Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 B 5 Andblær frá horfinni tíð Hólmanespistlar Stefáns Sig'urkarlssonar eru frá þeim tímum þegar hvert þorp og bær á Islandi var „heimur út af fyrir sig, og menn komust þar sjaldnast langt hver frá öðrum“. Aðspurður um hvort hann hafi ákveðinn bæ í huga segir Stefán að svo sé raunar ekki. Hann bætir því við að hann hafi átt heima í Stykkis- hólmi í 13 ár og 10 á Akra- nesi. „Þetta markar sín spor,“ segir Stefán. — Þessi lesandi þykist kann- ast við Hólminn?" „Mér finnst það í lagi.“ — Þú skrifar í raunsæisleg- um stíl? „Líklega, ég er ekki frábit- inn því. f rauninni breytist stíllinn þegar nær dregur í tíma, atburðirnir færast nær. Það hefur áhrif á stíl sagn- anna. Málið er svolítið dönsku- skotið í fyrstu. Sumir textar eru tengitextar, en fá stuðning hver af öðr- um. Ég lít sjálfur á bókina sem eina heild; bókin spannar hálfa aðra öld og það er stiklað á stóru.“ — Fólkiðsemþú skrifar um? „Það eru þessir hálfdönsku. Þessir Danir fluttu með sér ákveðinn kúltúr til íslands. Það hefur ekki verið mikið um þá fjallað, að minnsta kosti ekki í skáld- verkum. Stefán fann þennan danska andblæ þegar hann var lyfsali í Stykkishólmi. Þar voru danskir lyfsalar, hver á eftir öðrum. Sá sem var á undan þeim sem Stefán tók við af hét Svane. „í Stykkishólmi lá í loft- inu ákveðinn andblær frá horf- inni tíð. Þetta hjá mér er skáld- skapur allt sam- an og það skelfir mig ekki þótt menn þykist greina ákveðnar fyrirmyndir." Stefán sem er kunnari fyrir ljóðabækur sínar segist hafa unnið við Hólmanesp- istla samfleytt í átta ár. Prósinn er að hans dómi síst auðveldari en ljóðagerðin. Því má bæta við að ekki er það nýtt að Iyfsalar fáist við skáldskap og má auk Stefáns benda á Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti og Helga Hálfdan- arson. Stefán nefnir nöfn þess- ara kollega sinna með nokkru stolti. Stefán Sigurkarlsson Gömul saga í EINA tíð var svo mikið hall- æri á íslandi að embættismenn í Kaupmannahöfn veltu því fyrir sér að flytja alla íslendinga upp á Jótlandsheiðar. Ekki varð þó af þessum þjóð- flutningum, en seinna slæddust aftur á móti hingað til lands af þeim sömu heiðum ýmsar sálir, þar á meðal tveir menn sem hér koma við sögu, þeir Ottó Jakobsen læknir og Hans Kristján Möller lyfsali, sem báðir settust að ásamt fólki sínu á dálitlum höndlunarstað við Jökulflóa á öldinni sem leið. Stað þennan nefndu danskir Holmenæs og þegar hinir nýju landnemar nálguðust hann af sjó í fyrsta sinn sáu þeir ekki annað en einhverjár þústir upp af grýttri strönd, nakin fjöll og gráan himin. „Hvar eru akrarnir?" hugsaði ve- salings fólkið. „Hvar eru húsin og vegirnir?" En í stað þess að taka næsta skip aftur heim hófst það þegar handa við að búa til á nýja staðnum pínulitla Danmörku handa sér og sínum. Það hengdi myndir af blómskrýddum beyki- skógum á veggina, klæddist upp á dönsku og reyndi að læra sem allra minnst í íslenskunni. Með Hafnarskipum kom saltað svíns- flesk og epli í tunnum og vinnu- konunum var kennt að fita gæsirn- ar með því að troða matnum ofan í þær með sleif. Þá hafði lækn- isfrúin haft með sér að heiman fræ í litlum pokum og þorpsbúar sáu nú spretta upp í sínu eigin plássi það sem þeir höfðu aldrei áður augum litið, ekki einu sinni í draumum sínum: garða með marg- litum blómum; og eyru þeirra fengu líka ný hljóð að greina, því á góðviðriskvöldum bárust stund- um út um gluggana á læknishús- inu hljómar sem gátu minnt á söng, en voru þó ekki söngur, heldur hljóðin úr harmóníumhljóð- færi læknisins. Frádauðatillífs BOKMENNTIR S ö g u r ÁFRAM LATIBÆR! eftir Magnús Scheving Myndir: Halldór Baldursson Æskan 1995 - 80 síður kr. 1892 MEÐ heilbrigðu líferni, sjálfsaga og dugnaði er hægt að ná langt, já, jafnvel svo að verða talinn bezt- ur allra á jörð. Fimi höfundar þess- arar bókar er slík, að íþróttamenn annarra landa stara á hann í forundran, reyna að fínna eitt- hvað, sem þeir gætu bætt um betur - og sigrað pjakkinn. En allt kemur fyrir ekki - hann