Morgunblaðið - 19.12.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.12.1995, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Kvæði Eiríks áHæli ÚT er komin bókin Vísur og kvæði seinna 'bindi eftir Eirík Einarsson, skáld og alþingismann frá Hæli. fyrsta sinn fyrir almenningssjónir safn áður óbirtra ljóða, kvæða og vísna eftir Eirík. Eiríkur varð þjóð- kunnur fyrir þingvísur sínar og tækifæriskveð- skap. Ljóð hans, Vísur gamals Ar- nesings, er löngu landsþekkt. Anna S. Ein- arsdóttir, Ágústa Einarsdóttir, Gestur Steinþórsson, Guðrún Sveinsdóttir og Helgi Bjamason bjuggu til prentunar. Hjalti Gestsson valdi Ijóðin og ritar kafla um ævi og störf Eiríks. í bók- inni eru birtar rnargar fágætar Ijós- myndir auk skýringa við kvæðin. Útgefandi er Isl. boðfélagið ehf. Prentun annaðist ísafoldarprent- smiðja, bókband Flatey. Umbrot hjá útgefanda. Verð kr. 3.180. Ljóðaleikir I bókinni kemur í Eiríkur Einarsson Bjargar Elínar LJÓÐALEIKIR er fyrsta ljóðabók Bjargar Elínar Finnsdóttur, en hún hefur áður sent frá sér bókina í sól- Björg Elín Finnsdóttir skinsskapi (1987). I bókinni er 21 ljóð. Mörg ljóðanna hafa áður birst í Les- bók Morgun- blaðsins. Björg Elín hefur einnig fengist við smá- sagnagerð. Eitt ljóðanna er Söknuður: Mildi þín hefur beislað hjarta mitt. Þín luktu augu veitt mér sýn. Hendur þínar látið mig fínna tii. Samverustund með þér veitt mér söknuð. Útgefandi er höfundur. Skákprent sá um prentun. Káputeikning og Ijósmynd á baksíðu eru eftir Gunnar S. Magnússon myndlistarmann. • RAGGIIitli og konungsdóttirin er eftir Harald S. Magnússon og er þetta fjórða bók hans um Ragga litla og ævintýri hans. Myndir eftir Brian Pilkington prýða bókina. „Hér segir frá því er Raggi litli fer út að leika sér með flugdrekann sinn og lendir í furðulegu ævin- týri. Flugdrekinn ber hann langar leiðir yfir höf og lönd, til konungs- ríkis þar sem allir eru í stökustu vandræðum af því að konungsdóttirin getur ekki lært að lesa.“ Útgefandi erlðunn. Raggi litli og konungsdóttirin er 32 blaðsíður og er bókin prentuð íPrentbæ hf. Verð hennar er 1.380 krónur. Haraldur S. Magnússon Undraveraldir HUGARHOFIÐ, bókin um undraver- aldir græna mannsins, er nýútkomin skáldsaga eftir Þórhall Magnússon. Þetta er önnur bók höfundar og fjall- ar hún um táknræn ferðalög græna mannsins um heima hugans, heima veraldar- innar. „Bókin berst fyrir tilveru græna mannsins í heimi sem er hverfull og erfið- ur fyrir grænar sálir“, segir í kynningu. Höfundur er eirðarlaus landkönnuður og korta- gerðarmaður að eigin sögn. Bókin er 81. síður, prentuð hjá Stensli en kápan var unnin hjá Lit- rófi. Verð um 1.000 kr. Þórhallur Magnússon Saknaðarljóð BOKMENNTIR Ljóðabók HVAR ERU STRÆTIS- VAGNARNIR? eftir Jón Óskar. Hringskuggar Reykjavík 1995. Bókin er 56 blaðsíð- ur á lengd með efnisyfirliti og skýr- ingum höfundar. JÓN Óskar skipar þann flokk ís- lenskra atómskálda sem tryggði endanlega framgang módemismans í íslenskri ljóðagerð í upphafi sjötta áratugarins. Hann var reyndar orð- inn vel þekktur sem skáld þegar fyrsta ljóðabók hans Skrifað í vind- inn leit dagsins ljós árið 1953 því um tíu ára skeið höfðu ljóð hans birst á síðum Tímarits