Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 B 5 Englar af öllum stærðum og gerðum í spor laxveiði- manna í Miðfirði BOKMENNTIR Fræðirit BÓKIN UM ENGLANA eftir Karl Sigurbjömsson. Skálholts- útgáfan 1995 — 96 síður. „ENGLA þekktum við vitaskuld sem börn, þeir voru hluti bænavers- anna og þáttur trúarvitundar. Þó fór svo um margan að verða við- skila við þennan þátt barnatrúar, englar Guðs voru látnir liggja eftir eins og bar- naglingur“ segir séra Karl Sigurbjörnsson í upphafi Bókarinnar ' um englana sem Skál- holtsútgáfan hefur gefið út fyrir jólin. Og séra Karl tekur sér það fyrir hendur í þessari fallegu bók að færa okkur englana á ný - grafa þá upp úr köss- unum þar sem þeir hvíla með hinu jóladót- inu og endurvekja kynni okkar af þessum guðlegu verum sem um aldir hafa lifað svo „góðu lífi í myndlistinni og í sálmum og text- um trúarinnar“ (10). Með fallegum myndum af ýmsum ódauðlegum listaverkum sem tengj- ast viðfangsefninu er rakin saga englanna, allt frá því á fyrsta degi sköpunar að englamir sungu með morgunstjörnunum lofgjörð um sköpun heimsins. Hér er hugmynda- sagan færð í aðgengilegan búning, með tilvísun til samtímans þegar það á við. Eða hversvegna eru vængir og flugtákn svo áberandi í táknsögu mannsins? Getur verið að þau séu „sammannleg frumtákn í undirvitund mannkynsins?“(13). Hvaðan kemur hugmyndin um „sú- permann“? Þannig er hreyft við ýmsum viðlíka spumingum. Svörin liggja að sjálfsögðu ekki ljós fyrir, en hugleiðingin er jafn þörf fyrir það. Hér kynnumst við englum af öllum stærðum og gerðum; við les- um um lítil bústin englaböm, dular- fulla gesti í mannsmynd, skínandi ljósengla og himneska herskara. Við eru leidd í sannleikann um virð- ingarröð engla, hlut- verk þeirra og athafnir ýmislegar, við lesum um hinn fallna Lúsífer og fylginauta hans. Höfundur lætur sér ekki nægja að draga upp lýsingu á við- fangsefninu - hann leggur mat á það; hlut- verk þess og virkni í menningu, trú og sam- félagi. Af öfgalausri skerpu eru hér vaktar áleitnar spurningar um hugmyndafræði nútímans (sem allt eins mætti kalla hug- myndakreppu) - hina svokölluðu nýaldarhyggju. Það leynir sér ekki að bókin er skrifuð af trúuðum manni með fræðilega þekkingu, og þetta tvennt sameinast með góðum ár- angri í þessari gullfallegu bók, þar sem efnið er sett fram á hófstilltan en áhugavekjandi hátt. Allt ytra útlit er til fyrirmyndar og gleður augað. Bókin er þessvegna upp- byggileg og fræðandi, bæði fyrir börn og fullorðna ... enda nokkurs virði að finna engla bernsku sinnar. Ólína Þorvarðardóttir BÆKUR Stangavciði MIÐFJARÐARÁ eftir Steinar J. Lúðvíksson. Um Miðfjarðará, héraðið, jarðirnar, veiðar, veiðistaðalýsingar og veiði- menn. Útg. Fróði — 158 síður. 3.990 kr. BÓKIN um Miðfjarðará eftir Steinar J. Lúðvíksson er að stærstum hluta sniðin að þörfum stangaveiðimanna og þá einkum þeirra sem veitt hafa í Miðfjarð- ará og þverám hennar eða ætla sér að gera það í framtíðinni. Stærsti meginkafli bókarinnar er einmitt leiðarlýsing með bökkum Vesturár, Núpsár og Austurár sem renna saman og heita sam- eiginlega Miðfjarðará síðustu kílómetrana áður en vatnið mætir Húnaflóa. Steinar J. Lúðvíksson er þraut- þjálfaður penni, enda blaðamaður og rithöfundur til margra ára. Textar hans eru því í anda blaða- mannsins, hreinir og beinir og lausir við allt skraut og stemm- ingar. Hins vegar er bókin í stóru broti og mikið skreytt af litmynd- um eftir Rafn Hafnfjörð. Þær eru margar afar fallegar enda Rafn þekktur fyrir annað en óvönduð vinnubrögð við myndatökur, sér- staklega þegar hjartans mál hans stangaveiðin er annars vegar. Verður því nokkurt jafnvægi milli texta og mynda, annað hnökra- laust og úthugsað, hitt fallegt og gleður augað. Það er veiðistaðalýsing Stein- ars sem ber bókina uppi. Annað efni er misjafnlega aðlaðandi. Kaflarnir Sögufrægt hérað, Jarðir og ábúendur, Nytjar árinnar fyrr á tímum, Veiðifélag Miðfirðinga og Veiðieftirlit og