Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA SKIÐI |Uo rgmtMaibfö 1995 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER BLAÐ Reuter Júlíus í nefnd hjálOC JÚLÍUS Hafsteinj forraaður Ólympíunefndar Islands, hef- ur verið skipaður í íþrótta- og umhverfisnefnd alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC). Hér er um að ræða nýja nefnd, sem verið er að selja saman í fyrsta skipti. For- maður nefndarinnar er Pal Schmitt, formaður ung- versku ólympíunefndarinnar, einn af varaforsetum IOC og sendiherra Ungveija á Spáni, að sögn Júlíusar. Ekki vissi Júlíus í gær hverjir aðrir eru í umræddri nefnd en sagði hlut- verk hennar verða að fylgjast með mannvirkjum sem tengdust IOC og umhverfi þeirra — „að fylgj- ast með samhæfingu íþrótta- og umhverfis í víðum skilningi,11 eins og hann orðaði það. Jorge ráðinn þjálfari Sviss ARTUR Jorge, fyrrum landsliðsþjálfari Portúg- ala, verður næsti landsliðsþjálfari Svisslendinga í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Englend- ingnum Roy Hodgson 1. janúar. Samningur Jorge er framyfir HM1998. Jorge, sem er Portúgali, var landsliðsþjálfari Portúgals 1989 til 1991 og síðan þjálfari París Saint Germain í Frakklandi 1993 og 1994 og síðan var hann með Benfica þar til í septemer í ár. „Mér þykir miður að yfirgefa svissneska liðið svona rétt fyrir stórmót, en ég skil vel ákvörðun svissneska sambandsins að vilja fá nýja þjálfara,“ sagði Hodgsons sem nú getur einbeitt sér alfarið að þjálfun Inter. „Ég óska nýja þjálfaranum alls hins besta. Ég verð dyggur stuðningsmaður sviss- neska liðsins í úrslitakeppninni í Englandi.“ Dan Sahlin til liðs við Örebro DAN Sahlin, framheiji Hammarby og landsliðs- maður Svía í knattspyrnu, gerði samning til þriggja ára við sænska liðið Örebro í gær sam- kvæmt frétt Ríkisútvarpsins á miðnætti. Sahlin er einn efnilegati leikmaður sænsku úrvalsdeild- arinnar og höfðu nokkur félög sýnt honum áhuga, m.a. Brighton í Englandi. Hann var í Brighton um tíma en líkaði ekki vistin. Júlíus Hanná 29ára afmæli ... KNATTSPYRNA ÍA bauð Sigurði nýjan samning til þriggja ára ÍTALSKI skíðakappinn Al- berto Tomba hélt upp á 29 ára afmælið í gær með því að sigra í svigi á heimsbikarmótinu í Madonna di Campiglio á Ítalíu. Þetta var fyrsti sigur hans í heimsbikarnum í vetur og hef- ur hann nú unnið 45 heimsbik- armót á ferlinum. Tomba var í þriðja sæti eftir fyrri umferð svigsins en átti frábæra síðari umferð og sigraði með yfir- burðum. Hann hafði því ríka ástæðu til að fagna og fékk stóra afmælistertu frá félögum sínum í ítalska landsliðinu sem báru hann á öxlum sér um leið ög aðdáendur hans sem skiptu þúsundum sungu: „Hann á af- mæli í dag.“ Enn liggur ekki fyrir hvort Sig- urður Jónsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, gangi til liðs við sænska félagið Örebro eða verði áfram með Islandsmeisturum ÍA en í gær buðu Skagamenn honum nýjan samning til þriggja ára. Örebro bauð fyrst u.þ.b. átta milljónir fyrir Sigurð en ÍA hafn- aði tilboðinu. Svíarnir komu þá með nýtt tilboð og samþykkti IA það fyrir sitt leyti, eins og fram kom í Morgunblaðinu 9. desember sl., en þá var gert ráð fyrir að Sigurður gerði samning til tveggja ára við sænska félagið. ÍA og Örebro höfðu komist að samkomulagi um félagaskiptin en þegar á reyndi náðist ekki sam- komulag milli Sigurðar og ÍA, en Sigurður er samningsbundinn ÍA til ársloka 1996, og undanfarna daga hafa viðræður um lausn málsins verið í gangi. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær lagði Sigurður í fyrrakvöld tillög- ur á borðið um framhaldið og í gær gerði stjórn Knattspyrnufé- lags IA honum tilboð um að breyta núverandi samningi en gera þess SigurðurJónsson í stað nýjan samning til þriggja ára. Sigurður hóf ferilinn á Akranesi en var atvinnumaður hjá Sheffield Wednesday og Arsenal í Englandi í sjö ár. í desember 1991 varð hann að hætta hjá Arsenal vegna meiðsla og gekk aftur til liðs við ÍA snemma árs 1992 þar sem hann hefur verið lykilmaður síðan. Forsvarsmenn IA vildu ekki tjá sig um málið í gærkvöldi og Sig- urður sagði að staðan væri óbreytt en áréttaði að hann vildi ganga frá málinu fyrir jól. KNATTSPYRNA: UPPSELTÁLEIKENGLENDINGAOGSKOTAÁEM/C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.