Máls og menningar. Árið áður hafði smá- sagnasafn hans Mitt andlit og þitt komið út og í Ljóðum ungra skálda frá árinu 1954 eru birt átta ljóð eftir hann sem tvímælalaust skipuðu honum í fremstu röð skáldanna í bókinni. Með ljóðaþýðingum sínum úr frönsku hefur Jón Óskar unnið ötullega að því að kynna franska Ijóðagerð á íslandi. Árið 1963 komu þýðingar hans fyrst út á bók en birt- ust síðan aftur í aukinni og endur- skoðaðri útgáfu árið 1988 undir heitinu Ljóðastund á Signubökkum. Ljóðagerð Jóns Óskars einkenn- ist öðm fremur af hljómsterkri og taktfastri röð orðanna. Hann er innblásið skáld og beitir endurtekn- ingum og jafnvel rími og stuðlun með handahófskenndum hætti til að ná fram þessum áhrifum. Ljóð hans eru mörg hver frásagnarkennd með frekar löngum málsgreinum og einföldu myndmáli. Hann verður að teljast orðmargt skáld og ljóðræn tjáning hans beinist í ríkum mæli út á við þar sem veröldin verður alltaf einhverskonar viðmið hans sjálfs. Hvar eru strætisvagnarnir? er hin sjöunda í röð frumsaminna ljóðabóka Jóns Óskars og efnislega skiptist hún í þijá hluta. í fyrsta hlutanum sem nefnist Nætur og dagar í París dregur skáldið upp eftirminni- lega mynd af ferð sinni til Parísar haustið 1986 en þá hafði hann ekki komið þangað í meira en tuttugu ár. í form- álsorðum bókar sinnar segist hann hafa átt góða stund með ungu fólki sem hann ekkert þekkti á kaffíhúsi í Lat- ínuhverfinu. Upp frá því hafi borgin ríkt sterkar í huga hans og orðið til þess að seinna fór hann að yrkja ljóð um París. Upphafsljóð bókarinnar Nótt í París lýsir endurkomu skáldsins og um- komuleysi hans með áhrifaríkum hætti: Aftur er ég hér staddur einmana og villtur, missi af lestinni í úthverfið þar sem ég gisti, engar fleiri lestir af þvi að núna einmitt núna er verkfall jámbrautarmanna. Austurstöðin er mannlaus orðin ég kanna leigubíla þar hjá, hvort þekkir þessi bílstjóri leiðina uppá Montpamasse? Parísarljóð Jóns Óskars má túlka sem tilraun til paradísarheimtar. Því þrátt fyrir að skáldið sé að nýju á ferðalagi um götur og hverfi borgar- innar á hann sér aðra Parísarmynd sem hann fóstrar í hugskoti sínu, brotakennda minn- ingarveröld sem lýtur annarskonar og jaftivel æðri lögmálum en sú sem blasir við honum í þetta sinn. Öðru frem- ur hverfast ljóðin um þá tílfinningu að hafa átt en jafnframt misst óg söknuðurinn og treginn er til jafns blandaður bjartsýnu og bölsýnu viðhorfi til lífs- ins. Að lokum hlýtur að renna upp fyrir skáldinu ljós að það sé ekki aðeins borgin sem hefur breyst heldur einnig það sjálft. í öðrum og þriðja hluta bókarinn- ar sem nefnast Horft á haf og land og Hvar eru strætisvagnamir? er skáldið komið á heimaslóðir og minnist meðal annars átthaga sinna og sögu og hvernig útþrá og heim- þrá haldast í hendur og kveikja líf og þrá í samspili himins, hafs og lands: Einsog perlur skína aup landsins og fylgja mér í §arlæg lönd einsog stjömur. í ljóðinu Hvar eru strætisvagn- arnir? sem bókin dregur nafn sitt af setur skáldið fram áleitna spurn- ingu sem sprettur upp úr draumi þess um framtíðina. Umhverfið er Reykjavík um nótt þar sem enginn er lengur á ferli og engin ljós sjást í gluggum. Strætisvagnarnir