Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Felulitir smyglarans BÓKMENNTIR Sög u r DULARFULLI FERJUMAÐURINN Höfundur: Kristján Jónsson. Myndír: Bjami Jónsson. Slgaldborg hf. 1995 — 23 síður 1380 kr. EKKI fer það að verða frétt að Skjald- borg hf. sendi frá sér afburða spennusögu rit- aða af Kristjáni Jóns- syni. Heldur ekki að Skjaldborg sýni efninu þann sóma að ráða snill- inginn Bjarna Jónsson til þess að myndskreyta. Nei, þetta er að verða eins víst og haust fylgir sumri. Það er vel, því margur krakkinn bíður spenntur eftir, hvort Kristján kunni meira að segja frá Jóa, Pétri og Kiddýju Mundu. í þessari bók eru þau skötu- hjúin í starfskynningu í Reykjavík. Eyrarvatn leggst sannarlega ekki í dvala á meðan. Krakkar halda til sundnáms í næsta þorpi. Æsist þá leikur. Strax á fetjubátnum fer snjöllum „afbrotafræðingum“ að berast efni til myndar sem vissulega reynist ekki fögur. Aður dagur nær kvöldi er spjátr- ungurinn Kobbi orðinn stoð og stytta sund- kennarans, Jóakims, þarf ekki að dýfa tá 1 vatn. Hvaða kverkatak hefir Kobbi á ókunnug- um manni? Hrepp- stjórahúfa Ingimundar og „endurhæfinga- stöðin“ hans reynist honum lítil sauðar- gæra, svo augljósar reynast úlfslappirnar. Já, ekki reynist allt sem sýnist, en Skafti sýslumaður, Kiddý Munda, Jói, Pétur og fleiri góðkunningjar koma lífi í skorður á ný, líka í skrokk Kjartans, sem hætt er kominn - fastur við akkeriskeðju á sjávarbotni. Höfundur segir sög- una að mikilli fimi, hraða og spennu sem hrífur unglinga með sér. Höf- undur sér fíkniefnadrauginn stækka og stækka,- veit að hann nærist á börnum og unglingum, leggur því til orrustu við hann, því höfundur ann börnum of heitt, til þess að horfa á skrímslið bryðja þau, aðgerð- arlaus. Bókin er því holl lesning á hverju heimili. En ég vara ykkur við, bókin er háskagripur á heimil- um, þar sem matmálstíma er ekki hægt að hnika, eða þar sem verið er að lesa undir próf, því erfitt er að leggja hana frá sér fyrr en lesn- ing er öll. Mikið hefði ég viljað hafa Kristján við hlið mér, þá ég var að venja skrokk við reyk „heldrimanna“ hér fyrir 40 árum. Þá væri heilsan kannski önnur, og ég með dug til að lögsækja ríkið, sem fíkn mína hefir nært öll þessi ár, framhjá toll- vörðum, hreppstjórum og borðalögð- um sýslumönnum. Það er munur á Jóni og séra Jóni. Teikningar Bjarna eru listavel gerðar, - falla svo að efni, að vart verður betur gert. Umhugsunarverð spennubók. Sig. Haukur. Kristján Jónsson Það sem við erum BOKMENNTIR Ljóó SNIGLAPÓSTUR eftir Birgi Svan Símon- arson. Fótmál 1995. BIRGIR Svan er engum öðrum líkur í ljóðum sínum. Það sannar hann enn með Sniglapóstinum, sem er ellefta ljóðabók hans að undanteknu ljóð- aúrvali 1989. Hæfni hans í að snerta hárfínt athygli lesanda og ráða síðan ferð hennar er hljóðlát en ótvíræð. Tuttugu og átta ljóð eru í Sniglapóstinum. Birgir Svan Mislöng og misgóð en ná samt öll í vitund lesanda með kjarna sínum. Landið, árstíðirnar, örlögin, flétt- að inn í hversdaginn eru aðalyrkis- efni hans hér (bls. 16): Bara Að við gætum setið í