Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Halldór Þormar Jónsson fæddist 19. nóvember 1929 á Mel í Staðarhr., Skag. Hann lést á Sauðárkróki 14. desember síðastlið- inn. Faðir Halldórs var Jón Eyþór Jón- asson, bóndi á Torfumýri í Blöndu- hlíð, Akrahr., síðar á Mel í Staðarhr., Skag., f. 12. febr. 1893, d. 22. apríl 1982. Móðir Hall- dórs var Ingibjörg Magnúsdóttir, húsfreyja á Torfumýri í Blönduhlíð, Akrahr., síðar á Mel í Stað- arhr., Skag., f. 22. ágúst 1894, d. 3. júlí 1979. Bræður Hall- dórs: Magnús Jónsson, fyrrv. fjármálaráðherra og banka- stjóri Búnaðarbanka Islands, f. 7.9.1919, d. 13.1.1984, og Bald- ur Jónsson, f. 31.10. 1923, d. 19.6. 1983, rektor Kennarahá- skóla Islands. Halldór kvæntist 11. október 1953 Aðalheiði Benediktu Ormsdóttur, skrifstofumanni og húsfreyju, f. 30. maí 1933. Börn þeirra: 1) Hanna Björg, f. 29. des. 1952 á Hólmavík, sjúkraliði á Sauðárkróki. 2) Jón Ormur, f. 5. mars 1954 í Rvík, doktor í sljórnmálafræði, lekt- or við Háskóla íslands. 3) Ingi- björg, f. 28. apríl 1958 í Slýkkis- hólmi, læknaritari á Siglufirði. Maki: Hermann Jónasson fram- kvæmdastjóri. 4) Halldór Þormar, f. 7. maí 1964 á Sauð- Hniginn prúður hússins faðir Hvílir nár, það veldur tárum; Hérað misti horskan stýri, Hróður æ er vann sér góðan, Byggðin stoð og stéttin prýði, Stiit er verkahringinn fylti; Sveig sem réttar engir eiga Ávann hann fýrir verðleik sannan. Þessi orð Steingríms Thorsteins- sonar komu mér í hug þegar sú harmafregn barst mér fyrir fáum dögum, að mágur minn elskulegur, Halldór Þ. Jónsson, hefði orðið bráð- kvaddur á heimili sínu. Á slíkri raunastundu rifjast upp sundurlaus minningabrot liðinnar ævi og öll sú hlýja og ástúð sem fylgdi Halldóri frá okkar fyrstu kynnum, fyrir um það bil fjórum áratugum, er ég gift- ist bróður hans. Tengdaforeldrar mínir höfðu af litlum efnum en mikl- um metnaði stutt drengina sína til mennta og fengu að njóta þeirrar verðskulduðu ánægju að sjá þá alla gegna með sóma virðingarstöðum í þjóðfélaginu. Þeir voru oft nefndir í sömu andránni Melsbræður, þeir Magnús, Baldur og Halldór, enda óvenjulega samrýndir mannkosta- menn. Síðasta árið, áður en bóndi minn lauk sínu háskólanámi, bjó hann hjá Magnúsi bróður sínum, sem þá var kvæntur sinni ágætu konu, Ingibjörgu. Þau voru þá búin að eignast eldrá bam sitt, Kristínu, og sá Baldur ekki sólina fyrir þess- ari litlu bróðurdóttur sinni og bróður hennar, Jóni, sem fæddist þremur árum síðar. Svo var og um böm Halldórs og Stellu og Hönnu Björgu, Jón Orm, Ingibjörgu og Halldór og hélst sú væntumþykja alla tíð. Fannst mér því þegar í upphafi að ég hefði eignast mörg böm áður en okkar böm fæddust. Oft var þröngt á þingi þegar margir gistu í einu og allir skriðu upp í. Varð því snemma að grípa til þess ráðs að skorða allbreiða fjöl á milli hjónarú- manna og setja á hana dýnu og hélst sú skipan mála um langt ára- bil. Það vildi svo til fyrir hreina til- viljun að á fyrstu búskaparárum okkar Baldurs, bjuggu Qölskyldur okkar allra nánast á sama blettin- um, það vom aðeins fáir metrar á milli húsanna og bömin gátu hlaup- ið á milli, svo til eftirlitslaus þótt árkróki, nemi við HÍ. Halldór varð stúdent frá MA 1950. Cand juris frá Háskóla íslands 29. jan. 1957. Hdl. 24. mars 1961. Störf: Fulltrúi á fram- færsluskrifstofu Reykjavíkur frá 1. febr. til 1. des. 1957. