Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚT er komin skáldsagan Pa- storalsinfónían eftir franska rit- höfundinn André Gide í þýðingu Sigurlaugar Bjamadóttur. André Gide telst meðal merkustu og áhrifamestu höfunda vest- rænna samtíma- bókmennta. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1947. „í sögum hans kemur fram ein- dregin einstakl- ingshyggja sem oftar en ekki lendir í árekstrum við ríkjandi trúarhefðir og siðalög- mál. Pastoralsinfónían er hér engin undantekning. Hún segir af sóknarpresti í afskekktu fjallahér- aði sem tekur upp á sína arma blinda munaðarlausa stúlku, — kristilegt kærleiksverk. En svo fer að hann verður ástfanginn af stúlkunni, — baráttan við freist- ingu og synd. Með sérstökum hætti verða Pastoralsinfónía Beethovens, eitt fegursta verk tónbókmenntanna, að unaðslegri upplifun litanna í hugarheimi blindu stúlkunnar," segir í kynningu. Útgefandi er Fjölnir. Bókin er prentuðhjá G.Ben-Eddu, er 160 bls. ogkostarkr. 2.280. • ÚT ER komin hjá Hljóðbóka- klúbbnum ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson, sem ber heitið Undir fjalaketti. „Umgjörð sögunnar er litla leikhúsið við Tjömina þar sem menn eru jafnan á tímamótum, en leikarinn Guð- laugur Bergmann Lárusson -- þjóð- kunnur fyrir sinn smitandi hlátur - á sér trúlega þjáningarbræður og -systur á flestum sviðum þjóðfé- lagsins," segir í kynningu. Undir fjalaketti er á 5 snældum, um 7 og hálf klukkustund í flutn- ingi, ogþað er höfundurinn sem les. Útgefandi hljóðbókarinnar er Hljóðbókaklúbburinn. Um hljóðrit- un ogfjölföldun sá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Hljóðbókin verð- ur fyrst um sinn aðeins seld félög- um íHljóðbókaklúbbnum ogkostar 1995. kr. Kennari í framandi umhverfi ÚT ER komin skáldsagan Febrú- arkrísur eftir Ragnar Inga Aðal- steinsson. í kynningu segir: „Ungur kenn- ari kemur til starfa í heimavistar- skóla úti á landi. Hann kemst fljótt að því að hlutimir ganga öðravísi fyrir sig en hann bjóst við og einn daginn verður slys þar sem það kemur í hans hlut að gera lífg- unartilraunir. Sagan iýsir baráttu hans í framandi um- hverfi uns óvænt reynsla varpar nýju ljósi á hann sjálfan og vandamál hans.“ Febrúarkrísur er fyrsta skáldsaga Ragnars Inga, en áður hefur hann sent frá sér fímm Ijóðabækur og þrjár kennslubækur í bragfræði. Einnig kemur út núna fyrir jólin sjötta ljóðabók hans, ísland í myndum. Útgefandi er Reykholt. Febrú- arkrísur er 204 blaðsíður og kostar kr. 2.640. Auglýsingastofan Hið opinbera sá um hönnun kápu og útlitsteiknun. Bókin er prentuð hjá Prenthúsinu. BÓKMENNTIR Endurminningar ÉG VAR SETT Á UPPBOÐ eftir Valbjörgu Kristmundsdóttur. Hörpuútgáfan 1995 - 160 síður. VALBJÖRG Kristmundsdóttir, 85 ára gömul verkakona á Akra- nesi, man tímana tvenna eins og fram kemur í nýútkominni endur- minningabók hennar sem nefnist Ég var sett á uppboð. Titillinn vísar til ómagaæsku höfundarins sem í frumbernsku var sett á hreppsupp- boð þegar heimili foreldra hennar var leyst upp. Eldri systkini henn- ar, þar á meðal bróðir hennar Aðal- steinn (betur þekktur sem Steinn Steinarr), fóru sitt í hvora áttina og urðu öll viðskila við móður sína nema eitt. Betur fór þó en á horfð- ist með yngsta barnið, Valbjörgu sjálfa, sem þrátt fyrir allt komst í fóstur hjá góðu fólki, þó