Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 43 MINNINGAR um og þekktu vélarhljóðið þegar þeir nálguðust. Þetta er einhver sérgáfa sem ég aldrei hef skilið. Mér var í mun að við stæðum okkur vel í skóla og hefur trúlega þótt hann dálítill gaur stundum og viljað halda aftur af honum. Þegar biðraðir og skömmtunarseðlar voru við lýði voru skólavörur líka skammtaðar þannig að bruðl var bannað. Ég geymdi ritföngin og lét hann hafa eftir því sem mér fannst mátulegt. Þannig héf ég sennilega viljað drottna yfir honum. Þekkt er sú saga í ijölskyldunni þegar hann ætlaði að kaupa sér stóla í Reykja- vík og ég ætlaði að hjálpa til. Við mæltum okkur mót og mættum stundvíslega en þá hafði minn mað- ur keypt stólana. Hann vissi sem var að ég myndi fara um alla Reykjavík að skoða en það fannst honum alveg óþarfi. Þannig gekk hann ákveðinn til verks frá unga aldri. Ég minnist þess líka að eitt sinn fórum við á leiksýningu í Iðnó og brugðum okkur á Borgina á eft- ir. Um stund sá ég ekki bróður minn og í ljós kom seinna að hann hafði farið á annan dansstað sem honum fannst áhugaverðari. með sínum kunningjum. Þannig voru áhugamálin ekki endilega þau sömu en slíkt létum við ekki á okkur fá. Jón Eggert stundaði sjómennsku frá unglingsárum og var skipstjóri frá tuttugu og þriggja ára aldri til dauðadags. Sjómennskan var hon- um í blóð borin og hans ær og kýr en hann var orðinn þreyttur undir lokin. „En hvað á ég að gera, ég kann ekkert annað?“ sagði hann gjarnan ef breytingar bárust í tal. Hann var fiskinn skipstjóri, kom sérlega vel að sér mönnum en fór ekki varhluta af áföllum. Hafði hann margan manninn hjá sér í skiprúmi og engan þekki ég sem ekki líkaði við hann. Um árabil hafa þeir Einar Hálfdánsson deilt með sér skipstjórastöðu á Heiðrúnu og var sú samvinna með eindæmum góð, að sögn Jóns Eggerts. Þeir voru sannir heiðursvinir. Hann var næmur á líðan fólks og mátti ekk- ert aumt sjá. Á hverjum morgni um árabil fór hann til mömmu og pabba meðan þau lifðu og hann var í landi, sat hjá þeim og spjallaði. Hver skyldi hafa trúað því þegar pabbi kvaddi i sumar að svona stutt yrði í milli þeirra feðganna, en rúmt ár er síðan mamma dó. Jón Eggert var sterkur persónu- leiki, skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar allt fram að síðustu stundu og fárveikur. Hann fór á kostum ef því var að skipta og þau hjónin bæði tvö. Þau höfðu lag á að segja sögur af sjálfum sér svo að fólk veltist um af hlátri, voru alltaf að lenda í einhveijum ævin- týrum innan lands sem utan og kunnu að segja frá þeim. „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að koma fyrir okkur Jónu,“ sagði hann oft. Áldrei skorti umræðuefni þar sem Jón Eggert fór, hann gat alltaf haldið uppi samræðum. Hann var mannblendinn og þótti gaman að spjalla og gerði sér far um að hitta heimamenn viðkomandi staða þar sem hann ferðaðist. Og ef honum þótti ég ekki vita nóg um nágranna mína þá gekk hann í málið sjálfur. Þannig var það eitt sinn í sumarbú- staðnum okkar að hann labbaði sig til nágrannans og spurði frétta og kom til baka og upplýsti okkur. „Nú veit ég allt um málið," sagði hann áhugasamur. Þannig var hann líf- legur og áhugasamur um lífið og tilveruna. Og það sem hann tók að sér að gera vann hann af lífi og sál, ekki bara af skyldurækni held- ur af ánægju. Þannig var Jón Egg- ert bróðir minn. Elsku Jóna mín. Alla tíð hefur þú staðið eins og klettur í hafi við hliðina á honum Jóni þínum og sam- an hafið þið gengið í gegnum þykkt og þunnt. Og núna hafið þú og börnin vakað yfir honum veikum og hvergi slegið af. Enda sagði hann alltaf að hann ætti svo góða fjölskyldu og þyrfti ekki að kvarta. Nú svarar enginn í símann sem segir: „Komdu blessuð, Dóra mín.