Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 C 5 Varamarkvörðurínn komy sá og sigraði Tékkinn Pavel Srnicek sýndi snilldarleik í marki Newcastle á St. James Park Reuter DENNIS Wlse fagnar John Spencer (t.v.) eftir að hann skoraði mark Chelsea gegn Arsenal á Highbury. Myndin er dæmigerð fyrir lelkinn — leikmenn Arsenal voru á hælunum. Batistuta var hetja Fiorentina LEIKMENN Newcastle hafa náð sjö stiga forskoti á Man- chester United í baráttunni um Englandsmeistaratitlinn, eftir að þeir lögðu Everton að velli, 1:0, á St. James Park. Heima- menn léku tíu í 56 mín., þar sem John Beresford fékk að sjá rauða spjaldið fyrir brot á Andrei Kanchelskis, sem var kominn einn inn fyrir New- castle-vörnina. Newcastle hef- ur unnið alla heimaleiki sfna og það var Les Ferdinand sem skoraði sigurmark liðsins á 18. mín., eftir frábæra sendingu frá Peter Beardsiey - sautjánda mark Ferdinands í deildinni. Leikmenn Everton, sem höfðu ekki tapað sex leikjum í röð, réðu ekkert við tékkneska mark- vörðinn Pavel Srnicek, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunariiði Newcastle í vetur - tók stöðu Shaka Hislop, sem er meiddur. Eftir leikinn hrós- aði Kevin Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, Srnicek í hástert - sagði að hann hefði verið stór- kostlegur í markinu. „Pavei var undir pressu og það er ekki auð- velt að leika við þannig kringum- stæður, hann var frábær og sýndi hvers vegna hann er hetja hér.“ Srnicek varði vel skot frá Daniel Amokachi í fyrri hálfleik, en há- punkturinn var þegar hann varði skot frá Anders Limpar - knöttur- inn breytti stefnu þegar hann hafn- aði í varnarmanninum Steve How- ey. „Hvernig hann fór að því að veija skotið er mér óskiljanlegt. Ég er þess fullviss að enginn annar markvörður hér í landi hefði getað leikið þetta eftir,“ sagði Kevin Keegan. Arsenal varð að sætta sig við jafntefli gegn Chelsea heima, 1:1. Það var ekki fyrr en leikmenn Arsenal voru tíu - Steve Bould var rekinn af leikvelli á 78. mín., eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald - að leikmenn Arsenal fóru að sýna tennurnar, en þeir höfðu fram að því leikið sem höfuð- laus her, enda miðvallarspil liðsins máttlaust. Þess má geta að þetta er annar leikur Arsenal í röð, þar sem miðvörður liðsins er rekinn af leikvelli - Tony Adams fékk að sjá rauða spjaldið í leik gegn Sout- hampton helgina áður. lan Wright fékk gullið tækifæri til að jafna og Paul Merson átti skot sem hafnaði á þverslánni á marki Chelsea þegar þrjár mín. voru til leiksloka. Það var svo mín. seinna sem bakvörðurinn Lee Dix- son skoraði jöfnunarmark Arsenal með þrumufieyg af 20 m færi - knötturinn hafnaði efst upp í mark- horninu. Dennis Bergkamp lék ekki með Arsenal vegna meiðsla og landi hans Ruud Gullit lék ekki með Chelsea, sem skoraði mark sitt á 24. mín. eftir varnarmistök Arsen- al. Terry Phelan skallaði knöttinn fyrir mark Arsenal, þar sem John Spencer var á auðum sjó og skoraði. Wimbledon, sem hefur leikið fjór- tán leiki.