Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1
 ftttraiimliljifeife SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR20. DESEMBER 1995 BLAÐ Ð if. u * Vidtal 3 Verðumað bjóða betri fisk en aðrir t Aflabrögð Þokkaleg rækjuveiði á Flæmingja- grunni Markaðsmál 6 Bragð og fersk- leiki skipta miklu máli á Japansmarkaði Greinar Kvótinn er siðlaus STEINISLÆINGARSTJÓRI • ÞORSTEINN Svavarsson hef- ur um árabil haft slæingu afia báta sem landa á Suðureyri ineð höndum og er með nokkra menn sér til aðstoðar í aðgerðhmi. Morgunblaðið/Robert Schmidt Steini sér einnig nm að landa ölluni afla og koma honum á vigt og síðan í aðgerð. Hér er Steíni með vænan hlýra við fullt stein- bítskar I Suðureyrarhöfn. íshúsfélagið og Norður tanginn kaupa Ritinn Gengið verður frá kaupunum ÍSHÚSPÉLAG ísfirðinga hf. og Hraðfrystihúsið off þau löffð fyrir hluthafafund N*#u"*"«l1 hf ° *. ° v eru að kaupa meirihluta í rækjuverksmiðjunni Rit á ísafirði af Framtaksfélaginu hf., sem er dótturfyrirtæki íslandsbanka. Gengið verður frá kaupunum í dag en í kvöld verð- ur hluthafafundur hjá Rit þar sem kjör nýrrar stjórnar verður m.a. á dagskrá. renna þeir fleiri stoðum undir starf- semi sma. írr Framtaksfélagið átti þar til í dag 53% hlut í Rit og munu íshúsfélagið og Norðurtanginn kaupa allan þann hlut samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Afganginn eiga ýmsir ein- staklingar og fyrirtæki á Isafirði og í Reykjávík. Styrklr atvlnnulíf ið Magnús Reynir Guðmundsson, stjórnarformaður íshúsfélags ísfirð- inga, neitaði að gefa kaupverðið upp en sagði að það væri fyllilega ásætt- anlegt. „Það er of snemmt að ræða um hvaða breytingar verða gerðar á rekstri Rits. Við teljum að kaupin eigi eftir að styrkja fyrirtækið og þá sem að kaupunum standa og verða til góðs fyrir atvinnulífið hér á ísafirði." Öflugir útgerðaraðilar Rúmlega fjörutíu manns vinna hjá Rit og er verksmiðjan búin fullkomn- um tækjum til rækjuvinnslu en hefur enga útgerð með höndum. Væntanleg- ir kaupendur, Norðurtanginn og Is- húsfélagið, eru hins vegar öflugir út- gerðaraðilar og bolfiskverkendur. Með kaupunum á rækjuverksmiðjunni Þungur rekstur Ritur hf. var stofnað í október 1992 á grunni tveggja rækjuverksmiðja, Niðursuðuverksmiðjunnar og Rækju- stöðvarinnar, sem. þá voru komnar í þrot. íslandsbanki áttí frá upphafi um 35% hlutafjár en síðan jók hann hlut sinn með því að kaupa hlutafé Ögur- víkur í fyrirtækinu og komst eignar- hlutdeild hans þá í 53%. Rekstur fyrir- tækisins hefur lengst af gengið þung- lega og hinn 31. ágúst síðastliðinn námu skuldir þess alls 520 milljónum króna. Þar af voru skammtímaskuldir 313 milljónir en þar vega afurðalán þyhgst að sögn Guðmundar Agnars- sonar, framkvæmdastjóra Rits. „Tekj- .ur verða um 700 milljónir króna á árinu en reksturinn stendur í járnum, ekki síst vegna þess að hráefnisverð hefur hækkað gífurlega." Fréttir Skataí neytenda- umbúðum • VINNSLUSTÖÐIN i Vestmannaeyjum, sem að undanförnu hefur verið að