myrkri og borðað nýja uppskeru af gijóti setið í myrkri og látið kalt vatn renna um æðar hússins. Bara að við gætum lifað á fegurð landsins saumað föt úr þessu víðfræga lofti. Bara að hraunið og repið breyttist í réttlæti og við gætum setið saman í myrkrinu og vængstýft drauma. Bara að við þyrftum ekki að standa upprétt og horfast í augu. Ljóðið Móðir kær segir allt sem segja þarf um óblíð örlög á Iífs- ferli. í því felst kaldranalegur sann- leikur þess sem er - en um leið skyggni á verðleika ásamt draum- sýn sem í felst einlægt þakklæti (bls. 15): / Ef þú hefðir ekki alltaf þurft / að skúra sömu andlausu gólfin .../ Skáldið yrkir líka um þá sem lánlausir eru í erli daganna (bls. 20): Kjaftfori drykkfelldi dagur oft skorti þig sárlega monnípeníng bijóstbirtu smók og næturstað ég trúi að skuld mín vaxi. Birgir Svan hefur fyrir löngu haslað sér völl meðal athyglisverð- ustu ljóðskálda samtíðarinnar. En birtan hefur ekki enn fallið á verk hans fremur en margra annarra verðugra. Bókarkápa unnin af Guð- rúnu Benediktu Elíasdóttur er eink- ar geðfelld. Jenna Jensdóttir Skeggjastaða- kirkja og -prestar BÓKMENNTIR Þjóöfræði SKEGGJASTAÐIR Kirkja ogprestar 1591-1995. Sig- mar I. Torfason tók saman. Utgef.: Sigmar I. Torfason í samvinnu við Mál og mynd sf. 1995,199 bls. ÁREIÐANLEGA er mismunandi hvemig menn ljúka embættisferli sínum. Síra Sigmar Ingi Torfason vígðist strax að loknu guðfræðiprófi vet- urinn 1944 til Skeggja- staðaprestakalls á Langanesströndum. Þar átti hann síðan allan sinn starfsaldur eða 44 ár uns hann fékk Iausn frá emb- ætti árið 1988 fyrir ald- urssakir. Nú sendir hann frá sér þessa bók sem hann tileinkar fyrrum söfnuði sínum. Það er falleg og hlý kveðja og varla hægt að skila af sér ævistarfi rrieð betur viðeigandi hætti. Bók þessi lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Hún er einkar látlaus að ytra búnaði. Letur er smátt og leturflötur stór. Það er því mun meira lesmál á þessum 200 blaðsíð- um en mann gæti grunað í fyrstu. Bókin er í tveimur aðalköflum. Sá fyrri, sem er langtum styttri, segir frá Skeggjastaðakirkjum svo langt aftur sem heimildir ná. Fyrst er kirkju getið þar um 1200, en frá eignum hennar segir ekki fýrr en 1367 í fyrsta máldaga sem varðveist hefur. Af seinni máldögum og visitazíum höfum við síðan Iýsingu kirkju og eigna. Árið 1845 var byggð timburkirkja sú sem enn stendur og er hún því oi-ðin 150 ára gömul. Vel má vera að sum- um þyki lítið gaman að lesa ævagamla mál- daga, úttektarskýrslur og visitazíuskýrslur. En saga er það samt sem margt getur sagt ef vel er lesið. Aðalkafli bókarinnar segir frá Skeggjastaða- prestum. Um einn er vitað frá því fyrir 1500. Síðan verður eyða til ársins 1591. Þar á eftir er röðin samfelld, 26 prestar (ranglega taldir 27 að því er mér sýnist). Höf- undur hefur safnað saman öllum þeim heimildum sem honum voru tiltækar. Rakinn er æviferill prestanna, kvon- fang, böm (stundum jafnvel drög að niðjatali), embættisfærsla, búskapur og sitt hvað fleira. Kemur margt upp úr kafinu smátt bæði og stórt. Marg- ar