Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PÉTUR Bjarnason við Uppsprettuna. Uppsprettan NÚ Á haustmánuðum var sett upp listaverk við Vídalínskirkju í Garðabæ. Verkinu var valinn stað- ur á Kirkjutorgi, en það er hluti af umhverfi kirkjunnar, sem framkvæmdum lauk við á liðnu sumri. Listaverkið heitir „Upp- sprettan" og er eftir Pétur Bjarna- son, myndlistarmann, en hann var búsettur í Garðabæ og hlaut viður- kenningu sem bæjarlistamaður árið 1992. Fyrir á Garðabær myndverk eftir Pétur Bjarnason, en það var afhjúpað á íþróttasvæð- inu við Ásgarð á lýðveldisdaginn 1993 og ber heitið „Við Ægis dyr“. Frummynd Péturs var unnin í g^ifs haustið 1994, en síðan var hún steypt í brons veturinn 1995 hjá Pangolin Edition í Englandi. Höggmynd Péturs er hálfkúla, um 185 sm í þvermál og um 125 sm á hæð, og seytlar vatn upp úr miðju verksins yfir láréttan flöt þess. Skapar uppspretta vatnsins skemmtilega tengingu við kirkju- bygginguna; gefur umhverfinú aukið líf og býður upp á nýmynd- anir verksins eftir árstíðum, vetri og sumri, kulda og hita, myrkri og yósi. Pétur útskrifaðist frá Mynd- Iista- og handíðaskólanum árið 1982, stundaði síðan framhalds- nám við Fachhochschule í Aachen í Þýskalandi árin 1984 og 1985 og nám í skúlptúr við National Hoger Instituut voor Schone Kunsten í Antwerpen í Belgiu á árunum 1985-1988. Pétur hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir list sína. Skírnismál Á VETRARSÓLSTÖÐUM 22. des- ember nk. verður flutt leikgerð af Skírnismálum í Ráðhúsi Reykjavík- urborgar. Að þeim flutningi loknum verður jólablót Ásatrúarfélagsins í Rúgbrauðsgerðinni. Skímismál eru sett upp af alls- heijargoða í samráði við Stúdenta- leikhúsið. Leikstjóri er Ingunn Ás- dísardóttir. Tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, búningar eftir Jör- mund Inga. Listrænn ráðgjafi er Terry Gunnell. Aðalleikendur eru Þórhallur Gunnarsson - Skímir. Þórey Sigþórsdóttir - Gerður. Jón Ingi Hákonarson - hirðir. Jón Páll Leifsson - Freyr. Haraldur Jóhanns- son - Njörður. Rannveig Kristjáns- dóttir - Skaði. Helga Dögg Björg- vinsdóttir - ambátt. Aðrir: Hjálmar Arinbjarnarson, Lára Sveinsdóttir, Álfhildur Þórðardóttir, Þórhallur Ágústson, Þórunn Pétursdóttir og Egill Ólafsson. Staður er sem fyrr segir Ráðhús Reykjavíkurborgar föstudaginn 22. desember kl. 18.30. Aðgangur er ókeypis en leikskrá kostar 500 kr. í kynningu frá Jörmundi Inga segir m.a.: „Helgileikurinn um Skírni og bón- orðsför hans, fyrir hönd Freys, til jötun-meyjarinnar Gerðar Gymis- dóttur, er ef að líkum lætur elsti varðveitti helgileikur Evrópu, ef undan eru skilin grísku leikritin, sem upprunalega voru flutt Bakkusi til dýrðar. Uppfærsla Skímismála er því stórviðburður I íslensku menn- ingarlífi og vil ég eindregið hvetja alla ásatrúarmenn til að mæta ef þeir eiga þess nokkum kost.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ERLA við málverkið „Úti í urð“. Málverkasýning á Höfðabrekku Fagradal. Morgunblaðið. ERLA B. Axelsdóttir opnaði fyrir skömmu málverkasýningu á Höfða- brekku í Mýrdal. Þetta er 11. einka- sýning hennar auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis, en þessa sýningu tileinkaði hún föður sínum Axeli Helgasyni sem bjó í Vík I Mýrdal um árabil. Myndirnar em flestar tengdar Mýrdalnum og nágrenni hans hvað myndefni varð- ar. Við þetta sama tækifæri af- henti hún Þórði Tómassyni safn- verði í Skógum 100 ára gamla bibl- íu sem verið hafði í eigu fjölskyldu hennar. SÖGU SINFÓNÍAN TÓNLIST Illjómdiskar JÓN LEIFS. SAGASYMPHONY Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjómandi: Osmo Vánská. IRjóðritað í Hallgrímskirkj u Rvík. Tónmeistari: Ingo Petry. Framleiðandi: Robert Stuff. Grammofon AB BIS, Djursholm. Styrkt af íslenskri tónverkamiðstöð. SINFÓNÍA I (Söguhetjur), Op. 26 - Sögusinfónían. Samin í Reh- briicke (heimili Jórjs Leifs og fjöl- skyldu í nágrenni Berlínar) 1941-42. Skiptist í fimm þætti: Skarphéðinn (Allegro moderato, tnolto energico e rigido), Guðrún Ósvífursdóttir (Adagi, ma non troppo, sempre maestoso), Bjöm að baki Kára (Scherzo: Allegro molto), Glámr og Grettir (Int- ermezzo: Adagio) og Þormóður Kolbrúnarskáld (Állegro moderato e commodo). Tilvitnun í bækling (Hjálmar H. Ragnarsson): „Hljóð- fallið er lengstum einstrengings- legt og fremur einhæft og líður tónvefurinn venjulega áfram í samsíða hreyfíngu raddanna. Þetta er í samræmi við skilning Jóns á hljóðfalli rímnalaganna. Taktskipt- ingar eru tíðar og er vefurinn tíðum höggvinn I sundur með þungum og óvæntum áherslum. Jón notar mikið ystu svið hljóðfæranna og gerir það tónlistina dulmagnaðri en ella. Áberandi dæmi um þetta er í 4. þætti þar sem hljóma saman dýpstu tónar pikkólóflautunnar og hæstu yfírtónar kontrabassans. Fagottin njóta sérstakrar hylli Jóns og bera þau uppi langa kafla veks- ins, einkum þó þá sem einkennast af steljum í stfl rímnalaganna. Síð- ast en ekki síst gegnir hið fjöl- breytta slagverk mikilvægu híut- verki I tónlistinni. Það styrkir áherslur og skerpir hljóðfallið, það baðar tónlistina nýjum litum og á stundum byggir það upp þvílíkan gný að frekar minnir á eldgos en mannlegan gjöming.“ Þegar hlustað er á þetta magn- aða verk verður svosem auðskilið að margir voru smeykir við Jón eða gerðu gys að honum, þegar hann birtist á skerinu með sínar voðalegu afurðir sem ofbuðu kurteislegri tónlistarhefð; Sinfóníuhljómsveitin fámenn og hafði rétt slitið barns- skónum. Ég var reyndar viðstaddur frumflutning verksins hér (1972) og verð að játa að hann var ófull- kominn, bæði vegna styttinga og þó fyrst og fremst vegna smæðar hljómsveitarinnar; hljómurinn hrár og ófullnægjandi. Nú er öldin önn- ur hvað varðar viðhorf til Jóns og tónlistar hans og Sinfónían (næst- um) fullskipuð og ákaflega fín á sínum bestu stundum. Flutningur hennar á Sögusinfóníunni undir stjórn hins frábæra Osmo Vánska er stórbrotinn og hrífandi, gefandi tónskáldskapnum þann magnaða hljóm og þá „frumstæðu" orku sem felast í nótnaskriftinni. „Uppá- tæki“ tónskáldsins í slagverkinu verða hér - mér liggur við að segja fögur og ógnvænleg og ekki síður dulmagnaður seiður veiku tónanna. Hlustið á „vopnaglamrið" I 3. þætti og fylgist með Gretti I þeim flórða: „Hann bíður. Hann hlustar. Hann bærist ei...“ Hlustið bara á allt verkið! Hljóðritun (I Hallgrímskirkju) er frábær. Loksins höfum við Sögu- sinfóníuna í heild, hljómandi eins og tónskáldið gerir fyrir í nótna- skriftinni. Oddur Björnsson Bók um sykursýki BÆKUR Ilcilbrigöismál LÍF MEÐ SYKURSÝKI ^ eftir ívar Pétur Guðnason. Útgefandi: Bókaútgáfan Si(ja. Prentun: Oddi hf. ÚT ER komin bókin „Líf með syk- ursýki“. Höfundurinn er 35 ára gam- all og hefur haft insúlínháða sykur- sýki frá 13 ára aldri. Efni bókarinn- ar gæti komið í góðar þarfír því fólki, sem er að kljást við sykursýki, bæði sem sjúklingar, en líka sem læknar og annað starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar. Þjónustu við sykursjúka hefur lengi verið miðstýrt frá göngudeild Landspítalans, allavega hér á suð- vesturhomi landsins og hefur það bæði kosti og galla. Augljósustu ko- stimir em þeir, að mikil sérfræði- þekking er fyrir hendi á einum stað, en gallarnir þeir m.a. að sykursýki er dregin í dilk, aðskilin frá öðrum heilsufarsvanda fólks og slitin úr samhengi við þær hliðar lífs og til- vem sem heilsugæzlan fæst við. Sykursýki er það algengt vandamál að eðlilegt væri að henni væri sinnt af heimilislæknum, eins og gert er víða í nágrannalöndunum. Slíkt fyr- irkomulag hvetur einnig til þess að heilsugæzlan fylgist með nýjungum á þessu sviði, sem ekki er svo líklegt ef sjúkl- ingamir fara annað. Ýmsir sjúklingar kvarta yfír því að um ópersónu- lega færibandaþjónustu verði að ræða á sér- hæfðri göngudeild og að sjálfsögðu getur hún ekki sinnt öðru en því, sem er formlegt verk- efni hennar. Þeir sem haldnir em langvinnum sjúkdómum lenda oft