markaðssetja ýmsar fiskaf- urðir í neytendapakkning- um undir vörumerkinu 200 mílur, hefur undanfarið pakkað skötu í neytenda- pakkningar, enda helsta skötuveisla ársins framund- an á Þorláksmessu./2 Mokafli fyrir vestan • LÍNUBÁTURINN Guðný ÍS landaði hér í Bolungarvík á mánudagskvöld tæpum sextán lestum af góðmti þorski. Aflann fékk báturinn á Halamiðum en þangað er um 50 mílna sigling. Langt er síðan línubátur hefur gert svo góðan róður hér um slóð- ir en fréttir hafa verið af mikilli þorskgengd út af Vestfjórðum undanfarnar vikur./2 Saltfiskur á Spáni • SÖLUSAMBAND ís- lenzkra fiskframleiðenda, SIF, hefur stofnað sölu- og dreif ingarfyrirtækið Cop- esco SÍF í samvinnu við fyrir- tækið Sefrisa í Barcelona, en áður sá Copesco um sölu á saltfiski frá SÍF á Spáni./3 Sunnubergið selt • BJARNAREYehf.á Vopnafirði hefur keypt loðnuskipið Sunnuberg GK 199 af Fiskimjöli og Lýsi hf. í Grindavík. Skrifað var undir kaupsamning um síð- ustu helgi. Félagið Bjarna- rey ehf. var stofnað um kaupin, en stofnendur þess eru Tangi Hf á Vopnafirði og Vopnafjarðarhreppur. Sunnubergi GK fylgir 1% loðnukvóti./5 Japanir sífellt háðari sjávarafurðum • UPPISTAÐAN í matar- æði Japana er hrísg^jón, grænmeti, sjávarafurðir og ýmsar afurðir úr sojabaun- um. Hafa sjávarafurðir ver- ið í miklum metum í Japan frá alda öðli og úrvalið mik- ið./6 Markaðir Seljum Bretum minna af ísfiski • INNFLUTNINGUR Breta á ísuðum fiski hefur dregizt saman á þessu ári. Eftir fyrstu 7 mánuði ársins höfðu þeir flutt inn 36.400 tonn af ferskum fiski, sem er 6.000 tonnum minna en árið áður. Töluverðar breytingar hafa orðið á hlut helztu fisksölu- þjóðanna í þessum innflutn- ingi milli ára. Á þessu tíma- bili í fyrra seldum við Bretum 14.500 tonn af ferskum fiski, en aðeins 8.100 tonn nú. Fær- eyingar auka hlut sinn úr 5.700 tonnum í 8.500 og írar fara úr 8.500 í 10.400. Aðrar þjóðir, sem koma við sögu, eru Danir með 3.000 tonn, Hollendingar með 1.300 og Þjóðverjar með 1.700 tonn. Ferskfiskinnflutningur til Bretlands ^^ íjan.-júlí 1995^1 tonn Frá: Islandi Færeyjum Danmörku Hollandi írlandi Noregi Þýskatandi Öðrum \ 13.008 D1.339 8.088 8.490Í ]933 U1.655 ZD 2.468 10.3831 úiiii'ii" z Bretar minnka freðfiskkaup Freðfisksinnflutningur til Bretlands ^v^ í jan.- JÚIÍ1995 ^E Frá: tonn 22.539 Islandi | Noregif Rússlandi f Færeyjum EZ3 7.360 DanmörkuD 4.642 Öörumr 15.001 26.049 26.612 1 I 1EMfcfík"rl^TiH*''i] .fsn.-iuii iA94.sami: • BRETAR flytja einnig minna inn af f rystum fiski á þessu ári en því síðasta. Að loknum júlímánuðl-nam inn- flutningurinn 102.200 tonn á móti 112.100 á sma tíma í fyrra. Hlutur okkar íslend- inga dregstsaman um 1.000 tonn og er nú 15.000 tonn. Norðmenn voru nú með 22.500 tonn, sem er lítils hátt- ar samdráttur og Rússar voru með 26.000 tonn, sem er 5.000 tonna aukning. Aðrar þjóðir eru með mun minna og koma Færeyingar næstir á eftir okkur með 7.400, nánast al- veg sama magn og í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.