Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 B 33 liflitt hjartans mál Einn söluhæsti geisladiskur ársins heitir „Mitt hjartans mál“ og er eftir Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði. Kristján er sannkallaður „altmúlígmaður“, semur öll lög, alla texta og útsetur allt sjálfur. Spilar á mörg af hljóðfærunum sjálfur. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Kristján á dögunum og spurði fyrst hvort satt væri sem sagt væri, að hann væri búinn að selja 5.000 eintök af diskinum. MÉR SÝNIST það vera til- fellið og samkvæmt því er ég líklega söluhæst- ur! Nei, grínlaust, þá hafa verið gefnir út 6.000 diskar og ég hef getað fylgst með þessu mikið sjálfur því ég er stöðugt á ferðinni að pota diskinum og dreifa honum. Það lítur út fyrir að þessi orðrómur sé réttur, að 5.000 diskar séu farnir og ég er auðvitað ánægð- ur með það,“ segir Kristján. — Kemur þessi mikla sala þér á óvart? „Já og nei. Sannast sagna þá hefur hlustendahópur minn verið sveltur, þannig að þetta kemur kannski ekki svo ýkja mikið á óvart," segir Kristján. En hvemig tónlist er hér um að ræða? í tímaritinu Feyki er umíjöll- un eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson um geisladisk Kristjáns, og þar stendur þetta: „Lög Kristjáns frá Gilhaga Morgunblaðið/Júlíus KRISTJÁN Stefánsson frá Gilhaga. eru einkar melódísk og yfir þeim léttur og þýður blær, sem mér virð- ist mest í ætt við kvöldkyrrðina eða hjal lækjarins. Textar hans eru vandaðir að allri gerð og innihalds- ríkir. Kristján yrkir um vornóttina og kyrrðarstundir hugans, sprekið í Qömnni og dalinn sinn og heima- slóð, svo nokkuð sé nefnt, og eitt ljóðið tileinkar hann konu sinni, Rósu Helgadóttur. í ljóðum hans er ákveðinn gáski, en alvarlegur undir- tónn. Hann slær á ýmsa strengi." En hvað segir Kristján sjálfur? „Fólk vill heyra lag sem er lag og textinn verður að geta staðið einn og sér. Náttúran er mér sér- staklega hugleikin í textagerðinni. Reyndar var ég í byijun ekki að hugsa um að gefa út geisladisk, heldur ljóðabók. Hann Oskar Pét- ursson, sem er meðal söngvara á diskinum, var hinsvegar stöðugt að biðja um að fá öll þessi lög sem hann vissi að ég átti, og var alltaf að semja, út á disk. Það varð því niðurstaðan.“ - Lifir Kristján á tónlistinni? „Nei, ekki get ég sagt það. Ekki einvörðungu. Segja má að ég hafi all lengi haft meiri og minni auka- tekjur af tónlist og einnig ljóðagerð. Ég er mikið beðinn um að setja saman og flytja gamanvísur við hin ýmsu tækifæri, s.s. árshátíðir, þorrablót og þess háttar. Þá er fólki sem á að koma fyrir í kveðskapnum gjarnan lýst fyrir mér og síðan sem ég eitthvað. Það er alltaf markaður fyrir þetta og eykst jafnvel fremur en hitt. Ég er einnig mikið beðinn um tækifærisvísur á giftingar- og afmæliskort. Þetta er allt svona aukreitis, mín helsta vinna þar fyrir utan er líklega að stoppa upp dýr og fugla. Það er alltaf talsvert að gera í því.“ Þúsundþjala- smiðurinn Kristján Kristján fór strax að vinna og hann hafði aldur til. Fyrst við véla- vinnu hjá Ræktunarsambandinu. Hann er fæddur 29. apríl 1944, sonur Helgu Guðmundsdóttur og Stefáns Rósantssonar og eftir að hafa unnið um tíma fór hann í bú- fræðinám til Hvanneyrar og lauk því 1967. Þaðan lá leiðin í Slippstöð- ina á Akureyri þar sem hann vann í „fjöldamörg ár“. „Ég var að und- irbúa mig hægt og rólega að taka við búskapnum í Gilhaga og allur minn aur þessi ár á Akureyri rann í búið. Svo þegar ég ætlaði að snúa mér alfarið að búskapnum, svona um 1975-76, var ég búinn að byggja á jörðinni, þá var allt að fara í kalda- kol. Áform um að hefja búskap fóru því fyrir lítið, en jörðin er þó nytjuð þar sem ég seldi Indriða bróður mínum á Alfgeirsvöllum kvóta og bústofn. Sjálfur sneri ég mér að öðru.