Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR listarflutnings. Sérstaklega á það við um tónlist Johanns Sebastians Bachs, sem leit á sjálfan sig sem auðmjúkan þjón listarinnar en ekki herra, og samdi allt Guði til dýrð- ar. Enginn nær langt í flutningi þeirrar listar án þess að nálgast hana sem helgidóm, ná á henni fullkomnum tökum, sameinast anda hennar og innihaldi en afklæðast yfirlætinu. Inntak greinar minnar stendur óhaggað: Mikið skortir enn á að tónlist Bachs sé nægilega kynnt og flutt á íslandi. í rauninni er engin tónlistarstefna sjáanleg í landinu. Eðli sínu samkvæmt er Sinfóníu- hljómsveit íslands stærsti konsert- haldari landsins. Ekki hefur hún, svo að ég muni, látið sig stórverk Bachs nokkru skipta, utan að hún fékk mig til að flytja H-moll messuna á 300 ára afmæli tónskáldsins 1985. Þessir gimsteinar tónlistar heyrast aðeins á nokkurra ára fresti fyrir atbeina einstaklinga. Af nærri 300 kantötum Bachs hafa aðeins örfáar heyrst á íslandi enn. Vegur kirkj- unnar vex á margan hátt, en hún þyrfti að draga til sín fleiri, þar sem fólk á kyrrðarstund frá ærðum heimi og hugleiðir boðskap jafnframt fag- urri tónlist, sem er eins og smyrsl á sálina. Metnaðarfullir kirkjukórar mundu vaxa af glímunni við svo sem eina Bach-kantötu á ári, af nógu er að taka, fimm sett við alla helgi- daga ársins. Góðum hljóðfæraleikur- um fjölgar óðum. Þarna er vettvang- ur til að virkja krafta þeirra og kunn- áttu og hleypa auknu lífi í guðsþjón- ustuna. Heimur listarinnar er fullur af gersemum, sem gætu staðið öll- um opnar en almenningur hefur ekki hugmynd um vegna skorts á fræðslu. Með þeirri tæknibyltingu, sem við búum við, eiga allir aðgang að fagurri tónlist, en flestir hlusta aðeins á slævandi hávaða. Líklegt má telja, að aðeins um 2% íslensku þjóðarinnar þekki nokkuð til tónlist- ar Bachs fyrir utan tvö til þrjú þekkt sálmalög. Tónlistarfræðsla sú, sem ég hef annast við Endurmenntunardeild Háskóla íslands sl. þijú ár, hefur fallið í góðan jarðveg og ljóst, að hennar er mikil þörf. Nú hygg ég gott til samstarfs við Listvinafélag Hallgrímskirkju að kynna almenn- ingi dýrustu perlur barrokktónlistar með sérstakri áherslu á Johann Sebastian Bach, ævi hans og að- gengileg verk, á útmánuðum. Tón- list Bachs opnar hlustandanum nýja heima friðar og fegurðar. Hún á erindi við alla, verður að hugstæðri inneign með hárri ávöxtun sem hvorki mölur, ryð né önnur tor- tímingaröfl fá grandað. Gleðileg jól. Höfundur er tónlistarfrömuður og forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs. Flestir sjúklingar, sem læknar Landspítalans sinna, þarfnast inn- lagnar vegna bráðra veikinda, eða vegna sérhæfðrar læknishjálpar, sem ekki er forsvaranlegt að fram- kvæma utan sjúkrahúsa. Flatur niðurskurður á framlög- um til fullkomnustu sjúkrahúsa landsins við núverandi aðstæður er fljótfærnisleg ákvörðun. Stjórn- völdum ber að leita annarra úr- lausna í samráði við þá aðila sem stofna til flestra útgjalda sjúkra- húsanna, þ.e. lækna. An slíks sam- ráðs er vonlítið að árangur náist. Landspítalinn og Borgarspítalinn eru vegna sérþekkingar og tækni endastöðvar í íslensku heilbrigðis- kerfi og þangað er öllum