Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 B 3 Nýjar bækur • KOMIN er út barnabók eftir þau Brian Pilkington og Kate Harri- scn og nefnist hún Tóta og Tjú- tj i. Þar|segir frá lítilli stúlku sem eignast furðulegan félaga. Þetta er fyrsta bók Kate Hárrison en Brian Pilkington hefur safhið og mynd- skreytt fjölda barnabóka sem hafa verið gefnar út víða um heim og notið vinsælda. í kynningu segir meðal annars: „Fallegi, margliti steinninn sem Tóta litla fann í fjörunni reyndist geyma stórkostlegt leyndarmál - lítið furðudýr sem sagði ekkert nema tjú-tjú! Tóta gaf dýrinu þess vegna nafnið Tjú-tjú og það varð besti vinur hennar.“ Útgefandi erlðunn. Bókin er skreytt litmyndum Brians Pilking- ton. Bókin er 28 blaðsíður, prentuð íPrentbæ hf. Nanna Rögnvaldar- dóttirþýddi textann. Verð bókar- innarer 1.280 krónur. ( Tímarit • STYRKTARFÉLAG íslensku ópeninnar hefur enn á ný gefið út Óperublaðið og er þetta níundi árgangur blaðsins. Blaðið er tileink- að stærstu óperuuppfærslu Óper- unnar á leikárinu, Madame Butt- erfly, og er þar að fínna umfjöllun um sýninguna ásamt gagnrýni Ólafs Gíslason- ar. Þá er sagt frá Carmina Burana sem einnig er á fjölum Óperunn- ar um þessar mundir og næstu frumsýningum Óperunnar á barnaóperett- unni Hans og Grétu, 13. janúar, og Galdra-Lofti, 1. júní. Halldór Hansen skrifar grein um „gömlu söngvarana" og teknar eru saman umsagnir um ís- lenska söngvara erlendis og sagt frá hvað hefur drifið á daga þeirra og hvað framundan er. Niflungahringur Wagners á stór- an sess í blaðinu en þar er meðal annars sagt frá ferð íslendinga til Bayreuth og stofnun Wagnerfélags. Ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins erArni Tómas Ragnarsson ogfæst það í Islensku óperunni. Árni Tómas Ragnarsson Skorinorður og kappsamur BOKMENNTIR Ævisaga KÓNGUR UM STUND Gunnar Bjamason, ævi og starf eftir Ömólf Ámason. 341 bls. Útg. Orms- tunga. Prentun: G. Ben. Edda prent- stofa hf. Seltjarnamesi, 1995. Verð kr. 3.490. valdi hann ríkar konur, fullorðnar vel, en ungar stúlkur til ásta. Börn hans fæddust utan hjónabands og er mikill ættbogi frá honum kom- inn. Benedikt, sonur Kristjáns, varð prestur á Grenjaðarstað. Þar með hafði ættin numið land í Suð- ur-Þingeyj arsýslu. HALLDÓR Pálsson búnaðar- málastjóri var einu sinni að horfa á sjónvarp ásamt nokkrum sam- starfsmönnum þegar mynd af sebrahestum birtist á skjánum. Þá segir Halldór: »Að sjá þessi kvik- indi. Þetta eru sosum glæsilegar skepnur, það vantar ekki, en þrjóskar og ótemjanlegar og alger- lega gagnslausar. Alveg eins og hann Gunnar Bjarnason.« Vafalaust hefur viðstöddum verið skemmt. En líkast til engum fremur en Gunnari sjálfum þegar orðin bárust honum til eyrna. Skot af þessu tagi eru mörg í sögu hans og Örnólfs Árnasonar. Gunn- ar Bjarnason breiðir ekki yfir bresti sína. Ekíö miklast hann heldur af hæfileikum sínum. Ævi- starfið var honum hugsjón. Fyrir henni barðist hann af eldmóði. En eldmóður og hugsjón er nokkuð sem ekki verður svo auðveldlega tamið. Opinberum starfsmanni hæfir betur að segja það eitt sem kerfið ætlast til. Orðsprok búnað- armálastjóra var auðvitað glens. Af því mátti þó skilja að honum þætti Gunnar fara fullgeyst. Gunnar Bjarnason er af hún- vetnskum bændaættum kominn en ólst upp norður á Húsavík. Langafi hans var Kristján í Stóradal, einn ríkasti bóndi í Húnaþingi