Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Augnablik í ævi ungs manns BOKMEJNNTIR Barnabók SEX AUGNABLIK eftir Þorgrím Þráinsson Fróði, 1995-154 s. EIRÍKUR Rögnvaldsson er stað- ráðinn í að skrifa ævisögu sína þótt hann sé aðeins sextán ára. Hann sest inn á bókasafn og byrjar að rifja upp atburði lífs síns allt frá sex ára aldri. Hann rekur endurminning- amar skilmerkilega frá því að fyrstu spaugsögumar koma fram í huga hans og síðan koll af kolli. Hann hefur lengi verið ákveðinn í því að verða rithöfundur og til að heija þennan feril ætl- ar hann að eyða einu sumri í verkefnið þrátt fyrir hrakspár foreldra sinna. Endurminning- arnar kryddar hann eins og honum hentar best enda kemur í ljós að hann hefur lengi verið haldinn listamannastælum. Tólf ára fer hann á kaffihús og þykist vera skáld og hann horfir á þessa endurminningu í kómísku ljósi, Hann segir frá íjölskyldunni og uppruna hennar. Hann lýsir því hvernig hann kynntist besta vini sínum og m.a. því þegar þeir fá að þreifa á brjóstum fegurðar- drottningar í lyftu. Skíðaferðalag er einnig eftirminnilegt og flestar tengjast frásagnirnar á einhvern hátt hugsunum hans um kynlíf. Einn besti kaflinn úr ævisögunni er lýsingin á lífinu í sveitinni þegar hann er þrettán ára og hann viður- kennir fyrir sjálfum sér að hann hafi kannski þroskast af kynnum sínum af fólkinu í sveitinni. í bókinni skiptast á kaflar sem Eiríkur skrifar sjálfur í ævisöguna og svo ytri umgjörð sögunnar. I upphafi er ævisagan aðaluppistaða sögunnar en umhverf- ið tekur meira og meira rými í frásögn- inni eftir því sem ákaf- inn minnkar í að segja frá fortíðinni og nútíð- in gerist meira kreij- andi. í upphafi segir umgjörðin frá fólki sem snertir söguna lítt, svo sem skoplegum karli á bókasafninu sem er greinilega ekki með öllu mjalla. Sæt stelpa á bókasafninu tælir hann en veldur honum svo vandræð- um. Afdrifaríkust eru þó kynni hans af blindri, gullfallegri stúlku, Emelíu. Saga hennar er öll heldur ótrúleg og örlög hennar og móður hennar mjög ýkt. í sam- skiptum sínum við hana kemur í ljós að hann er ekki sérlega sterkur á svellinu. Hann tekur aðra stelpu fram yfir hana, svíkur hana um stefnumót og skrökvar svo að henni til að bæta úr fyrir sér. Hugarheimi unglingsins er á margan hátt vel lýst. Eiríkur er unglingur sem sveiflast á milli mik- ilmennsku og óöryggis. Hann er mjög upptekinn af sjálfum sér sem kynveru, þykir vænt um líkama sinn og vorkennir folanum þegar eistun úr honum eru klippt burt og þeim hent fyrir hundana. Kyn- ferðislegir draumórar koma sífellt upp í hugann og nær öll frásögnin tengist á einhvern hátt draumum hans um kynlíf. Honum finnst hann verða sífellt að vinna sigra á þessu sviði. Hver stelpan á fætur annarri kemur inn í líf hans en engin þeirra virðist ná að tengjast honum traustum tilfinningaböndum. í sögunni eru tvö mjög góð tæki- færi til að láta unglinginn takast á við lífið og vinna úr sínum eigin tilfinningum. Þegar vinur hans úr sveitinni deyr gefst gott tækifæri til að láta Eirík meta stöðu sína en því máli eru engin skil gerð í sögunni að öðru leyti en því að hann tekur sér