eru hættir að ganga og öll kennileiti hafa breyst og aðeins háhýsi blasa við einmana og áttavilltu skáldinu meðfram götum og sjó. Þetta ljóð vísar með markvissum hætti aftur til Parísarljóðanna í fyrsta hluta bókarinnar og orðar þá megin- hugsun þessarar bókar í spurn: í hvaða tilgangi er líf mannsins háð síbreytilegum en sjálfsköpuðum aðstæðum? Nýjasta ljóðabók Jóns Óskars ber öll helstu höfundareinkenni hans og er glöggt vitni þess hvern- ig skáld getur brugðist við breyttu umhverfi sínu á auðgandi og skap- andi hátt. Kápugerð Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá á sér- stakt hrós skilið fyrir látlaust og listrænt yfirbragð. Jón Özur Snorrason Jón Óskar Speglabúð í bænum, nýtt skáldverk eftir Sigfús Bjartmarsson Það býr svo • margt í manni „ÞESSI BÓKeraf ýmsu tagi“, segir Sigfús Bjartmars- son um nýtt skáld- verk sitt, Spegla- búð í bænum, „upp- haflega voru þetta fleiri en eitt hand- rit sem ég end- urvann upp í eina bók. Ég ætlaði að gefa hana út í fyrra en var svo ekki nógu ánægður með hana, fannst hún dálítið sundurlaus og hætti því við. Ég hef síðan verið að grisja það efni og bæta ein- hverju nýju við.“ Bókin byijar á nokkrum stuttum prósum þar sem Sigfús er eins og að skrifast á við eldri skáld og heimspekinga, svo sem Kierkegaard, Poe, Whitman og Wilde. „ Já, það mætti sennilega telja upp marga höfunda sem birt- ast þarna með ein- hveijum hætti. Ég skrifaði þessa texta kannski ekki i nein- um beinum tilgangi; þetta er Sigfús Bjartmarsson kannski bara gömul lesning sem er að dúkka upp og vekja hugsanir. Þetta eru ef til vill að einhveiju leyti gömul uppá- höld. Það býr svo margt í manni, bæði bækur og höfundar sem skjótast upp í hugann, hvort sem er af tilviþ'un eða vegna þess að undirvitundin hefur verið að vinna úr þessu. Ég hef oft orðið var við það að undirvitundin skilar einhveiju upp á yfirborðið sem hún hefur verið að bræða með sér.“ í bókinni er einnig fjöldi ljóða þar sem meðal annars náttúran kemur allnokkuð fyr- ir en hún hefur ekki verið tíð- ur gestur í ljóðum Sigfúsar fram til þessa. „Ég datt þarna niður á eitthvað sem mér fannst vera önnur nálgun við náttúruna en sú hefðbundna; það var það sem réttlætti það að yrkja þessi náttúruljóð að mér fannst ég ekki vera að labba í sporum hinna gömlu. Það er þó sjálfsagt ekki auð- velt að skilgreina í hverju þessi nýja nálgun er fólgin.“ Síðasti hluti bókarinnar heit- ir Minnisgreinar um Kennar- ann og segir Sigfús að fyrir- myndin að sjálfum kennaran- um sé föðurbróðir hans en text- inn er öðrum þræði tilraunir með form. „Ég prófa ýmis form, sumt af þessu er kannski Iíkast afórismum en annað ör- sögum og prósaljóðum. Það má kannski segja að ég hafi verið að reyna að búa til nýtt form úr þessum.