Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 25
pltmiimWteMfo ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUa YSINGAR FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Geðlæknir Laus er tii umsóknar staða sérfræðings í geðlækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 1. mars 1996. Deildin þjónarfyrst og fremst íbúum Norður- lands og Austurlands og veitir ráðgjöf starfs- fólki annarra deilda og stofnana. Læknirinn þarf að hafa góða hæfni til sam- starfs. Einnig er æskilegt að hann hafi stund- að formlegt nám í sállækningum og hafi áhuga á alhliða svæðisbundinni geðheil- brigðisþjónustu. Umsóknir um starfið, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda yfirlækni deildarinnar, Sigmundi Sigfússyni, sem gefur nánari upplýsingar í síma 463 0100. Umsóknarírestur er til 1. febrúar 1996. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Frá Háskóla Islands Dósent í klínískri erfðafræði Við læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar hlutastaða dósents (50%) í klín- ískri erfðafræði. Staðan getur tengst stöðu séríræðings sem ætlað er að vinna við Land- spítalann að erfðasjúkdómarannsóknum og eríðaráðgjöf. Gert er ráð fyrir að dósentinn fái rannsóknaraðstöðu á lífefnafræðistofu læknadeildar. Staðan verður veitt til 5 ára frá 1. júlí 1996. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starísferil, stjórnunar- og kennslureynslu og vísindastörí og einnig ein- tök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Um- sækjendur þurfa að gera grein fyrir því hvað af rannsóknarniðurstöðum sínum þeir telji vera markverðastar og jafnframt hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í fjölhöfunda- greinum. Ennfremur er óskað eftir greinar- gerð um þær rannsóknir sem umsækjendur hyggjast vinna að verði þeim veitt staðan og þá aðstöðu sem til þarí. Umsóknargögn þurfa að vera á ensku og ritgerðum á öðrum tungumálum, fylgi út- dráttur á ensku. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarírestur er til 24. janúar 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar m.a. um launakjör og viðmiðunarkröfur læknadeildar um aðstöðu fyrir kennara sem hafa aðstöðu á sjúkra- stofnunum veitir forseti læknadeildar í síma 525-4879. Blaðamenn Öflugur og framsækinn fjölmiðill óskar eftir að ráða hæfileikaríka, heilsteypta og kraft- mikla blaðamenn til framtíðarstarfa frá ára- mótum. Kröfur eru gerðar um ritfærni, frjótt ímyndunarafl og víðsýni. Viðkomandi þurfa að vera reiðubúnir til að leggja sí'g alla fram í staríið og fá greidd laun í samræmi við það. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 24. desember nk. merktar: „F - 17545“. Leikskólar Hafnarfjarðar Leikskólakennarar Lausar eru til umsóknar stöður leikskóla- stjóra og aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Hvamm, sem er þriggja deilda leikskóli, frá og með 1. febrúar 1996. Leikskólakennaramenntun áskilin. Umsóknum skal skilað á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, fyrir 3. janúar nk. Upplýsingar um störfin veitir leikskólafulltrúi í síma 555 3444. Skólafulltrúinn íHafnarfriði. Stjórnunarstaða Húsavíkurkaupstaður óskar eftir að ráða stjórnanda sem fer með yfirstjórn orkuveitu, tæknideildar og áhaldahúss bæjarins. Um nýtt starf er að ræða. Starfssvið: 1. Stefnumótun, skipulagning og dagleg stjórnun. 2. Taka þátt í að móta nýtt skipulag og end- urgera starfslýsingar. 3. Umsjón með verklegum framkvæmdum. Hæfniskröfur: Við leitum að hörkuduglegum og hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf. Einungis menn með reynslu koma til greina. Menntun á sviði bygginga-, rafmagns- eða vélaverk- fræði. Viðkomandi þarf að geta hafið störí sem fyrst, eigi síðar en 1. mars 1996. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.t merktar „Húsavík 524", fyrir 1. janúar nk. „Au pair“ - London íslensk fjölskylda, búsett í London, óskar eftir „au pair“ sem ekki reykir til að gæta tveggja barna og aðstoða við létt heimilis- störf frá byrjun janúar 96. Upplýsingar í síma 557-2381. Heilsugæsla Austur-Húnvetninga Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi Lausar eru tvær stöður heilsugæslulækna við Heilsugæslustöðina á Blönduósi. Stöðun- um fylgja hlutastörf við Héraðssjúkrahúsið. Stöðurnar veitast frá 1. júní og 1. júlí 1996. Krafist er séríræðiviðurkenningar í heimilis- lækningum. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1996. Upplýsingar veitir Ómar Ragnarsson, yfir- læknir Heilsugæslustöðvarinnar, og Sigur- steinn Guðmundsson, yfirlæknir Héraðs- sjúkrahússins, í síma 452 4206. Umsóknir sendist Bolla Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra Heilsugæslu Austur-Húnvetn- inga, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Gjörgæsludeild Stöður hjúkrunarfræðinga (80-100% starí) á gjörgæsludeild I eru lausar til umsóknar. Starísreynsla á handlæknis-, lyflæknis- eða gjörgæsludeildum æskileg. Á gjörgæsludeild I dvelja um 1.400-1.500 sjúklingar (börn og fullorðnir) árlega, með margvísleg heilsufarsvandamál. Störí hjúkr- unarfræðinga á deildinni geta verið eríið og krefjandi, en bjóða upp á mikla fjölbreytni og dýrmæta reynslu. Við leitum að hjúkrunaríræðingum sem hafa áhuga og metnað í staríi, eru fúsir til þess að axla ábyrgð og tileinka sér nýja þekkingu, geta unnið af öryggi og yfirvegun undir álagi og sýna færni í samvinnu og mannlegum samskiptum. Lágmarksráðningartími er 2 ár. Boðinn er aðlögunartími sem felur í sér lesdaga, fyrir- lestra og handleiðslu. Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar veita Olafur Guðbrands- son, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 560 1371 og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 560 1000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.