átök eru fullir af staðgóðum og nauðsynlegum fróðleik fyrir þá sem bindast ánni, sem allt snýst um, tryggðarbönd- um. Veiðistaðalýsingarnar spanna síður 68 til 127 og eru það efni sem veiðimenn sækja flestir (. Lýsingarnar eru kryddaðar veiði- sögum, sem hafa að vísu flestar verið skráðar áður, en ekki verri fyrir það. Það er vandasamt verk að lýsa jafn víðfeðmu veiðisvæði og Mið- fjarðará sannarlega er, enda samanlagt fjórar ár sem renna loks saman með vel á þriðja hundrað merkta veiðistaði. Eðli hvers veiðistaðar fer ævin- lega eftir árferði, vatnsmagni og hvort veitt er snemma sumars, um há- sumar eða á haustin. Steinar kemst vel frá þessum þrautum og jafnvel kunnugir menn á þess- um slóðum læra eflaust talsvert við lesturinn. Undirritaður hefur t.d. veitt árlega í Miðfjarðará síð- ustu fjögur árin og við þennan lestur var á stundum eins og maður hefði aldrei komið þarna fyrr. Síðasti textakaflinn fjallar um veiðimenn og er það efni misgott. Mér þótti t.d. þeir erlendu veiði- menn sem rætt var við hafa frá fremur litlu að segja. Annar kafli fjallar um gengi sem haldið hefur lengi tryggð við Miðfjarðará og „opnar“ ána ævinlega með mikl- um seremóníum. Sá kafli er einn- ig fremur rýr, með fullri virðingu fyrir genginu. Síðasti kaflinn fjallar um gamla Hólmara sem veiddu mikið-hér á árum áður. Þar kveður við annan tón, frá- sögnin er hressileg og full af skemmtilegum veiðisögum og uppátækjum. Lokakaflinn er samansafn þeirra veiðikorta sem til eru og veiðitölum úr ein- stökum veiðistöðum á nokkurra ára tíma- bili. Þeir sem velta fyrir sér tölum og samanburði eiga þó óhægt um vik, því í veiðitölunum er látið duga að nefna tölu- númer veiðistaða. Til að menn viti hvaða veiðistaði verið er að tala um, þurfa þeir að fletta fram } að réttu korti og renna með fingrinum að tölunni og fá nafnið á hylnum þar. Þetta er stirð uppsetning og hefði mátt leysa með því að hafa nöfn veiði- hylja með tölunum. Þeir sem hafa þolinmæði til þess arna fá hins vegar dýrmætar upplýsingar um veiði í ánum til margra ára. í heild séð er bók Steinars prýðisafþreying fyrir stangaveiði- menn. Góð blanda af fróðleik, upplýsingum, nytsömum lýsihg- um og veiðisögum. Þótt agnúast hafi verið út af fáeinum atriðum megna þau ekki að draga úr gildi bókarinnar. Guðmundur Guðjónsson Karl Sigurbjörnsson Steinar J. Lúðvíksson. Trúinog blekkingin Ævar í útlöndum BOKMENNTIR Skáldsaga PASTORALSINFÓNÍ AN eftir André Gide. Þýðandi Sigurlaug Bjamadóttir. Fjölvi 1995.156 síður. Verð 2280,- kr. MÓTMÆLENDAPRESTUR fer að dánarbeði gamallar konu sem hann þekkir ekki, á bæ sem hann vissi ekki að væri til. Eini ættingi hennar er blind unglings- stúlka sem prestur tekur inn á heimili sitt. Hann og eigin- kona hans, Amalía, eiga fimm börn og eru viðbrögð fjölskyld- unnar til stúlkunnar blendin. Eiginkonan situr uppi með meiri vinnu auk þess sem húsnæðið er lítið en prestur fer sínu fram og stúlkan er hjá þeim í tvö ár. Á þeim tíma tekst presti að upp- fræða hana um ýmis- legt en heldur jafn- framt mörgu leyndu, hann velur og hafnar fyrir stúlkuna. Amalía er lítt hrif- in af því hve miklum tíma prestur eyðir með stúlkunni, hann sem geri aldrei neitt fyrir þeirra eigin börn. Prestur leitar skjóls í dæmi- sögunni um týnda sauðinn, sá týndi er meira virði en hinir. Sak- leysi stúlkunnar og hreinleiki kveikir ást hjá prestinum en hann er lærifaðir hennar og um leið skapari. Ást þeirra er í senn hrein og syndug. Prestur kennir stúlk- unni ekki að njóta af hræðslu við að hún fari að syndga. Einmitt það ber þau ofurliði þegar hún fær sjónina, hún missir fótanna í hinum raunverulega heimi. En þrátt fyrir allt sem á gengur þijóskást prestur við að viðurkenna sök sína og leitar annarra skýringa. Verkið byggist á dagbók prestsins og er hann því sögumað- ur. Dagbókin er þó ekki færð jafnóðum í fyrstu. Þegar hún byijar er presturinn að rifja upp atburði tvö og hálft ár aftur í tímann en þegar henni