mætir þeim hvar sem er og alltaf sami dómur: Hann er þol- fimimeistarinn. Það sem mér finnst undar- legast við þetta allt er að Magnús er enn sami ljúflingurinn, í mínum augum, eins og þá eg sá hann fyrst - of- metnast ekki, heldur reynir að miðla ungum löndum af reynslu sinni. Það gerir hann meðal annars í þessari bók. Svo illa er komið fyrir Latabæ, að íbúarnir nenna hreinlega engu, eru því liðleskjur sem ekki eru fær- ar um að hnýta eigin skóþveng Eftiröpun hégómans hefir svo gjörspillt mati á hollustufæði og ruðu, að erlendar ruður kjósa þeir, ná því hvorki að fylla út í aldur eða sokka - að vísu ekki allir, t.d. Siggi sæti sem minnir einna helzt á sæl- gætistaðkvörn. Nú logandi ljósi gætir þú leitað samvinnu - hjálpsemi - vináttu - krakka að skapandi leik; fólk sem þorir út fyrir hússins dyr af hræðslu við að missa af einhveiju á sjón- varpsstöðvunum 17; leitað já, en ekki fundið. Meira að segja hana- ræksnið er svo tæknivætt, að hann þarf ekki að vakna, til þess að heilsa morgni, að hanasið, leigði sér bara spólu með kjúklingsrödd og tengdi klukkunni. Sólin nennir ekki að hella geislaflóði sínu yfir svona stað, felur sig bak við ský. Þá berst á pósthúsið bréf til bæjarstjórans í Latabæ, og það bréf er frá forsetan- um. Honum hafði hugkvæmst að sameina þjóð sína í einni allsheijar íþróttahátíð. Skyldi hún haldin um land allt, í sveit, í dal - vog og vík, í þorpi og borg að viku liðinni. Bæjarstjóranum er mikill vandi á höndum, miklu meiri en hann hefir hugmynd um því forsetinn ætlar að gista Latabæ. Þá neyð er stærst - er hjálp oft næst. Bæjarstjór- inn hittir íþróttaálf og sá kann að leysa mál. Eg ræni þig ekki ánægjunni - hvemig. Augljóst er, að Magnúsi er margt til lista lagt - kann fleira en hoppin há - hann er sögumaður líka - fyndinn - beinskeyttur. Mér segir hann rneð bókinni. Þú borg, mín borg stefnir í Latabæ, lífifirrtan stað, ef þú gáir ekki vel að. Myndir Halldórs eru listagóðar. Bráðsnjallt finnst mér að láta geisladisk fylgja, þar sem höfundur kennir undirstöður hreyfinga, við hljómfall Mána Svavarssonar. Eg er þegar farinn að æfa, kemst út í bíl fyrir jól. Bók, sem kom mér verulega að óvart - hækkaði stökkkraft Magn- úsar, í mínum huga, til muna. Þökk fyrir unnin afrek - fordæmi, góða bók. Sig. Haukur Magnús Scheving Stangaveiðiár- bókin 1995 Út er komin Íslenska stangaveiðiárbókin 1995, sem Guðmundur Guðjónsson blaðamað- ur á Morgunblaðinu hefur tekið saman. Bókin er beint fram- hald af fyrri Stanga- veiðiárbókum sem komið hafa út frá árinu 1988. í kynningu segir „Um margt eru bæk- urnar líkar, en í ís- lensku stangaveiðiár- bókinni 1995 er auk hefðbundins fréttak- afla og yfirreiðar um laxveiðisvæði landsins, stóraukin umfjöllun um silungs- veiðilendur íslands, fleiri veiðisög- ur, kafli um kýla- veikipláguna, starf- semi Veiðimálastofn- unnar, uppstoppun á laxfiskum, auk þess sem í bókinni er vegleg úttekt á ensku. Þá er bókin ríkulega mynd- skreytt með á annað hundrað ljósmyndum sem margar eru úr smiðjum bestu ljós- myndara landsins." Stangaveiðiárbókin 1995 er gefin út af útgáfunni Sjónarrönd. Hún var fílmuunnin í Litrófi, prentuð í ísa- foldarprentsmiðju og bundin í Flatey hf. Bókin er 206 blaðsíður og kostar 2.490 kr. Guðmundur Guðjónsson Holræsin á ströndinni ÚT ER komin bókin Holræsin á ströndinni eftir Þorra Jóhanns- son. í bókinni eru ljóð, heimspekilegur prósi og langur ljóðabálkur um æskuheima og trú- mál. Þetta er sjötta bók höfundar frá 1980, en hinar bækur hans eru Sálin verður ekki þvegin (1980), Stýrður skríll (1984), Hættu- leg nálægð (1985), Svart dýr (1986) og Sýklar minninganna (1990). Þorri Jóliannsson „Þorri hefur oft vakið athygli fyrir skorinorða texta og kraftmikinn skáld- skap er einkennist af dulúð“, segir í kynn- ingu. Utgefandi er Skák- prent. Holræsin á ströndinni er 64 síður, filmuunnin og prentuð í Skákprenti, bundin hjá Flatey. I bókinni eru margar myndir eftir höfund sem einn- ig sá um útlit bókar- innar. Verð er 1.500 kr. Menn sem mark er tekið á BOKMENNTIR Endurminningar LÆKNAR SEGJA FRÁ eftir Önund Björnsson. 