Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KA fær Val í heimsókn DREGIÐ var í átta liða úrslit bikar- keppninnar í handknattleik um helg- ina. Stórleikur þessarar umferðar er án efa leikur bikarmeistara KA á Akureyri og íslandsmeistara Vals, en liðin léku til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Breiðablik fær Fram í heim- sókn, Selfyssingar fara til Húsavíkur og Eyjamenn taka á móti Víkingum, A-liðinu, að þessu sinni. Hjá stúlkunum eru hörkuleikir. Vík- ingur fær Eyjastúlkur í heimsókn, Sljarnan tekur á móti Haukum, Fram fær FH-inga í Safamýrina og Fylkir tekur á móti KR. Leikirnir fara fram miðvikudaginn 10. janúar. Öruggt á Grænlandi ÍSLENSKA karlalandsliðið í hand- knattleik sigraði það grænlenska 28:19 I síðari leik liðanna sem fram fór í Nuuk á laugardaginn. ísland sigraði 40:14 í fyrri leiknum. „Það var meiri mótspyrna í síðari leiknum,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Grænlendingar voru reynsl- unni ríkari og einbeitingin ekki eins góð hjá okkur,“ sagði þjálfarinn. Allir tólf leikmenn landsliðsins léku I báðum leikjunum og allir útileikmenn- irnir náðu að skora í báðum leikjunum. Þorbjörn sagði að áhugi Grænlendinga á handknattleik væri mikill og hjá þeim væru nokkrir Ieikmenn sem gætu spjarað sig í deildinni hér heima ef þeir æfðu með íslenskum liðum. Hann sagði að örvhentu skytturnar Kim Hogaard og Arent Olsen hefðu verið bestu menn liðsins. „Ég sá líka kvennaleik í ferðinni og þau lið voru þokkaleg. Dómararnir í leikjum okkar voru grænleskir og stóðu sig mjög vel og þessi ferð var öll hin ánægjulegasta og ég held að þetta séu langbestu móttökur sem ég hef fengið í svona keppnisferð,“ sagði Þorbjörn. í fyrri leiknum gerðu íslensku strák- arnir 22 mörk úr hraðaupphlaupum en í þeim síðari gerðu Grænlendingar mun færri mistök í sókninni þannig að ekki var skorað eins mikið úr hrað- aupphiaupum. MikeTyson lagði Mathis BANDARÍSKI hnefaleikakappinn Mike Tyson lagði landa sinn Buster Mathis yngri eftir að þeir höfðu slegist í tvær lotur og 2,32 minútum betur um helg- ina. Tyson, sem er 29 ára gamall, þótti ekki sannfærandi í þessari viðureign en hann gerði vel þegar liann sló Mat- his í gólfið. Hann náði góðu höggi með hægri þannig að Mathis varð að rétta úr sér og þá lét Tyson til skarar skríða og rétti móthetja sínum einn með vinstri, annan með hægri og síðan aftur vinstri. Tyson mun berjast við Bretann Frank Bruno í mars um WBC heimsmeistara- titilinn, og þrátt fyrir að allir séu sam- mála um að hann sé ekki eins góður og hann var fyrir nokkrum árum, er engin hræðslumerki að sjá á honum. „Ég vissi alttaf hvað Mathis var að gera og þetta var aldrei spurning um hver færi með sigur. Ég hlakka mikið til bardagans um titilinn i mars. Ég er ekki hræddur við neinn," sagði Tyson. Heimsmet í stangarstökki ÁSTRALSKA stúlkan Emma George bætti eigið heimsmet í stangarstökki á móti í Perth í Ástralíu á sunnudag- inn er hún vippaði sér yfír 4,28 metra. Hún stökk 4,25 í síðasta mánuði en bætti metið nú um 3 sentimetra. KORFUKNATTLEIKUR Tvrframlengt í Smáranum - og Blikarsigruðu á baráttunni „VIÐ unnum á liðsheildinni því nýju mennirnir, sem komu inn á íframlengingunni, stóðu sig,“ sagði Blikinn Halldór Kristmanns- son eftir 97:89 sigur á ÍR í Smáranum á sunnudaginn, hörkuleik sem þurfti að framlengja tvívegis til að knýja fram úrslit. „Tveir úr okkar liði komu frá IR í ár og sigurinn er því sætari. Það var orðið tímabært að vinna þvf þeir hafa tvisvar unnið okkur f vet- ur og vonandi erum við komnir á siglingu. Þetta er fyrsti sigur sem við höfum unnið á sunnudegi f ár en við höfum unnið fjóra leiki á fimmtudögum." Stefán Stefánsson skrífar Frá