Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 17. DESEMBER 1995 B 7 af karlmönnum, vel óþolinmóðum, því það voru fimmtán mínútur síðan sýningin átti að hefjast. Mig brast kjark til að horfast í augu við þá, ég ákvað að ég vildi frekar deyja og lagði á flótta í átt að útidyrunum. Sjónvarpsmennirnir höfðu myndað mig að framan á æfingunni, þegar ég var að ganga niður stigann upp- lýst af ólympskum kyndlum gullroð- inna vöðvabúntanna, og síðar höfðu þeir myndað eina af raunverulegu sýningarstúlkunum aftan frá þar sem hún gekk niður sama stigann og tjaldið var frádregið og áhorfend- askarinn ýlfrandi. Þeir skeyttu þess- um tveimur skotum saman þegar þeir unnu fréttina og því sást andlit- ið á mér og axlirnar og svo fullkom- inn líkami aðalstjörnunnar í djarfasta sjónleikahúsi landsins. Slúðrið barst yfir fjallgarðinn og til foreldra minna í Buenos Aires. Herra sendiherrann varð að skýra það fyrir gulu press- unni að frænka Salvadors Allende forseta dansaði ekki nakin í klámsýn- ingu, hér hefði áþekkum nöfnum verið víxlað með slysalegum hætti. Tengdafaðir minn Deið eftir eftirlæt- isþætti sínum í sjónvarpinu þegar hann sá mig birtast klæðlausa og honum brá svo að hann náði ekki andanum. Lags- konur mínar á tíma- ritinu fögnuðu mjög grein minni um heim hinna fáklæddu smástirna, en framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækis- ins, strangtrúaður kaþólikki og fimm bama faðir, leit á hana sem alvar- lega móðgun. Eitt af fjölmörgum störfum mínum var að ritstýra eina barnablaðinu á markaðnum og þessi hneykslunarverða framkoma var hið versta fordæmi fyrir börnin. Hann kvaddi mig á sinn fund og spurði mig hvernig í ósköpunum ég dirfðist að sýna allri þjóðinni á mér afturend- ann, beinlínis beran, og ég neyddist til að viðurkenna að því miður hefði þetta ekki verið rassinn á mér, þetta hefðu verið sjónvarpsbreilur. Hann horfði á mig frá hvirfli til ilja og trúði mér um leið. Að öðru leyti hafði þetta mál ekki alvarlegar afleiðing- ar. Þið Nikulás mættuð roggin í skól- ann og sögðuð hveijum þeim sem heyra vildi að daman með fjaðrirnar væri mamma ykkar, þetta drap allar háðsglósur í fæðingu og ég var meira að segja beðin um eiginhandaráritun nokkrum sinnum. Miehael yppti öxl- um, en var skemmt og gaf vinum sínum engar skýringar þegar þeir færðu það í tal fullir öfundar hversu frábæriega vaxin eiginkona hans væri. Ýmsir þeirra horfðu lengi á mig, ráðlausir á svip, og gátu ekki skilið hvernig eða hvers vegna ég feldi undir síðum hippakjólunum þennan einstaka líkamsvöxt, sem ég hefði sýnt svo feimnislaust á sjón- varpsskjánum. í varúðarskyni lét ég líða nokkra daga áður en ég heim- sótti afa minn, en hann hringdi skellihlæjandi til að segja mér að þessi þáttur hefði verið nærri jafn- . góður og ijölbragðaglíman í Cau- policánleikhúsinu, og það væri hreint og beint dásamlegt hvað maður sæi allt miklu betur í sjónvarpinu en í raunveruleikanum. Tengdafaðir minn neitaði að fara út úr húsi í hálfan mánuð, en Granny hældist hins vegar um af afreki mínu. Hún trúði mér fyrir því að þegar hún hefði séð mig ganga niður stigann, milli tvöfaldrar raðar af gylltum skylmingaþrælum, hefði henni þótt sem líf sitt væri fullkomnað, því þetta hefði alla tíð verið hennar leyndasti draumur. Um það leyti var tengda- móðir mín byijuð að breytast, hún var oft ör og stundum faðmaði hún ykkur börnin með augun full af tár- um, líkt ug hún fyndi á sér að hræði- legur skuggi ógnaði brothættri ham- ingju hennar. Spennan í landinu hafði brotist út í vaxandi ofbeldi og hún fann á sér, af því ofurnæmi sem hin- um saklausustu er gefið, að eitthvað skelfilegt var í aðsigi. Hún drakk venjulegt brennivín og - faldi flösk- urnar á hernaðarlega mikilvægum stöðum. Þú, Paula, sem elskaðir hana og hafðir ótakmarkaða sam- úð með henni, fannst felustaðina einn af öðrum og tókst tómu flöskurnar orðalaust og grófst þær á milli glit- fíflanna í garðinum. Litlir amerískir svefnsófar Vorum að fá litla svefnsófa með eins manns dýnu. Verð frá kr. 55.108 stgr. nrai w|| m húsgagnaverslun IfBölÍí 150 Langholtsvegi 111, sími 533 3500. Opið í dag frá kl. 13-17. GENÉVE cfyiuiá ÝSffú KRINGLUNNI, SÍMI588 7230. Bryndís Cv w ► Herraklipping 1190,- ► Dömuklipping 1190,- ► Klipping + léttþurrkun 1590,- ► Barnaklipping 900,- ► Körfuboltaklipping 590,- Láttu sjá þig • við erum tilbúnar með skærin BRflSKUR HARGREIOSLU k RAKARASTOFA HOfðabakki 1 v/hlifiina á Snœvarsvideö S. 587 7900 !É 5 Opnunartími 9-18 virka daga, 9-20 fimmtudaga og 10-14 laugardag LUKAS myndlista rvörur í miklu úrvali, tr0nur-gjafakassar-o.fi. LISTFENGI Eiðistorg 11, 170 Seltjarnames Sími: 562-2770 - fax: 561-0864 Ný sending af ódýrum ítölskum leðurtöskum ^láiiyöxðiótiijl, lOí/QtjljájÁ, Ájimi55!-5814- 4 vikur á Kanarí 3. janúar kr. 69.960 2 í íbúð Við höfum fengið nokkrar viðbótaríbúðir þann 3. janúar á Monterey íbúðarhótelinu sem er staðsett rétt við ströndina; litlar en fallegar íbúðir með einu svefnherbergi, allar með baði, eldhúsi og svölum. Bókaðu strax, því þetta eru síðustu sætin íbúðir. f'ráb&>r StaðWning aensku mWmi 'ótar.. Verð kr. 69.960 M.v. 2 í íbúð, 3. janúar, 4 vikur. Innifalið í verði: Flui;. gisting, ferðir lil og frá flugvelli erlendis, islensk furarstjórn, skattar. Ekki forfallagjuld kr. 1.200 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.