Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 9 Ég vildi sjá fjöllin Eg er harðánægð, hér er gott að vera, svo heimilislegt, sagði Valborg Hermannsdóttir lyflafræðingur við Elínu Pálmadóttur. Valborg býr á Elliheimilinu Grund, komin heim eftir ævintýralegt lúxuslíf í Tælandi og Indónesíu, þar sem hún hafði þjónustu- fólk og bjó í stærðar villum og síðan í Dan- * mörku, þar sem synir hennar eru. Eg vildi sjá flöllin, segir hún til skýringar. VALBORG Hermannsdóttir lyfjafræðingur í herberginu sínu á Grund. VALBORG tekur á móti blaða- manni í herberginu sínu á Grund. Hún hefur ekki tekið mikið af eigum sínum með sér, eina stóra útskorna kistu frá Hong Kong, sem er full af mynd- um og minjum, og mynd frá Bali á vegginn. Enda þarf hún rými til að komast í hjólastólnum um lítið her- bergið. Hún hafði fengið Parkinsons- veiki, sem ekki greindist rétt, og var lengi á villandi lyfjum. Nú kveðst hún fá meiri þjálfun á Grund en hún átti von á og segist fegin að vera komin til íslands, til góðra lækna. „Hér er svo heimilislegt,“ segir hún. „Dætur Gísla heitins reka þetta elliheimili. Ég fór í heimsókn á eitt af nýju heimilunum, en vildi heldur vera hér áfram. Mér sýndist allir sitja þar svo prúðbúnir og fínir með hendur í skauti og láta sér leiðast. Hér er margt ágætt og skemmtilegt fólk til að tala við ef maður fer fram. Svo er alltaf upplestur á morgnana og söngur, sem kemur manni í gott skap. Einar Sturluson fyrrverandi óperusöngvari og Kjartan Ólafsson, sem spilar og syngur, koma og syngja fyrir okkur og með okkur. „Við göngum svo léttir í lundu“, syngjum við. Læknarnir segja að það sé hollt fyrir Parkinsonssjúklinga að syngja. Svo hefi ég verið að reyna að skrifa á tölvuna þætti úr því lífi sem ég hefi lifað. Mest fyrir strák- ana mína,“ bætir hún við. Brúður í Tælandi Hún hlýtur að hafa frá ýmsu for- vitnilegu að segja. Það var mikið ævintýri þegar Valborg hélt á árinu 1955 til Tælands til að gifta sig. Margt hefur breyst á íslandi, en breytingarnar hafa ekki síður sett svip sinn á Austurlönd. Nú taka menn bara flugvél til Tælands í stór- hópum. Það var rómantískara þegar Valbórg fór út til móts við unnust- ann. Þau Kurt Stenger Jakobsen höfðu kynnst við nám í lyfjafræði í Danmörku og sett upp hringana áður en hún fór heim að kandidats- prófi loknu á árinu 1952. Hún hafði lokið stúdentsprófi í máladeild 1945 og árið eftir úr stærðfræðideild MR til að fara svo í Lyfjafræðingaskóla íslands og að því loknu til Danmerk- ur. Nú hélt hún heim til að starfa sem lyfjafræðingur í Laugavegsapó- teki, en hafði áður unnið í Lyfjabúð- ini Iðunni og Ingólfsapóteki. Kurt hélt að prófi loknu í aðra átt, til Tælands, til að veita forstöðu útibúi lyfjafyrirtækisins Dumex í Bangkok. Fyrirtækið var að byggja lyfjaverksmiðjur á ýmsum stöðum í KURT og Valborg með drengina Pétur og Arne. Til Danmerk- ur fluttu þau með sér tælenskt andahús og frá íslandi fengu þau lopapeysur. VALBORG í Tælandi, þar sem hún lifði eins og blómi í eggi. Austurlöndum og sendi unga lyfja- fræðinga að heiman til að þjálfa starfslið. Valborg