Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • FJÖLVAÚTGÁFAN hefur komist í tengsl við eina frægustu listakonu Rússlands, þeirra sem myndskreyta bókmenntaverk. Hún heitir Anast- asía Arkípóva og hefur hróður henn- ar borist um Vesturlönd eftir að jámtjaldið féll. Að þessu sinni gefur Fjölvi út æv- Antastasía intýri H.C. ‘Anders- Arkípóva ens um Litlu stúlkuna með eldspýt- umar. „En það er sérstakt við útgáfu Fjöiva á þessu ævintýri að öllu er lýst um tilurð þess. Skáldið var beð- ið um að semja texta með mynd á almanak og ritaði hann þetta að- dáunarverða listaverk svo að segja á örskotsstund og þurfti ekki að breyta stafkróki,“ segir í kynningu. Áður hefur Fjölvi gefið út tvær bækur með myndskreytingum An- astasíu ogheita þær Tíu fegurstu Grimmsævintýri og Sjö skemmtiieg- ustu Grimmsævintýri. • ÚT er komin barnabókin Kanínu- saga eftir Illuga Jökulsson með myndskreytingum eftir Margréti E. Laxness. í kynningu segir: „Kanínusaga er skemmtileg saga ætluðyngstu kyn- sióðinni. Sagan segir af kanínu sem uppgötvar einn daginn sér til stórr- arfurðu aðkannski er hún satt að segja ekki kanína! En hvaðerhún þá...? Illugi hefur áður sent frá sér bæk- urfyrirböm ogfuilorðna, meðai annars barnasöguna Litla skógar- björninn. Útgefandi erForlagið. Kanínu- saga er 32 bls., prentuð íPrentsmiðj- unni Odda hf., ogkostar 1.290 kr. Illugi Jökulsson FJÓRAR nýjar Doddabækure ru komnar út: Doddi ognýi vinurinn, Doddi ogAgga api, Doddi ogflug- drekinn ogDoddi og bjallan hans. Bækurnar eru efír Enid Blyton. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Doddabækumar em með skýru letri og myndum við hæfi ungra bama. Útgefandi er Myndabókaútgáfan. Hver bók kostar 490 krónur. Fólk og atburðir í heimavistarskóla BOKMENNHR Skáldsaga FEBRÚARKRlSUR eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. 202 bls. Útg. Reykholt. Prentun: Prenthúsið hf. Reykjavík, 1995. Verð kr. 2.360. HVERS vegna svona fáar sögur af kennurum? Vegna þess að það er ekki fínt að vera kennari. Það er fínt að vera læknir. Það er fínt að vera flug- maður. Og það er líka fínt að vera sjómaður. En kennari! Mikil ósköp! Ragnar Ingi Aðal- steinsson hefur samt tekið sér fyrir hendur það vafasama verk að skrifa skáldsögu um kennara. Meira að segja marga kennara. Saga hans gerist í heimavist- arskóla í strálbýlli sýslu sem er þó aðeins þriggja stunda akstur frá höf- uðstaðnum. Söguþulur er þar byijandi í kennsl- unni, nýfluttur þangað með sambýliskonu sinni sem er líka ný í lífi hans. Kennarar eru furðu margir við svo fámennan skóla. Þeim er þó öllum að nokkru lýst. Einnig mörgum nemendum, eldri og yngri. Og þeir eru af ýmsu sauðahúsi. Kjarninn er úr sveitinni. Þar að auki era þama vandamálabörn að sunnan. Einu þeirra hefur verið svipt svo hratt og lengi milli móður í sveit- inni og föður í Reykjavík að farist hefur fyrir að kenna drengnum að lesa. Þegar kennarinn segir honum að lesa upphátt í heyranda hljóði bregðast börnin illa við, reikna það kennaranum til ódrengskapar. Kennari í heimavistarskóla er í raun á vakt allan sólarhringinn. Varla líður sá dagur að ekki komi upp mál sem þarf að leysa. Erfið- ast er að fást við unglingana. Þeir eru ekki lengur börn. Fuliorðnir era þeir ekki heldur. Agi er ekki lengur sjálfgefið lögmál. Kennarinn verður því að beita allri sinni kænsku til að missa ekki tökin á lýðnum. Ragnar Ingi telur sig örugglega vera að lýsa nútímafólki. Frásagn- araðferð hans er á hinn bóginn af gamla skólanum. Að hætti gömlu höfundanna lýsir hann í þaula útliti söguhetja sinna. Samtöl era fremur stutt en afar mörg. Sögupersónurn- ar tjá sig opinskátt. Undirstraumur- inn er ekki þungur. Fjöldi persón- anna veldur því að hver þeirra fær þeim mun minna rúm í sögunni. Það reynir jafnframt meira á les- andann. Sagan hefði að öllum líkindum orð- ið áhrifameiri ef ein eða tvær persónur hefðu verið teknar út úr og kastljósinu beint að þeim ásamt sögu- þul og sambýliskonu hans. En þá hefði far- ið minna fyrir um- hverfinu, sjálfum