í depurð eða andlegum erfiðleikum, að minnsta kosti um stundarsakir og fá auk þess ýmis heilsufars- vandamál eins og annað fólk. Það er því afar mikilvægt að þeir hafí gott samband við sinn heimilislækni. Mér sýnist á það hafa skort hjá bók- arhöfundi og fínnst það miður. Sam- skipti hans við einhvern ónafngreind- an ungan lækni á vakt á heilsugæzlu- stöð nálægt Reykjavík (þær em ekki margar) verða honum átylla til að ræða meint mistök, sem landlækni hafí ekki verið treystandi til að taka á. Hann alhæfír um þekkingu heim- ilislækna á sykursýki án þess að velta fyrir sér þeim grunnatriðum í skipulagi eftirlitsins, sem ég nefndi hér að framan. Hann fullyrðir að heimilislæknar séu tregir til að senda sykursjúka til sérfræðings. Hins veg- ar finnst honum ekkert athugavert við það að ekki hafi uppgötvast hjá honum hár blóð- þrýstingur fyrr en hann var sendur í augnskoð- un á Landakot. Einhliða lýsing Ivars á samskipt- um sínum við lækna stenzt ekki kröfur um vönduð vinnubrögð að mínu mati, þar sem þeim gefst ekki kostur á að svara fyrir sig. ívar segir frá rúm- lega tuttugu ára reynzlu sinni af sykur- sýki, skýrir gang sjúk- dómsins og kemur með margar gagnlegar ábendingar og upplýsingar. Hann virðist hafa lent í talsverðum ógöngum í fyrstu, orðið þunglyndur og gengið í gegnum erf- iðleika, sem honum var ekki hjálpað með og hann vann ekki úr fyrr en löngu seinna. Hann lýsir því hve mikilvæg góð fjölskylda getur verið í veikindum. Mér fínnst ég hafa lært talsvert af því að lesa bók ívars. Hann er kominn með sérþekkingu á sykursýki og verður þannig sinn eiginn bezti læknir í flestu tilliti. Bók hans er snotur, lítil að fyrirferð en áhuga- verð, þótt ekki sé hún gallalaus. Katrtn Fjeldsted ívar PéturGuðnason Ástin o g erfiðleikamir BOKMENNTIR. Barnabókmcnntir ÁSTARSÖGUR AF FRANS eftir Christine Nöstlinger. Þýðandi Jórunn Sigurðardóttír. Mál og menn- ing, 1995.61 síða. Verð 990 kr. BÓKIN Ástarsögur af Frans til- heyrir bókaflokknum Litlir lestrar- hestar og er fyrst og fremst ætluð þeim börnum sem eru sjálf farin að lesa. Þau böm ættu að hafa þroska til að skilja efnið og hafa jafnvel sjálf lent í svipuðum vanda og Frans gerir. Þá er gott að fá hjálp og út- skýringu svart á hvítu. Þetta er sjö- unda bókin um Frans og er hún myndskreytt. Verkinu er skipt í þrjár sögur sem lýsa kærleika og ást í ýmsum mynd- um. Sú fyrsta segir frá því þegar Jósef, stóri bróðir Frans, verður ást- fanginn af Önnu Lísu en ást hans er ekki endurgoldin. Frans vorkenn- ir Jósef og kemur sér í mjúkinn hjá stúlkunni og vekur áhuga hennar á Jósef. Þetta blessast þó ekki því í millitíðinni hefur Jósef orðið skotinn í annarri stelpu. Onnur saga segir frá afbrýðisemi sem getur fylgt kærleikanum. Gunna, nágranni Frans og besta vin- kona hans, verður líka vinkona Söndru. Frans finnst stöðu sinni ógnað og neitar að vera með þeim í leikjum. Með smá aðstoð uppgötvar Frans hvað um er að vera og hvern- ig hann skuli bregðast við og tekst vel til. Sú þriðja fjallar um hversu langt maður er tilbúinn að ganga til að geðjast einhverjum sem maður vill kynnast betur. Frans gengur- í raun lengra en hann kærir sig um en fyrir vikið verður hann margs vísari um sjálfan sig og aðra. Tungumálið er lipurt og létt, hvorki erfítt né barnalegt. Eitt atriði er þó vert að nefna í þessu sam- bandi. Að vera búinn að einhverju merkir að hafa lokið einhverju en undanfarið hefur borið á annarri merkingu sagnarinnar. Hér er sagt um Frans að hann sé „búinn að vorkenna Jósef í nokkrar vikur“ (9) en betur færi að segja að Frans hafí vorkennt Jósef því hann gerir það enn. Annað íhugunarefni sem tengist þessu verki aðeins að hluta er barnabókaflóran. Þegar flett er í gegnum bókatíðindin blasir við sú staðreynd að strákar eru aðalpersón- ur í mun fleiri verkum en stelpur. Hvort það skipti máli verður hver að svara fyrir sig. Kristín Ólafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.