Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 12

Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 íslandssaga a-ö eftir Einar Laxness EINAR Laxness og Valgerður Benediktsdóttir, sem annaðist myndritsjórn verksins, bera saman myndir sínar. Þrjátíu ára stríðinu lokið MENN HAFA kallað tilurðar- tíma verksins þijátiu ára stríð- ið“, segir Einar Laxness en út er komið hjá Vöku-Helgafelli rit hans, Islandssaga a-ö, sem segja má að Einar hafi unnið að í þijátíu ár. Grunnur þessa verks er íslandssaga sem Einar gaf útá vegum Menningarsjóðs fyrir ailmörgum árum en efnið hefur verið aukið og endur- skoðað, auk þess sem myndum og kortum hefur verið bætt við. Við val mynda í bókina var lögð áhersla á myndir sem sjaldan hafa birst. „Ég byijaði á þessu 1965. Ég tók að mér ásamt Birni Þor- stcinssyni að skrifa um Islands- sögu í alfræðibók sem átti að gefa út á vegum Menningar- sjóðs. Það verk féll svo niður þar sem þetta var mjög dýrt fyrirtæki. En það var kominn nokkuð góður stofn að verkinu og þvi var brugðið á það ráð að gefa út einstaka efnisflokka alfræðinnar sér á bók, svo sem gert var við söguna, bók- menntafræðina, hagfræðina og fleiri flokka. Ég vann efnið í fslandssögubókina en fyrra bindið kom út 1974 og það seinna 1977. Ég endurskoðaði þessar útgáfur á seinni hluta níunda áratugarins en nú hef ég hins vegar bætt miklu úr öðrum flokkum alfræðinnar í þessa nýju bók.“ Verkið er þijú bindi, samtals um 700 blaðsíður þar sem fjall- að er um sögu lands og þjóðar eftir uppflettiorðum í stíl al- fræðibóka. Uppflettikaflar eru um 600 talsins. Þeir eru mjög mislangir eftir eðli sínu og efni en eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á liðna daga í sögu ísienskrar þjóðar og ólíkar hlið- ar íslensks samfélags í aldanna rás. Bæði er fjallað um grund- vallarmál eins og sjávarútveg en einnig minna þekkt, svo sem Kambsránið en það var framið aðfaranótt 9. febrúar 1827 þeg- ar fjórir grímuklæddir menn brutust inn í baðstofuna á bæn- um Kambi í Flóa (sjá Kambs- ránið hér á síðunni). Einar segist ekki muna eftir neinum sérstökum uppákomum í sambandi við vinnslu bókar- innar. „Þetta hefur verið frek- ar tíðindalaus skrifborðsvinna; sumt hefur verið gaman að fjalla um og annað ekki, svona eins og gengur. Maður sá það eftir því sem maður vann þetta betur að það var alltaf hægt að tína til fleiri uppflettiorð til að fjalla um en eins og ég segi í formála verksins þá hefur maður hvorki þrek né þor í meira. Það er nóg komið.“ Einar vildi geta þess að hann hafi notið mikillar aðstoðar Hannesar Péturssonar skálds sem var um tíma ritsljóri við alfræði Menningarsjóðs og hef- ur verið Einari innan handar í vinnsluferlinu, lesið prófarkir að öllu verkinu; „Hannes hefur verið mér mikil stoð og stytta á meðan á vinnu minni hefur staðið.“ iríVu Sír<t«ff*fi*>f*r Mýrwn, K<jnií\ifa- úi H > sí.»:»í» <«.» wuctá maúuu, <>:; oj’df íútlidiji (fá a úmp. /< kowu&ir. rítiWftAlt t.>0:j.sru ;ir cmiámMri, Huhtir -. U»t» ;» so;lK1íí«:«c-.: <>'• horíiikshíííi) <>% ctx» Vtd Ifit ehifjkixmn-etfAvki'i&r, átid koítcu'xar t-ikiou. ttfj'i aót vmlunarsívidir vcftttife kát»<:< íbsí.