“ - Hveiju þá, músík? „Já, svona í og með að minnsta kosti. Ég hef verið að syngja og spila frá því ég var smápolli og þegar ég var 8 ára var orgel keypt á heimilið og 10 ára var ég þegar ég hélt mína fyrstu söngskemmtun. Það var á spilakvöldi hjá kvenfélag- inu og fór fram í Steinsstaðaskóla. Eftir það var eiginlega nóg að gera, ekki síst þegar ég eltist og var þá farinn að koma fram með harmón- ikku. Ég hef þó alltaf sneitt hjá böllum og þess háttar. Þar eru læt- in of mikil fyrir minn smekk.“ - Hver kenndi þér í tónlistinni og svo tæknivinnuna síðar meir? „Það gerði enginn. Ég er alger- lega sjálfmenntaður í þessu, þetta hefur einhvern veginn legið svona vel fyrir mér. Sennilega er ég með þetta í blóðinu. Vandamálin sem upp komu voru af öðrum toga.“ Fanatík Kristján nefndi annars konar vandamál en tæknileg. Hann heldur áfram: „Það var ekki auðvelt fyrir hlédrægan strák að koma fram í fjölmenni. Vera einn á sviðinu. Það voru sígild vandamál, stress og feimni. Sennilega var það ein ástæð- an fyrir því að ég notaði mikið harm- ónikku. Hún var svo stór en ég svo lítill, að ég gat falið mig á bak við hana. Þegar ég var á Akureyri og - að skemmta í bland við dagvinnuna fór ég að drekka. Hægt og bítandi í fyrstu, en svo stigjókst drykkjan. Þetta gerði ég til að bjarga mér frá feimninni, en ég missti tökin á drykkjunni og dreif mig í meðferð fjórum árum eftir fyrsta sopann. Þetta var árið 1982 og síðan er ég fanatískur á vín og smakka það ekki. Ég er líka miklu rólegri á sviði nú en áður. Það tók sinn tíma, en smám saman áttaði maður sig á því að fólkið í salnum kunni að meta það sem ég var að gera. Það var ekki bara að bíða eftir því að ég kláraði svo það gæti byijað eða haldið áfram að skemmta sér. Þetta var mikilsvert. Þá reyndist það mér einnig dýrmætt að ég hætti aldrei í tónlistinni. Hélt mínu striki bæði sem skemmtikraftur og svo hef ég um langt árabil verið virkur í karla- kórnum Heimi. Er þar fyrsti tenór,“ segir Kristján. Diskurinn hefur sem sagt verið rifínn út og Kristján frá Gilhaga er þegar byijaður að vinna að næsta diski sem hann vonar að geti komið út á næsta ári. Hann segir það ótímabært að ræða þau mál nánar í bili, t.d. hvort að hinir miklu skag- fírsku söngbarkar, Álftagerðis- bræður, muni halda um hljóðnem- ana. Tíminn verði að skera úr upi það. En hvað sem því líður segir Kristján það hafa verið mikið ævin- týri að standa í þeirri útgáfu sem hér hefur verið lýst og ógleymanlegt að vinna með þeim „stóra hópi skag- firskra listamanna" sem lögðu hönd á plóginn. SmO auglýsingar Komdu til suður-Kaliforníu, USA Óskum eftir „au pair'' á gott heimili hjá fjölskyldu með tvö ung börn. Þarf að hafa reynslu og vera barngóð, reyklaus og geta byrjað strax. Svar með mynd, meðmælum og símanúmeri sendist til: 7136 Rock Spring Lane, Highland California 92346, Bandarikin. I.O.O.F. 3 = 17712187 = Jv I.O.O.F. 12 = 17712178'/z = Jv. □ GIMLI 5995121718 I Jf. kl. 18.00. í Risinu, Hverfisgötu 105. Samkoma í kvöld kl. 20.00. Hilmar Kristinsson prédikar. Hvernig Jesú trúir þú á? Frelsishetjurnar sunnudags- morgun kl. 10.00. (Litlu jólin) Allir velkomnir. Vertu frjáls. Kíktu í Frelsið. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma í dag kl. 17.00 fyrir alla fjölskylduna. Fjölbreytt dag- skrá. Helgileikur, Ten Sing Holtavegi syngur, Ragnheiður Hafstein syngur. Eftir samkom- una verður gengið (kringum jóla- tré. Kaffi, djús og piparkögur á boðstólum. Allir velkomnir. Kristið samfélag Samkoma (Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Gestir frá Svíþjóð, Björgvin og Laufey. Allir velkomnir. Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Kristur kom og kemur aftur - hvenær? Ræðumaður Friðrik Schram. Einsöngur Þorvaldur Halldórsson. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. □ MÍMIR 5995121819 I Jf. I.O.O.F. 10=17612188 = 0.8'/a Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. KROSSINN Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir hjartanlega vel- komnirl Sjónvarpsútsending á Omega kl. 16.30. Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Útskrift konunglegu hersveit- anna. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Miönætursamvera til heiðurs konungi konunganna. Ath.: Við erum flutt f nýtt hús- næði í Hlíðasmára 5-7, Kópavogi. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Svanur Magnússon. Lofgjöröarhópurinn syngur. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Eftir sam- komuna verður heitt súkkulaði og smákökur fyrir samkomu- gesti i neðri sal kirkjunnar. Láttu sjó þig, þú ert Innilega velkominnl Mónudagur 18. desember Jólatónleikar kl. 20.30. Fram koma m.a. Lofgjörðarhópur Ffladelffu, Miriam Óskarsdótt- ir, Helga Bolladóttir, Sigurður Ingimarsson og Kristinn Svav- arsson. Aðgangur er ókeypis en tekin verða samskot sem renna til þeirra sem minna mega sin. Allir hjartanlega vel- komnir meðan húsrúm leyfir. VEGURINN P Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Jólaskemmtun barnanna kl. 11.00 Dansað í kringum jólatréð og fleira skemmtilegt. Samkoma kl. 20.00. Jeffrey Whalen predikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. ps Somhjólp Almenn samkoma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikið verður sungið. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Barnagæsla. Ræðumaður Gunnbjörg Óladóttir. Kaffi að lokinn samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjuilræti 2 I dag kl. 16.30 FYRSTU TÓNAR JÓLANNA. Kveikt á jólatrénu. Jólasöngvar sungnir. Gospelkórinn syngur. Flautuleikur. Elsabet Daníelsdóttir talar. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudaginn 17. desember kl. 10.30 verður farin hin árlega vetrarsólstöðuferð Ferðafélags- ins á Esju. Gangan hefst á mel- unum austan við bæinn Esju- berg og liggur leiðin upp á Ker- hólakamb (852 m) milli Hestagils og Sauðagils. Komið sömu leið til baka. Verð kr. 1.000. Brottför í ferðina er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Fólk á eigin farar- tækjum er velkomiö i hópinn! Munið að klæða ykkur í hlýjan fatnað, húfu, vettlinga og þægi- lega gönguskó. Ath.: Nokkrar ósóttar pantanlr í áramótaferð F.f. seldar { næstu vikul Er einhver sem spilar á gítar og þegar hefur greitt farmiða i áramótaferð eða væri til í að slást í för með þeonan hæfileika? Hafið sam- band við skrifstofunal Ferðafélag (slands. Danmörk Húshjálp óskast til tveggja manna fjölskyldu, sem býr í einbýlishúsi í einu úthverfa Kaupmannahafn- ar, Vedbæk, sem er ca 20 km frá miðborg Kaupmannahafnar og mjög góðar samgöngur á milli. Ein eða tvær íslenskar stúlkur búa á sama svæði. Ósk- að er eftir hjálp við almenn heim- ilisstörf fyrir eldri hjón. Við bjóð- um húsnæði í 2ja herbergja íbúð í viðbyggingu á lóðinni, ásamt fæði, samskonar og aðrir heimil- ismenn fá, og laun í samræmi við hæfni, sem geta orðiö allt að 3.000 dkr. á mánuði. Einhver dönskukunnátta nauðsynleg eða kunnátta í ensku eða þýsku, þar sem við skiljum ekki íslensku. Áhugasamir vinsamlega sendi undirrituðum upplýsingar um menntun og reynslu og ráðning- artíma, svo og aðrar viðeigandi upplýsingar. Æskilegt að mynd fylgi. Svar mun verða sent um hæl. Umsóknir sendist til: Vera og Ole Pontoppidan, Vedbæk Strandvej 420, 2950 Vedbæk, Danmörku. Framtíð S.Þ. fimmtugra I tilefni þess, að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun Sameinuðu þjóð- anna, heldur Utanrikismálanefnd Heimdallar fund um framtíð samtak- anna. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudag- inn 19. desember kl. 20:30. Frummælendur verða Guðmundur S. Alfreðsson, forstöðumaður Raoul Wallenberg stofnunarinnar í Lundi, og Karl Th. Birgisson, blaðamaður. Fundarstjóri verður Hörður H. Helgason. Utanríkismálanefnd Heimdailar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.