Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 8
ÞOLFIMI Magnúsfimmti á HM í París Magnús Scheving, íslands- meistari í þolfimi og núver- andi Evrópumeistari, hafnaði í fimmta sæti af 36 keppendum í einstaklingskeppni karla á heims- meistaramótinu í þolfimi sem var í fyrsta sinn haldið undir merkjum Alþjóða fimleikasambandsins. Mótið fór fram í París í Frakk- landi og lauk á sunnudaginn. Magnús hlaut 30,300 stig en sigur- vegarinn sem var frá Brasilíu hlaut 33,800 stig, en Frakki var í öðru sæti. Efstur meðal Norðurlandabúa Magnús var einnig í fimmta sæti í undankeppninni sem fram fór daginn áður og komust sjö efstu í úrslitin og hélst sama röð þar. Hann var efstur á meðal Norð- urlandabúa á mótinu. Þess má geta að hann tognaði á þumal- fingri í síðustu viku, en það háði honum ekki í keppninni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson MAGNÚS Scheving, íþróttamaður ðrsins, náði fimmta sæti á heimsmeistaramótlnu í París. Austurríkis- menn sig- ursælir AUSTURRÍSKIR skíðamenn voru sigursælir í heimsbik- arnum um helgina, bæði í karla- og kvennaflokki. Hans Knaus frá Austurríki kom mjög á óvart er hann vann fyrsta heimsbikarmótið á ferlinum í Altea Badia á Ítalíu á sunnudaginn. Hann náði besta tímanum í báðum um- ferðum í stórsvigi og og kom þar með í veg fyrir að Sviss- lendingurinn Michael Von Griinigen næði 100 prósent árangri í stórsvigi á þessu tímabili. Von Griinigen varð annar og Alberto Tomba varð að gera sér þriðja sætið að góðu þrátt fyrir góðan stuðn- ing 30 þúsund ítalskra áhorf- enda. „Þegar ég keppti hér í fyrsta sinn fyrir þremur árum og sá Tomba sigra, dreymdi mig um að feta í fótspor hans og því er þessi sigur eins og að draumurinn hafi orðið að veruleika," sagði Knus. Austurríkismenn geta verið ánægðir með helgina því á laugardag sigraði Ólympíu- meistarinn Patrick Ortlieb í bruni í Val Gardena. Og ekki nóg með það því Michaela Dorfmeister og Elfi Eder sigruðu í bruni og svigi kvenna í St Anton. SKÍÐI Styrkja Kristin um 1,3 milljónir á ári NOKKUR fyrirtæki á Norður- landi hafa tekið sig saman og gert með sér samning um að styrkja skíðakappann Kristin Björnsson frá Ólafsfirði á næsta ári og gera honum þannig kleift að einbeita sér alfarið að skíða- íþróttinni. Þetta eru Ólafsfjarð- arbær, Arni Helgason, Garðar Guðmundsson hf., Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf., Kaupfélag Ey- firðinga, Magnús Gamalíelsson hf., Sparisjóður Ólafsfjarðar, Sæberg hf. og Vélsmiðja Ólafs- fjarðar auk Skíðasambands ís- lands. Styrktarsamningur þessi Kristinn Björnsson. er að verðmæti 1,3 milljónir króna. Samningurinn er til eins árs með möguleika á framleng- ingu. Kristinn hefur dvalið er- lendis við æfingar meira og minna í fímm ár og þar af síð- ustu tvö árin í Schladming í Austurríki. Hann er í 47. sæti á heimslistanum í risasvigi og hef- ur verið að bæta sig mjög í svigi og er kominn 190. sæti á heims- listanum í þeirri grein. Stærsta mót vetrarins er heimsmeistara- mótið í Sierra Nevada á Spáni í febrúar og þar verður Kristinn á meðal keppenda. FIS semur viðkaffi- framleið- endur í Kolumbíu SAMBAND kólumbiskra kaffiframleiðenda (Cafe de Colombia) er nýr styrktar- aðili Alþjóða skíðasam- bandsins, FIS. Skrifað var undir fimm ára samning í Kolumbíu á dögunum. Samningurinn tryggir FIS andvirði 900 milljóna króna á ári næstu fimm árin. Dæhlie nálgast met Svans BJÖRN Dæhiie, Ólympíumeist- ari í sklðagöngu frá Noregi, hefur haft mikla yfirburði það sem af er keppni heimsbikars- ins í vetur. Hann vann 29. heimsbikarmót sitt I Santa Cat- erina á Ítalíu á suunudag og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til jafna met Svíans Gunde Svans, sem hafði mikla yfírburði á árunum 1970 og 1980. Dæhlie, sem vann þrenn gull- verðlaun á ÓL í Albertville 1992 og bætti tveimur í safnið á ÓL í Lillehammer á síðasta ári, er nokkuð viss um að bæta mete Svans því hann hefur unnið fimm af sex heimsbikarmótum í vetur. Hann hefur nú hlotið 580 stig af 600 mögulegum í stigakeppni heimsbikarsins og er 176 stigum á undan Vladim- ir Smirnov sem er annar. Reuter BJÖRN Dæhlie hefur verið nær ósigrandi í göngubrautinni í vetur og hefur 29 sinnum sigrað á heimsbikarmótl. Hann fagnaði tvívegis í Santa Caterina á Ítalíu um helgina. IIVO UIIMIOM ENGLAIMD: 1X1 112 112 1112 ITALIA: 2 X2 1X2 111 11X1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.