Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FRÉTTIR: EVRÓPA tonn Þorskafli á íslandsmiðum 500 árin 1905-1995 Heirtjild: Fiskifélag íslands Þorskkvóti verður ekki aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári Fiskveiðistefnan er að skila árangri „VIÐ höfum verið að reikna með því að þorskgengd fari vaxandi," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, um þau tíðindi að sjómenn hafi orðið varir við mikla þorskgengd fyrir Vestfjörðum. „Síðasta ársskýrsla Hafrann- sóknastofnunar benti til þess, en stofnunin mun framkvæma sína venjubundnu úttekt á stofninum núna á fyrrihluta þessa árs og leggja síðan fram niðurstöður sín- ar í lok maí eins og venja er. Ákvarðanir um aflaheimildir verða svo teknar á grundvelli gildandi aflareglna." Hann segir að það hafi sýnt sig að sú stefna sem fylgt hafi verið á undanförnum árum sé að skila árangri. „Við bindum við það von- ir að stofninn fari vaxandi á nýjan leik, en til þess að það nái fram að ganga er mikilvægt að við fylgj- um þeirri mörkuðu nýtingarstefnu sem við höfum unnið eftir. Það er eina leiðin til þess að stofninn geti náð aftur sinni fyrri stærð.“ Byggt á vísinda- legum grunni Að sögn Þorsteins er kveðið á um það í lögum að heildarafla- ákvörðun skuli byggja á vísinda- legri ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar og ef breytingar séu gerðar á fiskveiðiárinu, að því er varði heildarkvóta í þorski, þurfi að gera þær fyrir 10. apríl. Hánn segir að það standi ekki til að auka kvóta á miðju fiskveiðiári. „Það verður tekin ákvörðun um það í vor með venjubundnum hætti fyrir eitt ár í senn.“ Sumir hafa haldið því fram að vegna þess að mikið sé af þorski fyrir Vestfjörðum eigi að auka kvótann á yfirstandandi fiskveiði- ári. „Út af fyrir sig kemur sú umræða alltaf upp, en um það hefur verið mjög góð samstaða að byggja ákvarðanirnar á þessum grunni,“ segir Þorsteinn. „Það var víðtæk samstaða um að taka upp svokallaða aflareglu og byggja ákvarðanir á henni og það eru ekki nein áform um að víkja frá því.“ Hann segir að stefnan hafi líka leitt til þess að stofninn sé að stækka og stefnt sé að því að hann nái aftur fyrri stærð: „Þær vísbendingar sem menn verða var- ir við núna eru alveg í samræmi við þær vonir sem við höfum haft og byggt á niðurstöðum Hafrann- sóknastofnunar." Sighvatur VE með um 650 tonn í flottroll Heildarsíldarafli 105.228 tonn KitchenAid DRAUMAVÉL HEIMILANNA! KM90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Margir litir. Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. //// Einar ’mm j Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 TS 562 2901 og 562 2900 SIGHVATUR Bjamason VE landaði 290 tonnum af síld í fyrradag. „Við byijuðum með flottroli fyrir rúmri viku, höfum farið tvo túra og fengið um 650 tonn,“ sagði Sigutjón Guð- jónsson, vélstjóri, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Nótabátarnir hafa verið að reyna, en það fæst ekkert í næturn- ar vegna þess að síldin stendur það djúpt. Þeir einu sem fá eitthvað eru með flottroll." Hann heldur áfram: „Við eigum 500 tonna kvóta eftir og gætum svo verið að veiða út allan janúar ef það væri ekki svona hátt verð á leigu- kvóta. Eg hef heyrt að það þurfi að borga 6 til 7 milljónir fyrir kvótann sem er tæp 1.400 tonn. Ef á að kaupa hann kostar hann vísast um 30 milljónir. Það sjá allir hugsandi menn að þetta getur ekki staðist.