Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 E 7. Hvít jól - rauð jól STEINUNN Pálmadóttir, 6 ára, Lágengi 18, 800 Selfoss, litaði flotta mynd af tveimur krökkum og snjókarli. Þegar þetta er skrifað rúmri viku fyrir aðfangadag er ekki útlit fyrir hvít jól. Hvað eru hvít jól? Það eru jól þegar snjór er yfir öllu. Snjólaus jól eru kölluð rauð jól. Mörgum finnst hvít jól fal- legri, en sum okkar eru búin að fá nóg af snjó og geta ekki hugsað sér meiri snjókomu. Hvað um það, við skulum vona að öllum geti liðið vel á jólun- um, þessari hátíð ljóss og frið- ar. Úr vesturbænum ÞAÐ er til skóli sem heitir Vesturbæjarskóli og er í vest- urbænum í Reykjavík. Þar er bekkur sem kallast 3.HC. Við fengum efni frá þeim og birtum hluta þess. Veiki jólasveinninn Einu sinni var jólasveinn sem var veikur, en það voru alveg að koma jól. En jóla- sveinninn gat ekki gefið krökkunum í skóinn. Aum- ingja jólasveinninn, hvað átti hann að gera? En 11. desem- ber batnaði honum og hann gat gefið krökkunum í skó- inn. Höfundur Sif Steingrímsdóttir. Jólasveinn í snjóflóði Einu sinni var jólasveinn. Hann var að fara að gefa í skóinn. Hann labbaði niður fjallið sitt en allt í einu heyrði hann hljóð. Hann stöðvaði. Þá kom í ljós að þetta var snjóflóð. Hann tók á sprett og hann komst rétt svo á bak við stein og þegar snjóflóðið var búið gaf hann börnunum og fór heim. Höfundur Pétur Sólnes. Halli litli hoppar til himins Einu sinni var lítill strákur sem var kallaður Halli. Halla fannst mjög gaman að hoppa, en mamma hans og pabbi leyfðu honum ekki að hoppa í rúminu. Dag einn þegar Halli var að hoppa í rúmi hjá vini sínum hoppaði hann skyndilega hátt upp í loft og VEIKI jólasveinninn eftir Sif Steingrímsdóttur. svo allt í einu skall hann á inni. En þegar hann var búinn eitthvað hart. Það var auðvit- að klifra upp í skýin, sá hann að loftið því að það var hart. að þar var fínasta Veisla! Þar Um kvöldið þegar hann fór voru t.d.: Lykla-Pétur, Jesús, að sofa dreymdi hann að María mey, Jósef, Jóhannes hann væri þræll og þyrfti að skírari og Heródes og þau hoppa frá morgni til kvölds.- buðu honum öll til veislunnar. En eitt sinn þegar hann var Halli þáði það og þegar hann að hoppa kom hann við eitt- var búinn að skemmta sér nóg hvað mjúkt og það var auð- vaknaði hann. vitað himnaríki af því að ský ENDIR. eru mjúk. En það var svo mikill hávaði, að Halli var Höfundur næstum búinn að tapa heyrn- Katrín Gunnarsdóttir. mmm s /?r>^RÍA VAKAROtCKOf? *™VI£>-- SBT7ie> EK.VC! opp jóL/OTRéer Þie> ei6ie> kbttli^ks! A StpUSTU *■ 7ÖLUM ™ KLirzAÐ\ rlsmmgm SKOTTA OPP , JÓLÁ- TR.é& OG> !( bvoila&d/]^ _ ALLT7ÓLA- nii(>lWU.EG0. SKPAOTID} " ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.