þessara lýsinga og frásagna eru bráðskemmtilegar aflestrar, en stund- um einnig fremur smásmugulegar og langdregnar. Sé að því hugað að Skeggjastaða- prestakall hefur lengstum verið talið með fátækari brauðum landsins, af- skekkt, einangrað og erfitt yfirferð- ar, getur maður undrast hversu lengi sumir prestar hafa setið þar í emb- ætti. En til þess að vegna þar vel þurftu prestarnir að vera dugmiklir búmenn. Skeggjastaðajörð þótti góð bújörð fyrir þá sem kunnu að nýta sér hana. Þetta kemur vel fram í frásögnunum. Fróðlegt er að lesa að á Skeggjastöðum sátu eitt sinn þrír feðgar hver á eftir öðrum í liðuga öld samtals. Einhver skemmtilegasta frásögnin (og líklega lengsta) er frá- sögn síra Jens V. Hjaltalíns sem þar var prestur 1867-1873. Hún er áð mestu tekin úr óprentuðum æviminn- ingum hans. Fróðlegt hefði verið að sjá það rit á prénti. Nokkuð er af kveðskap eftir prest- ana og aðra í bókinni og myndir eru þónokkrar. Það er ekki ónýtt fyrir verðandi Skeggjastaðapresta að hafa þessa bók undir höndum til að fræðast um forvera sína, aðstæður þeirra og þann stað sem þeir ætla að starfa á. Sóknarfólki hlýtur hún einnig að vera kærkomin og nokkurt framlag er hún til sögu Islands. Sigurjón Björnsson Sigmar I. Torfason Lengi má manninn reyna BOKMENNTIR Barnabók SVARTA NÖGLIN eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Mál og menning, 1995 - 151 s. GUNNHILDUR skrifar hér um tvíbura sem búa í Reykjavík með fráskilinni móður sinni. Tvíburarnir Hansi og Gréta eru tíu ára og tvö ár eru liðin frá því foreldrar þeirra skildu. Þau hafa gott samband við föður sinn og nýju konuna hans og tilveran með mömmu sem er flugfreyja er alls ekki svo slæm. Vinirnir eru líka margir og góðir. Inn á heimilið flytur síð- an Frissi og móðir þeirra er greinilega hrif- in af honum, enda er hann tungulipur og góð- ur við hana. Frissi geymir annan persónuleika sem smátt og smátt kemur í ljós. Lífið er nokkum veginn í jafnvægi þar til nýi maðurinn flytur inn en þar með fer ýmislegt að fara úrskeiðis. Inn í söguna fléttast líka leynifélagið „Svarta nöglin1'. Leynifélagið leysir spennandi lögreglumái og félagarnir eru líka vel í stakk búnir til að njósna um Frissa þegar þörf krefur. Sagan um Svörtu nöglina og krakkana sem taka þátt í leynifélag- inu er hlý og mannleg og gaman að sjá í barnasögum ömmur sem láta að sér kveða og hafa bein í nefinu. Höfundur lýsir vel óöryggi barnanna, viðbrögðum þeirra þegar þeim er ógnað en ekki síður hve fljót þau eru að fyrir- gefa og fá samúð jafn- vel með þeim sem hafa gert þeim verulega illt. Þreytt mamma er líka ótrúlega sein að trúa þegar að henni er logið og sér helst ekki annað en það það sem hún vill sjá. Eins og vera ber skiptast á skin og skúrir, skemmtileg ferðalög og heimsóknir til Vestmannaeyja sem höfundur gjörþekkir. Þessi innskot létta sög- una og halda uppi hraða frásagnarinnar. Sagan er mjög spennandi og engin leið að leggja hana frá sér fyrr en henni er lokið. I henni er spenna ævintýrsins þegar krakkarnir eru í leynilögregluleik en spennan er