skólanum sem þama gegnir stóra hlutverk- inu! Þetta er breið saga eins og þær gerðust á gömlu góðu árunum þegar margur geymdi bókina sína undir koddanum og ræddi um efni hennar við gesti og gangandi. Hún leynir ekki á sér og ristir ekki djúpt en er það sem hún er, mannleg og notaleg, auk þess sem hún greinir frá lífsháttum og starfsumhverfi sem fæstir þéttbýl- isbúar þekkja nú orðið. Að mati undirritaðs era persónurnar svolítið ýktar og háttalag þeirra sömuleiðis. Líkast til styðst það við þá fornu höfuðreglu að nokkuð skuli bera til sögu hverrar. Höfundur kann beygingafræð- ina. Því hefði mátt ætla að hann veldi sögu sinni þjóðlegra heiti sem betur hæfði starfi og uppeldishlut- verki söguþular sem er eins og áður greinir kennari. Erlendur Jónsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson Myndlist úr orðum Haraldur Jónsson nefnir bók sína stundum alltaf. Haraldur er mynd- listarmaður og er af þeim sökum spurður um tengsl myndlistar og skáldskapar. Hann segir um textana í bókinni að á þá megi líta sem afefn- aða myndlist eða myndlist úr orðum. — Astand eða svipmyndir úr hversdagslífi koma upp í hugann? „Þetta eru myndir sem líða mér ekki úr minni, hafa besta iitgreiningu og upplausn í hug- anum; það sem ég vil frekar orða. Mér þykir ágætt að vera með margt í gangi í einu þann- ig að myndlist og skáldskapur skarist." —Má segja að þú iðkir naum- hyggju í textum þínum? „Hér er ekki á ferð naum- hyggja, frekar eins konar aug- Iýsingar eða upplýsingar. í myndlistinni vinn ég gjarnan með ýmiss umhverfisáhrif s.s. hljóð, einangrun eða víxlverkun orða og mynda. Þetta er dálítið líkt. Ég keppi að heildaráhrif- um, er að draga út það sem mér finnst hafa af- gerandi áhrif dag- lega. Ég er undir áhrifum frá kvik- myndum og mynd- Iist, jafnvel frá sýn- ingum og vissulega því sem ég hef les- ið.“ — Þú nefndir aug- lýsingar? „Ég vil fá fram aðalatriðin með sín- um smáatriðum líkt og auglýsingin nær athygli fólks áður en hún slokknar. Ég hef trú á framtíð Ijóðformsins sem „samanþjöpp- uðum sannleik" ef ég má gerast hátíðlegur. f ljóðinu er þetta hnitmiðaða sem getur minnt á skjáauglýsingu. Hugur manns er undir áhrifum frá stuttum skilaboðum, útvarpi, sjónvarpi, skiltum. Skynjun nútímamanns- ins er uppbrotin. Ég hef eina mynd í hveijum texta. Bókin er þannig ákveðin tegund af fletti- skiiti þar sem hver myndin rek- ur aðra.“ Haraldur telur að Ijóð sín geti minnt á dróttkvæði: „Viðfangsefni þeirra er mann- eskjur og umhverfi, orðin vísa hvert á annað, maður þarf að lesa sig inn í og út úr til að fá fram myndir.“ Haraldur Jónsson Stundum alltaf gegnsæ svo það glittir í beinabygginguna fínnur fyrir þunganum þegar hann hreyfir sig rafmagn úr gólfteppinu leiðir frá iljunum upp í hársrót náladofi í fingrunum og andardrátturinn er jafnmjúk- ur loga sem leitar upp á við Haraldur Jónsson Kaflaskipti hjá krókódíl Margt er sér til gamans gert BÓKMENNTIR Unglingabók KRÓKÓDÍLAR GRÁTA EKKI eftir Elías Snæland Jónsson. Vaka- Helgafell, Reylqavík, 1995.158 blað- síður. AFDRIFUM unglingspiltsins Davíðs era gerð frek- ari skil í nýju og sjálf- stæðu framhaldi sög- unnar um Davíð og krókódílana sem út kom fyrir fáeinum árum. I lok fyrri bók- arinnar segir Davíð skilið við borgarsollinn og flytur frá höfuð- borginni til föður síns á vit nýs upphafs. í heimi hins móður- lausa Davíðs er veru- leikinn fléttaður alkó- hólisma, innbrotum, eiturlyfjasmygli og dauðsföllum. Hann tollir ekki í skóla, hef- ur enga fasta vinnu, sefur til hádegis, hangir við spila- kassa eða drepur tímann yfir has- armyndum ... þar til hann kynnist Selmu. Frásögnin er stutt og hnitmiðuð og tvísýn á köflum. Davíð reynir að snúa við blaðinu sem mest hann má og teflir því á tæpasta vað þegar hann lætur þvinga sig í smyglferð með Kobba trillukarli í krafti vináttu við jafnaldra sinn, Gústa. Ferðin er þó ekki með öllu ill því Davíð fær mótorhjól, sem hann hefur lengi haft augastað á að launum, gleymir sér við að koma ryðguðum og van- ræktum gripnum í fegurra horf og tekst að því búnu að ganga í augun á draumadl- sinni. Oðru sinni er voðinn vís þegar Davíð keyrir á hjólinu fína til Reykjavíkur og heldur á slóðir gömlu félag- anna, Krókódílanna. Er lesandinn þeirri stund fegnastur þegar Davíð áttar sig. „Það sem Davíð hafði dreymt um fyrir nokkrum árum var orðið að veruleika. Hann branaði á eigin mótorhjóli um götur borgarinnar I félagsskap Krókódílanna. Samt fann hann ekki til þeirrar miklu ánægju sem hann hafði vænst. Það vantaði eitthvað.