Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORG UNBLAÐIÐ MHáðfuglinn Woody Allen sendir nú frá sér hvetja myndina á fætur annarri. Hann mun fljót- lega bytja á sinni fyrstu dansa- og söngvamynd en fréttir að utan herma að í henni muni hann leika föður Juliu Ro- berts. Með önnur hlut- verk fara Goldie Hawn og Alan Alda en sagan snýst um skondna gyð- ingafjölskyldu. MFinnski leikstjórinn Renny Harlin mun enn leikstýra konunni sinni, Geenu Davis, í spennu- tryllinum „The Long Kiss Goodnight". Davis leikur minnislausan leigumorðingja að því er fréttir herma en handrit- ið gerir Shane Black og hlaut fjórar milljónir dollara fyrir. Hann reit áður „The Last Boy Scout“ oní Bruce Will- is. ■Svo gæti farið að hinir geysivinsælu og bráð- skemmtilegu sjónvarps- þættir „X-Files“ eða Ráðgátur yrðu að bíó- mynd í næstu framtíð. Ráðgert er að tökur hefjist næsta sumar en David Duchovny, sem leikur Fox Mulder er ekki viss um hvort hann eigi að taka að sér hlut- verkið. MEin af stóru myndun- um næsta sumar verður nýjasti tryllir Arnold Schwarzeneggers, „Eraser“. Síðast þegar Arnold lék í bíómynd var hann óléttur og er von- andi að það gerist aldrei aftur. KVIKMYNDIR Geta tölvur gert alvóru teiknimyndir? Vinsæl saga FRAMTÍÐIN? Félagarnir Buzz og Woody í Leikfangasögu. TÖLVUR hafa þegar breytt kvikmyndunum til framtíð- ar. Forsögulegar eðlur eru eins raunverulegar á hvíta tjaldinu og þær hafi aldrei orðið útdauðar. Látnir þjóðar- leiðtogar eins og John F. Kennedy geta „leikið“ í nýjum myndum. Arnold Schwarzenegger getur flogið orustuþot- um án þess að við greinum blekkinguna. Ekkert er ómögulegt lengur. OG NÚ hafa teiknimyndir í fullri lengd orðið tölv- unum að bráð. Leikfanga- saga eða „Toy Story“ er fyrsta mynd sinnar tegund- ar, bíó- myndar- löng teiknimynd gerð alfar- ið í tölvu. Miðað við aðsóknina sem hún hefur feng- ið gæti hún sem best rutt gömlu handteiknuðu mynd- unum úr vegi. Því er spáð að hún græði 175 milljónir en fyrstu sýningarhelgina, sem var reyndar fimm daga helgi, var innkoman tæpar 40 milljónir dollara. Hún er metsölumyndin vestra þessi jólin. Sambíóin hafa sýn- ingarréttinn á henni á ís- eftir Arnald Indriðason landi og verður hún páska- mynd bíóanna. Sett verður á hana íslenskt tal svo sem gert hefur verið við allar nýjustu Disneyteiknimynd- irnar hin síðustu ár og hún verður að líkindum einnig sýnd með ensku -tali. Tölvuteiknimyndir hafa lengi verið til miðað við tölvutíma en heil tölvubíó- mynd er glænýtt fyrirbæri. Hún kostaði 30 milljónir doll- ara og er hugarfóstur leik- stjórans, John Lasseters. Tom Hanks og Tim Allen tala fyrir aðalpersónurnar, vinina Woody sem er leik- fangakúreki og Buzz Ljósár, sem er geimfari úr plasti. Þeir eru foringjarnir í leik- fangasafni Andy litla. Þegar eigandinn er hvergi nærri vakna leikföngin til lífsins og lenda í ótrúlegustu ævin- týrum en einn af höfuðóvin- unum er vinur Andys, sem hefur yndi af að skemma (kvelja) leikföng. Framleiðandi er Disney ásamt hugbúnaðarfyrirtæk- inu Pixar sem er í eigu Steve Jobs og m.a. Lasseters sjálfs. Tölvuteikningarnar í Júra- garðinum voru aðeins sex og hálf mínúta samanlagðar að lengd en í samanburði er hin 77 mínútna langa Leik- fangasaga tröllaukið tækni- undur. Hver sekúnda í bíó- mynd skiptist niður í 24 ramma og í 1/24 úr sekúndu þurfti fimm megabæta minni. Það gera 550 millj- arða bæta. Og þótt teikning- arnar séu gerðar í tölvu vakna þær ekki til lífsins af sjálfu sér. Vinnan er gríðar- leg. Líkami kúrekans t.d. er gerður úr 712 stærðfræði- legum punktum sem tölvu- teiknarinn hefur vald á og þar af eru 212 bara í andlit- inu. Yfirleitt tók um einn og hálfan tíma að búa til hveija sekúndu myndarinnar. George Lucas stofnaði Pixar árið 1979 en seldi það Jobs, undrabarni Apple- tölvufyrirtæksins. Jobs hafði í hyggju að búa til úr Pixar sitt eigið kvikmyndaver en án