Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 1
Peóió sækir frqm Olga Guórún /4 Andblær tfrq horfinni Hó Stefán Sigurkarlsson /5 Myndlist úr oróum Haraldur Jónsson /6 Hringadróttinssagq Þorsteinn Thorarensen /7 Speglabúó I bænum Sigfús Bjartmarsson/8 Skartmaóur á skáldabekk Knut 0degðrd /11 íslandssagalEinars Laxness /12 MENNING LISTIRH T? PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 BLAÐn SKÁLDIÐ í augum myndhöggvarans Gunnars Torvund. ORKNEYJAR heiUa George Mackay Brown Eyjar í Atlants- hafi EYJAR í Atlantshafi (Atlantens Öar) er nýútkomin bók eftir Tord Wallström. Meðal eyja sem þessi sænski blaðamað- ur, ferðalangur og rithöfundur fjallar um eru Svalbarði, Vestmannaeyjar, Surtsey, Færeyjar, Orkneyjar, Clare, Nýfundnaland, Azoreyjar og Falklands- eyjar. Bók Wallströms er yfirgripsmikil eins og efnið gefur til kynna, sýnir vel þá fjölbreytni í menningu, mannlífi og nátt- úru sem finna má frá norðri til suðurs við strendur Atlantshafs. { Stromness (Straumnesi) á Orkneyj- um hitti Wallström skáldið George Mackay Brown (f. 1921) sem er meðal kunnustu rithöfunda á Bretlandseyjum. Hann hefur alltaf verið bundinn heima- byggð sinni og sneri þangað á ný eftir sex ára dvöl í Edinborg. Ljóð hans og smásögur gerast flestar í umhverfi Ork- neyja. Winter Tales er nýjasta smá- sagnasafn skáldsins og hefur sögunum verið lýst sem „upprunalegum". Seamus Heaney hefur sagt um Mackay Brown að hann hafi frá því hann kvaddi sér hljóðs sem skáld auðgað enska Ijóðlist með verkum sínum. Brown sagði Wallström að í Orkneyj- um hefði fólk verið fátækara en ham- ingjusamara þegar hann var að vaxa úr grasi. Hann er svartsýnn á framtíðina en lítur á Orkneyjar sem dásamlegan stað að búa á. Það sem hrífur George Mackay Brown eru sífelld umskipti árs- tíðanna, einkum þó hin björtu sumur. Atlantens Öar er í stóru broti, 264 síður prýdd fjölda litmynda. Utgefandi er Bra Böcker. Ljóðabókaútgáfan í ár er meiri en á liðnu ári og hlýtur það að boða gott hjá þjóð sem er að mestu sprottin úr ljóðum og sögum og helst til þess vegna. Það er að vísu bil milli Hannesar Sigfússonar og Diddu hvað varðar aldur en engin hyldýpisgjá. Leikurínn nauðsynlegi Hannes nefnir sína bók Kytjálaeiði en bók Diddu heitir Lastafans og lausar skrúfur. Það er leikur með orð og hug- myndir í bók Hannesar. Didda bregður á leik með því að gerast eins konar stafn- .mynd kynslóðar ungs fólks sem lent hefur utan alfaravegar og þekkir undirheimana af eigin raun. Meðal höfunda af kynslóð Hannesar Sigfússonar er Jón Óskar, en frá honum koma tvær bækur, ný ljóðabók Hvar eru strætisvagnarnir? og lítil bók með úrvali ljóða hans. Þessi ljóð eru líkleg til að höfða til margra, enda stefnir höfundurinn að því með góðum árangri að hafa þau ein- föld og auðskilin. Fleiri skáld eru með bækur sem hafa fyrrnefnda kosti: Bragi Ólafsson með Klink, Einar Már Guð- mundsson / auga óreiðunnar, Þórður Helgason Meðan augun lokast, Magnúx Gezzon Syngjandi sólkerfi og Sigurður Pálsson Ljóðlínuskip. Öll þessi skáld eru á slóðum einfaldleikans. Það er sem betur fer enginn vandi að halda áfram að telja upp góðar og athygl- isverðar ljóðabækur. Annað er þó ekki síður ástæða til að nefna og fagna. Hið mikilsverða starf að þýða ljóð hefur færst í aukana. Listin að þýða Fyrstan skal nefna Karl Guðmundsson sem færir okkur Seamus Heaney í Pennan- um hvassa. Helgi Hálfdanarson er með klassíkina í Nokkrum þýddum Ijóðum, Vargaldir Lárusar Más Björnssonar stefna saman fínnskum skáldkonum, Óskar Árni Óskarsson kemur með meistarann Basho í Fjögra mottu herberginu, Sigurður Páls- son laðar fram andrúm súrrealismans í Ástinni Ijóðlistinni eftir Paul Éluard, einn- ig Berglind Gunnarsdóttir með þýðingum á Vicente Aleixandre og fleiri spænskum skáldum í Bragð af eilífð. Sigurður A. Magnússon setur á bók erlendan feng sinn frá tímabilinu 1956-1995 í bókinni Með öðrum orðum. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir langan ljóðaflokk eftir rússnesku skáldkonuna Marínu Tsvetaévu í bók sinni Höfuð konunnar. Eftir nýlátið skáld, Braga Siguijónsson, kom safn þýddra ljóða þar sem Norðurlandaskáld eru ofar- lega á blaði. Gleymist samtíminn? Það vantar tilfínnanlega bækur um bókmenntir og skáldskap og skömm hlýt- ur það að teljast að ekkert gagnlegt upp- flettirit um bókmenntir er til, ekki einu Gerast lesend- ur ljóð- skáld? Ljóðabækur eru mun fleiri á þessu árí en í fyrra. Nokkur forlög leggja upp úr ljóðabókaútgáfu skrifar Jóliann Hjálmarsson en hjá öðrum hefur ekki spurst til skálda. Er þrátt fyrir allt eitthvað alveg nýtt að gerast í ljóðlistinni? sinni skáldatal nema úr sér gengið. Árni Siguijónsson gerir sitt til að fræða um hið liðna í bók sem þó heitir Bókmennta- kenningar síðari alda, en boðuð íslensk bókmenntasaga kemur varla fyrir áramót úr þessu. Annað enn ókomið boðað rit (þegar þetta er skrifað) er íslenskar heimilda- bókmenntir eftir Magnús Hauksson. Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur hafa verið endurútgefnar og fræðileg útgáfa Kirsten Wolf á Gyðinga- sögu sá dagsins ljós. Spunnið um Stalín eftir Matthías Jo- hannessen er bók sem fullyrða má að snerti samtímann og sama má segja um Fjötra okkar og takmörk eftir sama höf- und. Fyrri hluti Spunnið um Stalín nefn- ist Skáldskapur og veruleiki, en báðar bækurnar eru meira og minna um bók- menntir og hugmyndasögu. í Skáldskap og veruleika er á einum stað vikið að ummælum Jorge Luis Borg- es að góða ljóðlist eigi að lesa upphátt: „Hún á rætur í einhvers konar söng og hrynjandin kemur vel fram í góðum upp- lestri“. Ennfremur stendur þar: „Þegar skáld les upp kvæði sín breytir það áheyr- andanum í ljóðskáld. Það er tilgangur í sjálfu sér.“ Þegar litið er yfir ljóðabókaútgáfuna á árinu vaknar sú spurning hve margir ís- lendingar vilji láta breyta sér í ljóðskáld. Svarið hlýtur að verða að margir telji sig þegar hafa öðlast þetta forna og nýja tignarheiti, en Borges átti að sjálfsögðu við að menn yrðu skáld meðan á flutn- ingnum stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.