Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Of mikið af öllu má þó gera essi speki var kyijuð af hjartans sannfær- ingu í gömlum slagara. Gömul speki en varla úrelt. Það rann upp fyrir gáruhöfundi við þau orð greindarkonu, sem alltaf hefur fylgst vel með öllu og öllum, dauðum sem lifandi. Minningargreinar því eitt veigamikið lestrarefni hennar. Heyrir maður hana svo ekki allt í einu lýsa því yfir að nú sé hún að mestu hætt að lesa allar þessar minningargreinar í blöðunum. Það sé einfaldlega of mikið af þeim. Ekki að hún hefði látið sér detta í hug að fólk hætti að deyja, ónei. Það sé bara svo mikið skrifað um hvern og einn og dögum saman að enginn geti komist yfir að lesa það. Nú fletti hún bara blaðinu, líti á myndimar og stundum kynninguna á hinum látna, til að átta sig á hvort hún þekki hann. Lesi þá helst ekki nema eina greinanna um hann, þetta séu hvort sem er svo miklar end- urtekningar. Þá fannst mér eins og síðasti Mohikaninn væri fall- inn. En æ oftar hefur maður heyrt fólk and- varpa og segja: Þær fara allar orðið 'fram hjá mér, ég kemst bara ekki yfir að lesa þetta allt! Um leið óttast fólk að kunni að fara fram hjá því lát ein- hvers sem það vill vita af. En fyrmefnd kona sagði bót í máli að nú væri farið að auglýsa lát með mynd af hinum látna. Það hefði líka þann kost að þeir sem þekkja hann átta sig í tæka tíð fyrir jarðarförina. Of mikið af hveiju sem er getur þannig orðið til þess að fólk gefst alveg upp og segir sem svo: Ég ræð hvort sem er ekki við þetta allt! Ekki veit ég til þess að nein könnun hafí hér farið fram á þessu eða hvað er hæfilegt magn. En erlendis hafa verið könnuð viðbrögð fólks við of- framleiðslu á ýmsum sviðum. Kanadíski hagfræðingurinn dr. William Melody, sem m.a. að- stoðar Dani við að koma í gang rannsóknum á áhrifum nýrrar samskiptatæki á ýmis mannleg svið á næstu öld, hefur verið að skoða upplýsingaflæðið í Bandaríkjunum, þar sem maður getur kannski valið úr 100 sjón- varpsrásum. Eru þetta auknir valkostir? spyr hann. 0g með því að skoða málið komust fræðimenn að raun um að fólk velur ekki, það treystir bara á eina eða tvær stöðvar, opnar þær. Enda yrði dagskráin löngu li0in hjá ef þeir færu að leita að efni á öllum rásunum. Al- mennt gefst fólk bara upp, sér raunar að oftast er þetta hvort sem er sami grautur í sömu skál. Meðan það hafði fáar rás- ir nennti það að leita, en gafst ósjálfrátt upp fyrir offramboð- inu% „Ég vildi ég væri háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta,“ sagði átvaglið Þorsteinn matgoggur þegar hann hafði fengið svo mikinn mat að hann stóð á blístri og gat ekki meiru í sig troðið. Þetta köllum við græðgi og hlægjum að þessari frómu ósk frá þeim tíma sem æðsti draum- urinn var að fá nóg í sig. Offram- boð af mat gat þá' leikið menn svona grátt. En er þetta svo gamalt? I allsnægt- unum etur prúðasta fólk svo mikið að það verður að hoppa, synda og svita offramleiðsluna af sér. Er nú ekki dálítið ógeðs- legt að vera svona gráðugur? Kannski við eigum flest eftir að taka okkur ósk Þorsteins matgoggs í munn fyrr en varir. Á næstu grösum jólakræsing- arnar, sem gott er að njóta í góðum mannfagnaði. Á nægta- borði nútímans getur verið strembið að smakka á öllu sem mann langar í. Hlýtur raunar að teljast til gæða lífsins á jóla- hátíðinni. Kannski hugsar mað- ur þá: gott er að eiga sinn jóla- mat óétinn. Með öllum hlað- borðunum, sem í tísku er að sækja í veitingahúsum