli tvöfaldrar raðar af vöðvastæltum piltum með ámálaðri gyllingu og í búningi skylmingaþræla sem héldu á logandi kyndlum. - Horfðu upp, láttu axlirnar síga, brostu kona, ekki horfa niður í gólf- ið, settu fótinn rólega fram fyrir hinn þegar þú gengur. Brostu, sagði ég! Ekki vingsa höndunum svona, með allar þessar fjáðrir verðurðu eins og hæna sem liggur á eggjum. Gættu þín á kyndlunum, ekki brenna fyrir mér fjaðrirnar, þær eru nefnilega rándýrar, skilurðu! Vaggaðu mjöð- munum, dragðu magann inn og síak- aðu á. Þú deyrð, ef þú slakar ekki á. Ég reyndi að fylgja skipunum hans, en hann stundi og brá veiklu- legri hendi yfir augun meðan kyndl- arnir - brunnu hratt upp og Rómver- jamir horfðu upp í loft eins og þeim leiddist. í hugsunarleysi kíkti ég fram fyrir tjaldið og leit sem snöggvast á áhorfendur, hávaðasama hersingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.