Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 11 KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir barna- og fjölskyldumyndina The Indian in the Cupboard sem er nýjasta myndin úr smiðju Franks Oz sem á að baki ijölda gamanmynda og fjölskyldumynda. Myndin er full af tæknibrellum, en hún er byggð á verðlaunaskáldsögu ensku skáldkonunnar Lynne Reid Banks. Töfraskápurinn OMRI á níu ára afmæli og af því tilefni fær hann margs konar gjafir sem drengir á hans aldri þrá að eignast, en það eru hins vegar tvær frekar óhefð- bundnar gjafir sem hann hrífst mest af. Það eru ánnars vegar lítill skápur sem bróðir hans hefur fundið í yfirgefnu drasli og lítill indíáni úr plasti sem Patrick, besti vinur hans, gefur honum. Mamma Omris leitar að lykli í safni sínu og finnur einn sem passar að skápnum foma. Strákurinn kemur indíánanum fyrir í skápnum og þegar hann læsir skápnum upp- hefst stórkostlegt ævintýri sem engan hafði órað fyrir. Strax um nóttina fara að heyrast alls kyns bæld hljóð úr töfraskápnum í svefnherbergi Omris. Morguninn eftir opnar hann skáphurðina og blasir við honum nokkuð sem eng- inn hefði getað látið sér detta í hug. Indíáninn smávaxni hefur lifnað við og segist heita Litli- Björn. Bæði undrandi og hræddir reyna þeir Omri og Litli-Björn svo að gera sér grein fyrir þeim breyt- ingum sem hafa orðið á högum þeirra. Eftir nokkra stund trúir Omri vini sínum, Patrick, fyrir þeim undrum og stórmerkjum sem hafa gerst og þeir bindast fast- mælum að varðveita leyndarmál sitt og láta engan fullorðinn vita um tilvist hins smávaxna vinar sem þeir hafa eignast. Þrátt fyrir að Omri teiji það óráðlegt setur Patrick lítinn kúreka úr plasti í skápinn hjá Litla-Birni og hann lifnar líka við, en þar er kominn kúrekinn Boone frá Texas. Þeir smávöxnu lenda svo strax í úti- stöðum og beijast hatrammlega og strákunum verða fljótlega ljós- ar margar ógnvekjandi afleiðing- ar af því sem þeir hafa gert. Þeg- ar barátta hinna smáu er svo við það að ná hámarki í svefnher- bergi Omris læra svo strákarnir og hinir smávöxnu vinir þeirra ógleymanlega lexíu um lífið og tilveruna. RAPPARINN Litefoot og David Keith leika þá Litla-Björn og Boone sem öðlast líf í töfraskáp Omris. OMRI eignast nýjan vin þegar plastindíáninn Litli-Björn vaknar til lífsins í töfraskápnum góða. Galdrakarlinn Oz LEIKSTJÓRI myndarinnar „The Indian in the Cupboard" er Englendingurinn Frank Oz, en rétt nafn hans er Frank Oznowicz. Hann er fæddur 25. maí 1944 í Herford á Englandi en þegar hann var við nám í Oakland City College árið 1963 kynntist hann Jim Henson sem hann átti eftir að starfa mikið með. Árið 1965 fluttist Oz til New York þar sem hann og Henson hófu gerð sjónvarpsþátt- anna um Prúðuleikarana, „The Muppet Show“, og „Sesame Street“, en Oz á heiðurinn af mörgum þekktustu pesónum prúðuleikaranna. Frank Oz hefur víða látið til sin taka í kvikmyndsaiðnaðinum. Hann skrifaði handritið að „The Muppets take Manhattan" (1984), framleiddi „The Great Muppet Caper“ (1981) og „The Muppet Christmas Carol“ (1992), og myndirnar sem hann hefur leikstýrt eru „The Dark Crystal" (1982), „The Muppets Take Man- hattan“ (1984), „Little Shop of Horrors“ (1986), „Dirty Rotten VINIRNIR Omri og Patrick reyna allt hvað þeir geta að varð- veita leyndarmálið um smávöxnu vinina þeirra. feril sinn sem blaðamaður og varð önnur tveggja fyrstu sjónvarps- fréttakvennanna á Bretlandi. „Innocent Blood“ (1992). Þá hef- ur hann stjórnað brúðum o.fl. í fjölda mynda og ljáð þeim rödd sína. Þar á meðal eru myndirnar „The Empire Strikes Back“ (1980), „The Great Muppet Cap- er“ (1981), „Return of the Jedi“ (1983), „The Muppets Take Man- hattan“ (1984), „Spies Like Us“ (1985) og „The Muppet Christ- mas carol“ (1992). Semna fluttist hún svo búferlum til ísraels, en þar giftist hún mynd- höggvara og eignaðist þijá syni, en nú býr hún með eiginmanni sínum í 300 ára gömlum bóndabæ í Dorset á Englandi. Söguna um indíánann í skápn- um spann Reid Banks þegar hún var að koma Omri syni sínum í svefninn, en