“ Heildarsíldarafli er kominn í 105.228 tonn og eru því 24.039 tonn eftir af aflaheimildum. Samtals hafa 28.474 tonn farið í fiystingu og vantar því 9.526 tonn til að fylla upp í þörfina. Til söltunar hafa farið 17.698 tonn og vantar því 5.301 tonn til að fylla upp í þörfina. í bræðslu hafa farið 59.056 tonn. Sjómenn á loðnu- og síldarskipum komnir í frí Það er í samningum sjómanna á loðnu- og síldarskipum að þeir fái leyfi yfir hátíðarnar í heimahöfn á tímabilinu frá og með 20. desember til og með 2. janúar. Annars er al- menna reglan sú að sjómönnum er tryggt hafnarfrí samkvæmt kjara- samningi frá klukkan 12 á hádegi á Þorláksmessu til klukkan 24 annan í jólum og frá klukkan 16 á gamlárs- dag til klukkan 24 á nýársdag. Almenna reglan er frávíkjanleg ef stendur til að sigla með aflann á erlendan markað, enda sé skips- höfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Þá fá þeir sjómenn aukalega 36 tíma frí þegar heim er komið. Norðurlöndin og Evrópumyntin Finnland líklegt aðildarríki EMU Brussel. Reuter. NORRÆNU Evrópusambandsríkin þijú, Finnland, Danmörk og Svíþjóð, leggja öll áherzlu á að fylgja efna- hagsstefnu, sem gerir þeim kleift að uppfylla skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar hefur ekkert þeirra enn ákveð- ið að ganga í EMU og taka þar með upp hina sameiginlegu Evrópumynt, evró, árið 1999. „Danir gætu [fengið aðild að EMU] en vilja það ekki. Svíar vita hvorki hvort þeir vilja það eða geta. Finnar eiga hins vegar að okkar mati góða möguleika á að öðlast aðild að EMU,“ segir í nýlegri skýrslu hagrannsóknadeildar De- utsche Bank. Ejármálaráðherrar ríkjanna þriggja hafa lagt áherzlu á að koma verði ríkisfjármálum þeirra í lag, jafnvel þótt þau taki ekki þátt í EMU. Svíþjóð og Finnland hafa neyðzt til að skera ríkisútgjöld harkalega niður á undanförnum árum til að vinna bug á fjárlaga- halla. Ríkisstjórn Pouls Schluter greip til svipaðra aðgerða í Dan- mörku á síðasta áratug. Öll þijú rík- in færast nú nær því að uppfylla skilyrði Maastricht um fjárlagahalia, ríkisskuldir, vaxta- og verðbólgu- stig. Danir með undanþágu Sem stendur geta Danir ekki tek- ið þátt í EMU árið 1999 nema halda fyrst þjóðaratkvæðagreiðslu og fella úr gildi undanþáguna, sem þeir fengu frá EMU-kafla Maastricht- sáttmálans. Fátt bendir til að dansk- ur almenningur sé til í það. Dönsk stjórnvöld leggja því mikla áherzlu á að sambandi evrósins við myntir aðildarríkja ESB, sem standa utan EMU, verði komið á hreint. Bæði Svíþjóð og Finnland, sem gengu í ESB í upphafi þessa árs, hafa sagt að þjóðþing þeirra muni taka ákvörðun þegar þar að kemur um það hvort gengið verði í EMU. Þetta ætti ekki að verða vandamál fyrir finnsku ríkisstjórnina, sem hef- ur rúman meirihluta á þingi. Stjórn- völd hafa gefið í skyn að þau séu hlynnt aðild að EMU. „Við viljum uppfylla skilyrðin til að vera reiðu- búnir þegar tíminn kemur," sagði Iiro Viinanen fjármálaráðherra fyrir skömmu. Stutt er síðan Martti Ahtisaari forseti tók enn dýpra í ár- inni: „Finnland vill eiga aðild að þriðja stigi EMU þegar það gengur í gildi.