Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Iyfir tuttugu ár hefur Dr. John Gray haldið fyrirlestra fyrir hundruð þúsunda manna við gífurlegar vinsældir, enda hefur margt breyst í umræðum fólks um það hvernig góð sambönd eiga að vera, enda þótt hinn full- komni skilningur í þeim efnum sé enn langt undan. Hann er ham- ingjusamlega giftur og þriggja barna faðir í dag, en hann upplifði sjálfur skilnað sem kann^jti hvað einna mest hvatti hann til þess að skrifa bókina. Hann lifði sem munkur í níu ár og stundaði nám hjá hinum þekkta spekingi Mahar- ishi Mahesh Yogi og lauk BA- og MA-prófi frá Maharishi European Research University. Árið 1982 lauk hann doktorsnámi í sálfræði frá Columbia Pacific University. Bók þessi hefur hvarvetna vakið mikla athygli og þá um leið um- ræðu á einu þekktasta fyrirbrigði nútímamannsins og já, konunnar, nefnilega því hveijar við erum og hvernig okkur tekst til við að glíma hvert við annað innan veggja heimilanna. Höfundurinn gerir mikið úr því í þessari bók sinni að náttúrulegur munur kynjanna sé svo mikill, að þrátt fyrir þær breytingar sem átt hafa sér stað á högum kvenna og því fjölskyldu- mynstri, sem við þekkjum frá fornri tíð, eru og verða karlmenn ekki konur og öfugt nema síður sé, hvað sem annarri tækni líður svona í nánd aldamóta! Þar sem ég hafði lesið bók þessa fyrir nokkrum árum, og heillast mjög af einbeittri trú og staðfestu höfundarins, var það mikill heiður að fá að spjalla við hann í tilefni af útkomu bókarinnar á íslandi. Dr. John Gray býr í Mylludal um tveggja stunda akstur frá Los Angeles þar sem hann eyðir tíma sínum við skriftir og undirbúning fyrirlestra sem hann í dag, eftir útkomu bókarinnar, heldur vítt og breitt um heiminn. Nýja-Sjáland, Ástralía og ísland voru þau lönd sem höfundurinn hafði verið í sam- bandi við þann daginn sem ég náði tali af honum, en líf manns- ins sem tileinkaði Iíf sitt aðstoð við fólk í sambúðarörðugleikum hefur svo sannarlega breyst, eða hvað? „I dag hef ég bara miklu fleiri sem vita hvað ég hef fram að færa en áður, þegar fólk kom til mín á skrifstofuna og sat hjá mér og ræddi sín-mál. Þessi bók, „Menn eru frá Mars. Konur eru frá Ven- us“, er samantekt úr þeirri reynslu sem mér áskotnaðist á Iöngum tíma og þær hugmyndir sem ég hef þróað í gegnum minn feril. Ég áttaði mig á því að grunnurinn að allri umræðu fyrir bættum sam- böndum milli kynjanna er sá, að það er gífurlegur munur á konum og körlum. Nokkuð sem við fáum ekki breytt og hefur ekkert með það að gera að konur starfi utan heimilisins eða að karlmenn sinna heiminu og fjölskyldu meira en tíðkaðist hér áður fyrr.“ Geimverur frá annarri plánetu „Ég hef sett þetta upj> á mjög einfaldan hátt fyrir fólk. Imyndaðu þér að þú búir með geimveru frá annarri þlánetu. Hváð gerirðu fyrst er þú áttar þig á því að þú nærð ekki að tjá þig á þann hátt sem þér er eiginlegur? Hvað ger- irðu? Þú stífnar ekki upp og rýkur burt í fússi, skellandi á eftir þér hurðum, er það? Nei, með lagni þreifar þú þig áfram, uns þú áttar þig á því að ákveðið tungutak eða táknmál færir þig nær geimver- unni, uns þið smám saman farið að skilja hvort annað og tala sama tungumál. Aðalvandamál fólks er það, að þrátt fyrir ansi mörg orð sögð og margar stundir sem hafa farið í að ræða hlutina eru karl- menn og konur ekki að tala sama tungumál!." „Konur eru næstum undantekn- ingarlaust meiri tilfinningaverur Er algengasti skilningurinn misskilningur? Menn eru frá Mars. Konur frá Venus“ er ein af metsölubókum síð- ustu ára og hefur verið gefin út á þrjátíu og sjö tungumálum. Höfund- urinn, dr. John Gray, hefur getið sér frægð fyrir kenningar sínar um það að ef við einbeit- um okkur að skilningi, virðingu o g þakklæti hver í annars garð eig- um við auðveldara með að skilja mismun kynj- anna. Margrét Hrafns- dóttir fór á fund höf- undarins skammt utan Los Angeles nýverið. METSÖLUHÖFUNDURINN dr. John Gray en karlmenn. Þær þurfa á því að halda