Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 37 AÐSENDAR GREINAR ... — ÚLFALDALEST að bíða eftir ferðamönnum á Gran Canaria. til Árósa í Þristi, eða DC-3. Lizzy Bonné, dönsk kona úr vinahópi afa míns, Haraldar Níelssonar, hafði verið í heimsókn á íslandi í boði foreldra minna. Til að endurgjalda þetta boð, bauð hún okkur bræðr- um, Sveini Kjartani og mér, í ferð til Jótlands. Bar þar hæst heim- sókn okkar til Ebeltoft, Molbúabæj- arins, enda fannst okkur bræðrum við vera þar á heimavelli, því margt er líkt með skyldum. f ár, 1995, er enn verið að endurbyggja í Ebel- toft, freigátuna Jylland, sem Krist- ján IX sigldi með til Islands árið 1874 og færði okkur stjómar- skrána. Reit ég um freigátu þessa í Lesbók Morgunblaðsins þann 6. júlí 1985, 25. tölublaði 60. árgangs. V. Flugstjórinn tilkynnir nú, að úti sé 63 stiga frost, en 25 stiga hiti í Las Pálmas. Flugáætlun var breytt skömmu eftir flugtak og seinkar fluginu því nokkuð. Enn rifjast upp fyrir mér þjóðhátíðin 1874. Tveir stúdentar, þeir Láms Halldóreson, síðar fríkirkjuprestur í Reykjavík og Sigurður Gunnarsson, síðar prófastur í Stykkishólmi, glímdu fyrir Kristján konung IX á Þingvöllum 1874. Fræg er setning konungs, er hann óttaðist, að slys yrði í glímunni: „Bræk ikke benet, Gunnarsson“, kallaði konungur. Sr. Lárus dó 1908, en í Tíman- um segir svo á bls. 156 þann 26. júlí 1930: „Meðal hinna göfugustu gesta á hátíðinni, má nefna Sigurð Gunnarsson fyrrv. prófast og al- þingismann. Hann glímdi fyrir konung á Þingvöllum á þjóðhátíð 1874 og núna 56 árum síðar, brá hann sér líka til Þingvalla. Ekki ríðandi eins og 1874, heldur fljúg- andi og var ca. 20 mínútur frá Reykjavík til Þingvalla. Hann er fjörugur enn 82 ára öldungurinn“. Farkosturinn hefur annað hvort verið Súlan eða Veiðibjallan, flug- vélar hins gamla Flugfélags Is- lands, og auðvitað lent á Þing- vallavatni. Ætt mín hefur því allt- af verið flugsækin og langafi þar brautryðjandi. Alþjóðlegt stúdentamót var haldið í sambandi við Alþingishá- tíðina 1930 og var Thor H. Thors síðar sendiherra forseti þingsins, en sr. Sigurður Gunnarsson ald- ursforseti. VI. Nú gerast farþegar skrafhreifn- ir, bjórinn farinn að verka og mik- ið teflt við páfann. Björn Guð- mundsson flugstjóri frá Grjótnesi sagðist alltaf fara í frí í nóvem- ber. Þá væri ekki sumar á ís- landi, ekki farið að ríða út ennþá, eiginlega allt ómögulegt. Ég hefi aftur á móti sagt: „Nóvember ætti ekki að vera til, ellefu mánuð- ir em alveg nóg fyrir okkur íslend- inga.“ Apríl er sá mánuður, sem sólríkastur er hér og er öllum ráð- lagt að velja hann til dvalar hér syðra. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að oftast eru páskar í aprílferðinni og þá mikið hærra verð en í öðrum mánuðum. Ferðin eftir páska er oftast hagkvæmust, þótt hún dragist eitthvað fram í maí. VII. Nú er stutt í lendingu. Ég lýk hér þessu sérstæða flugrabbi. Nú tekur við hjá okkur fjögurra vikna dvöl í íbúðarhótelinu Jardin del Atlantico á Ensku ströndinni í Gran Canaria. Bergljót dóttir okkar flýgur til móts við okkur frá Bologna á Ítalíu þann 13. nóvember. Þá verða fagnaðar- fundir. Höfundur er lögfræðingur. SAAASUNG SF-40 faxtœki er meðsíma, hógœða- upplausn, 10 númera minni, tenqjanlegt við símsvara, Tjósritunar- möguleikum o.m.fl. S Samsung SF-2800 er övenju-fallegt faxtœki. Það hefur innbyggðan stafrœnan símsvara, kirstalsskjó, 80 númera minni, 10 númera beinvalsminni, 16 gróskala hógœðaupplausn ð móttöku, Ijósrituharmöguleika, 10 blaosíðna arkamatara og ýmislegt fleira. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax:5 886 888 (Kostar innanbœjarsímtal og vörumor eru sendar samdœgurs) TIL ALLT AÐ 24 MANADA V RAÐCREIOSLUR m TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA DIMMRAUÐUR GRANAT /' OG SKÍNANDI DEMANTUR jF ■ GULLSMIÐJAN PYRIT-G15 SKÖLAVÖRÐUSTÍG 15 • SIMI 5511505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.