alvarleg- um tilfellum vísað. Nánast öll kennsla heilbrigðisstétta byggir á starfi og þekkingu starfsfólks þessara stofnana. Því er það ábyrgðarhluti að skera á lífæðar þessara lykilstofnana í heilbrigðis- kerfi landsins. Stjórn læknaráðs Landspítalans, , Ásmundur Brekkan, Grétar Ólafs- son, Sveinn Guðmundsson, Þórólf- ur Guðnason, Helgi Sigurðsson, Páll Torfi Önundarson, Valgerður Baldursdóttir. Bifreiðasalinn og nýju lögin HVERS eigum við að gjalda? Að vera bílasali í dag er ekki öfundsvert í ljósi þess að FÍB er eins og hrægammar út um borg og bæ að leita eftir því hvort fólk vilji ekki fara í mál við bílasala með nýju lögin að leiðarljósi. Hvers vegna? Jú, vegna þess að eftir að lögunum var breytt í júní 1994, virðist sá misskiln- ingur vera útbreiddur meðal almennings, að ef bíllinn bilar, þá eigi bílasalinn að borga brúsann. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt, hið rétta er að seljandi ber ábyrgð á þeinv hlut sem hann er að selja. Þó vegur skoðunarskylda kaupanda ekki minna, og skulu kaupendur hafa það í huga að rannsóknar- skyldan hvílir á þeim. Hitt er svo annað mál að í lögum nr. 69/1994 4. gr. segir: „Bifreiðasali skal afla upplýsinga, sem staðfestar skulu skriflega af seljanda, um akstur og ástand ökutækis." Þetta er túlkað þannig að ef eig- andi hefur tekið upp t.d. vél og/eða gírkassa og á ekki nótur Það minnkar áhættuna, segir Vignir Arnar- son, að eiga viðskipti við bifreiðasala. Vignir Arnarson fyrir því, og hlutirnir bila, þá eigi að vera hægt að krefja bifreiða- salann um bætur. Þetta er frám- unalega vitlaust í ljósi þess að kaupanda var gefinn kostur á að fá óháðan aðila til að meta ástand bílsins; þessi klausa á að vera í öllum afsölum bifreiðasala núna og er óvefengjanleg ábending til kaupanda um að framkvæma þessa skoðun með einum eða öðr- um hætti. Ef sanna má hins veg- ar að bifreiðasala eða starfsmanni hans hafi orðið á mistök, er fólki að sjálfsögðu bent á að leita rétt- ar síns, en mistök bílasala geta vart orðið til þess að vél hrynji!!! Félag íslenskra bifreiðaeigenda er það félag bíleiganda sem hefur lögmann á sínum snærum, og hefur hvað mest reynt að fá fólk til að fara í mál vegna galla í bílum. Þau mál, sem ég fékk upp- lýsingar um, voru öll á sama veg: ekki var haft samband við selj- anda heldur beint við bifreiðasala. Fyrrverandi eigendur voru furðu lostnir er ég hafði samband við þá og skildu síst í þessu. Þegar mál er komið til lögfræð- ings, er það að sjálfsögðu komið langt út fyrir okkar svið. Það hefur orðið bæði bifreiðasölum og ekki síður kaupendum undrunar- efni hversu mikið kapp er lagt á að koma sökinni á bifreiðasalann en ekki seljandann. Því auðvitað er það hann sem svarar fyrir seld- an hlut. En við skulum skoða aðeins hugtakið „galli“. „Galli er þegar hinn seldi hlutur svarar ekki þeim kröfum sem til hans má gera skv. samningi aðila eða hann hefur Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator , félag laganema. ekki þau einkenni eða eiginleika sem al- mennt má ætla að hlutir af sömu tegund hafi.