“ Óvissa í Svíþjóð I Svíþjóð ríkir meiri óvissa um EMU-áform stjórnvalda. Jafnaðar- mannaflokkurinn er klofinn í málinu og hefur enn ekki tekið formlega afstöðu. Göran Persson fjármálaráð- herra viðurkenndi í haust að ef þing- ið ætti að greiða atkvæði nú um EMU-aðild myndi það sennilega hafna henni. Hins vegar gæti afstað- an breytzt fram til ársins 1997, er taka yrði ákvörðunina. Persson sagði á leiðtogafundi ESB í Madríd um seinustu helgi að Svíar gætu tekið þátt í EMU frá upphafi ef þingið ákvæði það. Ingvar Carls- son forsætisráðherra sagði hins veg- ar að þótt Svíar vildu vera með, væri ekki þar með sagt að ESB sam- þykkti að þeir uppfylltu öll skilyrðin fyrir þátttöku. Áherzla Svía og Finna á að þjóð- þingin taki ákvörðun um EMU-aðild, kann að valda deilum við fram- kvæmdastjórn ESB þegar þar að kemur. Framkvæmdastjórnin bendir á að eingöngu Bretland og Danmörk hafi samningsbundna undanþágu frá þátttöku í myntbandaiaginu. Óðrum ESB-ríkjum beri. að vera með ef þau uppfylla skilyrðin. Major tapar atkvæða- greiðslu um sjávar- útvegsstefnuna London. Reuter. DEILUR um Evrópu- mál hafa blossað upp innan brezka íhalds- flokksins enn á ný að undanförnu. Staða Johns Major forsætis- ráðherra veiktist enn á þriðjudag, er hægri- vængur flokks hans snerist gegn honum og ríkisstjórnin tapaði fyrir vikið atkvæðagreiðslu um tillögur fram- kvæmdastjómar ESB um fiskveiðikvóta næsta árs. Atkvæðagreiðslan var aðeins ráðgefandi og mun ekki sjálfkrafa breyta stefnu brezkra stjórnvalda eða fella ríkis- stjórn Majors. Þingið felldi með tveggja atkvæða mun tillögu um að „taka til greina“ tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar um kvóta árs- ins 1996, en þær fela í sér allt að 50% niðurskurð veiðiheimilda í sum- um fisktegundum. Andstæðingar Evrópu- samruna sáu sér leik á borði Þingmenn kjördæma, þar sem fiskveiðar vegna þungt í atvinnulíf- inu, eru afar óánægðir með fyrirhug- aðan niðurskurð. Þótt þeir séu flest- ir úr röðum Verkamannaflokksins, eru einnig nokkrir íhaldsþingmenn úr sjávarútvegskjördæmum. Aukin- heldur sáu andstæðingar Evrópus- amrunans á hægri væng íhalds- flokksins 'sér leik á borði að koma Major í klípu. Samtals kröfðust sautján íhalds- þingsmenn þess fyrr í vikunni að Bretland drægi sig alfarið út úr sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu ESB. Ellefu íhaldsþing- ipenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsiuna og tveir greiddu atkvæði með Verkamanna- flokknum, þrátt fyrii' loforð ráðherra um að draga til baka niður- skurð á styrkjum til sjávarútvegsins og staðfestingu á að Spán- veijar muni greiða spænskum fiski- mö^num skaðabætur fyrir skemmdir á veiðarfærum þeirra í „túnfiskstríð- inu“ í fyrra. Tillögur um mikinn niðurskurð kvóta Búizt er við að brezka stjórnin reyni að bjarga andlitinu á fundi sjáv- arútvegsráðherra ESB-ríkja í Brussel í da.g og reyna að fá kvóta brezkra fískimanna aukinn. Vegna ofveiði undanfarinna ára hefur fram- kvæmdastjórn ESB lagt til 20-50% niðurskurð kvóta í helztu físktegund- um. Urslit atkvæðagreiðslunnar á þingi kættu Verkamannaflokkinn mjög. „[Ríkisstjórnin] veitir enga for- ystu. Hún er í æ ríkari mæli vanhæf tii að gæta hagsmuna Bretlands. Henni gengur æ verr að stjórna,11 sagði Tony'PiIair, leiðtogi flölcksins. Johns Major
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.