Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í fallega upp gerðum húsakynnum í gömlu menn- ingarhúsi við Veghúsastíg- inn hitti Elin Pálma- dóttir lífskúnstnerinn Benedikt Björnsson, sem alltaf hefur tekið sér tíma í lífinu fyrir það sem hann langaði til að gera, m.a. grufla í heimspeki, og gekkst því fyrir stofnun Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss með aðstöðu til fræðistarfa og útgáfu á verkum hans. BENEDIKT Björnsson í Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss. Morgunblaðið/Ásdls ÞETTA er rétti tíminn til að hitta Benedikt á réttum stað. Lífsstíll hans og konu hans, Ólafar Indriðadóttur, er að fara eftir áramótin í tvo mánuði í hlýjuna á Spáni og dvelja á sumrin í 5-6 mánuði í yndis- legum gömlum bústað sínum í Laugardalnum, þar sem þau hafa í fjóra áratugi ræktað garð og búið sér hreiður. Nú er því árstíminn til að helga sig að mestu Heimspeki- stofunni, sem hann er raunar alltaf í sambandi við. Nú á jólavertíðinni er hann sjálfur að sinna dreifíngu á bókinni „Dr. Helgi Pjeturss, sam- stilling lífs og efnis í alheimi," sem Heimspekistofan var að gefa út undir ritstjóm Samúels D. Jónsson- ar og Þorsteins Þorsteinssonar. Það er fróðlegt að koma þarna upp i þetta gamla menningarhús bókaútgáfu Ragnars í Smára, þar sem gert hefur verið upp fallega á loftinu bjart og rúmgott húsnæði með bitum og panill undir súð. Þar er vinnuaðstaða með tölvubúnaði fyrir fræðimenn, sem eru að sinna verkefnum í sambandi við kenning- ar dr. Helga Pjeturs eða heimspeki sem tengist því efni, að því er Bene- dikt segir mér. Þarna er margt sem minnir á dr. Helga Pjeturss. Skrif- borð hans, munir úr leiðangri dr. Helga til jarðfræðirannsókna til Grænlands 1897 og mikið af bóka- safni hans, en hið mikla og merki- lega bréfasafn er geymt í banka- hólfi, enda skrifaðist hann á við þekktustu menn síns tíma, og eru þar kort og bréf með eiginhandar- skrift manna eins og Conan Doyle, Friðþjófs Nansens, H.G. Wells og fleiri. M.a. eru þar bréf frá vinkonu hans í Skotlandi, Mrs. Disney Leith, sem lærði íslensku og átti altaris- töfluna úr Þingvallakirkju, er ný- lega fannst á rómantískan hátt og var endurheimt til íslands. Að sögn AUSTUR í Laugardal hafa Benedikt og kona hans búið sér yndis- reit með fallegum garði, þar sem þau dvelja 5 mánuði á ári. Þegar Benedikt var farinn að búa til höggmyndir úr ýmiss konar efni í garði sínum í Laugardalnum, fór hann í Myndlistaskólann í þijá vetur. Benedikts er búið að skrá meiri hlutann af bréfunum, sem munu vera um 400 talsins, en framhaldið er að leita uppi bréf dr. Helga í bréfasöfnum þessa fræga fólks. „Annars vegar skrifaðist hann á við erlenda menn um jarðfræði og svo um kenningar sínar um heim- speki og stjörnufræði," segir Bene- dikt. Hann minnir á að dr. Helgi var fyrsti íslenski jarðfræðingurinn, hann lauk magistersprófi við Kaup- mannahafnarháskóla í náttúrufræði og landafræði með jarðfræði að sérgrein og tók þegar árið eftir þátt í fyrmefndum rannsóknaleið- angri til Grænlands. Skoðaði þá ís- aldarmenjar eftir ísaldarlok og byij- aði að rannsaka sjávarmörk á Suð- urlandsundirlendi árið eftir, þ.e. á samskonar fyrirbærum, og leiddu þær rannsóknir í ljós allmerkilegar nýjungar. Árið 1905 kom út í Kaup- mannahöfn ritgerðin Um jarðfræði íslands og var Helgi sæmdur dokt- orsnafnbót af Hafnarháskóla. Hann var síðar kjörinn heiðursfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og einnig jarðfræðifélagsins danska, Dansk Geologisk Forening. Segir í grein eftir Guðmund Kjartansson jarðfræðing um dr. Helga að hvergi í heiminum hefðu menn þá haft spurnir af jarðmyndun, sem skipti hundruðum metra að þykkt, frá hinni kvarteru ísöld einni saman. Hliðstæður slíkrar nýsköpunar fundust engar! í bók sinni Island sem kom út á þýsku árið 1910, gerði dr. Helgi enn rækilega grein fyrir nýjungum í jarðfræði íslands, en fáum árum síðar var heilsu hans svo komið að hann varð að hætta við jarðfræðirannsóknir. Benedikt segir mér að fræðimenn séu nú að vinna að næstu bók dr. Helga um jarðfræðirannsóknir hans undir rit- stjórn Elsu Vilmundardóttur jarð- fræðings, sem Heimspekistofa dr. Helga Fjeturss hyggist gefa út næst. Þótt Helgi hætti að mestu að skrifa um jarðfræði um 1910, var hann mikilvirkur rithöfund- ur eftir það og birti greinar um hin ólík- ustu efni. Langmestur hluti rita hans síðustu áratugina var um heimspekikerfi það sem hann fann sjálfur upp. Um það eru „ný- alar“ hans að mestu leyti, en það er rit- gerðasafn í 6 bókum, sem komu út á árabil- inu 1922-1947. Bene- dikt segir mér að Helgi hafi skrifað í erlend tímarit, enda hafi hann haft gott vald á ensku, þýsku og forngrísku. Bókin sem Heimspeki- stofan hefur þegar unnið og er komin út, fjallar um heimspeki dr. Helga Pjeturss, sem ýmsir fræði: menn hafa skrifað eða safnað til. í henni er m.a. ritaskrá Helga Pjet- urss, sem fyllir 20 síður. Það vekur athygli blaðamanns að bókin er til- einkuð Kristlnu G.J. Sigurðardóttur og sagt að framlag hennar hafi gert kleift að gefa bókina út. Rannsóknir á svlöi heimspeki Þessi útgáfa og yfírleitt allur aðbúnaður í Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss vekur forvitni um þessa viðamiklu starfsemi og hvern- ig til hennar er stofnað. Stofnandi er framkvæmdastjórinn Benedikt Björnsson. Hann segir að Heim- spekistofa dr. Helga Pjeturss sé sjálfseignafélag, sem staðfest er af dómsmálaráðherra 1990. Tilgang- urinn séu vísindaleg rannsókna- starfsemi á sviði heimspeki, varð- veisla rita og frumgagna og að skapa skilyrði fyrir þá sem vilja vinna að því sem tengist heimspeki Helga og skilningi á lífinu, svo og að styrkja verkefni sem þjóni þeim tilgangi. Hann segir tilganginn með útgáfu á ritum hans sé að gera fært að rökstyðja að sú heimspeki sem mótuð var af dr. Helga Pjet- urss á árunum 1902-1922 sé sér- stæð innan heimspekinnar. Með Benedikt er þriggja manna stjórn. Þetta nýtur stuðnings afkomenda dr. Helga og er Einar Matthíasson, dóttursonar hans, þeirra fulltrúi. Skömmu eftir stofnun hafði Kristín G.J. Sigurðardóttir samband við hann frá Reykjalundi. Hún kvaðst mundi vilja arfleiða sjálfs- eignafélagið að eigum sínum gegn því að séð væri um hana meðan hún lifði. Hún var með krabbamein og Iést í nóvember 1990. Hún átti íbúð og nokkrar eignir og þessi gjöf hennar hjálpaði til við kaup á þess- um húsakynnum og gerði kleift að gefa út bókina um dr. Helga Pjet- urss. Nú þyrfti bókin bara að selj- ast svo hægt væri að gefa út bók- ina um járðfræði hans. Prófin eru ekki allt En hvernig stendur á óþijótandi áhuga Benedikts Björnssonar á heimspeki dr. Helga Pjeturss og verkum hans yfirleitt? Hann kveðst fyrst hafa farið að lesa Nýal, nokk- ur drög að heimsfræði og líffræði, sem út kom 1919, þegar hann var um fermingu austur í Holtum í Rangárvallasýslu. Þar er hann alinn upp á Skammbeinsstöðum . Hann átti einstæða móður í Reykjavík og fór þangað í sveit og þar vildi hann vera hjá ekkju með átta börn. Ný- all var til í bókasafninu í Holta- hreppi.