“ Tjaldið er fallið, þrautirnar horfnar. Megir þú hvíla í friði, elsku vinur. Minningin um þig lifir. Halldóra Sigurgeirsdóttir. Að liðnum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyijum við þrátt fyrir allt þegar því er lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? (Halld. B. Bj.) Með þessum orðum kveð ég elskulegan bróður með miklum trega og söknuði. Elsku Jóna mín og börn, Guð veri með ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Hvíli hann í friði. Svenna Rakel Sigurgeirsdóttir. í dag, fimmtudag, er borinn til grafar í Bolungarvík, mágur minn, Jón Eggert Sigurgeirsson, skip- stjóri. Jón var giftur systur minni, Jónu Kjartansdóttur og áttu þau fimm uppkomin börn. Eg man ekki öðruvísi eftir Jóni en sem eigin- manni Jónu, svo Iengi hafa þau haldið heimili. Jón var sjómaður alla tíð og skipstjóri svo langt sem ég man eftir honum. Mér er það sérstaklega minnisstætt, að hvar sem þeir fóru, synir Jóns, Víðir og Guðmundur, kom sjómennskan allt- af til umræðu og aldrei gátu þeir dulið aðdáun sína á kallinum, stolt- ið leyndi sér ekki, og fyrir honum báru þeir alla tíð ómælda virðingu. Það kom því engum á óvart að báðir völdu þeir sjómennskuna að atvinnu og hafa nú verið skipstjórar á skuttogurum um nokkurra ára skeið. Þegar ég ræddi við Jón hin síð- ari ár, leyndi stoltið sér ekki og mér var það ljóst, að hann taldi sig mikinn gæfumann. Gæfu sína taldi hann ekki í þeim óteljandi tonnum af fiski sem hann hafði komið með að landi um ævina, nei, hún var falin í fjölskyldu hans, ástríkri eig- inkonu og farsælli afkomu barna þeirra. Jón var, og mátti vera, stolt- ur af þeim öllum. Stelpurnar, Mar- grét, Friðgerður og Svala, hafa all- ar komið sér vel fyrir í lífinu og aldrei talaði ég við Jón hin síðari ár án þess að strákarnir kæmu til umræðu og þá leyndi stoltið sér ekki, frekar en þegar minnst var á stelpurnar. Eg hef alla tíð haft óbilandi traust á Jóni og þótt gott að eiga hann að þó að ég viti að hann hef- ur átt sínar erfiðu stundir í lífinu, það var jú ekki alltaf dans á rósum hjá honum. Ég þykist t.d. vita hversu mikið álag hafi verið á hon- um þegar hann missti útbyrðis bróður sinn og síðan mág. Allt þetta stóð Jón þó af sér og ekki nóg með það, hann virtist alltaf hafa nóg að gefa öðrum. Ég man t.d. eftir því þegar hann vakti mig einn október- morgun þegar ég var 15 ára gam- all og tilkynnti mér að mamma mín væri dáin. Pabbi var þá í Reykjavík hjá mömmu. Ég hef aldrei gleymt þessari heimsókn Jóns og hversu notalegur hann var við mig þennan morgun. Frá honum fékk ég þann styrk sem mig vantaði. Jóni þakk- aði ég þetta hins vegar aldrei og því nefni ég það nú. Það kom síðan einnig í hlut Jóns að tilkynna mér lát Bergmundar bróður míns, sem fórst í Kaupmannahöfn í september 1985. Jón og Jóna voru þá stödd í Danmörku. Á þessari stundu fann ég aftur hversu óskaplega traustur Jón var og sá hann, ásamt Jónu, um allt sem sinna þurfti úti vegna þessa. Þegar ég kom í heimsóknir til þeirra Jónu og Jóns, var alltaf glatt á hjalla og hafði ég hina mestu ánægju af því að ræða við Jón. Undanfarin ár var það orðinn árviss viðburður að mér og fjölskyldu minni var boðið að koma á Þorláks- messukvöld og þiggja „smásnarl" hjá þeim hjónum. Þetta „smásnarl" var eins mikið hangikjöt og hver gat í sig látið, svið, harðfiskur, skata o.fl. o.fl. Jón hafði lúmskt gaman af að atast í mér á þessum kvöldum, þar sem hann vissi að mér var ekki um skötuna gefið. Fyrr á þessu ári fór Jón að kenna sér meins og fór í rannsóknir í fram- haldi af því. Þær rannsóknir leiddu í ljós, að hann þjáðist af krabba- meini og þrátt fyrir mikla baráttu, þá varð hann í fyrsta sinn að láta í minni pokann. Á meðan á veikind- um Jóns stóð ræddi ég við hann nokkrum sinnum og minnist ég þess að hann kvartaði aldrei þó ég viti nú, að hann átti við mjög erfið veikindi að stríða. Ég hitti Jón síðast á ættarmóti að Skógum undir Eyjafjöllum en í þeirri samkomu tók hann fullan þátt. Þó að hann, og