Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 B 7 Fólk og atburðir á Austurlandi Ergilegur aðkomukarl BOKMENNTIR Þjóðlcgur fróðlcikur ÞEIR BREYTTU ÍSLANDSSÖGUNNI Tveir þættir af landi og sjó eftir Vilhjálm Hjálmarsson. 235 bls. Æskan. Prentun: Oddi hf. 1995. Verð kr. 2.980. ÞEIR breyttu íslandssögunni heitir bókin. Höfundur tekur of djúpt í árinni með því að gefa henni þann titil. Pyrri þáttur- inn segir frá birgða- flutningum til bænda á Austurlandi snjóavetur- inn 1950-51. Hlýskeið- ið, sem hófst um miðjan þriðja áratuginn, stóð sem kunnugt er fram yfir 1960, en ekki óslit- ið því það var rofið af skammæju harðinda- skoti sem stóð frá 1947 til 1951. Vísir menn rekja það til áhrifa frá Heklugosinu sem þeytti eimyrju sinni upp í há- loftin. Veturinn, sem Vilhjálmur rifjar upp, kyngdi svo mjög niður snjó á Austurlandi að símalínur fóru á kaf, að hans sögn. Geta má nærri að eldri samgöngu- tæki hefðu dugað skammt í þvílíkri ófærð. Sumarið áður rigndi linnu- laust fyrir austan þannig að bænd- ur voru enn varbúnari en ella að mæta vandanum. Eigi að síður tókst að forða frá stórskaða vegna um það, meðan á því stoð, hverjir voru vondir og hverjir góðir. Tolkien hefur reyndar margsinnis sagt að hann hafi alls ekki tekið mið af stríðinu en það er bara yfirskin hjá honum og stafar af því að hann er sagnamaður og sagnamenn eru ekki með póli- tík í sínum sögnum,“ sagði Þorsteinn Thorarensen þýð- andi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien en nú er komið út þriðja og síðasta bindi hennar í íslenskri þýðingu. Hann segir þýðinguna hafa tekið fimmtán ár og hann hafi eytt gríðarlegum tíma og orku í hana enda þurfti hann að hverfa inn í söguna til að geta upplifað hana og komið þeirra samgöngutækja sem nú voru komin til sögunnar. Jarðýtur ruddu snjó af vegum og vörubílar óku í slóðina. Margur lagði á sig vökur og erfiði til að birgðir mættu kom- ast til bænda. Það tókst með sam- stilltu átaki og góðum vilja allra sem hlut áttu að máli. Höfundur hefur viðað að sér geysimiklu efni en lítt unnið úr því. Þáttur hans líkist þvi sundur- lausri skýrslu fremur en samfelldri sögu. Atorku bílstjóra og ýtustjóra rómar hann mjög, vafalaust með réttu. En að þeir hafi breytt íslands- sögunni? Það er alltof sterkt að orði kveðið. Seinni þátturinn er heillegri en þar segir frá árabátaútgerð Færeyinga við ís- landsstrendur. Getur höfundur þess að þeim þætti atvinnusögunn- ar hafi lítið verið sinnt hingað til og telur ekki vansalaust. Gott að hann hefur nú bætt úr því sjálfur. Kynni íslendinga og Færey- inga hafa lengi verið náin og vinsamleg. í raun lítum við ekki á Færeyinga sem út- lendinga. Svo mjög sem ís- lendingar eru sjónum háðir eru Færeyingar það jafnvel enn fremur. Færeyskir sjómenn eru harðdugleg- ir og æðrulausir. Vilhjálmur upplýs- ir að þeir hafi komið hingað fyrst með báta sína um eða upp úr 1870. Útvegsbændum eystra leist ekki á blikuna og báðu Alþingi að vísa að nema 20 ár í að skrifa hana. „Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig honum tekst að gera þetta svona raunverulegt og svarið er að í fyrsta lagi þá er allt sem gerist í sögunni í tengsl- um við eitthvað sem hefur gerst