jólamán- uðinn langan, er nýjabrumið e.t.v. farið af nægtarhorninu á sjálfum jólunum. Þar kemur aftur spurningin um offram- boðið og hvernig það virkar á dauðlegar manneskjur. Á borðinu mínu liggur nýút- komin ljóðabók eftir Helga Hálfdanarson með þýddum ljóðum, sem ég hefí verið að glugga í. Mér þótti fengur að því að sjá þar nokkrar „grúkk- ur“ eftir uppáhaldið mitt Piet Hein hinn danska: Auðvitað hefur hann átt nokkur orð um þessar grátbroslegu tilraunir okkar til að halda jafnvæginu í lífínu, svo hvorki sé of eða van. Ljóðið heitir Lífsregla: Hún leysir hvem vanda vel og fljótt sú vizka sem reynslan kenndi, að meðalveginn skal velja, þótt hann vísast í öfgum lendi. Málið er greinilega ekki ein- falt. í annarri nýrri ljóðabók „Okkar á milli sagt“ eftir Krist- ján J. Gunnarsson, sem stund- um minnir mig á Piet Hein í íronískri hugsanahnyttni, er ljóð sem nefnist „Heimslyst", þ.e. ekki sú list með einföldu sem táknar færni heldur lystin með upsiloni er merkir ílöngun. Hvort tveggja gæti raunar hér átt við listina að lifa eða lystina á lífsgæðin. Við skulum sjá hvað Kristján segir: Áf gæðum heimsins fæstir nægju fenp og flestir gátu varla skilið að úr því Drottinn gerði allt af engu öðrum fyrirmunað var að gera það. Og nú er lífsspeki Gáruhöf- undar alveg kominn í hring. Hann getur í hvorugan fótinn stigið. Og án fótanna kemst maður víst ekki lengra. eftir Elíttu Pálmadóttur DANS/Hvaö erkabuki? Þarsemmenn voru konur og konum var bannað að dansa eftir Rögnu Söru Jónsdótfur HETJUDYRKUN okkar vestrænu þjóða er ekkert einsdæmi í heimin- um. Dýrkun okkar á karlmannleg- um hetjum bíómyndanna, Super- man, Rambo oglndiana Jones, á sér hliðstæðu hinum megin á hnett- inum. Hinn fagri en oft fordæmdi kvenmaður kvikmyndanna líkt og Sharon Stone í Ógnareðli er einnig að finna í leikhúshefð annars staðar í heiminum. Hinn mjúki, skilnings- ríki maður eins og James Dean var gjarnan sýndur, er ekki sérstakt vestrænt fyrirbæri. Hetjur okkar kvikmynda eiga sér allar hliðstæður í kabuki-leikhúsum Japana, sem eiga fjögur hundruð ára sögu að baki. + Asvipuðum tíma og Loðvík XIV efldi dans meðal hirðar sinnar í Frakklandi (á 17. öld), var ung kona í Japan að færa hirðdansa og vinsæla götudansa í sameiginlegt listform. Úr varð það sem kallast kabuki og er vin- sælasta dans- og leiklistarform Jap- ana. Það byggist jafnt á dansi og leiklist. Upphaf- lega voru það ein- ungis konur sem dönsuðu kabuki, en þær brugðu sér í hlutverk beggja kynja. Uppákom- umar, sem voru kallaðar „vændis- kvenna-kabuki“, höfðu í för með sér æsta áhorfendur sem vildu ólm- ir hylla sinn uppáhaldsdansara. Konur græddu efnahagslega á sýn- ingunum, öðluðust þannig meiri völd, og urðu ógn í augum yfír- valda. Árið 1629 bönnuðu þau kon- um að taka þátt í kabuki-sýningum. En vinsældir sýninganna voru það miklar að ungir karlmenn tóku við hlutverkum kvennanna, og þannig hélst hefðin við. Megineinkenni kabuki er nefnilega karlmaður sem bregður sér í konugervi, þar sem hinum raunverulegu kvenmönnum var bannað að taka þátt. Markmið karlanna er að fullkomna hreyfíng- ar sínar svo þeir verði óþekkjanleg- ir frá „ekta“ kvenmanni. Það er einungis nýlega sem að ósviknir kvenmenn eru aftur farnir að sjást á kabuki-sviði. í gegnum aldimar, allt frá því að konum var bannað að dansa kabuki, hafa karlmennimir átt í vaxandi samkeppni um fullkomnun kvenhreyfínga. Fjölskyldur létu hlutverkin ganga í arf, og unnu