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækja Sigurð- ar Ágústssonar (út- gerð, verslun og frystihús) í Stykkishólmi frá 1. des. 1957 til 1. des. 1960. Fram- kvæmdastjóri Fiskivers Sauð- árkróks hf., Skagfirðings hf. og Hervarar hf. frá 1. des. 1960 til 1. okt. 1962 og Verslunarfé- lags Skagfirðinga á Sauðár- króki frá 1. jan. 1961 til 31. júlí 1964. Stundaði jafnhliða lögfræðistörf. Fulltrúi hjá bæj- arfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðar- sýslu frá 1. ágúst 1964, skip. fulltrúi þar 2. jan. 1973 frá 1. s.m. til 15. ágúst 1980. Settur bæjarfógeti á Siglufirði í júlí 1976 til jan. 1977, skip. bæjar- fógeti þar 31. júlí 1980 frá 15. ágúst s.á. til 31. okt. 1982, skip. bæjarfógeti á Sauðárkróki og sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 28. sept. 1982 frá 1. nóv. s.á. Skip. sýslumaður á Sauðár- króki frá 1. júlí 1992. Útför Halldórs verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ung væm. Þetta var því sannkölluð stórQölskylda með éinstakri sam- heldni og daglegum samvistum. Við tengdumst því þegar í upphafí traustum tryggðarböndum. Halldór flutti að vísu skömmu síðar til Stykkishólms og þótti okkur þar skarð fyrir skildi. En áfram bjuggu bræðumir tveir í nábýli meðan báð- ir lifðu og verður sú gæfa aldrei fullþökkuð að hafa fengið að njóta slíkra samvista. Er famm liðu stund- ir sóttu tvö eldri böm Halldórs, Hanna Björg og Jón Ormur, skóla hér í Reykjavík og dvöldu þá að meira eða minna leyti á heimili föð- urbræðra sinna. Halldór var einn sá ljúflyndasti maður sem ég hef kynnst á langri ævi. Hann var með afbrigðum bam- góður og gat setið hugfanginn og brosandi við vöggu bamanna okkar smárra, aðeins til að njóta þess að horfa á þau sofandi. Þegar aldur færðist yfír líktist hann bræðmm sínum æ meir í útliti. Fyrir fáum vikum vom þau hjón stödd hér í bænum og varð mér starsýnt á Halldór og sá þar greinilega svip- mót eldri bræðranna sem báðir lét- ust um aldur fram. Halldór hafði þá á orði að innan tíðar biðu náð- ugri dagar er hann léti af embætti, en reyndar væm það Qögur ár og nógur tími til stefnu að hugleiða skipan mála. En „skjótt hefur guð bmgðið gleði, góðvina þinna“. Hall- dórs er sárt saknað. Nærvera hans tengdi mig og böm mín ætíð far- sæld liðinna ára. Jóhanna Jóhannsdóttir. Loginn blaktir á aðventukertinu og gefur fyrirheit um komu jólanna enn á ný. Gleði og eftirvænting hefur ríkt í huga yngstu bamanna og smitað okkur hin eldri, sem höf- um jafnvel læðst á tánum um nætur í hlutverki jólasveina. Hugurinn er óvenju opinn og næmur á þessum undarlega árstíma ljóss og myrkurs. Hér norður við ysta haf reynum við að bægja burt skammdegismyrkrinu um stund og baða okkur í skini jóla- Ijósanna. Við sitjum yfir jólakortun- um og hugsum til ættingja og vina og þrátt fyrir allt umstangið er eins og við séum aftur orðin börn. Kertis- loginn blaktir og hugurinn reikar. Það er ósköp sárt að sitja hér og skrifa minningarorð um Halldór föð- urbróður minn. Hann sem var svo dýrmætur og ómissandi. Hann sem var mér svo miklu meira en venju- legur frændi eftir að pabbi dó fyrir nær tólf árum. Þá ríkti líka skamm- degismyrkrið úti, en jólaljósin voru slokknuð. Minningamar um kæran frænda „streyma fram, allar jafn fagrar og ljúfar. Þegar við systkinin vorum böm í sveitinni hjá afa og ömmu á Mel var það hátíð að fara út á Krók til Halldórs og Stellu. Þar hreiðraði maður um sig í bókaherberginu með óendanlega mörgu bókunum, las Sabatini, og naut þess að finna lykt- ina af