Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C/D 292. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín segir úrslitin ekki kalla á stefnubreytingu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af úrslitum rúss- nesku þingkosninganna á sunnudag. „Stjórnin getur framfylgt sömu stefnu og áður,“ bætti hann við þeg- ar hann tjáði sig í fyrsta sinn opin- berlega um úrslitin. „Við höfum enga ástæðu til að hafa áhyggjur eða að líta á kosning- arnar sem harmleik," sagði Jeltsín. Gennadíj Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sem virðast hafa fengið um þriðjung þingsætanna, sagði að andstæðingar kommúnismans í Rúss- landi hefðu „loksins" beðið ósigur. Hann kvaðst þó ekki ætla að knýja fram róttækar breytingar á stjóminni þar sem hann óttaðist að lokauppgjör við forsetann gæti skaðað kommún- ista í forsetakosningunum í júní. „Augljós og gróf fölsun“ Alexander Rútskoj og Alexander Lebed, leiðtogar tveggja flokka sem komust ekki yfir 5% þröskuldinn í kosningunum, sökuðu í gær yfirvöld um viðamikil kosningasvik til að halda flokkum þeirra utan þings. „Augljós og gróf fölsun hefur átt sér stað,“ sagði Rútskoj, sem er fyrrverandi varaforseti Rússlands. Hann sagði að flokkur hans, Derz- hava, hefði fengið 9,4% atkvæða en ekki 2,5% eins og kjörstjórnin hefur sagt. Fleiri stjórnarandstöðu- flokkum hefði verið haldið fyrir neðan 5% mörkin. Lebed sakaði kjörstjórnina einnig um kosningasvik. „Augljósar falsan- ir hafa átt sér stað,“ sagði hann. Rútskoj ekki á þing Flokkur Lebeds, Samtök rúss- neskra samfélaga, fékk 4,14% at- kvæða og því engan mann kjörinn af landslista. Lebed bauð sig þó fram í einmenningskjördæmi og náði kjöri. Rútskoj var aðeins á landslista Derz- hava og verður því ekki á þingi. ■ Bandalagi kommúnista/20 Vill skiln- að Karls og Díönu London. Reuter. ELÍSABET Bretadrottning hef- ur farið frám á það við Karl prins og Díönu prinsessu að þau skilji að lögum, að því er tals- maður hirðarinnar staðfesti í gærkvöldi. Hermt er að Karl hafi þegar fallist á bón móður sinnar, sem sögð er hafa ritað prinsinum og prinsessunni og sagst vera bæði reið og vonsvikin vegna deilna þeirra í fjölmiðlum. Karl og Díana skildu að borði og sæng fyrir þremur árum. Hafa samskipti þeirra verið hatrömm síðan. Díana átti klukkustundar fund með John Major forsætis- ráðherra í Kensington-höll í gær. Ekki var látið uppi hvað þeim fór á milli en tatið að það hafi snúist um þá ósk Díönu að gegna sendiherrahlutverki. Tekist á um veiði- kvóta Brussel. Reuter. SPÁÐ er hörðum átökum á fundi . sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins (ESB) í dag um skiptingu aflakvóta í efnahagslögsögu sambandsins. Fyrir fundinum liggur tillaga framkvæmdastjórnar ESB um allt að 50% niðurskurð á heildarafla. Breskur embættismaður sagði í gær að Tony Baldry, sjávarútvegsráðherra Breta, myndi freista þess með öllum ráðum að breskir sjómenn þyrftu ekki að taka á sig sömu skerðingu afla og sjómenn ann- arra ríkja ESB en fram- kvæmdastjórnin leggur til að aðildarríkin taki á sig hlutfalls- lega sömu skerðingu öll. Stofnar í hættu Bretar eiga erfitt með að sætta sig við 50% skerðingu sólflúrukvóta í Norðursjó, veru- lega minnkun síldarkvóta við Vestur-Skotland og umtals- verða skerðingu skarkola- og sólflúrukvóta á vestursvæðum lögsögu ESB, eins og tillögur framkvæmdastjórnarinnar frá 5. desember gera ráð fyrir. Þær byggðu á mati vísindamanna á ástandi fiskstofna í lögsögu sambandsins. Þar sagði að gripa verði til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara hrun. Bolfisk- stofnar séu enn í lágmarki og síldar-, makríls- og flatfisk- stofnar hafi minnkað þrátt fyr- ir aðvaranir um ástand þeirra í fyrra. Spánveijar, Portúgalir og Frakkar eru sömuleiðis óánægðir með tillögu um að heildarlýsingsafli á vest- ursvæðunum verði lækkaður um 22%. Spánveijar gegna forystu- hlutverki í ESB og freistuðu þess í gær að miðla málum fyr- ir fund sjávarútvegsráðherr- anna í dag. ■ Major tapar/16 Umfangsmesta aðgerð í sögu Atlantshafsbandalagsins hafin Veður og tog- streita skyggðu á athöfnina Reuter Próflok í Pakistan PRÓFLOKUM er fagnað með óvenjulegum hætti í Pakistan. Myndin var tekin á skemmti- sýningu fyrir nýútskrifaða nemendur í skóla í Islamabad í gær. Fylgjast börnin með ung- um dreng í áflogum við svartan björn úr Himalajafjöllum. Sanyevo. Reuter. SVEITIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) tóku í gær formlega við friðargæslu í Bosníu af Sameinuðu þjóðunum. Mjög slæmt veður var í Sarajevo og varð að fresta athöfn vegna skiptanna um nokkrar klukkustundir þar sem vél Leigh- tons Smiths aðmíráls, sem stjórnar aðgerðum NATO, gat ekki lent á flugvelli borgarinnar sökum þoku. NATO tók hins vegar við friðar- gæslunni klukkan ellefu að staðar- tíma, tíu að íslenskum tíma, líkt og áformað hafði verið og tók Michael Walker, yfirmaður landsveita NATO, við völdum af Bernard Janvier, yfirmanni sveita SÞ, við óformlega athöfn á Sarajevo-flug- velli fjörutíu mínútum síðar. Embættismenn og yfirmenn í friðargæsluliði SÞ kvörtuðu hins vegar margir yfír því að óþarfi hefði verið að fresta hinni formlegu at- höfn. Það hefði einungis verið gert til að hægt hefði verið að sýna at- höfnina beint í bandarísku sjón- varpi. Hermenn NATO hófu aðgerðir þegar í stað og fjarlægðu hundrað breskir hermenn í brynvörðum bif- reiðum serbneska vegatálma í Vrbas-dalnum í vesturhluta Bosníu Reuter MICHAEL Walker, einn yfirmanna NATO-sveitanna, og Bernard Janvier, yfirmaður friðargæslusveita NATO, við athöfnina í Sarajevo. og settu upp bækistöðvar í Krupa. Er sá bær í um' 30 kílómetra fjar- lægð frá Banja Luka. „Markmið okkar er að menn finni fyrir nær- veru okkar sem allra fyrst," sagði Alastair Ross, majór. Samkvæmt friðarsamkomulag- inu um fyrrverandi Júgóslavíu verð- ur þetta svæði afhent Serbum að nýju en þeir töpuðu því í bardögum á lokastigi stríðsins. Friðargæslan í Bpsníu er um- fangsmesta verkefni NATO frá upphafi og taka alls sextíu þúsund hermenn frá sextán þjóðum þátt í aðgerðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.