endur fyrir löngu. Hann býr einnig til forsöguna. Hún • gægist alltaf fram og lesendur heyra nið aldanna. Geir Kristjánsson sá um ljóðaþýðingar í bókinni og er Þorsteinn séstaklega ánægð- ur með hans vinnu enda skipta ljóðin miklu máli í sögunni. „Sagan ristir djúpt og nær að hjarta lesenda. Þetta er manngrunnur,“ sagði Þor- steinn að lokum. þessum óboðnu gestum þegar í stað á braut. En Alþingi átti óhægt um vik. Færeyingar voru þegnar Dana- konungs eins og við. Þeir fengu því að vera. Hversu víða Færeyingar höfðu hér viðlegu upplýsir höfundur ekki því hann hefur einungis tekið fyrir strandlengjuna frá Fáskrúðs- firði til Leirhafnar á Melrakka- sléttu. Heima kölluðu Færeyingar þetta að fara til Iands sem lætur vinsamlega í eyrum. Þeir voru fáir í þann tíð, færeysk- ir karlmenn, sem ekki stunduðu sjó- inn. Og sá færeyskur sjómaður, sem hafði ekki stigið ölduna við íslands- strendur, var þá vandfundinn. Auk sjómannanna kom hingað fjöldi kvenna sem unnu í landi. Því var síst að furða þótt Færeyingar litu hér á sig sem heimagánga. Sumir stofnuðu hér heimili og settust hér að. Sýnt er að höfundur hefur lagt ærna vinnu í þennan Færeyinga- þátt. Efni hefur hann dregið saman á Austurlandi og í Færeyjum. Víða er vitnað í færeyskar heimildir. Vilhjálmur þýðir ekki það sem hann tekur þar eftir skráðum eða prent- uðum gögnum. Það er allt á fær- eysku. Setur það skemmtilegan svip á þáttinn en veldur óneitanlega töf- um í lestrinum. Maður skilur að vísu mest, en alls ekki allt. Höfundur getur skrifað lipran texta þegar efnið liggur snurðu- laust fyrir. En honum er ekki lagið að endursegja. Þess vegna tekur hann upp óstyttar heimildir sem þarflaust var að birta frá orði til orðs. Þar á móti hefði hann mátt nýta betur frásagnir manna sem hann náði til, íslenskra og fær- eyskra. Heillegust er frásögn Joens Hansens sem tekin er upp úr blað- inu Fréttum í Vestmannaeyjum. Vissulega settu Færeyingamir svip sinn á mannlífið þar sem þeir lágu við. Um það er engum blöðum að fletta. En þeir breyttu ekki ís- landssögunni, blessaðir, það er af og frá. Erlendur Jónsson Brottför gráa skarans ÞÁ TÓK hún hönd snöggt um arm hans. „Þú ert harður og einbeitt- ur,“ sagði hún, „og þannig ávinna menn sér frægðar." Aftur þagnaði hún. „Herra, sagði hún, „ef þú kemst ekki hjá því að fara þetta, leyfðu mér þá að vera í fylgdarliði þínu. Því ég er orðin þreytt á því að húka hér í hæðunum og vil held- ur taka þátt í ógnum og orustum." „En skyldur þínar liggja með þjóð þinni,“ svaraði hann. „Alltaf er verið að núa mér um nasir þessum skyldum," hrópaði hún. „En ætti ég, sem er af Jörl- ungakyni, þá ekki fremur að vera skjaldmær en hjúkrunarbeðja? Ég hef alltof lengi staðið titrandi á beinunum. En nú titra ég ekki leng- ur og mér finnst, að ég mætti lifa lífi mínu eins og mér sýnist.“ „Fáum tekst það svo að þeir haldi heiðri sínum,“ svaraði hann. „En gleymdu því ekki fr'ú mín góð, að þú mátt ekki bregðast því hlut- verki sem þú tókst að þér i íjar- veru konungsins, að stjórna þjóð þinni. Ef þú hefðir ekki orðið fyrir valinu, hefði einhver marskálkur eða herforingi verið settur til þeirr- ar ábyrgðar í þinn stað og hann hefði aldrei leyft sér að stökkva burt frá henni, þó honum hefði leiðst einveran. „Þarf ég alltaf að verða fyrir valinu?" sagði hún beisklega. „Á ég alltaf að sitja eftir heima, þegar riddararnir ríða á braut, gæta húss- ins, meðan þeir vinna sér til frægð- ar og frama, og hafa á reiðum höndum mat og hvílurúm, þegar þeir snúa aftur.