illa væri hún á sig komin líkamlega: „Út- steypt af einhverjum útbrotum og yfirkomin af beinkröm og gat ekki stigið í fæturna fyrr en eftir tveggja ára aldur“ (13). Bókin er saman sett af minn- ingabrotum höfundarins sem tyllir niður fæti á ýmsum tímaskeiðum í lífi sínu. Kaflarnir era óháðir hver öðrum - ýmist endurminning- Minningar og smælki ar hennar sjálfrar, blaðaviðtöl við hana, kviðlingar og greinar eða erindi frá fyrri tíð. Formála skrifar Bjarnfríður Leósdóttir og dregur þar upp býsna sannfærandi og litríka persónulýsingu af höfundinum. Sú lýsing er að mörgu leyti studd með því sem á eftir kemur - en því er ekki að neita að bókin gefur ein- ungis brotakennda mynd af viðfangsefni sínu: Valbjörgu Krist- mundsdóttur verka- konu og dugnaðarforki að því er virðist. I ljós kemur nefnilega að konan er dul, og heldur ákveðnum lífsatvikum (trúlega þeim mikil- vægustu) leyndum fyrir lesandan- um. Hér er því ekki á ferðinni heild- stæð ævisaga um líf verkakonu sem á unga aldri varð einstæð móðir, heldur valdir kaflar um ein- stök lífsatvik, bernsk- una, síldarár á Siglu- firði, ferðir og félagslíf svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum hag- lega gerðum tækifæ- riskveðskap sem tekur allnokkurt rými. Við erum hinsvegar litlu nær um þrár og von- brigði þessarar konu, lífsbaráttu hennar, ástir og sársauka - við fáum afar takmarkaða sýn á líf hennar og kjör, félagslega stöðu hennar og samskipti við annað fólk. Er það skaði, því vissulega væri líf þessar- ar konu fyllilega efni í mikið rit- verk, og gæti vafalaust varpað ljósi á líf, aðbúnað og hugarheim al- þýðufólks framan af öldinni ekki síst með hliðsjón af þeim gríðar- Valbjörg Kristmundsdóttir . legu þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa undanfarna áratugi. Ekki verður þó sagt skilið við þessa bók án þess að geta um þann hluta hennar sem varpar áhuga- verðu ljósi á líf og atvinnuhætti fyrr á öldinni. Eru það upphaf- skaflar bókarinnar sem spanna fyrstu 50 blaðsíðurnar. Þar fjallar Valbjörg um bernsku sína og ung- dómsár, og gefur þar að líta mik- inn og þjóðlegan fróðleik á skýru og skemmtilegu máli. Verklag og lífshættir standa lesandanum ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum: Sauðburður, móskurður, húsaskip- an, matargerð, jólahald, og dægra- dvöl svo fátt eitt sé nefnt. Eru þá ónefndar skemmtilegar lýsingar á „síldinni á Siglufirði" þar sem verkunarplanið lifnar við í erli og annríki síldaráranna og peninga- lyktinni slær fyrir vit. Þegar líður á bókina brotnar heildarmyndin upp eins og fyrr er getið og það slaknar á tökunum. Margt af því er engu að síður skemmtileg lesning, enda auðséð að Valbjörg hefur bæði húmor og stílþrif. En saga hennar er ekki fólgin í þeim skrifum. Niðurstaðan að loknum lestri þessarar bókar er því óhjákvæmilega sú, að saga Valbjargar Kristmundsdóttur hef- ur enn ekki verið sögð. Ólína Þorvarðardóttir BÆKUR VÍN VÍNIN í RÍKINU. ÁRBÓK 1996 eftir Einar Thoroddsen. Mál og menning 1995.150 síður. 