að því með hverri kynslóð að auka vin- sældir sínar meðal áhorfenda. Þar af leiðandi þurftu synir þekktra dansara að læra frá unga aldri hreyfíngar og hlutverk kvenna sem faðirinn hafði jafnframt æft sig á frá bamæsku. Ein æfing var að láta drengi ganga með blað milli fóta sér, önnur að kenna þeim að mála á sig kvenmannsandlit. Ef til vill vegna þess hversu vel sumum tekst til í kvenhlutverkinu, lætur kabuki-leikari áhorfendur ekki gleyma því að hann sé að leika, að sviðið sé leiksvið, en ekki raunveru- leiki. í miðju atriði getur hann skyndilega snúið baki í áhorfendur og fengið sér tesopa hjá aðstoðar- manni sínum. Vinsældir kabuki vom slíkar í Tókýó á 18. öld, að þó sólin væri rétt nýkomin upp var fólksljöldinn samt sem áður kominn á fætur, og farinn að þramma að leikhúsunum til að næla sér í sæmilegt sæti. Sýningar leikhúsanna stóðu frá morgni og langt fram á kvöld, og á vinsælustu sýningunum varð troðningurinn óbærilegur. Við myndum líkja því við veru „í síldar- TAMASABURO, einn frægasti kabuki-listamaður Japans samtimans, hefur náð langt í fullkomnun kvenpersónunnar. tunnu“, en þar sem Japanir veiða lítið af síld, heldur borða öllu meira af sushi, segja þeir „troðið eins og mannlegt sushi". Engir stólar voru í leikhúsunum heldur sátu allir á bastmottum. Stærstu leikhúsin gátu tekið rúmlega þúsund manns, en þrátt fyrir stærðina vom kabuki- leikhúsin hönnuð með það að mark- miði að efla samband áhorfenda og listamanna. Hver er ástæðan fyrir því að kabuki var, og er enn, svo vinsælt listform í japönsku samfélagi? Til að skilja það betur getum við tekið hliðstæðu úr okkar samfélagi. Segja má að kabuki sé „lifandi bíó- myndir", að hætti Japana. Sögu- þráður kabuki-verka byggist á lit- ríkum persónum sem eiga við mis- jafnan vanda að etja. Verkin geta til að mynda fjallað um unga elsk- endur sem eru fordæmdir af fjöl- skyldum sínum vegna ólíkrar stöðu innan samfélagsins. Þau komast að því að engin leið er út úr vanda þeirra, svo þau fremja sameiginlegt sjálfsmorð í lokjn. Söguþráðurinn er sem sjá má oftast krassandi og fær áhorfendur til að hlæja, gráta og æpa af undrun. Einnig eru per- sónurnar óviðjafnanlegar á ein- hvern hátt. Kvenfólkið fagurt, karl- mennimir líkamlega sterkar hetjur, eða gáfaðir og skilningsríkir. Alveg eins og persónur kvikmynda og sjónvarpsþátta eru fyrir okkur. Það er athyglisvert að það eru ekki leikritin sjálf sem draga aðdá- endur að, þó söguþráðurinn geti verið mjög spennandi. Það eru mun fremur listamennimir sjálfír, dans- og leiklistarfólk. Svipað og hjá okk- ur; við teljum kvikmynd þess virði að horfa á ef hún býður upp á nokkra afbragðsleikara. Það er líka það sem leikstjórar reikna með þeg- ar þeir ráða leikara í næstu kvik- mynd. Kabuki-aðdáendur í Japan eiga einnig sína uppáhalds lista- menn, og á tímabili nutu „kabuki- myndir" mikilla vinsælda. Fólk kepptist við að safna myndum af uppáhalds leik- og dönsurunum sín- um, líkt og við söfnum myndum af NBA-leikmönnum eða stjömum bíómyndanna. Það sem er merkilegt við þessa annars ágætu hliðstæðu er að við dýrkum konur sem konur og karla sem karla. Kabuki-aðdá- endur dýrka menn sem konur og menn sem menn. Opnunartími til jóla ilanir í Miðbæ Hafitiarfirði verða opnar til kl. 22 A þorláksmessu Á aðfangadag Kv' ökli Verslið í hlýjunni og njólið góðrar jólastemmningar. Miðbær, verslunarmiðstöð, Fjarðargötu 13 -15 Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.