“ Hringadróttinssaga, 3. bindi. Þýð. Þorsteinn Thorarensen BOKMENNTIR Barnabók ABRAKADABRA eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka-Helgafell, Iteykjavík, 1995. 120 blaðsíður. NÝJASTA barnabók höfundar segir frá ævintýrum Alla, níu ára, sem langar til að kunna töfrabrögð, „því mikill töframaður getur hjálpað litlum krökkum sem eru hræddir í frímínútum, leikfími og sundi og strákum sem ekki fá að vera með í fótbolta af því að þeir eru svo litlir“. Atburðarásin í Njóla- nesi er að sönnu ævin- týraleg og kvöld nokkuð í september feykir vind- hviða töfrakarlinum Argi frá Svartaskógi inn um gluggann á Krókalóni 13, þar sem Alli reynir sem mest hann má að breyta Gogga páfagauki í mús fyrir háttinn. Argur ber sannarlega nafn með rentu, er bæði orðljótur og heimtufrek- ur, spýtir á gólfið og ropar og kemur gestgjafa sínum í alls kyns vand- ræði. Honum líka illa landshættir og fyrr en varir eru allir garðar við Krókalón fullir af tijám og rangeyg- um fuglum sem syngja rammfalskt. En heimsókn töfrakarlsins hefur líka sína kosti og fyrir hans tilstilli nær Alli til dæmis að vinna langþráðan sigur yfir ívari hrekkjusvíni á fyrstu hæð. Persónur eru margar og litríkar, svo sem Beta gamla og fjölkunnuga á efri hæð, sem gengur í loftpúða- skóm og ber rósóttan hjálm á höfði. BOKMENNTIR Sögur ELÍAS Höfundar: Auður Haralds og Valdis Óskarsdóttir. Myndir: Brian Pilkington. 2. útgáfa Lindin lif. 1995 - 123 síður. SUMAR bækur ná þeim vinsældum, að þær eru hreinlega lesnar upp til agna, - og þegar þú ætlar að bjarga málum á ný, þá svara bóksalar, raunamædd- ir: Því miður, löngu, löngu uppseld! Svo fór um meistaraverk þeirra Auðar og Valdísar, EL- ÍAS, drengurinn slíkur gleðigjafi, að börn, æska ög elli vildu njóta návistar hans; og hvemig á nokkur bók að þola slíkt? Vinsæld- irnar eru að vonum, því að þær stöllur fara á kostum, ráða svo yfir tækni sögumanns, að stofan þín fyllist hlátri, er snáðinn þeirra sezt við hlið þér. Foreldrar hans, Elva tannlæknir og Guð- mundur brúarverkfræðingur, bregða á það ráð að halda í atvinnuleit til Kanada. Slíkt vekur að vonum ýmsar áhyggjur. Hvernig skyldi drengnum falla þessi ákvörðun? „Umhyggju- kast“ foreldranna veldur, að það læðist að stráknum, að hann hljóti að vera veikur, - allavega úr gleri, ekki stæltu holdi og kalkríkum bein- um. Með áfallahjálp Simba, vinar síns, og Halla hörpu kemst hann yfir óttann. En til voru þeir, sem erfitt áttu með að ná áttum, er þeir Maríella litla systir, sem „vælir eins og venjulega á morgnana, vill ekki fara í leikskólann, bara vill ekki neitt“ að Alla dómi. Sigmundur faðir barnanna, sem tekur hrekkjusvín helst til vægum tökum, og heilsar „Góðan, daginn ívar minn!