2.480 kr. ÞRIÐJA árið í röð kemur nú út vínbók Einars Thoroddsens lækn- is um víntegundir þær er fást í ríkinu. Handbók Einars er búin að festa sig í séssi sem gott yfír- lit og leiðsögn um vínúrvalið á íslandi og eru engar breytingar á formi bókarinnar frá síðasta ári. Líkt og áður hefur sá háttur verið hafður á að Einar, ásamt hópi valinkunnra vínáhuga- manna, smakkaði vínin blint (það er ekki var vitað hvað var smakk- að hveiju sinni) og við fast hita- stig. Eru einkunnir höfundar og annarra smakkara aðs^ildar. Alls vora rúmlega 150 tegundir smakkaðar en í inngangi tekur höfundur fram að fáein vín hafi verið látin eiga sig „þar sem varla var talið að þau hefðu breyst að ráði“. Einar segir, eftir að hafa farið þessa smökkunarferð um vínin í ríkinu, að eftirtektarvert hafí verið hversu lága einkunn hvít- vínin hafi fengið að meðaltali. Hugsanlega sé það vegna þess að góð hvítvín séu hlutfallslega dýrari en góð rauðvín. Einnig telur hann koma til greina að Val og fræðsla reynslusölukerfinu sé um að kenna þar sem nú komist ein- ungis „ódýr“ vín inn sem seljast í vissu magni. Þetta er ágæt ábending þó að kannski sé óréttlátt að kenna reynslusölukerfinu einu um. Er það ekki miklu frekar hin grófa og ein- faldaða flokka- skipting kerfisins sem veldur þessu fremur en kerfið sem slíkt? Rósavínin segir hann hafa komið furðu vel út en rauðvínin að meðaltali best. En Einar heldur áfram: „Þó að rauðu vínin hafí reynst nokkuð góð, voru ekki margir háir toppar þar. Það sem manni finnst vanta I Ríkinu er einhver góð stjóm (hugsanlega menntað einveldi) á því hvaða vín veljast inn því að þama era tals- vert miklar glompur. Það verður að viðurkennast að þær stjómast að hluta til af verði.“ Nefnir hann nokkur, mjög réttmæt, dæmi sínu til stuðnings um það sem vantar og kemst réttilega að þeirri niður- stöðu að líklega er of háu verði á víni á íslandi um að kenna að ,t.d. góð Kaliforníuvín eiga erfitt með að ná fótfestu. Það er alltaf for- vitnilegt að fletta bókum Einars og kynna sér einkun- nagjöf hans, enda bíða ávallt margir eftir að sjá hvaða vín komi best (og verst) út. Því þó að ekkert sé einhlítt í heimi vínsins eru ábending- ar og niðurstöður manns með hans miklu reynslu, þekk- ingu og næmni fyrir vínum ávallt verð- mætar. Reynslan af árbókunum er að mínu mati sú að þær séu mjög marktækur leið- arvísir um vínflóru landsins þó ávallt megi deila um einstaka niðurstöður. Að því sögðu vil ég þó gera smávægilegar athugasemdir. Ég hef áður bent á að æskilegt væri að taka fram við hvert vín hvar í kerfinu það er statt. Vín sem er í reynslusölu fæst einungis í fjór- um verslunum í þá mánuði og væri æskilegt að taka það fram til að lesandinn fari ekki fýluferð í búðina sína. Það ætti ekki að vera tiltökumál að bæta við þær upplýsingar er fylgja hveiju víni hvort að viðkomandi tegund sé í kjarna, í reynslusölu (og þá á Einar Thoroddsen hvaða tímabili) eða þá á sérlista, en þá fæst hún einungis í tveim- ur verslunum á landinu. Þá vakna einnig upp nokkrar spumingar við lestur bókarinnar sem höfundur hefði gjarnan mátt reyna að svara nánar, t.d. í inn- gangi. Eðlilegt er að árgangsvín breytist milli ára en sum vín eru ekki árgangsvín og eiga að vera óbreytt ár frá ári. Þetta á til dæmis við um rósavínið Mateus sem í tvö ár hefur fengið einkunn- ina 1,5 en er nú hækkað í 5. Hvað veldur? Hafa gæði vínsins aukist þetta mikið milli ára? Svona róttæk breyting á einkunnargjöf kallar eiginlega á einhver svör. Þetta á þó sérstaklega við um kampavín önnur en árgangs- kampavín. Það er eðli góðra kampavína að þau eru