sat í þijú ár í fest- um heima á íslandi, en hélt svo til fundar við hann. Fór í lest þvert yfír Evrópu til Genova, þaða.n sem hún sigldi með einu af skipum Austur- Asíufélagsins um Miðjarðarhafið og Súesskurðinn og til Penang í Malas- íu, þar sem Kurt kom til móts við hana. Þau höfðu ekki sést í þijú ár. Þar giftu þau sig með pompi og pragt, brúðurin í hvítum brúðarkjól með löngum slóða og viðstaddir danski konsúllinn og fjöldi gesta. M.a. voru þar margir starfsmenn frá Austur- Asíufélaginu. „Þetta var afskaplega fínt og ævitýralegt fyrir mig sem var að koma beint að heiman." En Kurt átti eftir að verða forstjóri hjá Aust- ur-Asíufélaginu í Jakarta í Indónesíu og í Bankok og Valborg þá með hon- um. Átti fyrir henni að liggja að búa í Austurlöndum í nær tvo áratugi. Þau settust að í hinni yndislegu borg Bankok. „En þetta var erfítt fyrir mig í byijun, því ég fékk enga vinnu. Þeir tóku hlutina ekki svo alvarlega þarna og gátu fengið nóg af ódýru, ólærðu vinnuafli. Vildu því ekki fá mig, lyfjafræðinginn. Maður hafði þjónustufólk, enda engin þæg- indi eða vélar. Ég varð því bara að vera fín frú, sem var hundleiðiniegt. Svo fór maður að spila brids og leika golf. Þó kom að því að Austur-Asíu- félagið sá að ódýrara væri að ráða mig í vinnu en að senda lyfjafræðing frá Danmörku. Þá fékk ég loks vinnu, sem ég hafði viljað allan tím- ann. Enda var ég nýbúin að mennta mig til þess. Á þessum tíma voru kanalar beggja megin við göturnar og maður fór um í kerrum með hjólreiðamanni fyrir, jafnvel hlaupandi manni. Og það var óhætt fyrir konu að vera ein úti, engin almenn eiturlyfjanotk- un. Þó voru ópíumbúllur, þar sem menn lágu og reyktu og hvíldu höf- uðið á glerstaukum. Maður fór þang- að af forvitni og tók myndir. Við bjuggum í húsi með stórum fallegum garði og þetta var ljúft líf. Þarna var mikið af vel menntuðu og skemmtilegu fólki frá Evrópulönd- um, sem gaman var að vera með, þótt maður þreyttist á eilífum kok- teilboðum. Við Kurt ferðuðumst mikið, bæði í erindum fyrirtækisins til Ástralíu, Nepal og fleiri staða í Austurlöndum og svo á eigin vegum um heim allan. Vorum bæði mikið fyrir það. Eitt sinn ferðuðumst við á pramma eftir fljótum Tælands og niður flúðir, okkur var þá sama þótt þægindum væri sleppt. í annað skipti ókum við frá Jakarta til Balí og lifðum eins og innfæddir, borðuð- um steytt hrísgijón í morgunmat. Við lifðum ákaflega fjölbreyttu lífi,“ segir Valborg. í nýfijálsri Indónesíu Frá 1960 bjuggu þau í nokkur ár í Jakarta í Indónesíu. Þeim líkaði mjög vel við Indónesana eins og Tælendingana, sem Valborg segit' að sé yndislegt fólk. En Indónesar báru þess þó- merki að hafa verið nýlenda. Voru undirgefnari. Tæland er eina landið á þessum slóðum, sem aldrei hefur verið nýlenda annarrar þjóðar og eru Tælendingar mjög sjálfstæðir. Þegar Valborg kom til Indónesíu hafði landið nýlega fengið frelsi. „Hollendingarnir voru farnir, höfðu bara farið eins og kennari sem labb- ar út úr sex ára bekk. Indónesar hentu svo Kínveijum út, því þeir voru fjármálamennirnir sem öfluðu peninga. Líka Englendingum