Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HINAR nýju þjónustubifreiðar fara til Njarðvíkur, Akraness, Ólafsvíkur, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Starfsmenn Olís á þessum stöðum komu til Reykjavíkur nýlega til að taka á móti bifreiðunum. í því tiiefni var efnt til móttöku hjá Olís. Isuzu Deseo Olís kaupir Transit OLÍS starfrækir nokkra tugi þjón- ustubifreiða víðs vegar á landinu. Þær eru staðsettar hjá sölumönn- um félagsins á viðkomandi stöðum og eru notaðar til dreifingar á smurolíum, hreinsiefnum, páppír, rafgeymum og öðrum rekstrar- vörum til útgerðar, fiskvinnslu og iðnaðar. Þjónustubifreiðarnar eru mikilvægur hlekkur í þjónustuk- eðju Olís um allt land, en félagið leggur nú enn aukna áherslu á þjónustu við fyrirtækin í landinu með því að bjóða heildarlausnir á sviði rekstrarvöru og iðnaðar- vöru. Til þess að bæta þjónustuna hefur Olís fest kaup á fimm nýjum Ford Transit bifreiðum frá Brim- borg. ! Bifreiðamar leysa af hólmi eldri bifreiðar í umboðum félagsins. Bifreiðarnar eru sérstaklega út- búnar með dælubúnaði og krana sem mun auðvelda og auka ör- yggi við afgreiðslu á vökvakerfi- solíum og smurolíum. Dælubún- aðurinn er keyptur hjá ET verslun en kranarnir eru af gerðinni HIAB og koma frá Brimborg. Starfsmenn á verkstæðum Olís í Laugarnesi hafa annast lokafrá- gang bifreiðanna en þær eru sér- staklega útbúnar með þarfir við- skiptavina félagsins í huga. Fjór- hjólabúnaður kemur frá Pjallabíl- um hf. ■ VIINGHAM í Englandi er idi hönnunarfyrirtækið Futura. Það lætur lítið yfir sér en hefur vakið mikla athygli fyrir velheppnaða fmmgerð af Isuzu jeppa sem frumsýndur var á bíla- sýningunni í Tókíó í október. Yfirmaður Futura er Bretinn Cox og var hann áður hönnuður hjá Lotus og er skrifaður fyrir hönnun á innanrými Lotus Elan. Umsvif Futura hafa farið ört vax- andi og nú leita orðið margir stærstu bílaframleiðendur heims til þessa fyrirtækis. Futura er nú aðalhönnuður Isuzu í Bretlandi, en eins og kunnugt er, framleiðir Isuzu bíla þar í landi. Frumgerðin er kölluð Deseo, sem á spænsku þýðir von. Margir aðrir bílaframleiðoendur hafa látið í ljós áhuga á Deseo og á þessari stundu gæti bíllinn allt eins feng- ið framan á sig merki Honda eða Vauxhal! rétt eins og Isuzu merk- ið. Honda hefur reyndar nýlega sett á markað smájeppann CV-4 en selur ennþá Land Rover Disco- very með Honda merkinu í flokki stórra jeppa í Japan. Margir hallast að því að meiri líkur séu á því að Deseo verði framleiddur en margir aðrir bílar sem ekki hafa komist lengra en á hugmyndastigið. Bíllinn er nú- tímalegur í útliti en þó langt frá Breyttur Escort væntanlegur 1999 FYRSTU óopinberu mynd- irnar hafa birst af ger- breyttum Ford Escort sem væntanlegur er á markað árið 1999. j Bíllinn er allur mun ! ávalari en fyrirrenn- arinn og afturljósin eru komin upp í aft- urgluggapóstana. Að framan er bíllinn með grönnu grilli. Langbaks- og hugsanlega blæjuút- færsla koma á markaðinn árið 2000. ■ HONNUNARFYRIRTÆKIÐ Futura í Birmingham hannaði Deseo. Nú sfqnda yfir prófanir á íslenskum hardkornadekkjum viö vetraraóstæóur Þróunarverkef ni til varan- legrar atvinnusköpunar * Fyrir 20 árum gerði Olafur Jónsson tilraun- ir með framleiðslu harðkomadekkja. Vegna fjárskorts taldi hann sig ekki geta lokið þró- unarferli fyrir hugmyndina og hefur verkefn- ið því legið niðri þar til fyrir tveimur ámm. Ó Ólafur hefur ásamt Helga Geirharðssyni verkfræðingi unn- ið að framvindu verkefnisins undan- farin tvö ár og stofnað fyrirtækið Nýiðn ehf. Á síðustu tveirhur árum hefur átt sér stað töluverð þróun í verkefninu. Steyptir hafa verið tii- raunahjólbarðar, prófuð mismunandi afbrigði af komum, þróaðar betri aðferðir við framleiðslu korna og loks sótt um einkaleyfi á aðferð við að koma kornum inn í framleiðsluferli dekkja eins og það er í dag. Smíði fyrstu tækjanna til að koma komum í dekk er lokið og er stefnt að frek- ari þróun með tiiraunaframleiðslu á næstu mánuðum. Aðilar að verkefninu Nýiðn ehf. er einkahlutafélag sem stofnað hefur verið um þetta verk- efni og fieiri verkefni tengd nýsköp- un og framleiðslu í iðnaði. Eigendur eru Olafur Jónsson og Helgi Geir- harðsson og eiga þeir jafnan hlut í fyrirtækinu. Gúmmívinnustofan hf. og Nýiðn ehf. hafa gert með sér samstarfs- samning um framleiðslu á tilrauna- hjólbörðum. Gúmmívinnustofan veit- ir Nýiðn afslátt á allri þjónustu tengdri verkefninu. í byrjun nóvem- ber var hafin framleiðsla til markaðs- setningar í rannsóknarskyni. Gúmmívinnustofan framleiðir þau dekk í samstarfi við Nýiðn auk þess sem þeir