á fyrri hluta 19. aldar. Hjá Kristjáni í Stóradal fór saman hagsýni og atorka og vafalaust líka nokkur ákafi. Til eiginorðs Örnólfur Árnason Gunnar Bjarnason Nú situr Gunnar í hægindastóli ellinnar eins og hann orðar það sjálfur og horfir um öxl yfir farinn veg og segir frá. Hann hefur ver- ið mikið á ferðinni um dagana, bæði í eiginlegum skilningi og af- stæðum. Og jafnan gustað af hon- um hvar sem hann hefur farið. Sem barn og unglingur var hann fjörmikill og baldinn, eða svo lýsir hann sér sjálfur. Hann ólst upp á mannmörgu heimili, systkinin voru þrettán. Þar í föðurhúsum gilti agi og reglusemi. Vinir og venslamenn léku líka stór hlutverk í lífí fjölskyldunnar. í starfi sínu kynntist Gunnar svo fjölda manna. Eru mannlýsingar hans skörpum dráttum dregnar og gagnorðar. Stjórnmálamenn buðu í hann með- an hann var enn ungur og upp- rennandi. Hann fór meira að segja í framboð. Skjótt fékk hann að reyna að í pólitíkinni nær góður vilji skammt; þar ráða hagsmunir. Jónas Jónsson frá Hriflu kom hon- um í skilning um það. Sem að líkum lætur er Kóngur um stund ekki aðeins um menn heldur líka um hesta. íslenski hest- urinn var ekkert glansnúmer á verald- arvísu þegar Gunnar gerðist hrossaræktar- ráðunautur. Nú er hann orðinn víðfræg- ur og eftirsóttur í mörgum löndum. Kynning íslenska hestsins erlendis hef- ur ekki komið af sjálfu sér. Allt slíkt kostar fyrirhöfn og peninga. Um þátt bókarhöf- undar, Örnólfs Árna- sonar, er ekkert að segja nema gott eitt. Örnólfur er enginn byijandi í ævisagnaritun. Meðal slíkra er hann örugglega í fremri röðinni. Öðrum betur er honum lagið að fá sögumenn til að tjá sig, opna hug sig, segja frá hrein- skilnislega, skipulega og tepru- laust. Hann getur jafnvel töfrað upp úr þeim leyndarmál! Þar að auki tekst honum að blása lífi í fræði sem eru í eðli sínu þurr eins og til að mynda ættartölur. Hér í sögu Gunnars tekst honum að nýta til fulls sögugleði viðmælanda og tengja saman mismunandi efn- isþætti svo úr verður samfelld heild. Þegar meginmáli sleppir taka við nafnaskrár, manna og hesta, og ná þær yfir hátt í hundrað síð- ur! Örugglega mun margur fínna vorilm í vitum sér við lestur þess- ara líflegu endurminninga. Erlendur Jónsson BOKMENNTIR Ævisaga KRISTBJÖRG ÞORKELÍNA Saga leikkonunnar Kristbjargar Kjeld eftir Jórunni Sigurðardóttur. 310 bls. Útg Bjartur. Prentun: Gut- enberghf. Reykjavík, 1995. Verð kr. 2.980. Leikhúslíf KRISTBJÖRG ÞORKELÍNA. Hvers vegna er bókin látin heita svo? Leikkonan hefur ekki gengið undir því nafni hingað til. Nöfn af þessu tagi — karlanöfn með kven- kynsendingum — voru í tísku um aldamótin síðustu. Nú er öldin önn- ur. Er höfundurinn ef til vill að gefa í skyn að hér með sé lesandanum hleypt inn á gafl hjá leikkonunni? Honum standi til boða að kynnast henni náið í eigin persónu, hún muni koma til dyranna á morg- unsloppnum og segja allt? Eða eiga þetta að vera — á vondu máli sagt — eins konar kumpánlegheit? Skemmst er frá að segja að Krist- björg Þorkelína er að vísu persónu- saga. En trúnaðarmálum er ekki veifað þar að óþörfu. Nokkuð er greint frá bernsku og æsku leikkon- unnar en mest þó frá starfi hennar í leiklistinni — í leikhúsum og kvik- myndum. Má því ætla að leikhús- mönnum og áhugafólki um leiklist þyki fengur að bók þessari. Leikkon- an er búin að birtast á sviðinu í fjörutíu ár, skila mörgu