upphafi var baráttan mikil og kom það niður á gæðum leiksins þó að hann væri ágæt skemmtun fyrir áhorfendur. Blikar gættu þess vandlega að Herbert Amarson kæmist ekki í færi og reyndu að hindra John Rhodes undir körf- unni. Gestunum úr Breiðholtinu gekk illa að hitta og voru Blikar yfir næst- um allan fyrri hálfleik. Eftir að Blikar höfðu náð 12 stiga forskoti í síðari hálfleik, skelltu ÍR- ingar á þá pressuvöm og komust loks yfir. En Blikar áttu nóg eftir af baráttuþreki, náðu yfirhöndinni aftur á því þreki svo að á síðustu sekúndunum náði Herbert að jafna fyrir ÍR, 76:76, úr tveimur vítaskot- um og framlengja þurfti leikinn. Eftir mikinn barning komust Blik- ar yfir, 85:82, þegar ein og hálf mínúta var eftir en Márus Arnarson minnkaði muninn í 85:84 þegar hálf var eftir. Eftir átök undir körfu Blika 11 sekúndum fyrir leikslok tókst John Rhodes að næla sér í tvö víta- skot en hitti úr hvorugu. Hinum megin fékk Einar Hannesson einnig tvö vítaskot, þegar 6 sekúndur voru eftir, en hitti aðeins úr öðru þeirra og þegar 2 sekúndur voru eftir á klukkunni jafnaði Herbert, 86:86, svo að framlengja þurfti á ný. Síðari framlengingin einkenndist af baráttu og mistökum. IR-ingar komust yfir en síðan small allt sam- an hjá Kópavogsdrengjunum og þeir sigu framúr. Blikar mættu undirbúnir til þessa leiks og þó liðið hafi ekki leikið glæsi- legan körfubolta, var baráttan og trúin á sigur til staðar. Þótt þeir hafi oft átt í mesta basli með að fínna leiðina að körfu ÍR-inga, gáfust þeir ekki upp og uppskáru eftir því þó að hurð hafi oft skollið nærri hælum. Halldór Kristmannsson og Michael Thoele voru bestu menn liðsins en sigur vannst engu að síður á liðs- heildinni. Það vantaði einhvem neista í ÍR- liðið, sem ætti að geta betur. Her- bert fékk að vísu lítinn frið og fóru þijú af 11 þriggja stiga skotum hans í körfuna en í heildina reyndi liðið 20 þannig skot en aðeins fjögur röt- uðu rétta leið. John Rhodes sýndi einna mestu baráttuna og tók 27 fráköst og Jón Örn Guðmundsson var góður en þurfti að yfirgefa völl- inn með 5 villur. Meistararnir með meistara- takta gegn Haukum Islandsmeistarar Njarðvíkinga sýndu sannkallaða meistaratakta þegar þeir mættu Haukum úr Hafn- arfírði í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Haukar, sem höfðu sigrað í 17 leikjum í röð, fengu heldur betur á baukinn; voru gersamlega yfirspilaðir og fóru heim með 32 stiga tap á bakinu, 110:78. Auk þess náðu Njarðvíkingar með sigrinum Haukunum að stigum í riðlinum. „Þetta var sætur sigur og án efa besti leikur liðs í deildinni í vetur - það gekk næstum allt upp hjá okkur og við getum farið stoltir í jólafríið,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga kampakátur eftir Ieikinn. í hálfleik var staðan 57:42 fyrir Njarðvík. Eftir jafna byijun á upphafsmínút- unum náðu Haukar góðum kafla og Björn Blöndal skrifar frá Njarðvik Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri um leið undirtökunum. En þá fóru Njarðvíkingar í gang og 12 stig þeirra í röð breyttu gangi leiksins; frá því að vera 2 stigum undir, 24:26, komust þeir 10 stigum yfir, 36:26. Þar með var tónninn gefinn og Hauk- arnir sem hafa oft séð það svartara en þetta náðu aldrei upp neinni bar- áttu og urðu að sætta sig við músar- hlutverkið að þessu sinni. „Þetta voru vissulega mikil vonbrigði, ég átti alltaf von á bakslagi eftir gott gengi en ég átti ekki von á þessum ósköpum. Varnarleikurmn, okkar sterka hlið, var afleitur. Ég held líka að menn hafí einfaidlega ekki verið andiega tilbúnir í þennan leik og sumir í liðinu hefðu betur keypt sér miða til að sitja meðal áhorfenda frekar en að klæðast keppnisbún- ingi,“ sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka. Það má taka undir það með Hrannari Hólm þjálfara Njarðvíkinga að leikur Njarðvíkinga var frábær og um leið góð skemmtun. Rondey Robinson og Teitur Örlygsson voru sem fyrr aðalmennirnir, Kristinn Ein- arsson var einnig mjög góður og setti mikilvæg stig. Friðrik Ragnars- son var einnig ágætur. Hjá Haukum var Jason Williford sá eini sem hafði eitthvað að gera í Njarðvíkinga, aðr- ir léku undir getu. Þórssigur í átakaleik Þósarar eru ekki vanir að sækja gull í greipar Suðumesjalið- anna í körfuknattleik en það varð heldur betur breyt- ing á í leik Þórs og Grindvíkinga á Ak- ureyri sl. sunnudags- kvöld. Þór hafði yfir- höndina allan tímann og sigraði með 20 stiga mun, 108:88, þrátt fyrir að Fred Williams hafi verið rekinn af leikvelli þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Williams og Marel Guðlaugsson voru að „stinga saman nefjum“ og var greini- lega ekki um vinahót að ræða. Við- skiptum þeirra lauk með því að Will- iams keyrði boltann þéttingsfast í höfuð Marels og var sendur í sturtu, en svo virtist sem Marel hefði skallað Bandaríkjamanninn fyrst og kynt þannig undir pottinum uns upp úr sauð. Þetta var einn fjörugasti körfubol- taleikurinn á Akureyri í vetur og synd fyrir Þórsara að fara í jólafrí mitt í bullandi uppsveiflu. Þeir höfðu góða forystu allan leikinn, Grindvík- ingar náðu aðeins tvisvar að minnka muninn í eitt stig, 6:5 og síðan 18:17. Liðið komst aldrei í gang. Herman Myers var sá eini sem skoraði að ráði í fyrri hálfleik en Williams og Konráð voru sterkir hjá Þór. Staðan í leikhléi var 47:38. Áhorfendur á bandi heimamanna óttuðust að Grindvíkingar kæmu grimmir til seinni hálfleiks og að hinn algengi slæmi kafli myndi hijá Þórsara. Óttinn reyndist ástæðulaus því Þórsarar settu í fluggír og héldu 10-15 stiga forskoti allt þar til Will- iams var rekinn út af. Þá var staðan 74:62 og 10,15 mín. til leiksloka. Grindvíkingar virtust ætla að ganga á lagið og minnkuðu muninn niður i sjö stig, 79:72, en Þórsarar voru einfaldlega sterkari og keyrðu fram úr á ný. Þeir héldu haus þrátt fyrir mikinn atgang og pressu gestanna og rúlluðu yfir þá í lokin. Fróðlegt er að bera þennan leik saman við fyrri leik liðanna á Akur- Morgunblaðið/Bjami Eiríksson ROIMDEY Robinson lék stórt hlutverk hjá Njarðvíkingum, sem fóru létt með Hauka í Njarðvík. eyri. Þá voru Myers og Guðmundur kóngamir á vellinum, hirtu flest frá- köst og lögðu grunninn að sigri Grindvíkinga. í þeim leik var Birgir Öm Birgisson fjarri góðu gamni en nú var hann með og sýndi hvers hann er megnugur undir körfunni. Krístinn var frábær í seinni hálfleik, Konráð, Williams, Kristján og Haf- steinn góðir og Böðvar fann sig vel. Þórsliðið barðist geysilega vel í vörn og sókn og uppskar sanngjarnan sig- ur. Lykilmenn Grindvíkinga fundu sig ekki. Myers hvarf í seinni hálf- leik, Guðmundur var frekar daufur og aðeins Helgi Jónas og Hjörtur létu verulega að sér kveða í lokin. Keflvíkíngar kafsigldu Tindastól í síðari háifleik Keflvíkingar gerðu góða ferð til Sauðárkróks og sigrúðu 69:88 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 41:41. Leikur- Björn inn var J'afn °S Björnsson spennandi í fyrri skrífar frá hálfleik og voru Sauöárkróki Burns og Gunnar Einarsson í aðalhlutverki hjá Kefla- vík en Pétur Guðmundsson og Torrey John hjá heimamönnum. Stax í byijun seinni hálfleiks skipti um því Keflvíkingar komu mjög grimmir til leiks á meðan Tindastóls- menn röðuðu á sig villum og um miðjan hálfleikinn voru þrír þeirra komnir með fjórar villur. Keflvíking- ar juku forskotið jafnt og þétt og um miðjan hálfleikinn var aldrei spuming hvort liðið myndi sigra. Keflvíkingar voru nánast með