“ Þarna er átt við að bera þarf saman sambærilega vöru og hina seldu og skoða málin út frá því. Ef um bifreið er að ræða, spilar inn í markaðs- verð svo og verð til- tekinnar bifreiðar og akstur, því auðvitað eru bifreiðar í misj- öfnu ásigkomulagi og engar tvær eins, og þá ekki verðið. Það er auðvitað útilokað að bifreiða- sali geti borið ábyrgð á því ef viðskiptavinur kemur inn, og lýg- ur að sölumanni og/eða segir kaupanda ósatt um ástand bíls- ins, því að sölumaður er ekki allt- af með þeim, og getur því ekki vitnað um hvað þeim fór í milli á meðan. Það eru til óteljandi dæmi um að ekki hafi verið rétt staðið að viðskiptum, hvort heldur um er að ræða bifreiðar eða annað, menn deila jafnan um þetta. Að ætlast til þess að bifreiðasali beri ábyrgð á gamalli bíldruslu, sem ekið hefur verið 100 þús. km, er út í hÖtt, það sér hver heilvita lesandi, og gaman væri að vita hver er ábyrgð þeirra, sem aug- lýsa í blöðum; er ábyrgðin blaðs- ins eða eigandans? (Það má ör- ugglega finna bílasala til að kenna um.) En fyrst við erum komin út í bílaviðskipti skulum við skoða örlítið þá hópa sem eru æði misjafnir á bílasölum. Það er athyglisvert að skoða það sem almenningur kallar braskara, þetta eru almennt þeir menn sem almenningi er illa við og vill ekk- ert af vita. Staðreyndin er hins vegar sú, að þetta eru þeir menn sem almennt engin vandamál eru í kringum. Þetta eru menn sem kaupa og selja bifreiðar og hafa ánægju af og stundum smá skot- silfur, en ef upp kemur einhver kvilli í seldum bíl, þá er það lagað orðalaust. Það er annað en al- menningur gerir, hann telur að verið sé að rífa úr sér hjartað ef bifreiðasali hringir og segir að bíllinn hafi bilað, og svarið er ein- hvern veginn á þann veg, að það geti engan veginn átt sér stað, eða þessi klassíska eigingirni: „Og ég sem átti bílinn í 10 ár og hann bilaði aldrei. Skrýtið að hann skuli gera það strax eftir að ég sel hann,“ eða: „Hann kann bara ekkert dð setja hann í gang í kulda,“ eða: „Það verður að gæta að olíunni í hvert skipti sem sett er á hann bensín.“ Já, það er margt sem gleymist þegar gamlir bílar eru seldir enda^ekki hægt að ætlast til að fólk muni allt. En núna er allt í lagi að gleyma að segja frá atriðum eins og að hann brenni u.þ.b. 1 1 af olíu á hverja 100 km. Eða: „Já, heyrðu, ég var búinn að panta styrktarbitana undir hann. En þetta er allt í lagi því bílasalinn borgar!!!“ Það skal skýrt tekið fram að að sjálfsögðu á fólk að leita eftir því að eiga viðskipti við löggilta bifreiðasala, það gæti minnkað áhættuna. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Barnatískuskór 2.495 Tegund:! Litir: Svart brúnt Ath: Avallt næg ókeypis bílastæði fyrir framan verslunina. Póstsendum samdœgurs STEINAR WAAGE SKOVERSLUN DOMUS MEDICA SÍMI 551 8519 ..ítalskar hágceðasokkabuxur! SÖLUSTAÐIR 75) Verslunitt Brá Erobic sport 75) Versluniti Etttbla Hress Snyrtistofan Hrund Hárgreiðslustofan Prítttadonna ^j Versluttin Sandra ' Verslunin Stella % Stúdíó Ágústu og Hraftts ’~Zfj Versluttitt Snyrtihöllin Textilline ^3) Verslunitt Rita Toppform ^j World Class ^ Hárgreiðslustofan Hársel '~ÍJ\ Verslunin Ltbía 73}' Verslunitt Natta Heildsala: Studio Vík hf. Kleppsmýravegi 8 • 104 Reykjavík Sími: 568 7282 • Fax 568 7267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.