Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 27 ATVI NNU/\ UGL YSINGAR Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfóJk í neðangreinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka. Upplýsingar gefur Sigríður Kristín Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 557 3090. Holtaborg v/Sólheima. Upplýsingar gefur Guðbjörg Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 553 1440. Kvistaborg v/Kvistaland. Upplýsingar gefa Ásta Ólafsdóttir og Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjórar í síma 553 0311. Vesturborg v/Hagamel. UpplýsingargefurÁrni Garðarsson leikskóla- stjóri í síma 552 2438. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. H Tæknival Tœknival hf er 12 ára gamalt framsœkið tölvufyrirtœki með 120 starfsmenn og veltan á síðasta ári var yfir milljarð ísl. króna. Fyrirtœkið býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstri. Vegita enn aukinna umsvifa óskar Tœknival hf. eftir að ráða starfsmenn til viðbótar í hugbúnaðardeild fyrirtœkisins. HUGBUNAÐARDEILD ORACLE gagnagrunnur VIÐ LEITUM AÐ öflugum aðilum í Hugbúnaðardeild: Tæknivals. Um er að ræða uppsetningu á Oracle fyrir Concorde XAL upplýsingakerfi og sjávarútvegshugbúnaðinn HAFDÍS. UMSÆKJENDUR þurfa að hafa góða tölvumenntun auk haldbærrar þekkingar á gagnagrun n skerfum. ÁHERSLA ER LÖGÐ Á að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og í hópi, séu þægilegir í framkomu, áhugasamir og tilbúnir til samstarfs hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 22. desember n.k. Ráðningar verða fljótlega. VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ FYRIR- SPURNÚM VARÐANDI OFANGREIND STÖRF VERÐUR EINGÖNGU SVARAÐ HJÁ STRÁ STARFSRÁÐNINGUM EHF. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16. Viðtalstímar frá kl.10-13. Starfsrádningar ehf Mörkirwi 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 ST RA Gubný Harðardóttir FLUGLEIDIR Flugvirkjar Flugleiðir óska eftir að ráða flugvirkja sem fyrst til tímabundinna starfa í viðhaldsstöð félagsins í Keflavík. Nánari upplýsingar veitir Sigurður E. Gísla- son í síma 435-0143 milli kl. 13.00 og 15.00 virka daga fyrir 21. desember nk. Heilsugæslustöð Olafsvíkur- læknishéraðs Laus staða Laus er til umsóknar staða rekstrarstjóra við heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs. Um er að ræða 50% starf frá og með næstu áramótum, eða í byrjun janúar nk. Starfssvið rekstrarstjóra er m.a. dagleg um- sjón með fjárreiðum þ.m.t sjóðsvörslu, greiðslu reikninga, innheimta, merking bók- halds, gerð fjáhgasáætlana og starfsmanna- hald. Umsækjandi þarf að hafa haldgóða menntun, starfsþjálfun í bókhaldi, tölvuúr- vinnslu og almennum rekstri. Nánari upplýsingar um starfið veitiryfirlækn- ir, í síma 436 1000 og stjórnarformaður, í síma 436 1106. Umsóknum er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skal skila til formanns stjórnar heilsugæslustöðvar Ólafsvíkurlæknishéraðs fyrir 28. des. nk. Ólafsvík, 12. desember 1995. Stjórn Heilsugæslustöðvar Olafsvíkurlæknishéraðs. í5u?as .ýyímmA. W FÉLAG ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Óskar eftir ritstjóra til afleysinga í eitt ár frá og með 15. febrúar 1996 eða eftir samkomulagi. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga gefur út Tímarit hjúkrunarfræðinga 4 - 6 sinnum á ári. Ritstjóri sér um og ber ábyrgð á útgáfu þess í samvinnu við rit- nefnd og starfsfólk félagsins. Starfshlutfall er 70%. Umsækjendur þurfa að vera vel að sér í íslensku máli og hafa reynslu af blaðaútgáfu. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1996. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist í umslagi, merktu: „Ritstjóri“, til: Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Auglýsingastjóri Fróði hf. auglýsir eftir auglýsingastjórum til að annast sölu og umsjón auglýsinga í tímarit. Nánari upplýsingar veitir Helgi Rúnar í síma 515 5513 milli kl. 9-12. Umsóknir skulu berast til Fróða hf., Héðins- húsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík fyrir Þorláksmessu. ú FRÓDI BÓKA f- BLAÐAIJTGAFA Héðinshúsi, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. NEYÐARLÍNAN 112 Verið er að stíga stórt skref í öryggismálum þjóðarinnar með starfsemi Neyðarlínunnar 112. Markmið með Neyðarlínunni er að samrœma neyðarsímsvörun fyrir lögreglu, slökkvilið, sjúkraflutninga og björgunarsveitir. Neyðarnúmerið 112 verðurþað sama á öllu landinu. Aðilar sem standa að Neyðarlínunni hf. eru Slysavamafélag íslands, Póstur og Sími, Reykjavíkurborg fyrir Slökkvilið Reykjavíkur, Securitas, Vari og Sívaki. Neyðarlínan hf. óskar eftir starfsfólki til starfa í stjórnstöð fyrirtækisins. Um er að ræða einn ritara og neyðarverði. Neyðarverðir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Hreint sakavottorð • Vélritunarkunnáttu • Góða heilsu • Viðbragðsflýti • Tungumálakunnáttu • Tölvukunnáttu • Stúdentspróf eða aðra haldgóða menntun • Þekkingu á íslenskum staðháttum • Aldur 25-45 ára • Geta unnið vaktavinnu • Areiðanleika • Samviskusemi • Jákvœtt og gott viðmót Æskilegur bakgrunnur er reynsla og þekking af störfum m.a. frá lögreglu, slökkviliði, hjúkrunarstörfum, björgunarstörfum og öryggisvörslu. Gerð er krafa um að viðkomandi gangist undir stöðumat eða hæfnispróf, leggi fram læknisvottorð og hafi áhuga og metnað til að starfa að öryggismálum. Starfsmenn skulu fara í læknisskoðun a.m.k. einu sinni á ári eða þegar yfirmaður æskir þess. Að lokinni ráðningu verður starfsfólk þjálfað af viðbragðsaðilum, kynnt starfsumhverfíð og starfið sjálft. Einnig fer fram starfsþjálfun á þeim tækjum og búnaði sem notaður verður í neyðarvaktstöðinni. Allar umsóknir merktar "Neyðarlínan 112" ásamt mynd skulu sendar Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Skeifunni 19, 108 Reykjavík á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar liggja frammi. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Starfsfólk Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. mun fúslega veita allar nánari upplýsingar og ber að beina öllum fyrirspurnum til þeirra. Umsóknarfrestur er til 22. desember n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.