að tjá sig með mikilli tilfinn- ingu um sjálfar sig og þeirra líðan hveiju sinni, méðan karlmaðurinn sem stundum veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið hefur ekki slíka þörf fyrir útrás. Karlmaðurinn er í eðli sínu þannig að hann fær alveg sambærilega útrás við það að glíma við slíkar tilfinningar í einrúmi og kemur síðan sæll og ánægður að því loknu. En hvað gerist. Hvorugt skilur hitt, og ásakanir um engan skilning á báða bóga eiga sér stað. Þetta gerist æ ofan í æ þegar fólk áttar sig ekki á grundvallarmuninum sem er á milli kynjanna að þessu leyti. Þetta leiðir svo yfirleitt til þess að fólk fer að reyna að breyta hvert öðru sýnkt og heilagt. Hvað gerist þá? Jú, manneskjan sem þú varðst ástfanginn af og gast ekki hugsað þér að vera án einn dag, tapar oft þeim eiginleikum sínum að vera hún sjálf, því hún er sífellt að reyna að þóknast hinum aðilanum sem að sjálfsögðu gengur aldrei upp og endar oftar en ekki í kergju á milli fólks. Það sem hefur vakið mig til umhugsunar er þó sú und- arlega staðreynd að af þeim þús- undum einstaklinga sem leitað hafa til mín í ráðgjöf eru það kon- urnar sem koma til mín og kvarta yfir því að þær séu ekki ánægðar með eiginmenn sína, en karlmenn- irnir hafa yfir öðru að kvarta, jú því að konurnar þeirra séu ekki ánægðar með þá!“. Okkur er í blóð borið að finna lífsförunaut / viðtali við Oprah Winfrey á sínum tíma virtist mikill hiti vera í konum um þær breytingar sem hafa orðið á síðastliðnum tuttugu árum á högum kvenna og fjöl- skyldunni yfirleitt og þú komst inn á mjög merkilegan hlut í sam- bandi við það sem vakti athygli mína. „Í um þúsund ár höfum við haft þessa svokölluðu fjölskyldu ímynd sem við þekkjum öll þar sem karlmennirnir fóru til veiða á með- an konurnar sáu um búin og ólu upp börnin og það var alltaf þessi eftirvænting og næstum því þakkarskuld sem karlmenn fengu þegar þeir báru björg í bú. Sem óneitanlega er alltaf notalegt að finna fyrir þegar eitthvað er vel gert og þar af leiðandi fór voða- lega lítill tími í að ræða eitthvert annað fyrirkomulag því það hrein- lega þekktist ekki. Þetta var mikið meira spurning um öryggi þessar- ar einingar en það er í dag. Konur eru orðnar fjárhagslega sjálfstæð- ar og geta þar af leiðandi séð um sig sjálfar. En í dag þar sem úti- vinnandi konur, oftar en ekki, reka einnig heimili og eru þar af- leið- andi með tvöfalt vinnuálag hefur umræðan að sjálfsögðu komið upp á yfirborðið. Þetta skapar streitu þegar fólk er þreytt eftir langan vinnudag og einhvert ósamræmi er urn heimilið. Það hvarlar því náttúrulega að fólki að það þurfi ekki lengur hvert á öðru að halda! Eða hvað? Þar ætlum við nefnilega að glíma enn einu sinni aftur við náttúruna. Mín reynsla er a.m.k. sú að þegar fólk hefur farið í sund- ur og fengið „frelsið“ og einkaaf- not af afrakstri framabrautarinnar þá vantar eitthvað. Nefnilega þessa fullnægju sem karlmaðurinn hefur af konunni og öfugt sem gerir lífið þess virði að lifa því.“ „Ég hef í gegnum mitt starf orðið þess vís að fólk virðist reyna allt áður en það ákveður að skilja leiðir. Sem rökstyður þá kenningu mín að þrátt fyrir allt tal og draumóra um sem flesta rekkju- nauta og fijálsræði, virðist það okkur beinlínis í blóð borið að leita uppi þann eina rétta eða réttu, til þess að eyða lífinu með og þar held ég að ástæðan sé komin fyrir vinsældum þessarar bókar að fólk er meir og meir að átta sig á því að þeirra vandamál eru ekki al- gjörlega sérstök með enga hlið- stæðu hjá nokkrum öðrum manni! Með meiri skilningi hvert á öðru og virðingu fyrir mismun kynjanna eigum við eftir að eiga skemmtileg og innileg sambönd með mökum okkar. Fólk virðist að mestu leyti eiga við svipuð ef ekki sömu vandamál að stríða. Það er þegar þessi frægi „misskilningur" fær að ráða ferðinni í tíma og ótíma. Við eyðum meiri tíma í að útkljá misskilning en við eyðum í að reyna að skilja hvert annað! Oft á tíðum hefur það Ieitt sambönd inn á þær brautir að fólk sér ekki út úr augum. Fólk fer að særa hvert annað í stað þess að byggja hvert annað upp. Þegar slíkt gerist, fólk er hætt að geta talast við án þess að særa hinn aðilann, hef ég ráð- lagt fólki að flytja í sundur og byggja samband sitt eingöngu á vinskap. Því það gleymist oft í hita leiksins að koma fram við þann sem við elskum af sömu varkárni og vini okkar. Flest allir sem ég hef ráðlagt þetta, hafa tekið saman að nýju og leggja mikið upp úr þessu með vinskap- inn, að hann gangi fyrir. Það hef- ur reynst vel.