synirnir, hafi aldrei verið taldir miklir söngmenn, þá var ekki dregið af sér við að syngja sjómannaslagara eins og Þórð sjóara, Það gefur á bátinn, Hann var sjómaður dáðadrengur o.fl. ö.fl. Þegar sungið var lagið Heimaslóð við texta Ása í bæ, þá náði söngurinn hámarki í viðlaginu þegar sungið var „ .. þar sem lund- inn er ljúfastur fugla, þar sem lifði Siggi Bonn, og Binni sem sótti í sjávardjúp, 60.000 tonn“. Ég tók sérstaklega eftir því að þegar talan 60.000 tonn var nefnd, var hnefinn á Jóni alltaf kominn á loft til að leggja áherslu á töluna. Ég mun alltaf minnast Jóns þeg- ar ég heyri þetta lag líkt og ég man alltaf eftir Dodda (Þórði Guð- mundssyni) þegar ég heyri lagið Þórður sjóari. Elsku Jóna, Víðir, Margrét, Guð- mundur, Friðgerður og Svala. Ég veit að sorgin er mikil hjá ykkur og næstu mánuðir munu verða erf- iðir. Ég vil þó leyfa mér að hug- hreysta ykkur á sama hátt og Jón hughreysti mig. Minnist alls hins góða og þakkið fyrir þær stundir sem þið fenguð að vera með honum. Hann er vafalaust nú kominn á fullt í útgerð á nýjum slóðum í góðum félagsskap, þar sem kraftar hans munu nýtast til hins ýtrasta. Ég hef það fyrir satt, að þar sem hann er nú, sé enginn kvóti i gildi og allir, sem á annað borð séu fiskn- ir, megi fiska eins og þeir vilja. Ég votta systkinum Jóns, tengdaböm- um, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Jónmundur Kjartansson. Núna er hann farinn, blessaður karlinn! Þetta sagði bróðir minn við mig þegar hann hringdi í mig að kvöldi 15. desember sl. Vinur minn og mágur, Jón Eggert Sigurgeirs- son var dáinn. Hann hafði verið mikið veikur að undanförnu en núna er því lokið. Ég kynntist Jóni þegar hann og systir mín byijuðu búskap en seinna vorum við saman til sjós í fjölda ára, fyrst á Heiðrúnu, síðan á Heiðrúnu II. og svo á Guðmundi Péturs. Jón Eggert var ósérhlífinn maður enda dugnaðarforkur. Hann var sjómaður af guðs náð. Þegar við vorum saman var stíft róið enda var númer eitt að standa sig en það gerði Jón alltaf með sóma. Hann var fiskinn þó svo að hann léti ekki mikið yfir því en viktarnóturnar sögðu allt sem segja þurfti í þeim efnum. Ég veit að við drekkum ekki fleiri kaffibolla saman að sinni en þegar ég var í landi kom ég oft á dag til þeirra hjóna, Jónu og Jóns, enda stóð það heimili mér alltaf opið. Okkur Jóni samdi vel, en stundum var þó þrætt. Jón hafði gaman af því að þræta við mig en alltaf end- aði kaffibollaþrasið í góðu. Ég veit það, systir mín góð, að oft höfum við staðið frammi fyrir sorginni. Við höfum misst móður okkar, systkini og mág, en þú stóðst þau áföll með sóma og ég veit að þú munt standa þetta af þér þó að áfallið sé mikið nú. Ég sendi systkinum Jóns Eggerts og öðrum ættingjum mína innileg- ustu samúðarkveðju. Jóna systir, Víðir, Margrét, Guðmundur, Frið- gerður og Svala, minn hugur er hjá ykkur á þessari erfiðu stundu. Að lokum þetta: Jón Eggert, far þú í guðs friði og hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þinn vinur, Hlíðar Kjartansson. • Fleiri minningargreinar um Jón Eggert Sigurgeirsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Vitundarvígsla manns og sólar Dulfrseöi fyrir þá sem. leita. Bókin faest í Bókahúsinu, Skeifunni 8 Erlendar bækur um heimspeki og skyld efni. Námskeið og leshringar. Á.h'LLgamenn %cm próxtnairheimspeh Box 4124, 124 Rvk.. Fax 587 9777 Sími 557 9763 GÆÐl O G GOTT VERÐ i Eyjnslóð 7 Reykjavlk S. SI I 2200 VenjuieqtVOTð:^®‘ ]6lat\lboð:lJ5?r S5BK**' )«»»®o4:5á22:' Venioleqt v«ð: W.500 Jólat\lboð:l^225 Glösvciðimannsms, tattcqjóiaqjöí. ttlýjat uttarpeysur. Gjöt semvetmu. SÍÐUMÚLA 11 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 588 6500 Opiðtil 22:00 fimmtudtföstud - 23:00 Þorláksmessu -10:00-12:00 Aðíanqadaq HAFNFIRÐINGAR jólagjafirnarfásthjáokkur OG NÁGRANNAR! adidas Miðbæ, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.