landflæmis og risabygg- inga. Það átti allt að komast fyrir í tölvu. Lasseter var rétti maðurinn fyrir Jobs. Hann hreppti Óskarinn fyrir tölvuteiknimyndina „Tin Toy“ árið 1989 og hefur lengi verið gagntekinn af möguleikum tölvuteikninga fyrir bíómyndir. Honum leið- ist þó mjög að tala um bæti og tölvutíma (það fóru 800.000 tölvu- stundir í Leik- fangasögu). Ævintýrið og persónurnar skipta hann meira máli. „Ég hugsa um þær eins og þær séu starfsmenn hjá Pixar en Skrímsl- ið eftir Benigni NÝJASTA mynd ítalska gamanleikarans Ro- berto Benigni heitir Skrímslið eða „Le Monstre" og er gerð í samvinnu Frakka og ítala. Benigni Ieikstýrir, framleiðir, skrif- ar handrit og fer með aðal- hlutverkið en myndin sló öll aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd á Italíu fyrr á árinu. Vinsældir hennar þar hafa verið bornar saman við vinsældir frönsku gaman- myndarinnar „Les Visite- urs“ í Frakklandi; eftir þijá mánuði höfði sex milljónir ítala séð Skrímslið. Mót- leikari Benigni er franski leikarinn Michel Blanc en myndin segir af auðnuleys- ingja sem tekinn er í mis- gripum fyrir kynóðan fjöldamorðingja. Hún er fimmta myndin sem Ben- igni leikstýrir en líklega er hann eftirminnilegastur í „Down By Law“ eftir Jim Jarmusch og ömurlegastur í Syni Bleika pardusins. MISSKILNINGUR; Benigni og Blanc í Skrímslinu. ekki tölvuteikningar," er haft eftir honum. Hann er þegar farinn að vinna við næstu mynd, sem tilbúin verður undir lok ald- arinnar. Hún heitir „Bugs“ eða Pöddur. AMERÍSKA hernámið; úr mynd Corneau. INIýi heimurinn í Frakklandi FRANSKI leikstjórinn Alan Corneau vakti heimsathygli með mynd sinni Allir heimsins morgn- ar eða „Tous les matins du monde“. Nýjasta myndin hans heitir Nýi heimurínn eða „Le nouveau rnonde" og er af allt öðrum toga. Allir heimsins morgnar sagði af gömbusnillingi fyrri alda en nýja myndin gerist í Frakklandi við lok sjötta áratugarins og segir af árekstrum á milli banda- rískra hermanna og íbúa bæjarins Orléans í Frakk- landi. Myndin er byggð á sögu eftir Pascal Quignard, „L’Occupation américaine" eða Ameríska hernámið og Pascál gerir sjálfur handrit- ið ásamt Corneau. Með að- alhlutverkin fara m.a. bandaríska leikkonan Alicia Silverstone, James Ganolf- ini, Nicolas Chatel og Sarah Grappin. 23.000 hafa séð Apolló 13 ALLS hafa um 23.000 manns séð geimferða- myndina Apolló 13 sem sýnd hefur verið í Háskóla- bíói og Laugarásbíói. Þá hafa um 8.000 manns séð gamanmyndina Glóru- laus í Háskólabíói og um 4.000 spennumyndina „Jade“. Næstu myndir Háskóla- bíós eru jólamyndirnar „Carrington", Presturinn og „The American President", sem sýnd verður í byijun ársins. Fijótlega á næsta ári koma svo myndir eins og „To Wong Foo, Thanks For Everything, Julie Newmar“, Lokastundin, sem er dönsk spennumynd eftir Martin Schmidt, Land og frelsi eft- ir Ken Locah, „Undergro- und“, „Shanghai Triad“, „Clockers" eftir Spike Lee og Spilavíti eftir Martin Scorsese, sem væntanleg er seinni partinn í febrúar. IBIO ALDREI hafa fleiri bíómyndir staðið þjóðinni til boða yfir jól- in en nú í ár. Ekki að- eins í kvikmyndahusun- um, sem brugðist hafa við aukinni samkeppni með betra úrvali jóla- mynda en oft áður, og myndbandaleigunum, sem líka eiga í mjög aukinni samkeppni, heldur á öllum þeim sjónvarpsrásum sem teknar hafa verið í gagnið á árinu. Löngu eru horfnir þeir dagar þegar kvikmyndahúsin sátu ein að jólamynda- markaðinum og skört- uðu sínu fegursta og eina stöðin á staðnum, ríkissjónvarpið, bauð uppá nokkrar myndir yfir hátíðirnar, sem fengur var í. Nú eru bíó- myndir hreinlega uppi um alla veggi. Misjafnar eru þær að gæðum nátt- úrulega. Eitt er það sem sjónvarpskassinn fær auðvitað aldrei áorkað en það er að gera kvik- myndir að þeirrí ein- stöku uppiifun sem að- eins hvíta tjaldið getur veitt. Gleðileg bíójól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.