í :?v>íVb;»: r»ií5S»»>v i$u>iv.ub l%?i U-.t TÖLUVERT er af sjaldgæfum myndum í bókinni, svo sem þessi af hafnargerð í Reykjavík árið 1913. FJÖLMARGAR staðtölutöflur og skýringarkort voru unnin í bókina, svo sem þetta sem sýnir landafundina kringum 1000. Kambsránið Kambsránið, framið aðfaranótt 9. febrúar 1827, þegar fjórir grímuklæddir menn brutust inn í baðstofu á bænum Kambi í Flóa, lögðu hendur á bóndann, Hjört Jónsson, og heimilisfólk hans, tvær konur og fimm ára dreng; bundu þeir fólkið á höndum og fótum og hótuðu pyndingum og dauða til þess að fá afhent fé bóndans. Ránsmennirnir urðu að brjóta upp allar hirslur, áður en þeir fundu féð, rúmlega 1.000 rík- isdali, sem þeir hurfu á brott með. Þegar athuguð voru verks- ummerki, fundust hlutir úr fórum ránsmanna, sem notaðir voru sem sönnunargögn við réttarrann- sókn. Þórði Sveinbjömssyni, sýslu- manni í Hjálmholti, sem rannsak- aði Kambsránið, tókst að uppiýsa málið, svo að allir ránsmennimir vom handteknir, og eftir langvinn réttarhöld játuðu þeir á sig ránið. Fyrirliði þeirra var Sigurður Gott- svinsson frá Leiðólfsstöðum. Fleiri reyndust flæktir í málið með því að hylma yfir með afbrotamönn- um. í réttarhöldunum komst einn- ig upp um ýmis önnur þjófnaðar- mál í Ámessýslu frá undanfarandi áram, m.a. þjófnað úr Eyrar- bakkaverslun, sauðaþjófnað o.fl. Málaferlin vora einhver hin víð- tækustu, sem um getur í íslensku sakamáli, stóðu í tæpt ár, og um 30 manns var stefnt fyrir rétt. í febrúar 1828 kvað sýslumað- ur upp dóm, sem áfrýjað var til Landsyfirréttar í Reykjavík og Hæstaréttar í Kaupmannahöfn, en þar gekk dómur 1829. Var forsprakkinn, Sigurður Gottsvins- son, dæmdur til að hýðast við staur og til ævilangrar þrælkunar- vinnu í Rasphúsi í Kaupmanna- höfn, ennfremur aðrir ránsmenn, tveir þeirra þó um styttri tíma; 15 aðrir vora sakfelldir. Ránsmennimir vora fluttir utan 1830; tveir þeirra áttu aftur- kvæmt til íslands eftir náðun, árið 1844, einn lést ytra, en Sig- urður Gottsvinsson var dæmdur til lífláts fyrir áverka, sem hann veitti fangaverði, og hálshöggvinn 1834. Dýr og drengir BOKMENNTIR Smásögur LITLA SKÓLAHÚSIÐ eftír Jim Heynen. Gyrðir Elíasson þýddi. Hörpuútgáfan 1995 - 151 síða. 1.780 kr. JIM Heynen er amerískt skáld sem sent hefur frá sér smásagna- söfn og ljóðabækur. Heynen er „ís- landsvinur", en hann kom til íslands 1994 og las fyrir landann upp úr verkum sínum. Gyrðir Elíasson hefur nú þýtt og valið nokkrar þessara smásagna. Flestar þessar sögur era örstuttar en þær era 65 talsins og segja þær frá lífi og uppátækjum drengjanna á ekrum Iowa. Þessar sögur era frekar í ætt við örsögur eða brot sem lýsa á óvæntan og yfirleitt spaug- saman, en einnig óhugnanlegan hátt lífí drengjanna í sveitinni. Þar fá dýrin sinn sess í þeim uppátækjum jafnframt því sem drengimir era að uppgötva veröldina. Þannig era pælingar og hugdettur drengjanna einskonar rannsókn á hversdagslegum atburðum sem þeir öðlast skilning á. Jafn einfalt atriði og bakstur á „Bökum“, en svo kall- ast ein örsagan, verður ansi skondið þegar drengirnir uppgötva galdurinn við það að mynda bylgjur á bökum- ar, en það gerir konan með gervitönn- um sínum. Svona hárfínar myndræn- ar lýsingar, sem era ljóslifandi, era aðall margra þessara örsagna og sýna hvemig hið myndræna gildi gefur mörgum sögunum dýpt. En þetta fær víðari skírskotun, þrátt fyrir að raunsætt yfirbragð sé ráðandi, og merkingin er kannski ekki fjarri iagi að vera sálfræðilegs eðlis. Hundar, rottur, hanar, naut- gripir og leðurblökur eru nánast gædd lífi í athöfnum drengjanna og þessar upplifanir hafa dýpri merk- ingu heldur en við fyrstu sýn. Sak- leysi drengjanna sem birtist í athöfn- um þeirra er oft á tíðum hrottalegt en það á sér upprana frá öðram eins og meðferðin á flæk- ingshundinum í „Ter- pentína og maískólfar". Þannig eru þessar sögur frá sveitum Iowa yfir- leitt gráglettnislegar þó að alvarleikinn svífi einnig yfir vötnum eins og í brotinu sem nefnt er „Súrheysgryfjan". Myndmálið er sótt til náttúrunnar enda upp- lifa drengimir hana sem lifandi vera líkt og þegar þeir sjá karlana gánga út úr kirkjunni: „... voru þeir einsog fiðrildi að koma úr lirfuhýði sínu“. (75). Heynen fær- ir þessar myndir úr sveitalífinu skemmtilega inn í textann eins og þegar hann sér fyrir sér strákana tína lýsnar úr höfðinu á einum: „Hár var einsog komakur í júlí, þakinn önnum köfnum komskurðarmönn- um.