256 bls. Setberg. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1995. Verð kr. 3.250. FIMM læknar segja frá í bók þess- ari eins og nafnið bendir til. Hver þáttur hefst á stuttum inngangi eða kynningu. Inngangurinn er óþarfur. Mennirnir kynna sig nógu vel sjálfir. Fyrstur er Hrafnkell Helgason. Hann er læknissonur frá Stórólfshvoli. Hrafnkell minnir á að læknirinn hafi forðum verið höfðingi í sínu héraði. í tíð föður hans þurfti læknirinn umfram allt að vera duglegur að ferðast. Læknir var þá sóttur, oft um langan veg, ef bráð veikindi bar að höndum, jafnvel þótt von um lækningu væri lítil eða engin. Lungnabólgan var þá banvæn og lagði margan að velli langt um aldur frarn. Sonurinn fetaði í spor föður síns en starfar við ólíkar og vafa- laust auðveldari aðstæður. Hrafnkell er sögumaður góður. Sumar tengjast sögur hans starfinu, aðrar ekki. En allar eru þær smeilnar vel. Næstur er Pétur Pétursson frá Höllustöðum, heimilislæknir á Ak- ureyri. Á æskuheimili Péturs hafði fólk »mjög einarða afstöðu og lét hana í ljós. Minna var lagt upp úr sérstakri varkárni í orðum og um- tali.« Svo mælir Pétur. Vafalaust ber að skilja orð hans sem sjálfslýsingu. En hann er þekktur fyrir að kveða fast að orði. Hann er líka maður spaugsamur og skemmtinn. Og heima- gangur í Bragatúni. Björn Önundarson er í raun andstæða Péturs, maður orðvar og vark- ár. Eigi að síður mun hann fastur fyrir ef því er að skipta. Björn hófst af sjálfum sér, braust til mennta af smáum efnum. Hugur hans stóð til að nema við erlendan háskóla. En fjárskortur hamlaði. Við háskólann hér var úr fáu að velja. Eitthvað varð það að heita. Læknisfræðin varð þá fyrir valinu. Björn ólst upp við friðsæld og fá- breytta lífshætti á norðausturhorni landsins. Sem heimilislæknir í Reykjavík hlaut hann þar á móti að kynnast mannlífínu í þess fjölbreyti- legustu myndum. Frásagnir hans af því eru allrar athygli verðar. Næstur er Árni Björnsson. Áhuga- mál hans eru af margvíslegu tagi. En starf læknisins er honum efst í huga að þessu sinni. Heimspeki læknisfræðinnar mætti ef til vil kalla það. Framhaldsnám stundaði hann í Svíþjóð eins og fleiri. Hann segir að læknar á Norðurlöndum hafi þá talað niður til fólksins. Þess háttar fram- koma hafi verið íslendingum fram- andi. Nú eru tímar breyttir. »Menn lækna ekki lengur í fyrirmælastíl, heldur er lækningaaðferðin sam- komulag,« segir Árni. Hann er lýta- læknir og kannast við geðflækjur þær — ef ekki sálarkvöl — sem sum- ir geta verið haldnir útlitsins vegna. Tíðarandanum samkvæmt má eng- inn vera öðruvísi en aðrir; allir verða að vera eins. Ef lýta- lækni mistekst skyldi hann ekki búast við góðu. »Þannig eru nokkrir lýtalæknar skotnir á hveiju ári í Bandaríkjunum,« upp- lýsir Árni Björnsson. Síðastur er Þorgeir Gestsson. Hann er að öllum líkindum þekkt- astur vegna þáttöku sinnar í MA-kvartettin- um. Eins vegna föður síns, Gests á Hæli, sem var orðinn maður lands- kunnur er hann lést úr spænsku veikinni þijá- tíu og átta ára að aldri. Fróðlegar eru frásagnir þessara mætu manna og áhugaverðar. Læknastéttin hefur lengi notið sér- staks álits, hér sem annars staðar. Læknanámið er langt og strangt. Læknirinn býr yfir þekkingu sem ’varðar líf og heilsu hvers og eins. _ Fáir sjá ofsjónir yfir háum tekjum’ lækna. í rómönum, þar sem læknir kemur við sögu, er hann undantekn- ingarlaust hjartaknúsarinn óviðjafn- anlegi. Læknar, sem hafa boðið sig fram til setu á Alþingi, hafa alla jafna átt miklu kjörfylgi að fagna. Ekki eru ýkjamörg ár síðan sæmilega upplýstur Reykvíkingur vissi deili á öllum bæjarins læknum. Sú tíð er að vísu liðin. Þjóðinni hefur fjölgað og læknunum þar með. Læknarnir fimm, sem Önundur Bjömsson hefur valið í bók þessa, eru þó atlir þjóð- kunnir vegna starfa sinna og kynn- ingar í fjölmiðlum. Því má ætla að frásagnir þeirra muni eiga greiða til lesenda. Erlendur Jónsson Önundur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.