nokkurra daga frí frá ævisagnarituninni. Eiríkur fær ekki tækifæri til að vinna úr sorg- inni. Það sama gildir um samskipt- in við blindu stúlkuna. í honum togast á annars vegar hrifning af stúlkunni og hins vegar óttinn við að láta sjá sig með blindri stelpu. Óöryggi hans kemur best fram í þessum samskiptum. Eiríkur er heldur ekki látinn takast á við þessa stóru spurningu. Þegar lesandinn heldur að hann fái að sjá hversu mikil persóna Eiríkur er í raun, er Emelía skyndilega horfin af sjónar- sviðinu og alfarin til Þýskalands. Hann saknar hennar en í raun er þetta ódýr lausn því hann þarf ekki að taka ákvörðun. Eiríkur er skilinn eftir í sögulok án þess að hafa fengið tækifæri til að þroska sig sem persónu. Sorgin og ástin virðast ekki hafa kennt honum neitt. Sigrún Klara Hannesdóttir Þorgrímur Þráinsson Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson Til Vesturheims ÉG HEF verið lengi að viða að mér efni í þessa sögu,“ segir Böðvar Guðmunds- son um bók sína Hí- býli vindanna, „þetta er söguleg skáld- saga og þótt aðal- persónan, Olafur fí- ólín, hafi aldrei ver- ið til sem slíkur voru þeir margir ágætir fiðlarar sem fiúðu vestur um haf á sín- um t,íma.“ Híbýli vindanna fjallar um mannvæn- legan pilt sem hefur búið við heldur nauman kost í íslenskri sveit er hann ákveð- ur að fara með fjölskyldu sína til Ameríku á síðari hluta 19. aldar. Fyrir vestan bíða hans aðstæður sem fljótt á litið virð- ast ekki mikið betri en þær sem hann átti að venjast i heimahögum, hörð lífsbarátt- an heldur því áfram. Böðvar segir að þótt Vestur-íslending- ar hafi einu sinni verið mjög vakandi hugtak í sögu- legri vitund Islendinga þá hafi fyrnst nokkuð yfir það nú. „Én þetta er engu að síður merkileg saga og kannski sjáum við hana í miklu betra ljósi í dag en menn gerðu á meðan flutningunum stóð; á sínum tíma var jafnvel amast nokkuð við Vestur- heimsferðum. Mér fannst þannig vera kominn tími og ástæða til að segja þessa sögu. Ég leitaði víða fanga í söguna, fór vestur til Ameríku og hitti Vestur- Islendinga og svo hef ég undanfarin ár safnað að mér mikið af bréfum sem tengjast vest- urferðum. Auk þess þekki ég til úr minni eigin fjöl- skyldu, langafi og langamma fluttu til Kanada á sínum tíma.“ Böðvar segir að það séu gríðarlega mörg óskráð sögu- efni í vesturferðunum. „Þetta eru vitanlega mikil örlög að flytja frá einu landi til annars á þessum tíma því þetta þýddi að fólk kvaddi sína ættingja í síðasta sinn og það er þess vegna sem öll þessi bréf eru til, þau voru eini samskipta- mátinn lengi vel. Mannkynið hafði aldrei skrifað annað eins magn af bréfum og á 19. öld- inni þegar Ameríkuferðirnar stóðu sem hæst. Mig langar reyndar seinna til að gefa út gott safn af íslenskum Amer- íkubréfum, slíkt safn eiga margar þjóðir, svo sem Svíar, Danir, Norðmenn og Þjóðverj- ar. Slík útgáfa væri ekki síst mikilvæg fyrir frændur okkar í Vesturheimi.