“ Alla til lítillar gleði, og ekki má gleyma Hróa löggu sem byrstir sig við börn- in við hvert tækifæri. Frásögnin er stutt, hröð og gam- ansöm. Sem dæmi má nefna leiðang- ur Alla, ásamt besta vini sínum Lár- usi og sætustu stelpunni, Stínu, út í Fljótavík að galdra með sprota Args. „Blái kirkjutum- inn var ekki lengur eins og kirkjuturnar eiga að vera. Það hafði snúist upp á hann ekki bara einu sinni heldur mörg- um sinnum. „Rosalega er hann flottur svona!“ tókst Stínu að stynja upp. „Ég verð samt að breyta honum aftur,“ hvíslaði Alli skelfingu lostinn. „Presturinn bijálast!" (54). Auk þess öðlast þekktari ævintýraper- sónur eins og Mjallhvít og dvergarnir sjö, Hans og Gréta, Þymirós og Rauðhetta, úlfurinn og amman nýtt líf í töfraskógi Args. Veturseta á köldu landi kemur illa við þær flestar, amman fær lungna- bólgu, og gaman er að fylgjast með björgunaraðgerðum barnanna, sem finna of stómm ullarpijónaflíkum, aðsendum frá Snýtuvík, óvænt hlut- verk. Bókin er skreytt teikningum Rögnu Gunnarsdóttur og falla ágæt- lega að frásögninni, þótt svipmót Args sé Úneitanlegra blíðara á kápu en lýsingar og aðrar myndir segja fyrir um. Helga K. Einarsdóttir heyrðu um þetta feigðarflan. Svo fór Möggu, móðursystur Elvu. Þó Guð- mundur væri ekki ráðinn til að gera brýr austur á söndum, þá var engin ástæða til þess að fara í fýlu og flýja land! Vissi mannstaulinn ekki, að um allt ísland em fjöldi lækja sem kjörn- ir eru fyrir snotrar brýr, - svona útskornar, litlar, sætar, - þú skilur, brýr fyrir gamlar konur á leið í beija- mó eða göngutúr? Umhyggja hennar breytist í kefjandi elsku, svo foreldr- ar Elíasar leggja hreinlega á flótta, láta soninn um orrustuna við „ógn- valdinn". Sú burtreið er bráðfyndin, snáðinn, fluggreindur, sleppur úr öllum gaddavírs- faðmlögum frænkunn- ar. Ekki tekst honum síður upp, þá taka þarf til og farga gömlu dóti, áður en Sinfóníuhljóm- sveitinni er afhent íbúð- in til leigu. Hraðinn; fyndnin; gleðin einkenna stíl þessarar bókar. Þær stöllur þurfa ekki bögu- mál, til þess að ná til barnsins í bijósti þér, nei, tær og kliðmjúk íslenzkan nægir þeim. Þær þurfa heldur ekki dárskap eða fáránleika til þess að kitla hláturtaugar, - nei, lífið sjálft, - okkar daglega amstur nægir þeim, eins og öllum sem njóta þess dásamlega ævintýrs sem lífið vissulega er. Myndir Brians eru listaverk, auð- séð, að Elías hefir verið aufúsugestur við teikniborðið hans. Frágangur all- ur til sóma, nenni ekki að minnast á gæsalöpp á flögri (8), hún hefir ekki ráðið sér fyrir hlátri! Þökk til listafólksins og útgáfunnar. Sigurður Haukur Vilhjálmur Hjálmarsson Hringa- dróttinssaga „TOLKIEN byggði upp sinn sérstaka hug- myndaheim og í honum takast á öfl hins góða og hins vonda. Hann var að ljúka við að skrifa þetta í seinni heims- styrjöldinni og ég er alveg viss um að sagan tek- ur miðafþví hvað var að ger- ast í stríðinu enda voru menn mjög meðvitaðir Þorsteinn Thorarensen henni sem best á borð lesenda. „Þetta hefur eigin- lega alveg eyðilagt líf mitt. Það er voðalegt að eyða í þetta kannski þremur til fjórum mánuðum á hverju ári og ætla sér að gera eitthvað ann- að til hliðar við þetta. Þó er þetta starf um leið mín æðsta hamingja,“ sagði Þorsteinn. Tolkien vann að sögunni í 40 ár þótt hann hafi ekki not- Kristín Steinsdóttir Hlátur í stofur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.