án sigurs, mátti þola tap heima fyrir Tottenham, 0:1, með marki sem Ruel Fox skoraði - hans annað mark í tíu leikjum síðan hann kom til Tottenham frá Newcastle. Hann skoraði markið sex mín. fyrir leikslok með skalla - í leik sem Wimbledon átti að vinna. Það var markvörður Tottenham, Ian Wal- ker, sem kom í veg fyrir það með snilldarleik og Tottenham getur þakkað honum að liðið hefur leikið níu leiki í vetur á útivelli, án þess að tapa. Alan Shearer var hetja Black- burn á Ewood Park - hann skoraði sitt 23. mark á keppnistímabilinu á 42. mín. og nægði það til sigurs gegn Middlesbrough, sem endaði leikinn með tíu leikmenn inn á, eft- ir að Derek White var rekinn af leikvelli. Shearer hefur skorað átján deildarmörk. David Hirst og Belgíumaðurinn Mark Degryse skoruðu báðir tvö mörk þegar Sheffield Wed. vann stórsigur, 6:2, á Leeds. Fowler skoraöi tvö Robbie Fowler skoraði bæði mörk Liverpool gegn Manchester United, 2:0, á Anfield Road. Liverpool hefði hæglega getað skorað fleiri mörk ef leikmenn liðsins hefðu náð að nýta fjölmörg tækifæri sem þeir fengu. Fowler skoraði fyrra mark sitt úr aukaspyrnu af 25 m færi - Peter Schmeichel, sem lék á ný í marki United, misreiknaði sig illa og fraus á marklínunni. Þremur mín. fyrir leikslok bætti Fowler öðru marki við - hans 50. marki fyrir Liverpool, eftir frábærlega vel útfærða skyndisókn. „Þetta var miklu sætara en jafn- teflið, 2:2, á Old Trafford í októ- ber. Þá snérist allt um endurkomu Cantona eftir átta mánaða bann - hann skoraði þá úr vítaspyrnu og tryggði United jafntefli. Nú snérist allt um Liverpool. Frá því að dómar- inn flautaði leikinn á, tókum við völdin og gátum skorað fleiri mörk,“ sagði Fowler. . Roy Evans, framkvæmdastjóri Livérpool, var ánægður með sína menn: „Það var gaman að leggja United að velli með glæsibrag. Við lékum stórkostlega. Ef Peter Schmeichel hefði ekki verið í mark- inu, hefði Stan Collymore skorað þrennu." Þess má geta að Schmeichel varði átta skot frá Collymore, sem lék sinn besta leik síðan hann var keyptur á 8,5 millj. pund frá Forest. ARGENTÍNSKI landsliðsmað- urinn og fyrirliði Fiorentina, Gabriel Batistuta, skaut liði sínu upp í annað sætið á Ítalíu, þegar hann skoraði tvö mörk í sigur- leik gegn Atalanta, 3:1. Fiorent- ina vann sinn þriðja leik í röð og er nú aðeins einu stigi á eft- ir AC Milan, sem varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, heima gegn Torínó. Batistuta hefur skorað tíu mörk á keppnistímabilinu og er markahæstur ásamt Protti hjá Bari. Eeftir áfall í sl. viku, þegar AC Milan var slegið út úr bikar- keppninni af 2. deildarliðinu Bo- logna, kom annað áfall eftir aðeins fjórar mín. á San Siro-leikvellinum í Mílanó, þegar 18 ára Króati, Veldin Karic, fiskaði vítaspyrnu, sem Ruggi- ero Rizzitelli skoraði örugglega úr, eftir að hafa sent markvörðinn Se- bastiano Rossi í öfuga átt frá skoti sínu. Leikmenn Tórínó, sem léku sinn annan leik undir stjórn þjálfarans Franco Scoglio, voru ekki yfir nema í sex mín., en þá var Boban búinn að jafna með föstum skalla, eftir homspurnu frá Roberto Baggio. Eft- ir það léku leikmenn Tórínó nær all- an leikinn inni í vítateig sínum, en „Draumaframlínan“ Baggio, Weah og Marco Simone náði ekki að bijóta varnarmúr gestanna niður. Parma varð að sætta sig við jafn- tefli, 1:1, gegn Bari í leik