“ Böðvar Guðmundsson Draumurínn forni vakir Meira en dægurfluga BOKMENNTIR Ljðð SÖNGVAR UM LÍFIÐ LJÓÐ 1958 - 1988 Eftir Jón frá Pálmholti, Hringskugg- ar, 1995 - 232 bls. AÐ undanförnu hafa heildarút- gáfur ljóða ýmissa skálda séð dagsins ljós. Tilgangurinn með útgáfunni er þá gjarn- an tvíþættur. í fyrsta lagi eru eldri ljóðabækur þeirra löngu uppseldar og erfitt að nálgast þær. Hinn þátturinn er svo sá að veita yfirsýn yfir feril skáldsins líkt og þegar málarar halda yfirlitssýning- ar. Um þessar mundir sendir Jón frá Pálm- holti frá sér tólftu ljóðabók sína sem nefnist Söngvar um lífið. Hún er endur- skoðuð heildarútgáfa af kvæðum hans á þijátíu ára tímaskeiði 1958 - 88 og skiptist í tvo meginflokka. Hefur hinn fyrri að geyma ijórar ljóðabækur sem komu út 1958 - 73 en hin seinni ljóð úr bókum sem komu út á árunum 1978 - 87. Ljóðin í síðasta kaflanum eru þó ort árið 1989 en hafa ekki áður birst í bók. Auk þess eru í bókinni þýð- ingar. Rétt er að taka fram að Jón hefur sleppt ýmsu og breytt öðru og haldið því fyrst og fremst til haga sem honum líkar. Megineinkenni Jóns frá Pálm- holti sem skálds eru þróttmikið og alþýðlegt málfar sem byggir nokkuð á galdri endurtekningar- innar og vandað myndmál sem oft vill verða fyrirferðamikið enda er skáldinu jafnan mikið niðri fyr- ir. Hann yrkir toluvert af hnitmið- uðum kvæðum. Þó hygg ég að útleitin kvæði séu mun algengari og stundum er eins og málið eða hugarflugið taki völdin af skáldinu og ljóðin yrki sig sjálf inn í marg- brotinn heim söngsins sem oft verður Jóni að yrkis- efni. Erfitt er í stutt- um ritdómi að gera grein fyrir þróun kveðskapar Jóns. Þó má í fljótu bragði greina hvemig ýmsir straumar Ijóðlistar- innar sækja að ljóðun- um. Þannig er ákveðinn léttleiki yfir fyrstu bókinni sem eins og þrengist um í næstu bók þegar kalda stríð- ið nær hámarki sínu. stað ljóðrænnar sveiflu tekur einhvers konar óhlutbundin tjástefna að setja mark sitt á kvæðin. Þau verða efnisþyngri og kveðskapurinn algildari og kos- mískari og skáldið gerist innhverf- ara: Heiðarkögur. Sólmánuðurinn hefur dansað í eggrauðri nóttinni. Hallelúja. Jarlmaður rephvítunnar fer hratt yfir skóg- arlaufinu nýklæddur austan heiðar þarsem söngvindar eru farandgestir. Heiti bókarinnar vísar einnig til firringar borgarinnar, Hendur borgarinnar eru kaldar. Þriðja ljóðabókin er svo augljóslega ort á tímum hins skorinorða ljóðs. Ljóðin í þessari bók eru mörg spámannsleg, mælsk og útleitin, full með siðferðislega dóma og jafnvel vandlætingu sem á stund- um tekur á sig ofurlítið broslega mynd: Útvarpið glymur um alla jörðina með hænugarg og siúður. Sjónvarpið sækir fram jafnt og þétt. Senn verður hvergi friður nema á klósettinu. Hratt líða dagarnir á okkar tíð. Þrátt fyrir ýmsar slíkar yfir- borðsbreytingar í ljóðaheimi Jóns má þó heyra í söngvum hans einn grunntón, eitt meginstef. Það er sveitapiltsins draumur um endur- heimt fyrri gilda. Þessi draumur túlkar uppflosnun fornrar bænda- menningar og togstreitu lands- byggðarmannsins í borginni. Jón teflir gildum fortíðarinnar gegn plastveröld nútímans og amerísk- um neysluheimi. En þetta er líka jarðneskur draumur um frið á jörð. í seinustu ljóðunum í bókinni er raunar ákveðinn þreytutónn andspænis framvindu tímanna. „Nútíminn fer sínu fram án þess að spyrja“, segir í Kvöldljóði um draum. Draumurinn er þó