hlutverki og standa sig með prýði. Að lestri loknum véit maður meira um dag- legt líf leikarans, bæði á sviði og að tjaldabaki. Faglega hliðin fær sína úttekt sem að líkum lætur. En leikkonan gleymir ekki heldur til- fínningalegu hliðinni. Mannlegi þátturinn vegur augljóslega þungt í athöfnum leikarans. Leikari er geðbrigðum háður eins og aðrir. Auk þess útheimtir list hans náið samstarf við annað fólk. Svo marg- ir eru nefndir hér til sögunnar — menn og staðir og leik- verk — að nafnalistinn fyllir tólf síður. Kristbjörg Kjeld segir sem sé frá lífi og starfi leikarans en minna frá einkalífinu að öðru leyti en því sem það fléttast sam- an við daglega starfið. Þetta er saga leikkonu með áherslu á fyrsta atkvæði. Vafalaust er frásögn hennar sem slík nokkuð trúverðug. Leikarinn er engin hversdagshetja. Frem- ur má segja að hann sé hátt yfir hversdags- Kristbjörg Kjeld þar né leikbókmenntir«. Frá sæti áhorfandans séð bar ekki á öðru en Þjóðleikhúsið starf- aði með sóma allan þann tíma sem Guðlaugur var þar við stjórn. Þá hörðu gagnrýni, sem hann varð fyr- ir, oft og einatt, hefur því vafalaust mátt rekja til annarra orsaka; sam- skipta við einhverja leikara og aðra sem hagsmuna áttu að gæta. En meira um Guð- laug. Sagt er að hann hafi hlotið stöðuna vegna þess að hann hafi »sýnt ágæta stjóm- unarhæfni sem formað- ur framkvæmdastjóm- ar alþingishátíðarinnar árið 1930«. Það er ekki rétt. Magnús Kjaran hafði veg og vanda af þeirri hátíð. Þar á móti var Guðlaugur fram- kvæmdastjóri lýðveldis- hátíðar 1944. »Svo var leikann hafinn. Eða svo kemur hann að minnsta kosti fyrir sjónir áhorf- endum. Einatt stendur hann í sviðs- ljósinu. Verk sitt vinnur hann í ann- arra augsýn. Fáir eiga fleiri sam- starfsmenn. Og Kristbjörg Kjeld ber samstarfsmönnum vel söguna. Ómaklega er þó hallað á Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhússtjóra, sagt að hann hafi ekki haft mikla reynslu og jafnvel ekki heldur mikla innsýn í innra starf leikhúss og listamanna hann auðvitað félagi í Framsóknar- flokknum,« segir ennfremur. Hvers vegna »auðvitað«? Þjóðleikhúsið er á fleiri en einum stað kallað »óskabarn þjóðarinnar«. Þau orð höfðu löngu fyrir daga þess fest við allt annað og eldra fyrirtæki. Gefið er í skyn að Sigurður Guð- mundsson málari hafi verið á lífi um 1890 eða 60 árum áður en Þjóð- leikhúsið »opnar loks dyr sínar fyrir áhorfendum«. Það reikningsdæmi Gabriel Garc- ia Marquez gengur engan veginn upp. Sigurður málari lést 1874, 41 árs að aldri. Um Uppstigning Nordals, sem sviðsett var 1966, segir svo: »Verk- ið er gamaldags og mikið bókverk sem gefur ekki mikla möguleika til leiklistarlegrar túlkunar.« Hvað er ekki gamaldags? Um það má deila. Víst er að leikritið Uppstigningþótti vera mikið framúrstefnuverk þegar það var fyrst sett á svið tuttugu árum áður. Hljóðlátt er það, satt er það, en með þungum undir- straumi og krefst því ýtrustu nær- færni í túlkun; ágætt skáldverk en varla meira bókverk en gekk og gerðist á þeim tíma. Sögumaður hefur sínar skoðanir og liggur ekki á þeim. Höfundur hefur líka sínar skoðanir og við þvi er ekkert að segja ef rétt er með farið. En að sjálfsögðu ber höfundur ábyrgð á texta sínum gervöllum, einnig því sem hann skráir eftir sögumanni. Allir höfundar reyna að vanda verk sitt. Hæfileikar og reynsla ráða svo hvernig til tekst. Við ritun bók- ar af þessu tagi þarf margs að gæta. Munnlega frásögn þarf oft að lagfæra áður en úr verður greinargóður, prentaður texti. Upp- hafning í stíl eins og: »Það er ólýs- anlegt hvað það gefur mikinn kraft þegar það skapast heildarflæði og allir njóta sín . . . .