ávallt eins, markmið blöndunnar er að tryggja 100% stöðugleika. í nýju árbókinni er umsögn og einkun- nagjöf sumra kampavína (Mumm, Veuve Clicqout) orðrétt hin sama og í fyrra en annarra (Moet & Chandon, Gosset) er breytt. Hver er skýringin? Vora öll kampavínin smökkuð upp á nýtt eða bara sum (líkt og þetta bendir til) og þá hvers vegna? Einstaka spumingum af þessu tagi hefði verið gott að fá svör við til að geta sett umsagnirnar í rétt samhengi. Á heildina litið er bókin hins vegar vel unnin og ætti að auð- velda neytendum valið á sama tíma og fræðslu er miðlað. Steingrímur Sigurgeirsson BOKMENNTIR Skáldsaga UM ÁSTINA OG ANNAN FJÁRA eftir Gabriel García Marquez. Guð- bergur Bergsson þýddi. Oddi prent- aði. Mál og menning 1995 — 143 síður. 2.980 kr. EINS og til að sanna að hann væri ekki dauður úr öllum æðum sendi Gabriel García Marquez frá sér Um ástina og annan fjára í fyrra. Sagan minnir óneitanlega á fyrri verk hans, einkum Hundrað ára einsemd, en er hófstilltari og ekki jafninnblásin. Tilfinningarnar eru þó á sínum stað. Sagan er í fyrstu sögð eins og um heimildaskáldsögu sé að ræða og heldur ýmsum einkennum slíkra bókmennta til söguloka. Grafhvelf- ingar era tæmdar í fornu klaustri við Karíbahaf og þá vekur helst athygli lifandi hár á litinn eins og dökkur kopar og lengra en menn höfðu vitað af áður eða tuttugu og tveir metrar. Samkvæmt útreikn- Hárið vex og æðið ingi verkstjóra hafði því hárið vaxið um einn sentimetra á mánuði í tvö hundruð ár. Svona hlutum hefur García Marquez gaman af að velta fyrir sér, einkum ef þeir era efni í sögu. Úng stúlka er bitin af óðum hundi og menn bíða í ofvæni eftir að hún sýni einkenni hundaæðis. Þegar bið verður á því halda mönnum engin 'oönd við það að gera hunda- æðið að raunveruleika. ímyndunaraflið fær að leika lausum hala. Allt ógæfu stúlkunnar. Eins og fyrrum er það ástríðan, miskunn- arlaus leikur tilfinning- anna, fjárinn í lífínu sem gera frásögn García Marquez ómót- stæðilega. Hæst nær hann í lýsingu Bem- ördu Cabrera, ókyn- borinnar eiginkonu markgreifa, en þau era foreldrar stúlkunnar. Bernarda er kynnt til sögu með þessum orð- um: „Hún hafði verið státleg kynblendings- stúlka ættuð af svo- nefndum aðli búðar- veldur þetta borðsins, heillandi og slægur kven- maður, gleðimanneskja með græðgi Gabriel García Marquez í kviðnum sem nægði til að full- nægja heilli herbúð." Þegar hér er komið hefur glóðin í augum hennar slokknað og hún er orðin skuggi af sjálfri sér. Les- andinn fær aftur á móti að rifja upp þá daga þegar hún var og hét. Stúlkan Sierva María nær ekki að lifa jafnlitríku lífi og móðir henn- ar, en öðlast ást prestsins Delaura. Ástarsaga þeirra fjallar um hið lítt höndlanlega í hamingjumálum, enda eru stefnumót þeirra í klefa þar sem stúMnni er haldið vegna djöfulskapar hennar sem fær öðru hveiju útrás. Þessir fundir verða þó eftirminnilegir hjá höfundinum, þetta einkennilega samband. Bisk- up og vafasamur læknir verða líka lifandi og svo er um fleiri persón- ur, en fyrst og fremst er það and- blær sögunnar sem situr eftir eins og áður eftir lestur verka Gabriel García Marquez. Guðbergur Bergsson þýðir Um ástina og anhan fjára með þeim hætti að ekki dregur úr áhrifunurn sem García Márquez miðlar. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.