líkur tæpum þremur mánuðum síðar hefur hann unn- ið þann tíma upp. Þannig skapast fjar- lægð milli sögumanns og atburða sem gerir prestinn ekki trúlegan sögumann. Hann mistúlkar aðrar persónur til að upphefja sjálfan sig, að því er virðist ómeðvitað. Samband einstaklings og trúar er sýnt í nokkrum myndum. Er trúin aðeins skjól sem maðurinn leitar í til að réttlæta gjörðir sín- ar? Hvers virði er sú trú og hvað gerist ef maður uppgötvar að hann hefur þverbrotið allar reglur sem hann trúði á? Er hægt að leita aftur í trúna? Tekur hún við manni? Þó sögumaður sé prestur og trúin stór hluti af uppeldi blindu stúlkunnar þarf lesandi ekki að vera trúhneigður til að hrífast með. Mannúð og kærkeika er hægt að rækta án guðs orðs en eftir stendur spurningin: Þekkjum við okkur sjálf? Hveiju getum við byggt á ef sjálfsmynd okkar hrynur? Nafnleynd persóna, það er að eftirnöfn þeirra eru aðeins skráð með stórum staf og punktum, eiga að auka trúverðugleika þeirra og líklega að koma í veg fyrir að lesendur leituðu fyrir- mynda. Einn liður í þessu er að ártalið er óljóst, dagbókin hefst 10. febrúar 189., fyrir um hundr- að árum. Það sem er grátbroslegt við þessa leynd er dagsetningin 29. febrúar. Verkið er eftir Frakkapn André Gide og kom fyrst út þar í landi fyrir um sextíu árum. Höfundur- inn hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1947. Útgáfuárs verksins er ekki getið af hálfu útgefanda og er það miður auk þess sem meiri upplýsingar mættu fylgja um höf- undinn því hann er ekki jafn kunnur öllum kynslóðum. Verkið er skemmtilegt og áhrifamikið auk þess sem lipurt málfar drífur lesanda áfram. Kristín Ólafs BOKMENNTIR Barnabók ÆVAR Á GRÆNNI GREIN eftir Iðunni Steinsdóttur. Myndir eftir Gunnar Karlsson. Iðunn, 1995 - 115 s. ÆVAR er íslenskur drengur sem býr með afa og ömmu, pabba og mömmu í stóru húsi í frönskumæl- andi landi. Snáðinn er þriggja ára og rétt að byija að kanna veröldina. Við- brögð hans við því að skilja ekki börnin á leik- skólanum eru þau að hann hrindir þeim og argar svo af öllum kröft- um. Eðlileg viðbrögð til að vekja á sér athygli. En þótt leikskólinn sé leiðinlegur hefur Ævar marga aðra til að leiða sig og gæta enda þótt fullorðna fólkið hafi allt sínum eigin önnum að sinna. Snáðinn er uppá- tektarsamur og túlkar það sem hann sér og heyrir með skilningi þriggja ára barns. Þegar nefnt er að of mikið sé af dóti um allt gólf leysir hann úr vandamálinu með því að sturta þvi sem kemst niður um klósettið. Amma nennir ekki að baka bollur með drengnum því nóg er til fyrir en þá lætur snáðinn afa gefa kindunum brauðið til að fá sínu framgengt. Ævar eignast litla systur og er feginn að komast almennilega í fang mömmu á eftir enda þótt bijóstagjaf- ir mömmu séu ansi tímafrekar og geti reynt á þolinmæðina. Foreldramir eru mjög skilnings- ríkir. Þau eru líka umburðarlynd og útskýra allt í þaula til þess að fá drenginn til að bæta ráð sitt. Amma gerir líka sitt besta. Það er helst afi sem tekur lítinn þátt í uppeldinu en reynir þó að koma inn í myndina, einkum að fara með drenginn út í garðinn að gefa kindunum. Heimur bókarinnar snýst um þennan litla snáða, uppátæki hans og hugmyndaflug og allir eru að reyna að leiðbeina honum. Myndir Gurmars Karlssonar eru svart- hvítar og þonum hættir til að láta andlit barna verða nokkuð vax- kennd, stíf og gervileg eins og til dæmis Krist- ín litla í burðarrúminu á bls. 114. Þar er hún alveg eins og gamal- dags brúða. Sagan er lipur eins og allar sögur höfund- ar. Þetta er saga sem best er til þess fallin að lesa fyrir börri1 og kannski er hún lærdómsríkust fyrir foreldra sem eru með börn á þessum aldri og ógnar uppátektarsemi þeirra. Þarna geta foreldrar séð að þau eru ekki einu foreldrarnir sem átta sig ekki alltaf á hugsanagangi smáfólksins og að erfitt getur verið að koma í veg fyrir smáslys. Sigrún Klara HannestWttir André Gide Iðunn Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.