“ (Bls. 111.) Dramatíkin skipar sinn sess í frásögninni og rís einna hæst þeg- ar Davíð og ástin hans standa í blóðugum faðmlögum mitt í kletta- borg utan við bæinn, eftir hrun þess fyrrnefnda niður hamravegg, og þegar Selma veikist hættulega og er flutt á spítala. í persónulýsingum hefði að ósekju mátt tína fleira til. Sögu- hetjan er með stuttklippt svart hár, vinurinn Gústi með rauðbrúnt og rytjulegt, „pabbi“ er grannur og dökkur yfirlitum og Svava bif- vélavirki sterklega byggð, grann- holda og stuttklippt, svo dæmi séu tekin. Auðveldara er að sjá Selmu og Kobba trillukarl fyrir sér, eink- um þann síðarnefnda. „Hann virt- ist á miðjum aldri, afar þrekinn og með kubbslegt andlit. Nefið hallaðist út á hlið eins og það hefði brotnað við mikið högg fyrir löngu síðan.“ (Bls. 26.) Eftirvæntingin í kringum fyrstu kynni Davíðs og Selmu kemst vel til skila þótt lesandinn átti sig ekki fyllilega á þróuninni. Davíð finnur strax fyrir óljósum kenndum við fyrstu sýn en verra er að átta sig á því hvemig fyrirmyndarstúlkan Selma fær áhuga á „þjófnum að sunnan“, einkum með upphaf frá- sagnarinnar í huga, þegar Davíð brýst inn á heimili foreldra hennar og er staðinn að verki. Þrátt fyrir lausa enda er auð- velt að lifa sig inn í atburðarásina og fyllast áhuga á afdrifum sögu- persóna, þótt þær gleymist fljótt, og ekki spillir fyrir að frásögnin fær góðan endi. Helga K. Einarsdóttir BOKMENNTIR S ö g u r FRÍÐAFRAMHLEYPNA OGFRÓÐI Höfundur: Lykke Nielsen. Þýðing: Jón Daníelsson. Myndir: Gunnar Breiding. Skjaldborg hf. 1995 - 93 síður, kr. 1280. ÞETTA er áttunda bókin er segir frá kjarnorkutelpunni Fríðu. Já, hún eyðir ekki dýrmætum tíma bernskunnar í sjálfsmeð- aumkun og leiðindi, nei hverrar stundar skal notið, - gersemar daganna skoðaðar. I þessari bók brýtur hún um það heilann, hvort raunveruleikinn sé nokkuð annað en spegilmyndin sem birtist í huga þess er nemur hann. Til að rannsaka þetta, þá hefir Fríða ákveðið að gerast Fróði, það er strákur, fá aðra til að trúa því. Svo sannfærðar um að þetta sé andvana fædd hug- mynd, þá leggja tvíburasysturnar Amalía og Emilía, vinkonur Fríðu, fram 5 þúsund krónur aðveði. Sinum nánustu til hrellingar, kunningjum til undrunar gengur Fríða út móti morgni sem Fróði. Vistheimilið Öryggi auglýsir eftir sjálfboðaliðum, til þess að gerast gamlingjum vinir. Fróði knýr dyra, og fyrr _en varir er „hann“ orðinn vinur Úlfs. Úlfur er gam- all sjóari, velur orð, svona til að halda réttum litarhætti á landkröbbum, fær fætur þeirra til að skjálfa við saklausar hetjusög- ur, kveður að þeim, eins og hann þurfi að kalla gegnum brimskafl. Fróði og Úlfur gerast miklir mátar, og er heimkoma Óla, vinar Úlfs, dregst á langinn, lenda þeir í æsilegum njósnaleik. Þeir finna karlskarfinn að lokum, - koma upp um glæpagengi, kvensniftir tvær og „hækju“ þeirra, þar sem þokkalýðurinn er að smygla plú- tóni milli landa. Höfundur er frábær sögumað- ur, - stíllinn hraður, spennu þrunginn. Fríða er hressileg hnáta, sem gaman er að kynnast, eitthvað í fari hennar, sem þú kannast við úr eigin bijósti. Svo er um allar sannar persónur. Það læðist að mér, að höfund hafi dreymt um að gera danska systur Línu Lang- sokks hinnar sænsku, en það tekst aldrei, frænkutetur verður að nægja. Myndir Gunnars, bráð- vel gerðar, styrkja þá skoðun mína. Þýðing Jóns mjög góð; lipur og tær. Þetta er bók, sem hressa krakka gleður. Sig. Haukur. Elías Snæland Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.