Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 1
HANDKNATTLEIKUR / HM KVENNA Kristinn bætti sig í svigi KRISTINN Björnsson, skíðamaður frá Ólafsflrði, keppti í svigi á alþjóðlegu stigamóti i Sviss um helgina. Hann hafnaði i 2. sæti á eftir Svisslend- ingnum Andrea Zinsli og hlaut fyrir það 14,00 punkta (fis-stig), sem er besti árangur hans til þessa. Hann átti áður best 15 punkta frá því á móti í Vail í Bandaríkjunum i nóvember. Með þessum árangri er hann kominn undir hundrað á heimsiist- anum í svigi. Haukur Arnórsson úr Ármanni og Arnór Gunn- arsson frá ísafirði kepptu einnig i sviginu um helgina en fóru báðir út úr og hættu keppni. Am- ór keppir í svigi heimsbikarsins á ítaiiu í dag og er þetta frumraun hans í heimsbikamum. Kristinn og Haukur keppa i Evrópubikarmóti i svigi á sama stað á morgun og siðan keppa Kristinn og Arnór í öðm svigi á fimmtudag og er það síðasta mót þeirra fyrir jólafrí. Rögnvald og Stefán á úrtöku- mót fyrir ÓL ÍSLENSKU handknattleiksdómararnir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson hafa verið boðað- ir á sex landa mót i Ankara í Tyrklandi um miðj- an febrúar. Mót þetta er haldið til að velja fímm dómarapör sem dæma eiga á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar og munu 15 eða 16 dómarapör dæma á mótinu í Tyrklandi. Þegar hefur verið ákveðið um sjö dómarapör sem dæma í Atlanta, eitt par frá Noregi, annað frá Danmörku, Þýska- landi og Spáni auk þess sem eitt par kemur frá Norður Ameriku, annað frá Suður-Ameriku og þriðja frá Asíu. Möguleikar félaganna á að komast á Ólympíu- leikana verða að teijast nokkuð góðir, sérstaklega sé tekið tillit til hvernig þeir hafa staðið sig á mótum og i leikjum erlendis. Einnig telst það þeim til tekna að ekkert sænskt par verður á mótinu í Ankara og þvi nokkuð Ijóst að islenska parið verður þriðja parið frá Norðurlöndum. Þorbirni boðið til Grænlands ÞORBIRNI Jenssyni, landsliðsþjálfara í hand- knattleik, hefur verið boðið til Grænlands til að halda þjálfaranámskeið fyrir þarlenda þjálfara. „Grænlendingar ræddu við mig um helgina þegar við vorum í Nuuk og buðu mér að koma aftur í júni til að halda þjálfaranámskeið. Þeir eru þá með úrslitakeppnina um Grænlandsmeistaratitil- inn. Eg ætla að reyná að þiggja þetta boð,“ sagði Þorbjörn. 1995 ÞRIDJUDAGUR 19. DESEMBER BLAÐ Reuter Stúlkurnar frá Suður-Kóreu heimsmeistarar SUÐUR-KÓREA fagnaði heimsmeistaratitlinum í handknattleik kvenna í Austurríkl á sunnudag eftir að hafa unnið lið Ungverja 25:20 í skemmtilegum úrslitaleik sem fram fór í Vínarborg. Á myndinni liggur Hyung-Kyan Chung, þjálfari Suður-Kóreu, á gólfinu eftir að hafa verlð tolleraður af nýkrýndu heimsmeisturnum. ■ Frábærar / C3 ÍA skoðar tillögu frá Sigurði SIGURÐUR Jónsson, landsliðs- maður í IA, sagði við Morgunblað- ið í gærkvöldi að enn væri ekkert ákeðið varðandi hugsanleg félaga- skipti í Örebro en verið væri að reyna að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. „Ég vil fara að ganga frá þessu,“ sagði Sigurður. I gær gekk Sigursteinn Gíslason frá samningi við IA til þriggja ára og hefur IA hug á að gera fleiri slíka samninga. Gunnar Sigurðs- son, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sagði að Sigurður hefði komið með ákveðna tillögu í sínu máli í gær og stjórnin væri að skoða hugmynd hans. MANNVIRKI Ekki 50 m innisundlaug fyrir Smáþjóðaleikana 1997 Of dýrt mannvirki K OSTNAÐARAÆTLUN vegna 50 metra innisund- laugar í Grafarvogi verður vænt- anlega lögð fyrir borgarráð í dag og bendir allt til að hætt verði við að ráðast í framkvæmdir í bili. 10. október sl. samþykkti borgarráð að setja af stað vinnu við undirbúning, forsögn og kostnaðaráætlun að slíku mann- virki. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að talað hefði verið um 350 til 400 millj. króna kostnað en komið hefði á daginn að kostnaður yrði ekki undir 470 til 500 millj. kr. og það væri of mikið fyrir Reykja- víkurborg með Smáþjóðaleikana 1997 í huga. „Ef það ætti að vera hægt þyrfti að leggja 250 milljónir í mannvirkið á næsta ári og um það bil 100 milljónir fyrri hluta ársins 1997. Það er of stór biti til að kyngja," sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði að þegar kostnað- aráætlunin hefði legið fyrir hefðu runnið tvær grímur á menn því fjárhagsstaða borgarinnar væri ekki slík að hún leyfði að farið yrði út í slíka sundlaugarfjárfest- ingu á rétt rúmlega einu ári. Forgangurinn væri að byggja sundlaug fyrir íbúana í Grafar- vogi en ljóst væri að huga þyrfti að sundlaugarmannvirki sem keppnismenn gætu notað skammlaust. „Það er spurning um tíma hvort það næst fyrir Smáþjóðaleikana og það er óskaplega tæpt.“ KÖRFUKIMATTLEIKUR: NJARÐVÍK STÖÐVAÐISIGURGÖNGU HAUKA / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.