Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kolur litli HALLGRÍMUR Sveinsson, bóndi á Hrafnseyri við Arnarfjörð, sendi okkur bráð- skemmtilegar myndir af hvolp- inum Kol og textg með. Kunn- um við Hallgrími bestu þakkir fyrir og óskum honum og Arn- firðingum gleðilegra jóla. Kol- ur litli fær auðvitað sérstakar jólakveðjur frá börnum um allt ísland og í fleiri löndum. Þessi hvolpur heitir Kolur. Mamma hans heitir Bangsi tík og er hún íslensk að kyni. Kolur er stundum kallaður Kúti af því hann er svo mikill kútur. Kolur og mamma hans eiga heima á Hrafnseyri við Arnarfjörð á Vestfjörðum, þar sem Jón Sigurðsson fæddist 17. júní árið 1811, en hann var foringi íslendinga í sjálf- stæðisbaráttunni við Dani á sínum tíma, eins og mörg ykk- ar vita. Pabbi hans Kols heitir Tryggur og er hann bæði af íslenskum og skoskum ættum. Hann á heima á næsta bæ við Hrafnseyri, sem heitir Auðk- úla. Kolur er nú eins árs gam- all og er nokkuð stór eftir aldri. Hann er góður hundur þó hann sé stundum dálítið óþekkur. En það lagast nú með aldrinum, haldiði það ekki, krakkar! HÉR er Kolur að sjúga mömmu sína. ÞAÐei ÞAÐ er gaman að fylgjast með því sem er að gerast. KOLURvillko HÆNAN Púdda-Púdd er fimm ára gömul. Hún kem- ur stundum að heimsækja Kol og fer þá upp á handr- iðið. Henni finnst góð jólakaka með rúsínum. HÉR er Kolur í heimspekilegum hugleiðingum. ÆTLI Krummi sé nokki Endurnýting jólapappírsins HVERNIG væri nú að halda til haga einhverju af því óhemju magni af papp- ír sem leggst til á aðfangadagskvöld, og dunda sér síðan á jóladag þegar þið eruð að jafna ykkur eftír allan erilinn undanfarna daga (og vikur!). Klippið pappír niður í 12 jafn stóra búta (á stærð við eldspýtustokk) og setjið punkta (frá einum upp í sex) á hvern miða. Nú skiptist þið á að láta miðana falla úr lófa ykkar á gólfið. Nú er um að gera að sem flestir rnið- anna lendi með punktana. upp. Þegar allir hafa kastað sínum miðum (ekki öll í einni kös, takk fyrir), teljið þið saman punktana hvert hjá öðru - en bara á þeim miðum sem snúa upp. Sá vinnur sem fær flesta punkta til að snúa upp eftir samtals þrjár umferðir. Þið getið 'notað blað og blýant eða vasareikni til þess að auðvelda ykkur samlagninguna. Púslu- spilið KLIPPIÐ ferhyrning- innn út. Klippið hann síðan í fimm hluta. Fjarlægið ferkantaða hlutann með kettinum á. Reynið að raða þeim ijórum hlutum, sem eftir eru, þannig, að þeir myndi ferhyrning. Kisi má hvergi koma nærri, athugið það. Einfalt eða þannig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.