ennþá meiri og trúverð- ugri þegar hún fjallar um mannleg samskipti og tilfinningar barna sem eru ein heima og óttast ennþá eina símhringinguna. Sigrún Klara Hannesdóttir Gunnhildur Hrólfsdóttir Úr sjóði minninganna BOKMENNTIR Barnabók SIGGI HREKKJUSVÍN eftir Oddnýju Thorsteinsson. Halla Sólveig myndskreytti. Fjölvaútgáfan, 1995 77 s. UNDIRTITILL minninga höfund- ar segir: Þegar lífíð var leikur: Ævin- týri úr gömlu Reykjavík. Tilurð þess- arar bókar er að sögn höfundar að barnaböm hennar höfðu gaman af að heyra um hvernig börn léku sér í gamla daga. Bókin hefst á að- draganda að þjóðhátíð 1929 og sagt frá því hvernig fullorðna fólkið hugar að hlýjum fötum, mat til hátíðarinnar og hvernig sé mögulegt að komast á staðinn þegar einkabíllinn er ekki al- gengt farartæki. Bókinni lýkur svo á hátíðinni og því sem höfundur upp- lifði þar. Það sem er á milli þessara tveggja tengipunkta er safn stuttra kafla, ýmist lýs- ingar á leikjum, frásagn- ir af því sem börn tóku sér fyrir hendur fyrir rúmum 60 árum - og svo er líka í bókinni frá- saga af dreng sem gengur undir nafninu Siggi hrekkjusvin. Hann er frá barnmörgu heimili, á erfitt og stjúpi hans er vondur við hann og lemur hann. Siggi finnur upp á ýmsu sem tæplega teldist mjög alvarieg afbrot í nútímanum en hann er for- dæmdur og foreldrar vina hans banna þeim að umgangast hann. Loks kemur til sögunnar góðhjartað- ur maður, Stefán, sem nær til hans, hjálpar honum og byggir upp sjálfs- traust hjá honum. Hann kemur hon- um upp í sveit og í bókarlok er Siggi á Þingvöllum og svo virðist sem hann hafi náð tökum á tilveru sinni. Mynd- ir Höllu Sólveigar eru litsterkar, líf- legar og skemmtilegar en miðað við myndina á bls. 9 er ég ekki viss um að listamaðurínn hafi nokkurn tíma hoppað í París! Það er gaman að riíja upp löngu gleymda leiki svo sem „danskan", „karlaparís" og „Yfir“, en höfundur lætur ekki þar við sitja og byggir inn í bókina frásögn af börnum Reykjavíkur árið 1929-1930. Sagan af Sigga hrekkjusvíni og krökkunum í kring gæti þjónað þeim til- gangi að tengja saman leiki og löngu liðin at- vik en það tekst ekki fullkomlega og frásögnin eru því nokkuð sundur- laus. Prófarkalestri er talsvert ábóta- vant. Sigrún Klara Hannesdóttir Oddný Thorsteinsson Niðjatal Guðrúnar og Guðmundar frá Gafli ÚT er komið Niðjatal Guðrúnar Guð- mundsdóttur og Guðmundar Jóns- sonar frá Gafli í Víðidal. í ritinu eru taldir upp allir niðjar þeirra hjóna og birtar myndir af flestum þeirra og mökum þeirra. 1 formála bókarinnar, sem ritaður er af Jóni Torfasyni, segir meðal annars svo: „Undanfarin ár hefur Gísli Pálsson á Hofí gefið út hveija ættartöiubókina af annarri um fólk af norðlenzkum stofni. Nokkrum áhugamönnum um ættfræði meðal afkomenda Guðrúnar Guðmunds- dóttur og Guðmundar Jónssonar kom saman um að fá Gísla til að hafa forgöngu um að safna saman upplýs- ingum frá afkomendum þeirra og skipa því saman í bók.“ Útgefandi er Gísli Pálsson, Hofi í Vatnsdal, en bókin er aðeins til sölu hjá útgefanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.