vindlunum hans Halldórs frænda. Alltaf var okkur systkinun- um tekið eins og stórhöfðingjar væm á ferð og það breyttist ekki í tímans rás. Það var engu líkt að hverfa í faðm hans þá og finna hlýj- una og öryggið og seinna breyttist það ekki neitt, þótt ég yrði fullorðin margra bama móðir. Bömin mín fundu fyrir því sama í návist hans og hann sýndi þeim áhuga og at- hygli eins og þau væm hans eigin afaböm. Það er stutt síðan við komum saman fjölskyldan hér syðra í tilefni af komu Halldórs og Stellu í bæinn. Það var svo mikið í húfí fyrir krakk- ana að missa ekki af að hitta þau að elsta dóttir mín fékk frí úr vinn- unni til þess að geta verið með. Og það var enginn svikinn af þessum eftirmiðdegi í Mosfellsbænum. Hall- dór lék á ais oddi og tíminn var ekki lengur til, sannkölluð hátíð, eins og alltaf þegar hann var með okkur. Og svo var faðmast að lokum og framtíðin brosti við okkur, því að við vomm svo rík að eiga hvert annað að. Þannig er síðasta minning mín um hann. Halldór var yngstur bræðranna þriggja frá Mel. Magnús, faðir minn, og Baldur létust einnig um aldur fram. Allir vom þeir bræðurnir mikl- ir fjölskyldumenn og eyddu öllum sínum frístundum með fjölskyldum sínum. Því var það, að þótt þeir væm allir í krefjandi störfum, feng- um við bömin að njóta mikilla sam- vista við þá. Að því búum við nú, þótt þeir séu ekki lengur hjá okkur. Vonandi tekst okkur að miðla hlýju þeirra og kærleika til okkar eigin barna og er þá vel. í sumar dvaldist ég í nokkra daga hjá Halldóri og Stellu. Þeir dagar verða mér ógleymanlegir. Gestrisni þeirra er einstök og heimilið fagurt og hef ég sannarlega fengið að njóta þess oftsinnis. En þó er það eitt umfram allt annað sem er svo ein- stakt, en það er allur sá tími sem manni er gefmn. Þessa daga sátum við Halldór frændi að spjalli tímun- um saman í bókaherberginu góða og ekkert var til sparað hjá þeim báðum að gera manni stundina sem yndislegasta. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann situr í stólnum sínum makindalega, hlustar og kímir, slær úr pípuhni sinni og hvetur mann til dáða í frásögninni. Svo seint og um síðir er boðið góða nótt með kossi og maður sendur í rúmið með stafla af safaríkum sakamálasögum í fanginu. Svona kvöld eru hápunktur allrar sælu. Já, jólin eru að koma. Það gera þau þrátt fyrir allt. Boðskapur þeirra er fagur og ljósið á aðventu- kertinu lýsir upp myrkrið. Hugurinn okkar er hjá ykkur, Stella mín, þér og bömunum, sem Halldór elskaði svo heitt. Enginn kemur í staðinn fyrir hann, en kærleikur hans mun halda áfram að umveíja ykkur. Þið eruð sterk af því að þið elskuðuð mikið og þið eigið hvert annað að. Ástin sigrar allt. Líka dauðinn. Kristín Magnúsdóttir. Við snöggt og sorglegt fráfall vin- ar og frænda, Halldórs Þ. Jónsson- ar, sýslumanns Skagfirðinga, bregð- ur fyrir nokkrum leifturminningum. Þegar veröldin var minni á æsku- árunum norður á Akureyri var að finna einn hornstein - utan æsku- heimilisins. Það var á Mel í Skaga- firði. Náin frændsemi, tíðar sum- ardvalir kaupamannsins frá Akur- eyri og dvöl þeirra Melsbræðra í heimahúsum á menntaskólaárum þeirra skapaði tengsl og vináttu. Lengi er minnst útreiðartúranna með frændfólkinu frá Mel og Hvammsbrekku og þess lífs sem þá var lifað í fögrum sveitum Skaga- fjarðar. Haddi frændi var með öðr- um eldri frændsystkinum leiðtogi okkar yngra kaupstaðarfólksins sem nutum þessara ógleymanlegra sumra þegar heimssýnin