munu framleiða dekkin í eigin vélum þegar verkefnið hefur náð því stigi að raunveruleg fram- leiðsla og markaðssetning getur haf- ist. Kostir harðkomadekkja umfram nagiadekk: - Ódýrari dekk þegar tii langs tíma er litið. - Minna viðhald þegar til langs tíma er litið. - Sambærilegt viðnám í hálku ef marka má nýlegar rannsóknir í Sví- þjóð sé miðað við nýjustu gerðir nagia. Taka verður fram að slíkar rannsóknir verður að staðfesta með endurteknum mælingum. - Mun betri aksturseiginleikar, sérstaklega við eðlilegar aðstæður og í bleytu. - Kornin virka ailtaf eins, jafnvel þótt dekkin slitni. - Þegar naglar slitna verða þeir jafnvel hættulegir því ef þeir ná að leggjast þá virka þeir eins og skaut- ar á ís og bundnu slitlagi. - Minni tjara af völdum umferðar. - Harðkornadekk eru umhverf- isvæn þar sem þau hlífa yfirborði vegakerfisins og róta ekki upp meng- andi tjöru sem eitrar andrúmsloftið. Ókostir harðkomadekkja umfram nagladekk: - Hægt er að láta nagladekk veita mjög mikið viðnám við ákveðin hálkuskilyrði, nokkru meira en harð- kornadekk. Frammistaða nagla er í beinum tengslum við hversu miklum skemmdum þeir valda á vegi og hversu nýir og sterkir naglarnir eru. Aðrir kostir harðkornadekkja: - Verkefnið getur orðið atvinnu- skapandi með framleiðslu harðkorna og sérhæfðra tækja. - Möguleikar á verulegri verð- mætasköpun í tengslum við stóriðju um framleiðslu korna. Verlcþættir Margt hefur áunnist á síðustu mánuðum eins og getið var um í inngangi hér að framan. Hins vegar er verkefnið ennþá að slíta barns- skónum á braut þróunar sem er framundan. Til að gera grein fyrir því sem er framundan viljum við þvi nefna eftirfarandi verkþætti sem eru aðkallandi. Framleiða dekk fyrir tilraunir Stefnt er að því að framleiða u.þ.b. 30-50 umganga af dekkjum til að setja undir bifreiðar. Skráðir verða eigendur og kílómetratala bifreið- anna og haft samband við notendur að ákveðnum tíma liðnum. Þá mun fara fram könnun á viðhorfum eig- enda og sliti dekkjanna. Þróa betri búnað til að framleiða korn Eitt af erfiðustu viðfangsefnum verkefnisins er að meðhöndla komin, þ.e. til þess að þau séu nothæf til ísetningar í gúmmí. Aðstandendur verkefnisins hafa þróað einfaldar aðferðir sem duga til tilraunafram- leiðslu: Næsta skref er að þróa betri og afkastameiri búnað til verksins. Þróa tæki til að koma kornum í dekk Þróaður hefur verið búnaður til að koma kornum í framleiðsluferlið. Á þessum búnaði byggist einkaleyf- isumsókn sem nú er í meðferð. End- urbætur á búnaðinum liggja fyrir og eru þær kostnaðarsamar (ekki til umijöllunar í fjölmiðlum). Slitpróf fyrir vegi Eitt af því sem er nauðsynlegt fyrir þetta verkefni er að staðfesta grun bæði lærðra og ieikra manna að þessi dekk slíti ekki slitlagi veg- anna til jafns við nagladekk. Vís- bending um meðferð dekkjanna á yfirborð vegarins er hversu hljóðlát þau eru samanborið við nagladekk. Það virðist benda til þess að ekki sé verið að vinna meira á yfirborði veg- arins en með venjulegum dekkjum. Framfylgja einkaleyfi Eftir 8 mánuði þarf að liggja fyr- ir ákvörðun um í hversu mörgum löndum skal sækja um einkaleyfi. í millitíðinni þarf að vera búið að svara mótmælum og aðlaga einkaleyfið miðað við þau mótmæli sem hafa borist. Kostnaður vegna umsýslu við einkaleyfi getur verið talsverður. Viðnámspróf Fyrstu tilraunahjólbarðar voru steyptir í sumar með frumgerðum framleiðslubúnaðar. Tilgangur þeirr- ar framleiðslu var að útbúa hjólbarða til viðnámsprófana í Svíþjóð, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Nið- urstöður þ'eirra prófana benda tii ágætis harðkornadekkja við hálku- skilyrði. Hins vegar þarf að staðfesta þær prófanir með endurteknum og viðameiri prófunum sem gert er ráð fyrir að fari fram á viðurkenndum prófunarstofnunum í Svíþjóð og Þýskalandi í samstarfi við Vegagerð ríkisins. I þeim prófunum verður rannsökuð gaumgæfílega virkni mis- munandi korna og gúmmítegunda. Markaðssetning harðkorna Markaðskönnun mun fara fram á meðan á þróun verkefnisins stendur. Markaðssetning verður þó ekki hafín af fullum krafti fyrr en flestum ofangreindra verkþátta hafa verið gerð fullnægjandi skil. Þá fyrst verður hægt að bjóða harðkorn til sölu og vélar til framleiðslu með fullri vitneskju um virkni og með nauðsynlegri hugmyndavernd. Hér er um þróunarverkefni að ræða til varanlegrar atvinnusköp- unar sem felur jafnframt í sér ný- sköpun í iðnaði með umtalsverðum atvinnutækifærum óg verðmæta- sköpun, sparnað í vegaframkvæmd- um og aukið öryggi vegfarenda. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.