á sínum stað og kannski er í þessu kvæði dálítil sáttargjörð við tilveruna: Líkt og gamalt tré stöndum við milli klettanna. Minningin svöl og mjúk dregur ávalar Iínur yfir líf okkar. Draumurinn fomi vakir þó enn á herðum okkar. Jón frá Pálmholti er að mörgu leyti gott skáld. Það sést raunar ef til vill best í þýðingum hans. Ég nefni kvæðið fallega Væri ég guð eftir Tor Jonsson því til stað- festingar. Hins vegar hefur tíminn ekki viljað að öllu leyti tengja sig við hann. Inntak nútímans er skáldskapi hans að sumu leyti andstætt svo að stundum hrópar rödd hans í eyðimörk. En umfram allt er þó kveðskapur hans sjálfum sér samkvæmur og heill. Skafti Þ. Halldórsson. BOKMENNIIB Skáldsaga MEFISTÓ Saga af Iistamannsferli eftir Klaus Mann. Bríet Héðinsdóttir íslenskaði og ritaði eftirmála. Prentun og bók- band G. Ben. Edda. Ormstunga 1995 — 304 síður. 2.990 kr. MEFISTÓ eftir Klaus Mann (1906-1949) er ein umtalaðasta skáld- saga á öldinni. Höf- undurinn var sonur Thomasar Mann, eins kunnasta rithöfundar Þjóðveija fyrr og síð- ar, og féll fyrir eigin hendi ungur að árum. í skáldsögunni sem er lykilróman (þótt hann segist lýsa manngerð- um, ekki tilteknum mönnum) sér hann fyrir þróunina í Þýska- landi nasismans og sérstaklega þjónkun við valdið. Leikarinn Hendrik Höfgen, sem í raun mun vera leikarinn dáði Gustaf Grundgen, er söguhetja bókarinnar, en margir aðrir koma við sögu í dularklæðum, meðal þeirra leikskáldið Carl von Stern- heim, leikstjórinn Max Reinhardt, leikarinn Élísabet Bergner og fleira leikhúsfólk. Foringinn er augljóslega Hitler, digri forsætisráðherrann Göring og áróðursráðherrann Göbbels. Lýsingin á Höfgen, sem eins og Grúndgen náði hátindi í hlutverki Mefistótelesar Goethes, eru að vísu beiskar og illskeyttar, en þó með þeim hætti að hann nýtur samúðar lesandans. Höfgen er veiklyndur og kænn í senn. Mefistó er það verkefni sem Höfgen er spenntastur fyrir: „Mef- istó á að verða meistaraverk hans. Jafnvel förðunin er nýstárleg: Hendrik túlkar vítishöfðingjann sem „hrekkjalóm“. Einmitt þannig kýs Herra himnanna af óendan- legri gæsku sinni að skilja illsku hans og virðir hann viðlits stöku sinnum, því að Honum fellur einna skást við hrekkjalóm- inn af „öndum þeim sem alltaf neita“. Gallaðar bókmenntir Lykilskáldsögur eru yfirleitt gallaðar sem bókmenntir vegna þess að tilgangur höf- undanna er ekki endi- lega að koma á blað bókmenntaverki. Ég verð að viðurkenna að ég er enginn aðdáandi slíkra bóka. Þær verka oft léttvægar og jafn- vel leiðinlegar þegar höfundarnir eru í óða önn að reyna að koma höggi á andstæðinga. Mefístó aftur á móti er spennandi og skemmtileg aflestrar. Þetta er óvenju lifandi bók mið- að við aldur og tímabil sem höf- undurinn brýtur til mergjar. Klaus Mann er góður höfundur og hefur til að bera þá æskilegu dýpt sem þarf til að koma saman skáldverki sem ekki reynist dægurfluga. Bríet Héðinsdóttir hefur unnið gott verk með þýðingu Mefistós og eftirmáli hennar um bókina og höfundinn varpa ljósi á tíðaranda og mannleg örlög. Jóhann Hjálmarsson Jón frá I Pálmholti Klaus Mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.