markaðist af Vaðlaheiði að austan og Vatns- skarði að vestan. Melsgilið, Glóða- feykir, Staðaröxl og Djúpidalur urðu rammi þessara minninga - og Mels- bræðurnir þrír svo og foreldrar þeirra, Jón og Ingibjörg, þeirra dýpsta innihald. Kynnin urðu nánari með árunum og frændsemin enn sterkari þegar þeir Magnús, Baldur og Halldór dvöldu til skiptis í heimahúsum okk- ar á skólaárunum í Menntaskól- anum á Akureyri - síðan tók nýtt líf við, hver hóf sitt lífshlaup og leiðir skildu. Það fór þó svo, að hin ramma taug Djúpadalsættarinnar fléttaðist með skýrum hætti allt lífshlaupið og er þar mörg fögur minningin. Með Halldóri Jónssyni er nú horf- inn síðastur þeirra Melsbræðra. Skaphöfn þeirra bræðra - þó með nokkuð mismunandi hætti - var mótuð af hlýju, frændrækni og traustri vináttu. Allir bjuggu þeir yfir einstakri kímnigáfu og átthaga- tryggð var þeim í blóð borin. Eg vil fyrir hönd okkar systkin- anna og annarra ættingja þakka þeim við þessi leiðarlok órofa tryggð við foreldra okkar, Sólveigu Einars- dóttur og Hannes J. Magnússon, skólastjóra á Akureyri. Þess fengum við svo sannarlega að njóta á síðari vegferð á öðrum slóðum. Fyrir frumkvæði frændfólksins í Skagafirði var á Jónsmessunni 1992 haldið fyrsta ættarmót afkomenda Magnúsar Hannessonar og Ragn- heiðar Jakobínu Gísladóttur, afa okkar og ömmu, frá Torfmýri í Blönduhlíð. Þar var Halldór Jónsson sjálfkjörinn leiðtogi ásamt Stellu, eiginkonu sinni, þessa björtu mið- sumardaga. Á einni sólríkustu helgi sumarsins var gengið um Melsgil, áð undir Glóðafeyki á rústum gömlu Torfmýrar og gömul ættartengsl endurnýjuð undir Mælifellshnjúki. Ógleymanlegir dagar undir forystu þeirra sýslumannshjóna - það var næstum eins og Djúpadalsættin hefði endurfæðst og Melur og Melsgil urðu á ný miðpunktar lífsins - í þetta sinn með börnum og barna- bömum og þar hófust ný kynni. Með djúpri virðingu fyrir helgi Skagafjarðar, gömlum og nýjum minningum er Halldór Jónsson kvaddur með þökk fyrir frændrækni og vináttu. í dag berast hlýjar kveðj- ur norður yfir heiðar. Eiginkonu hans, Aðalheiði, börnum þeirra og ijölskyldum er vottuð dýpsta samúð við fráfall hins góða drengs. Megi þau öll - þrátt fyrir hið mikla áfall - eiga gleðilega jólahátíð og er ósk- að alls hins besta á nýju ári. Heimir Hannesson. Faðmlag hans var einstakt. Svo þétt og innilegt. Og það varði alltaf lengi, lengi. Þegar hann faðmaði mig að sér í fyrsta skipti, fyrir tæpum aldar- fjórðungi, fannst mér heil eilífð líða áður en hann sleppti mér aftur. Ég stóð stjörf - algjörlega óviðbúin því að tengdafaðirinn tilvonandi tæki mér „opnum örm_um“ í svo bókstaf- legum skilningi. Ég komst hins veg- ar fljótt að því að svona heilsaðist fólk og kvaddist í hans fjölskyldu. Það faðmaðist. En aldrei til mála- mynda. Þetta voru ekki innantóm atlot. Þau tjáðu ást og umhyggju. Einlægar tilfinningar. Enginn komst þó í hálfkvisti við hann tengdapabba sem ég Ieyfí mér enn að nefna svo þótt strangt til tekið eigi ég ekki lengur tilkall til þess. Þegar hann tók 'fólk í fangið var ekki um nein vettlingatök að ræða heldur alvöru faðmlag. Þétt- ingsfast. Svo fast að maður fann til fullkomins öryggis. Trúði því næstum að öllu væri óhætt. Til frambúðar. HALLDOR Þ. JÓNSSON En auðvitað er ekkert til fram- búðar. í krossaprófi lífsins hefur sá valmöguleiki aldrei verið fyrir hendi. Hlýju faðmlögin hans tengdapabba voru einungis tii í takmörkuðu upp- lagi. Það er nú á