Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ e Undur Indlands Langflestir veitingastaðir bjóða upp á fátt annað en jólahlaðborð í desembermánuði. Steingrímur Sigurgeirsson ákvað hins vegar að borða indverskt á Austur Indía fjelaginu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Morgunblaðið/Sverrir LAKSHMAN Rao, Chandrika Gunnarsson og Madaiah Kalaiah. ÞEIM STÖÐUM virðist sífellt flölga með ári hverju sem hella sér út í jólahlaðborða- slaginn í desember. Ekki virðist heldur standa á vinsældunum því aðsóknin er greinilega mikil. í ljósi þess að mörg hús eru farin að bjóða upp á þessi borð þegar í lok nóvember má hins vegar spyija hvort að eðlilegt sé að bjóða varla upp á annað í heilan mánuð á ári hveiju. Það eru þó nokkrir mjög athyglis- verðir kostir í gangi fyrir þá sem ekki hafa lyst á jólahlaðborðum, að minnsta kosti ekki í heilan mánuð. Hvað er til að mynda frábrugðnara íslenskum/dönskum jólamat en hin undursamlega matargerð Indlands sem hefur heillað Vesturlandabúa frá því að þeir kynntust þessu stór- brotna og dulúðuga landi fyrst? Indverskur matur hefur verið fáanlegur á íslandi um árabil þó að stundum hafi mátt deila um hversu „indverskur" sá matur væri sem seldur hefur verið undir þeim formerkjum rétt eins og „kínversk- ur“ matur á asískum stöðum hefur stundum verið aðlagaður það mikið að eldhúsi og smekk Vesturlanda að hann á fátt sameiginlegt með frumgerðinni. Veitingastaðurinn Austur Indía ijelagið við Hverfisgötu er hins veg- ar ósvikinn indverskur staður út í gegn. Heimsókn þangað er för inn í spennandi og framandi menning- arheim. Staðurinn byggir á gömlum grunni hvað húsnæði varðar og setur það honum óneitanlega nokkrar skorður. Ljónin við innganginn minna óneitanlega meira á það sem maður á að venjast frá kínverskum stöðum. Þrátt fyrir það hefur tekist ágætlega til að gera staðinn vistleg- an og manni líður vel. Það fyrsta sem slær mann þegar inn er komið er framandi ilmur reykelsa og krydda og indversk tónlist sem venst alveg merkilega vel. Það er hins vegar maturinn, sem gerir útslagið. Indversk matargerð hefur það orð á sér að vera sterk krydduð. Það er rétt að uppistaða hennar og raunar galdurinn á bak við hana eru þau óteljandi krydd sem notuð eru. Ind- veijar nota hins vegar ekki mikið af brennandi heitum kryddum og jafnvel sterkkryddaður indverskur matur er mildari en flestir halda og raunar miklu mildari en „heitir" réttir í tæ- lenskri og jafnvel kínverskri matar- gerð. Vissulega eru þó til eldheitar undantekningar. Það er þó tekið tillit til vestrænni viðkvæmni fyrir krydd- um á Austur Indía fjelaginu og venju- lega eru réttir framreiddir í mildaðri útgáfu. Sé beðið um það er þó hægt að fá sterkari útgáfur og jafnvel út- gáfur í „indverskum styrkleika", sem að mínu mati eru þær allra bestu. Austur Indía fjelagið er rekið af hjónunum Gunnari Gunnarssyni og Chandriku Gunnarsson. Chandrika er ættuð frá suðurhluta Indlands og eru krydd og kaffi flutt inn beint frá ekrum foreldra hennar auk þess sem Chandrika ræktar sjálf krydd á borð við kóríander hér á landi. Fyrst eftir að staðurinn opnaði réð Chandrika sjálf ríkjum í eldhús- inu og eru margir réttir á seðlinum byggðir á uppskriftum frá fjölskyidu hennar og heimaslóðunum. í byijun árs kom hins vegar indverskur kokk- ur, Lakshman Rao, til starfa hjá Austur Indía fjelaginu og aðstoðar- kokkurinn, Madaiah Kalaiah, er einn- ig indverskur. Lakhsman hefur starf- að sem kokkur á nokkrum af bestu hótelum Indlands í stærstu borgum landsins. Síðast starfaði hann á Chola-Sheraton í Dehli. Á tímabiii var hann á samningi hjá ferðamála- ráði Indlands, sem rekur m.a. keðju lúxushótela og var tvívegis, árinl988 og 1991, fulltrúi Indlands á mat- reiðsluhátíð Asíuríkja í Singapore, Asian Food Festival, í lok síðasta áratugar. Það er því enginn viðvan- ingur sem eldar ofan