kennslustund fyrir heimamenn á lokamínútunum. Burns, Jón Kr. og Gunnar Einars- son voru bestu leikmenn gestanna en Torrey John var sá eini sem sýndi góðan Ieik í liði heimamanna. Skallagrímur sterkari í nágrannaslag Skallagrímur vann liðsmenn Akraness 94:80 í jöfnum bar- áttuleik í Borgarnesi á sunnudaginn. mmmm Heimamenn höfðu Theodór yfirhöndina nær all- Þórðarson an leikinn en náðu skrifarfrá aldrei að hrista Borgarnesi Skagamennina alveg af sér fyrr en á lokamínútunum. „Skagamenn vantar þá breidd sem við Borgnesingar höfum,“ sagði Ari Gunnarsson einn af bestu leikmönn- um Skallagríms sem skoraði 21 stig í þessum leik, þar af fjórar mikilvæg- ar 3ja stiga körfur. „Vömin er smoll- in saman hjá okkur og liðsheildin er orðin mun sterkari. Það rúllar ekkert lið yfir okkur í dag og það er virki- lega gaman að spila eftir fimm sigra í röð. Þá má ekki gleyma okkar frá- bæru áhorfendum sem bregðast okk- ur aldrei.“ Þessi leikur var dæmigerður ná- grannaslagur. Mikil spenna, barátta og mistök á báða bóga frá fyrstu mínútu í bland við stanslaus öskur og fagnaðarlæti frá troðfullri áhorf- endastúkunni, sem skipuð var stuðn- ingsmönnum beggja liðanna. Heimamenn sigu fljótlega nokkr- um stigum fram úr Skagamönnum og héldu síðan 3 til 7 stiga forskoti út nær allan leikinn. í leikhlé var staðan 35:31 fyrir heimamenn. Miklu munaði að vörninni tókst að halda Milton Bell niðri og skoraði hann ekki nema 8 stig fram að leikhlé. Skagamenn byijuðu af miklum krafti eftir leikhlé og náðu að jafna 43:43 eftir 5 mínútna leik. En það var eins og aukinn kraftur færðist í liðsmenn Skallagríms í hvert sinn sem Skagamenn nálguðust þá um of og svöruðu þá oft með 3ja stiga körfum og náðu þá aftur forskoti sínu. Skagamenn náðu að jafna aftur um miðjan síðari hálfleikinn, 60:60, og halda í við heimamenn þar til um 3 mínútur voru eftir af leiktímanum. Þá sýndu leikmenn Skallagríms styrk liðsheildarinnar og náðu öruggu for- skoti og sigruðu með 14 stiga mun, 94:80. Liðsheildin var mjög góð hjá Skal- lagrími en bestir voru þeir Alexand- er, Ari Gunnarsson og Bragi Magnússon. Hjá ÍA voru þeir Harald- ur Leifsson og Bjarni Magnússon bestir, þá átti Milton Bell mjög góðan seinni hálfleik. Þreytt að Hlíðarenda að ivar Benediktsson skrifar Það var þreyta yfir leikmöúnum Vals og KR er liðin áttust við Hlíðarenda á sunnudagskvöidið. Leikurinn var lítið augnayndi, íjölda- mörg mistök litu dagsins ljós beggja vegna jafnt í vöm og sókn og nokkrir kaflar komu í leikn- um þegar leikmenn hittu ekkert í körfurnar. Leikurinn var í jámum í fyrri hálfleik en í þeim síðari tókst leikmönnum KR að hysja upp um sig og gera það sem þurfti til að tryggja sér sigur, 90:82. Leikurinn fór rólega af stað og eftir fimm mínútur höfðu aðeins ver- ið gerð fjórtán stig og það var ekki góðum varnarleik að þakka. Hvomgu liði tókst að rífa sig upp úr meðal- mennskunni ef undan er skilinn einn leikmaður, Ragnar Þór Jónsson, Valsari. Hann hélt sínum mönnum inni í leiknum með því að skora tutt- ugu og eitt stig í fyrri hálflefk af þijátíu og sjö og Hlíðarendadrengir höfðu eins stigs forystu í hálfleik, 37:36. í upphafi síðari hálfleiks tóku KR-ingar af skarið. Þeir bættu varn- arleik sinn frá því sem var og Vals- menn áttu ekkert svar. Þeir lentu strax tíu stigum undir og sá munur hélst meira og minna allt til leiks- loka. Áferð leiksins skánaði lítið í síðari hálfleik. Ragnar Þór var eini leikmaður Vals sem náði sér á strik. Ronald Bayless var aðeins skugginn af sjálf- um sér og gerði aðeins 20 stig, þar af 12 á síðustu sjö mínútum leiks- ins. KR liðið var jafnt og sigraði fyrst og fremst á góðri vöm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.