« — hefur ekki alltaf þau áhrif sem til var ætlast. Þrisvar sinnum »það« í stuttri máls- grein er líka of mikið af svo góðu. Venjulegt mannamál er alla jafna áhrifameira, eins þótt verið sé að ræða merkileg málefni. Fjöldi mynda prýðir bókina. Skýrt og vel eru þær prentaðar en sumar helst til smáar til að þeirra verði að fullu notið með berum augum. Erlendur Jónsson Nýjar bækur UM ÁSTINA ogannan fjára eftir Gabriel Garcia Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar er komin út. Þetta er nýjasta skáld- saga Nóbelsskáldsins frá Kólumb- Lr,- Kveikja þessarar skáldsögu er atvik sem henti höfundinn árið 1947 þegar hann starfaði sem blaðamaður og fylgdist með því þegar gam- alt klaustur, klaustur heil- agrar Klöru var rifið og tæma þurfti fjölda- margar grafir undir því, eða eins og segir í formála: „Hið fréttnæma var að finna í þriðja múrskotinu á megina- ltarinu, við hliðina á púltinu með Guðspjallinu. Legsteinninn fór í mask um leið og hakinn lenti á honum og lifandi hár sem var á litinn eins og dökkur kopar hrundi úr hólfinu. „Ástin er mín eina hugsjón,“ var einhverntíma haft eftir Garcia Marquez og þungmiðja þessarar bókar er hin sígilda spurning um ástina,“ segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin kom út í Heimsbókmennta- klúbbi Máls og menningar ísíðasta mánuði, en ernú komin á almenn- an markað. Hún er 144 bls. prent- uðí Svíþjóð. Kápuna hannaði Ro- bert Guillemette. Verð: 2.980 kr. • BLOSSINN er eftir John Hers- ey. „Ótrúlegur atburður gerðist fyrir 50 árum. Heilli stórborg var á einu andartaks augnabliki eytt með einni lítilli sprengju. Hátt í hundrað þúsund manns létu lífið samstundis, önnur hundrað þúsund stórsködduðust af geislun og bruna. Víst var það heimsfrétt, þegar reginkraftur kjarnorkunnar birtist í nær óskiljanlegri eyðingu. Fjölvaútgáfan minnist nú þessa atburðar með því að gefa út hina sígildu bók Johns Herseys um hlut- skipti borgarbúa, dauða og hörm- ungar,“ segir í kynningu. Bókin kállast í íslenskri þýðingu Bergþóru Sigurðardóttur Bloss- inn — Hírósíma borgin sem hvarf. Hún skiptist í fjóra kafla; Hljóðlaus blossi, Eldarnir loga, Styrjöldinni lokið og Eftirköstin, en auk þess fylgja margvíslegar efnislegar upplýsingar um tildrög og tæknilega þætti sprengingar- innar. Bókin er 160 bls. með fjölda mynda sem teknar voru í vítinu. Filmugerð annaðist PMS en prent- un ogbókband G.Ben.-Eddaprent- stofa. Verð 2.280. kr Reynslu- sagaí ljóðum GRÝTT var gönguleiðin eftir Bimu G. Friðriksdóttur er skáld- saga í bundnu máli. Þetta er fyrsta bók Birnu. í kynningu segir: „Bók þessi er skáldsaga, reynslusaga al- þýðukonu, sem fædd var á síð- ari hluta 19. aldar og lauk starfsævi sinni á sauðskinns- skóm með sigg í lófum. Sagan er öll í bundnu máli og saman- stendur af u.þ.b. 1.000 ferhendum með hefðbundnu íslensku rími.“ Bókin er 159 síður. Um prent- vinnslu sá_ Ásprent/POB hf. á Akureyri. Útgefandi er Asútgáfan á Akureyri. Bókin er til sölu hjá Önnu Halldórsdóttur í Hveragerði og Svönu Halldórsdóttur á Dalvík. Birnu G. Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.