“ Sápuóperur og slúðurblöð okkar verstu óvinir Hvað með öli þau utanaðkom- andi áhrifs.s. sjónvarp, kvikmynd- ir og tímarit sem umkringja okkur í dag? „Ég hef oft sagt að sápuóperur og slúðurtímarit - þar sem allt hefur hamingjuríkan endi og fal- legustu pör í heimi ráð ríkjum - séu verstu óvinir okkar sem þurfa að lifa í raunveruleikanum. Því miður höfum við tilhneigingu til þess að taka of mikið af draumóra- kenndum fantasíum inn í líf okk- ar, eingöngu til þess að flækja það. Eins og ég kom inn á áðan þá virðast fæstir fá mikið út úr því að vera gangandi kasanóvur í kvorugkyni til lengdar, en ég er ekki að draga úr því að fólk leyfi ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Það er bara eitthvað sem við njótum góðs af á öðrum vett- vangi! Væntingar okkar eru oft svo óraunhæfar en samt svo skilj- anlegar. Tökum sem dæmi mann sem stendur fyrir framan klám- blaðarekkann á blaðastandinum. Hvað er þessi föngulega vaxna kona á forsíðunni að segja við hann? „Hæ komdu, ég er til í kyn- líf hvenær sem er!“ Svo heldur hann af stað í átt heim til sín og kona á vegi hans brosir sínu breið- asta, og gefur honum til kynna að hún væri til í eitthvert ævin- týr. Þegar hann loksins kemst heim til konunnar sinnar fullur eftirvæntingar með heilasellurnar á fleygiferð í kollinum og fjörugar hugmyndir um hvernig hann ætli að eyða kvöldinu, segir konan hans ergileg: Hvers vegna kem- urðu svona seint heim í mat? Búmm! Velkominn í raunveruleik- ann og þar með hverfur hann inn í skel sína og hugleiðir með sjálfum sér hvers virði þetta sé nú allt saman. Þetta gæti að sjálfsögðu verið upplifun konunnar en það er oft þetta með væntingarnar sem leiðir okkur frá því að sjá hlutina í réttu ljósi.“ Samband karls og konu það yndislegasta sem manneskja upplifir „Það virðist vera að flestir þeir sem til mín hafa leitað, hafi ekki áhuga á framhjáhaldi og því síður að þeir vildu maka sinn í slíkum hugleiðingum sem segir okkur að það er mikill áhugi fyrir hendi hjá fólki að fylla líf sitt auðugra og nánara sambandi við þann sem það einhvern tímann fann eða á eftir að finna. Ég er a.m.k. sann- færður um það að samband karls og konu er eitthvað það yndisleg- asta sem nokkur manneskja getur upplifað, sé það kallið í lífinu að vera með hinu kyninu og til margs að vinna að reyna það til þrautar þótt ekki nema væri fyrir forvitnis- sakir því hvernig var það ekki með geimveruna frá hinum hnettinum. Myndirðu láta hana fram hjá þér fara án þess að kynnast henni sem allra best eins og hún er. Annars væri hún ekki geimvera!“ Samtali okkar er lokið. Dr. John Gray er horfinn á vit nýrra viðtala við forvitna og fróðleiksfúsa starfsbræður. Ég er eiginlega hálf svekkt, því það er svo oft þannig í lífinu að. það sem heillar mann má helst engan endi hafa. En þá verður maður að minna sig á að þetta er bara byijunin. Byijunin fyrir okkur öll sem viljum ná lengra í lífinu með sjálf okkur og sambönd. Ég veit það a.m.k. fyrir víst að bókina ætla ég að lesa aftur. „Menn frá Mars og konur frá Venus“ er ekki svo galin sam- líking eftir að hafa hlustað á mann, sem hálfa ævina hefur hlustað á fólk, tala af eins miklum skilningi og nærfærni um kynin eins og þau koma honum fyrir sjónir. Hann er frá Mars og ég frá Venus en samt skildum við hvort annað svo vel. Þetta skildi þó ekki vera rétt eftir allt saman . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.