“ Landslag með tíma Svo sólrikur þessi dalur að undir morgun týrir enn á degi frá í gær Svo mikil þessi flöll að næturskuggamir einir ná utan um þau Svo skjólsæl þessi laut að í lynginu leynist ylur frá íiðinni öld Vængjablök sorgar BOKMENNTIR Sögur Sagan af Daníel II eftir Guðjón Sveinsson. Vetur og vorbláar nætur. Mánabergsútgáfan 1995 - 293 síður. ÞAR VAR skilið við snáðann síð- ast, að hann var, eftir föðurmissinn, í umsjá ömmu, Karítasar Bergsdótt- ur, og Valda frænda að Valdabæ í Syðrivík. Haust gnauðaði í fjallsegg; auðséð að togna myndi úr dvöl drengsins. Víst grét hjarta hans. Heimþráin gleymir niðursetningi aldrei; - gyllir móðurfaðminn. Þar hvíldi nú lítil hnáta, systir Daníels, Bjarney Karítas. Valdi frændi hafði farið með hann að skíminni, - en síðan til baka aftur. Gleði og sorg vega salt, það fær Daníel vissulega að reyna. Skilji enginn orð mír. svo, að dvölin að Valdabæ í Syðrivík sé drengnum ill, nei, langt í frá. Syðri- vík er alvöm þorp, státar af tveim götum og skartar borgarstjóra að auki. Þar eru vinir. í varpa: Nonni frá Hamri og Valur; spekingurinn Baldur bensín og kona hans Álfrún; þar er Ingunn, kennari í fjósi, sem þylur stráklingum speki, er lyftir þeim hátt í þroskans fjall. Eða eins og höfundur leggur ömmu drengs- ins á tungu: „Þegar hún á, eftir lögmáli Móse, að vera að strauja þvott, skrifar hún ættartölur. Og í stað þess að baka hið daglega brauð, les hún Njálu.“ Ekki gleymi eg presthjónunum í Stað- ardal, er leysa vanda- mál skólanefndar. Maddaman, Þórhildur, er eftirminnilegur skör- ungur. Það fengu krakkar og Tindabóndi að reyna. Já, höfundur skrifar þessa sögu listavel. Sumt, - hugdettur og draumar Daníels, minna á hörpuslátt ljóðskálds, málið svo meitlað,- fágað,- hljómmikið, að þú heyrir öldufalda rísa og falla, - öldufalda í sálu barns með grátandi hjarta, er reyn- ir að ráða í gátur lífsins. Það var því við hæfi að hafa þessar hu- grenningar með öðru letri en meg- inmál bókar. Persónusköpun höfundar er mjög góð. Amman ekki aðeins Karítas í Valdabæ, heldur skorpin, hrjúf þjóðarsálin með vizku og kærleik arfleifðar íslenzkrar þjóðar und- ir skel. Valdi frændi meir en sterkur hrammur og veður- barið, þögult streð- mennið,- Iíka mildur skilningur þess er ann barni, er réttir faðm móti vori. Minnistæð er mér „refsing" Bald- urs bensíns, er hann stendur óvit- ana að strákapörum. Nú, margt,- margt fleira mætti tína til, alít undirstrikanir þess, hve löngun höfundar er mikil, til þess að bæta það mannlíf er við höfum búið okk- ur, - gera heiminn betri, - hlýrri lítilmagnanum; en líka viðbjóði hans á stríðsbrölti sjúkra manna, er ekki hrifsar aðeins til sín föður drengsins, heldur líka þá veru er strauk honum blíðast, utan móður, um tárvotan vanga. Á táknrænan hátt, með stækkun Valdabæjar, gefur höfundur í skyn, að teygjast muni úr dvöl Daníels hjá ömmu og frænda; líka með stroki drengsins og villu í þokunni, að sár hans eru enn ekki nema illa skænd, - lengri sögu að vænta. Það er vel, því höfundur er listasögu- maður. Hitt er degi ljósara, að bækur hans hæfa ekki síður for- eldrum en stálpuðum bömum, að mínu mati: Miklu betur. Málið er fallegt, litríkt, kjamyrt, og mörgu orðinu fagnaði eg sem gömlum vini, taldi týnt. Undanskil orðskrípið FUKT, tökuorð um lykt. í handritinu, er eg fékk, er prent- villupúkinn að leika sér að orðinu SEIÐUR á síðum 12 og 111, og á síðu 65 stendur BÓKRAMENNT- INA. Prófarkalesari hrekur von- andi prakkarann af síðum, áður en út er gefið. Bók, - höfundi og útgáfu til sóma. Sig.Haukur Guðjón Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.