sem þeir tortryggðu líka. Var ráðist á hús Bretanna og bílar þeirra brennd- ir. En ekki var amast_ við Dönúm eða Svíum til dæmis. Ástandið var slæmt, nánast hungursneyð í land- inu. Sukarno var alger einræðis- herra. Við lentum ekki í neinu, þeg- ar óeirðir voru drógum við upp danska fánann. En Danir eru mjög vinsælir á öllu þessu svæði, ekki síst í Tælandi. Ég sagði alltaf ef ég var spurð að ég væri Dani og þá var sagt með breiðu brosi: Já, Danir, þeir eru góðir vinir okkar! Okkur var sýnd sérstök vinsemd út á það. Þeg- ar Sukarno var steypt af stóli og Suharto tók við, vorum við aftur flutt til Bangkok. Þá lagaðist ástandið í Indónesíu." „Kurt var sem fyrr að byggja upp lyfjaverksmiðju fyrir Austur-Ásíufé- lagið í Jakarta. Það stóð föstum fót- um á þessum slóðum. H.N. Andersen hafði stofnað til þess endur fyrir löngu, byijaði víst með hóruhúsi í Bangkok fyrir aldamót, en fyrirtæk- jð var orðið stórveldi í viðskiptum og skipaflutningum með útibú í öðr- um löndum. Fyrir okkur var yndis- legt að vera þarna, þó það væri dálítið erfítt. Éf eitthvað skorti af þeim lúxus, sem við vorum vön, þá flaug ég bara til Singapore til að kaupa inn og þangað gátum við sótt læknisþjónustu, sem var mjög slæm og hætt var við sýkingum af matvæl- unum. Við ferðuðumst mikið um eyjarnar, sem var mjög gaman.“ Með börnin til Danmerkur Fyrstu 10 árin voru þau Valborg og Kurt tvö ein, en þá tóku þau kjör- böm, tvo bræður frá Danmörku. Þá bjuggu þau aftur í Bangkok. En 1970 kusu þau svo að flytja til Dan- merkur, töldu það betrá fyrir dreng- ina. Kurt varð þá forstjóri hjá Medic- inalco í Kaupmannahöfn frá 1970. Þau settust að í stóru húsi við Fureso- en. Þau höfðu með sér tælenska stúlku, sem enn býr í Danmörku. En eins og Valborg orðar það, þá virtust þau bæði breytast eftir að til Dan- merkur kom, svo hjónabandið gekk ekki lengur og þau skildu 1975. „Það var synd vegna strákanna," segir hún. Þegar þau skildu keypti hún íbúð við Austurbrú og bjó þar með sonum sínum. Og eftir að þeir fóm að heim- an, keypti hún sér litla íbúð í Kaup- mannahöfn. Pétur er listamaður og stundar útskurð. Hann býr í Silkeborg og á konu og litla dóttur, en Ame er innkaupastjóri í stórmarkaði. „Fyrir fjórum árum flutti ég til íslands. Ég var alveg veik að sjá fjöll,“ segir Valborg. „Og lifandis ósköp var gott að koma hingað. Ég lenti hjá góðum læknum. Park- insonsveikinrii er hægt að halda niðri. Ég á hér stóra fjölskyldu og vini, tvær systur og hóp af systkina- börnum, sem eru svo artarleg. Þau hafa sum verið í Danmörku." Ætli væntingar hennar hafi reynst réttar? Út um gluggann henn- ar á Elliheimilinu Grund sjást engin fjöll, bara umferðargatan. „Þetta hefur allt reynst satt og rétt. Og ég þarf ekki að fara langt til að sjá fjöllin, upp á Landakotstún eða í Perluna. Þangað ætla ég reynd- ar að fara um miðjan daginn á morg- un. Það er miklu auðveldara líf að hafa bara þessa fáu muni í einu herbergi og ekkert drasl. Og það er gott að umgangast gamalt fólk og spjalla við það,“ segir Valborg að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.