“ (32). Allt er þetta vel gert og hittir oft vel í mark enda er stíllinn ekki orð- um aukinn og kemur það ágætlega fram í þýðingunni hjá Gyrði. Þýðingin er læsi- leg og ekki fer fjarri að skyldleiki sé með sögum þeirra Heynens og Gyrðis, allavega eiga hin hversdagslegu smáatriði og náttúra einhveija samsvöran í merkingarheimi þeirra. Mér sýnist að þessar sögur geti höfðað til yngri aldurshópa og gildi þeirra er einmitt hið barnslega viðhorf eða innsæi, sem oft á tíðum skortir í góðar krakkasögur. „Litla skólahúsið“ er lítil bók og lætur ekki mikið yfir sér í jólabókaflóranni en fyrir vikið er ánægjulegt að upp- götva þetta smásagnaskáld sem Heynen virðist vera. Prentvillur era fáar og frágangur er allur til sóma og sérstaklega er brotið ágætt. Aftur á móti hefði verið nauðsynlegt að fjalla eilítið um höfundinn og verk hans í eftirmála lesendum til glöggvunar. Einar E. Laxness Jim Heynen MORGUNBLAÐIÐ RagnarIngi Aðalsteinsson Mynda- bók BÓKMENNTIR Ljóð ÍSLANDf MYNDUM eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, Bókaútgáfan Reykholt, 1995 - 46 bls. ÞAÐ verður ekki sagt um ljóð Ragnars Inga Aðalsteinssonar í bók hans ísland í myndum að þar fari kveðskapur mikilla fyrirætlana eða átaka. Auganu mætir einungis myndabók með ljóðmyndum af náttúra og byggðum landsins. Margar myndimar era að því er virðist hlutlægar náttúramyndir og minna á natúralísk málverk. En á bak við þá hlutlægu sýn blundar lágvær óður til ættjarðarinnar og fólksins sem lifir og finnur til. Form kvæðanna er nokkuð svip- að. Þau eru alla jafnan stutt og höfundur setur þau upp út frá miðju ljóðlínanna. Ragnar notar ljóðstafi í hveiju kvæði og tvö orð ríma. Ekki eru tilefni kvæðanna alltaf stórbrotin eða efnið há- stemmt. Oft era þetta myndir úr hversdagslífinu. í bestu ljóðunum tekst Ragnari að draga upp ljóð- ræna mynd með fáeinum hnitmið- uðum orðum. Litaorð notar höf- undur gjaman af töluverðri leikni eins og í kvæðinu Landsýn: Þokan hangir um þotuvænginn - bak við hann grillir í gulbrúnar skellur dðkka bakka og deigan mó, tjamir og læki í lemjandi regninu, hross sem norpa í nöpram strengnum og Nesið umlukið sjó. En stundum finnst mér Ragnar missa marks. Þá er eins og mynd- efnið sé hreinlega ekki nógu burða- mikið til að bera uppi kvæði (Ham- ingja, Nús hersis hefnd). Eins finnst mér honum ekki takast allt- af nógu vel upp þegar hann reynir með hinum knappa stíl að miðla dulúð. í kvæðinu Homstrandir úr norðri vantar ekki að vandað sé til litaorða og ljóðmyndar. En eitt- hvað skortir til að kveikja líf með þeirri dulúð sem reynt er að skapa í lok kvæðisins. Kannski er það of knappt. Þök era græn með gulum burstum dökkir veggir og dyrakarmar ljósar hurðir hvitir gluggar. Klifrast um borgina kvikir og lifandi skuggar. Kvæði Ragnars Inga Aðalsteins- sonar eru formsterk og hnitmiðuð, myndmálið einfalt og tært. Þótt hinir einföldu pensildrættir dugi ekki alltaf til að miðla þeim kennd- um sem til er ætlast í kvæðinu opna önnur ljóð sýn inn í lágvær- an, seiðandi myndheim. Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.