í gesti á Hverf- isgötunni. Lakhsman á samt sem áður rætur sínar að rekja til ind- versks alþýðufólks og grunnur hans er hin einfalda heimilismatargerð Indveija, sem raunar oft er sú mest heillandi. Það er vandasamt að mæla með einhveijum sérstökum réttum á mat- seðlinum. Þrátt fyrir að hafa í nokkr- um heimsóknum bragðað á megninu af þeim fjölmörgu réttum, sem boðið er upp á hefur enginn þeirra valdið vonbrigðum. Þvert á móti hefur hver einn og einasti verið spennandi bragðupplifun og þess virði að kynn- ast. Nokkrir standa þó upp úr, að minnsta kosti fyrir minn smekk. Það er nauðsynlegt að byija á samósum (litlir koddar með grænmeti eða kjöti) eða Lauk Pakodas, söxuðum lauk í kjúklingabaunadegi. Báðir réttirnir eru bornir fram með heima- löguðu og ljúffengu kóríander ehutn- ey. Þá er þess virði að reyna Papad og Chutney þó ekki væri nema vegna chutney-þrennunar úr lauk, kóríand- er og tamarind. Með máltíðinni er Naan-brauð ómissandi sem og hrís- gijón en einnig hef ég fallið fyrir Masala Kulcha, brauði með lauk, sesamfræjum, kóríander og kúmeni, bökuðu í tandoori-ofni. Af lambaréttunum eru Gosht Mangalori (1.395 kr.) og Gosht do Piaza (1.395 kr.) afbragð. Sá fyrri er eldaður með kókósmjólk (sem kemur í stað ijóma í matargerð Ind- veija), engifer, hvítlauk og karrílaufi en sá síðari er einnig í þykkri sósu með lauk, valmúafræjum, hvítlauk og engifer. Kjúklingaréttirnir Chic- ken Kurma (1.395 kr.) og Chicken 65 (1.495 kr.) tróna ofarlega á mín- um persónulega vinsæidalista og er sá síðarnefndi líklega sá réttur sem mér hefur líkað best við. Kurma er suðlægur réttur er byggir mikið á kókos og kanil en Chicken 65 er byggður á uppskrift sem vinsæl er Al'PRI I ATIflN. UÍAVM aj rfi m* fs i Iti j ! ! Nouveau-flóðið og annað nýtt EKKERT lát virðist. vera á Nouve- au-flóðinu og hafa fimm nýjar tegundir nú bætst í hópinn. Frá George Dubooeuf er í boði annars vegar venjulegt Beajolais (1.040 kr.) og hins vegar Beaujola- is-Villages (1.070 kr.). Duboeuf er óumdeilanlega einn skemmtileg- asti framleiðandi héraðsins og bæði þessi vin eru mjög þægileg. Ávöxtur Village-vínsins er hins vegar áberandi ferskari og hreinni og bragðið lengra. I ljósi þess að verðmunur er einungis 30 krónur er það tvimælalaust mun betri kaup. Frá Collin-Boursillet er í boði Nouveau (1.070 kr.) sem er í léttara kantinu en með góðum ávexti og mýkt. Flöskumiðin er hins vegar fremur ðspennandi og vínið fremur dýrt fyrir hvað það er. Dýrasta Nouveau-vínið er þó frá Joseph Drouhin (1.110 kr.). Drouhin er þekktastur fyrir há- gæða Búrgundarvín og gæði þessa Nýjungar halda áfram að streyma inn í versl- anir ÁTVR og er þá jafnt um að ræða teg- undir er seldar verða í skamman tíma sem teg- undir v reynslusölu næstd mánuðina. Nouveau-víns eru liklega eins góð og þau geta orðið. Yndislegur, samþjappaður og bragðgóður ávöxtur, mikill ferskleiki og hress- andi sýra. Beaujolais Nouveau verður samt aldrei annað og meira en einmitt Beaujolais Nouveau. Það á að vera léttur, skemmtileg- ur og ódýr drykkur. Gæðamunur- inn á þeim sex Beaujolais Nouve- au-vínum sem í boði hafa verið er þegar upp er staðið ekki ýkja mikili. Það má hins vegar draga í efa hvort að þau séu um ellefu hundrað króna virði. í Nouveau-deildinni ber loks að nefna Muscadet Primeur (990 kr.) frá Sauvion & Fils (framleiðanda Chateau de Cléray). Grösugt og örlítið hrátt en með þægilegum blómailm. Vín sem er áhugavert að smakka og gæti vel gengið sem t.d. fordrykkur eða með mjög létt- um sjávarréttum. Þá hafa tvö áströlsk rauðvín frá framleiðandanum Lindeman’s verið tekin í reynslusölu í reynslu- búðunum í Kringlu, Eiðistorgi, Stuðlahálsi og Akureyri. Linde- man’s Shiraz-Cabernet Cawarra 1994 (930 krónur) er vín af léttara taginu af Ástrala að vera. Ilmur og bragð einkennast af þykkum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.