seni Hristo Stoichkov kom inná sem varamaður og Kólumbíumaðurinn Asprilla var rekinn af leikvelli fyrir að þrasa í dómara leiksins. Stoichkov náði að blása lífí í leik Parma, sem var und- ir, 1:0, þegar Asprilla var rekinn af leikvelli og lagði hann upp jöfnunar- mark Parma, 1:1, sem Alessandro Melli skoraði á 89. mín. Igor Protti skoraði mark Bari úr vítaspyrnu á 45. mín. Lazíó, sem hafði tapað þremur leikjum í röð, vann Sampdoria í mikl- um markaleik, 6:3. Giuseppe Sig- nori, sem hafði ekki skorað mark frá því í október, skoraði tvö mörk fyrir Lazíó. Leikmenn Roma fögnuðu fyrsta sigri, 0:2, liðsins í Napoli í sjö ár með mörkum frá Svíanum Jonas Thern og Marco Delvecchio, sem kom inná sem varamaður í seinni hálfleik - hann fékk síðan að sjá rauða spjaldið. Leikmenn Cagliari undir stjórn þjálfarans Giovanni Trappatoni hafa leikið fimm leiki í röð án þess að tapa - þeir urðu fyrstir til að fagna sigri, 0:1, á heimavelli Vicenza í 27 mánuði. Guðni var rekinnaf leikvelli GUÐNI Bergsson, landsllðs- fyrirliði og leikmaður Bolton, var rekinn af leikvelli á laug- ardaginn þegar lið hans heim- sótti QPR í ensku úrvalsdeild- inni. „Eg veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var < eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma,“ sagði Guðni um atvikið. Tveir leik- menn St. Germain sáu rautt PARÍSARLIÐIÐ St. Germain hélt sigurgöngu sinni áfram - lék sinn ellefta leik í röð í Frakklandi án taps, þrátt fyrir að leikmenn liðsins voru aðeins níu þegar flautað var til leiks- loka í leik gegn St. Etienne, 1:1. Daniel Bravo fékk að sjá rauða spjaldið eftir aðeins níu min. fyrir gróft brot og sjö mín. fyrir leikslok fékk Francis Llacer að sjá rauða spjaldið. St. Etienne skoraði á undan, þegar Jean-PhiLippe Sechet, fyrrum leikmaður St. Germain, skoraði úr vítaspyrnu. Aðeins þremur mín. seinna var Pa- namamaðurinn Julio Cesar Dely Valdes búinn að jafna með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Þegar franskir knattspyrnu- menn fara í þriggja vikna jóla- frí, hefur Parísarliðið sex stiga forskot á Lens og Auxerre, sem gerðu markalaust jafntefli í Lens. Heimamenn misnotuðu vítaspyrnu í leiknum. Enn baulað á leikmenn Barcelona ATLETICO Madrid heldur tveggja stiga forskoti sínu á Spáni - liðið fagnaði sigri, 1:0, gegn Valencia. Jose Luis Caminero skoraði sigurmark liðsins á siðustu mín. leiksins. Sigur liðsins hefði getað orðið stærri, maðurinn sein kom í veg fyrir það var landsliðsmark- vörður Spánverja, Andoni Zubizarreta, sem átti frábæran leik í marki Valencia. Espanyol er tveimur stigum á eftir At- letico, eftir sigur gegn Oviedo, 2:1. Rúmenski landsliðsmaðurinn Gheorghe Popescu tryggði Barcelona sigur, 1:0, gegn Sporting Gijon á Nou Camp í Barcelona, þar sem áhorfendur bauluðu enn einu sinni á leik- menn Barcelona er þeir gengu af leikvelli. Julio Salinas, fyrr- um leikmaður Barcelona, var - nær búinn að jafna fyrir Gijon - skot hans hafnaði í stöng. Real Madrid lagði Celta Vigo að velli 1:0 og er liðið í sjötta sæti, ellefu stigum á eftir ná- grannaliðinu Atletico. Alvaro Benito skoraði mark Real Madrid.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.