„Auðvitað hafði ég ekkert vit á heimspeki. En síðar komst ég á það stig að ég þurfti að vita meira um heimspeki og ég held að ég hafi eytt tveimur áratugum í að afla mér fræðslu," segir Benedikt og vilj sem minnst tala um sjálfan sig. En sleppur ekki með það. Eftir að hann kom til Reykjavík- ur fór hann i Búnaðarskólann á Hvanneyri, en lauk ekki prófi þar. Hann var alltaf kófsveittur og datt niður, en það var ekki fyrr en löngu seinna að í ljós kom að hann var haldinn kófsvefni. Síðan vann hann sem trésmiður og fór í Iðnaskólann, sem þá var kvöldskóli. Prófin voru þannig að nemendur fengu lista með spurningum sem gætu komið á prófí til að búa sig undir svörin. Þá hafði komið í ljós að Bene- dikt var góður í efna- og eðlisfræði, hafði á Hvanneyri haft svo góðan kennara sem var Haukur Jörunds- son. Hann leysti því allar spurningarnar og lét skólabræðurna hafa svörin, upp á það að þeir borguðu fyrir hann þegar þeir færu að skemmta sér. Hafði það upp úr hjálpsem- inni að vera rekinn úr prófi. Ekki kom það í veg fyrir að Benedikt varð umsvifamikill í bygginga- bransanum, sem hann var í um áratug og byggði þá mikið af fjöl- býlishúsum í Reykjavík, m.a. háhýs- ið Hátún 4. „Ég hefi nú raunar aldrei lagt mikið upp úr prófum á lífsleiðinni, ekki fyrir sjálfan mig, þótt ég sjái og viðurkenni að góð háskóla- menntun er ómetanleg," segir hann. Og svo fór raunar að hann hélt vestur í Háskóla til að taka próf. Þá þurfti að taka próf til að mega vera í verðbréfa- og fasteignasölu. Venjan var sú að menn yrðu sér sjálfír úti um tíma hjá lögfræðing- um, til að búa sig undir prófíð. Prófdómarar voru Ármann Snævarr og Gaukur Jörundsson. Benedikt tók þetta próf og stóðst það án þess að hafa sótt nokkra kennslu í faginu. „Þetta sýnir að hægt er að læra þótt maður sé ekki að læra,“ segir hann og hlær. Hann var svo í þeim störfum ufn hríð. Ætlaði þó ekki að vera það nema nokkra mánuði. M.a. tók hann eftir nokkurn tíma að sér sem sjálf- stæður aðili sölu á íbúðum fyrir aldraða. Tekur tíma í hugðarefnin En hvað svo? „Nú, ég hætti eins og venjulega, og sneri mér alfarið að hugðarefnum mínum," svarar Benedikt um hæl.„Ég hugsa að það séu ekki minna en 10 ár samanlagt sem ég hefí ekki gert neitt annað en að sinna þessu." Þetta er þó ekki eina áhugamál Benedikts. Það kemur í ljós þegar við förum að blaða í myndum frá sumarhúsinu í Laugardalnum. Inn- an um gróðurinn í garðinum eru margar styttur, skúlptúrar úr járni, tré og fleiru, sem Benedikt hefur sjálfur gert. „Eftir að ég byijaði á þessu fór ég í Myndlistaskólann í þijá vetur,“ útskýrir hann einfald- lega. Og hafi menn séð málverk og vatnslitamyndir með höfundanafn- inu Plútó, þá er það Benedikt. „Ég er alger dellukarl. Og hefi lifað eins og mig hefur langað til. Hvað er lífið? Að njóta þess og reyna að valda ekki öðrum skaða,“ bætir hann við þegar ekkert svar kemur frá spyijanda. Alltaf er eitthvað forvitnilegt að vekja athygli gestsins í Heimspeki- stofunni. Benedikt sýnir mér m.a. ljósrit af handskrifuðum síðum úr dagbók tónskáldsins Franz Schu- Dr. Helgi Pjéturss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.