synir hennar þrír er allir fyrirmyndir persóna í sögunni sem selst hefur í nálægt fímm milljónum eintaka frá því hún kom fyrst út. Reid Banks hefur skrifað fleiri bækur um indíánann í skápn- um, en þær heita „The Return of the Indian“, „The Secret of the Indian" og „The Mystery of the Cupboard“. Auk þess hefur hún skrifað bókina „The L-shaped Room“ og unglingabækurnar „Broken Bridge" og „One More River“. Með hlutverk Omris í myndinni fer Hal Scardino og er þetta fyrsta aðalhlutverk hans, en hann hefur áður leikið aukahlutverk í mynd- inni „Searching for Bobby Fisher" (1993). Litla-Björn leikur Cher- okee-indíáninn Litefoot og er þetta hans fyrsta kvikmyndahlut- verk. Hann er tónlistarmaður að atvinnu og hefur einbeitt sér að rapptónlist. Hann er jafnframt ljóðskáld og hefur hann ferðast mikið um verndarsvæði indíána- ættflokka til þess að efla þekk- ingu meðal ungra indíána um hefðir og sögu indíánaþjóða og gera þá meðvitaðri um mikilvægi þess að tilheyra frumbyggjum Norður-Ameríku. David Keith leikur plastkúrekann Boone sem vaknar til lífsins í töfraskáp Omris. Hann er gamalreyndur kvikmyndaleikari sem meðal ann- ars hefur leikið í myndunum „Major League 2“, „The Two Jakes“, „Firestarter," „The Lords of Discipline", Brubaker“ og „An Offícer and a Gentleman“, en fyrir það hlutverk fékk hann Golden Globe-verðlaunin. Móður Omris leikur Lindsay Crouse, en hún var á sínum tíma tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir aukahlut- verk í „Places in the Heart" (1984) þar sem hún lék á móti Sally Field. Meðal annarra kvik- mynda sem hún hefur leikið í eru „House of Games“, „Iceman“, „The Desperate Hours“, „Prince of the City“, „The Verdict" og „All the President’s Men“. A næsta ári mun hún svo sjást í réttarhaldsdramanu „The Juror" þar sem hún leikur á móti Demi Moore. Crouse hefur að auki leik- ið í mörgum sjónvarpsþáttum og má þar nefna „Hill Street blues“, „Columbo", „L.A. Law“, „Law & Order“ og „Murder She Wrote“. Framleiðendur „The Indian in the Cupboard" eru þau Kathleen Kennédy og Frank Marshall, en þau hafa mikið starfað með Stev- en Spielberg. Meðal fjölda kvik- mynda sem þau hafa framleitt eru „The Bridges of Madison County", „Jurassic Park“, „E.T.“, „Schindlers List“ og „The Flint- stones“. Sjálfur hefur Marshall þrisvar brugðið sér í hlutverk leik- stjórans, en hann leikstýrði myndunum „Arachnophobia“ (1990), „Alive" (1993) og „Congo“ (1995). Mikið er um tæknibrellur í „The Indian in the Cupboard" og þar kemur við sögu þekktasta og stærsta tæknibrellufyrirtæki kvikmyndaiðnaðarins í dag, Ind- ustrial Light and Magic, en það var stofnað 1975. Fyrirtækið hef- ur áður séð um töfrabrögð í stór- myndum eins og „Star Trek Gen- erations“, „The Mask", „Forrest Gump“, „The Flintstones“, „Jur- assic Park T2: Judgement Day“, „Indiana Jones“-myndunum og „Star Wai,s“-myndunum. Kvikmyndin „The Indian in the Cupboard", Indíáninn í skápnum, kemur úr smiðju Franks Oz, sem á m.a. að baki myndirnar „The Muppet Christmas Carol“, „Housesitter“, „What about Bob“ og „Dirty Rotten Scoundrels". Myndin er gerð eftir margverð- launaðri barnabók eftir ensku skáldkonuna Lynne Reid Banks, en kvikmyndahandritið skrifaði Melissa Mathison, sem skrifaði óskarsverðlaunahandritið að E.T. „The Extra-Terrestrial“ og var meðhöfundur að handritinu að „The Black Stallion". Lynne Reid Banks fæddist í London skömmu fyrir síðari heimsstyijöldina, en þegar hún geisaði var hún flutt „stríðsgest- ur“ til borgarinnar Saskatoon í Kanada. Þegar hún hafði flust á nýjan leik til Englands að stríðinu loknu lagði hún stund á leiklist- arnám og starfaði með áhugaleik- félögum í fimm ár. Þá hóf hún Scoundrels“ (1988), „What Abo- ut Bob?“ (1991), „Housesitter" (1992) og loks „The Indian in the Cupboard“. Frank Oz hefur líka látið til sín taka fyrir framan myndavél- arnar því hann hefur leikið m.a. í „The Blues Brothers" (1980), „American Werewolf in Lond- on“ (1981), „Trading Places“ (1983), „Labyrinth" (1986) og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.