þrotum. Yfírvaldið Halldór Þ. Jónsson þekkti ég ekki. Dómarann og sýslu- manninn. Raunar átti ég alltaf erf- itt með að sjá þennan milda mann fyrir mér sem fulltrúa valdsins. Sem eitt af tannhjólum „kerfisins". Þó veit ég fyrir víst að hann hefur sinnt skyldum sínum af einstakri sam- viskuserni. Hún var honum með- fædd. Ómeðvituð. Hann kunni ekki annað en að leggja sig allan fram. Kannski var það einmitt þess vegna sem honum auðnaðist ekki að lifa lengur. Kannski hefði hann átt að vera kærulausari. En þá hefði hann ekki verið sá sem hann var. Innan fjölskyldunnar gegndi hann mörgum mikilvægum hlutverkum. Hann var umhyggjusamur eigin- maður, faðir og tengdafaðir. Og ekki var hann síðri afi. Eða langafi. Þegar fjölskyldan kom saman á Sauðárkróki var slegist um hús- bóndastólinn - þ.e.a.s. eftir að hús- bóndinn hafði fengið sér þar sæti. Yngstu börnin skriðu upp eftir stíf- pressuðum buxunum hans. Þau eldri tóku undir sig stökk. Jafnvel ungl- ingarnir uxu ekki upp úr því að leita skjóls í fanginu á honum. Fyrst börnin hans. Síðan barnabörnin. Öll hjúfruðu þau sig að honum eins og þau væru límd með galdragripi. Enda ekki amalegt að eiga slíkt athvarf. Á rúmum tuttugu árum sá ég hann aldrei missa stjóm á skapi sínu. Ekki í eitt einasta skipti. Samt var hann svo sannarlega ekki skoð- analaus. Hann kunni einfaldlega þá kúnst að rökræða án þess að ijúka upp á nef sér. Meira að segja um trúmál og pólitík. Hann var stundum áhyggjufullur. Stundum leiður. Og oft var hann þreyttur eftir langar vinnulotur. En aldrei reiður. Hvað þá að hann skammaðist. Hann fékkst ekki einu sinni til að hasta á litla ólátabelgi í uppeldislegum tilgangi. Blíða var hans helsta einkenni. Þessi dæmalausa blíða. Og ómæld innri ró. Sama á hveiju gekk. Alltaf sama ljúfmennskan. í útliti minnti hann mest á erlendan aðalsmann. Svo svipsterkur og tignarlegur. Hann gekk teinréttur eins og kon- ungborinn maður og var iðulega klæddur að hætti enskra séntil- manna. Samt hafði hann búið í torfbæ til fermingaraldurs. Litlum torfbæ norður í landi. Þar nyrðra átti hann líka lengst af heima. Skagafjörður var sveitin hans. Það er erfitt að kveðja aufúsu- gesti. Maður vill njóta þeirra eins lengi og unnt er. Vill ekki að þeir fari. Þannig líður mér á þessum þung- bæm tímamótum. Ég vil ekki kveðja minn elskulega, fyirum tengdaföð- ur. Ég vil ekki að hann fari. Vil ekki að hann sé farinn. En vilji okk- ar mannanna má sín lítils andspæn- is vilja Hans sem öllu stjórnar. Enda höfum við engar forsendur til að meta hvað okkur er fyrir bestu. Við þekkjum ekki leikreglurnar í þessari skák sem lífið er. Þar til við hittum hann aftur verð- um við því að ylja okkur við allar yndislegu minningarnar um ljúf- mennið sem við vomm svo heppin að eiga að. En umfram allt verðum við að vera glöð og góð hvert við annað. Því ef fjölskyldunni hans líð- ur vel, þá líður honum Iíka vel. Ef við brosum í gegnum tárin, þá bros- ir hann einnig. Það er ég sannfærð um. Seinna, þegar við tínumst til hans eitt af öðm, tekur hann okkur aftur í fangið. Þrýstir okkur að sér á ný. Svo þétt og innilega. Lengi, lengi. Elsku Aðalheiður. Ég votta þér og öðrum vandamönnum einlæga samúð mína. Jónína Leósdóttir. Genginn er góður drengur. Hall- dór Þormar Jónsson er fallin frá. Þegar við sáumst síðast, nú fyrr í haust óraði mig ekki fyrir því að það væri hinzta sinnið. Þeim hjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.