Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 51

Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 51 FRÉTTIR Gáfu slysa- deild augn- skoðunartæki NÝLEGA afhentu konur úr Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- lands veglega gjöf til Slysadeildar Borgarspítala. Þetta eru fullkom- in augnskoðunartæki sem staðsett verða á slysadeild. Við sameiningu Borgarspítala og Landakots í Sjúkrahús Reykja- víkur mun augndeild Landakots taka að sér þjónustu við augn- sjúklinga á slysadeild. A dagvinnutíma er þessum sjúkling- um sinnt á göngudeild augndeild- ar að Öldugötu 17 en um kvöldin og helgar er sjúklingum ráðlagt að leita beint á slysadeild. Augnlækningaatækin eru ríku- lega útbúin og er andvirði þeirra um 2 milljónir króna. Gjöfin er því ríkuleg og vorum gefendum færðar þakkir. Morgunblaðið/Þorkell Á MYNDINNI eru: Einar Stefánsson, augnlæknir (sitjandi), Haraldur Sigurðsson, augnlæknir á augndeild Landakots, Sigur- veig H. Sigurðardóttir, formaður kvennadeildar Rauða krossins og Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir slysadeildar. SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU GEISLAPLATNA FYRIR JÓLIN 1995 • 10.-17. DESEM- BER 1995 • UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ OG SAMBAND HUÓMPLÖTUFRAMLEIÐENDA. Plötusölulisti 1 EMILÍANA TORRINI CROUgiE D’OÚ LÁ • Dreifing: Japis (4) 2 BUBBI MORTHENS í SKUGGA MORTHENS • Skífan (2) 3 REIF í SKÓINN SAFNDISKUR • Spor (3) 4 PÁLLÓSKAR PALLI • Dreifing: Japis (5) 5 POTTPÉTT 95 SAFNDISKUR • Spor O) Geisladiskurinn Mahalia Jackson var á sérstöku mánaðartilboði. 6MAHALIA JACKSON ( ) CHRISTMAS WITH MAHALIA JACKSON • Dreifing: Tónaflóð. 7KK ( ) GLEÐIFÓLKIÐ •Japis 8BORGARDÆTUR ( ) BITTE NU • Spor 9POTTÞÉTT 2 (8) SAFNDISKUR •Skífan dA BJÖRGVIN HALLDÓRSSON O.FL.(7) 1 HÆRRA TIL ÞÍN • Dreifing: Skífan Erlenf Börn Einstakir flokkar: íslenskt 1EMILÍAIMA TORRINI (3) CROUgiE D’OÖ LÁ • Dreifing-.Japis 2BUBBIMORTHEIMS (1) í SKUGGA MORTHENS Skitan 3REIF í SKÓINN (2) SAFNDISKUR • Spor 4PÁLL ÓSKAR (4) PALLI • DreiBng: Japis 5POTTÞÉTT 95 (7) SAFNDISKUR • Spor 6KK (10) GLEÐIFÓLKIÐ • Japis 7BORGARDÆTUR (8) BITTE NU • Spor 8POTTÞÉTT 2 (6) SAFNDISKUR* Skifan 9BJÖRGVIN HALLDÓRSSON O.FL. (5) HÆRRA TIL ÞÍN • Dreifmg: Skífan A RAGNAR BJARNASON ( ) 1U HEYR MITT LJÚFASTA LAG • Spor 1MAHALIA JACKSON ( ) CHRISTMAS WITH MAHALIA JACKSON • DreiBng: Tónaílóð 2ENYA (2) THE MEMORY OF TREES • Spor 3PAN PIPE CHRISTMAS (1) ÝMSIR FLYTJENDUR 4 0ASIS (9) (WHAT'S THE STORY) MORNING GLORY? • Spor 5TWO UNLIMITED (6) HITS UNLIMITED* Spor 6WHIGFIELD (3) WHIGFIELD • Spor 7BEATLES (5) ANTHOLOGY, VOLUME I • Sklfan 8QUEEN (4) MADEINHEAVEN • Skífan 9BLUR (8) THE GREAT ESCAPE • Skífan |A DANGEROUS MINDS (7) 1 U ÚR KVIKMYND • Skíían Pam Pipe Christmas og Mahalia Jackson voru á sérstöku mánaðartilboði. 1KARDEMOMMUBÆRINN (4) • Spor 2HALLIOG LADDI (2) í STRUMPALANDI • Spor 3EINAR JÚLÍUSSON ( ) JÓLABALL MEÐ GILJAGAUR • Geimsteinn, dreifing: Japis 4BARNABR0S 2 FRÁ ÍTALÍU (1) SAFNPLATA • Hijóðsmiðjan, dreifing: Japis 5MAGGI KJARTANS O.FL. (3) GÖNGUM VIÐ í KRINGUM • Rymur, dreifing: Japis , GVERKSTÆÐI (9) JÓLASVEINANNA SAFNDISKUR • Spor 7DÝRIN í HÁLSASKÓGI (10) • Spor 8ÉG GET SUNGIÐ AF GLEÐI (7) ÝMSIR BARNAKÓRAR • Dreifíng: Japis 9ÓMAR RAGNARSSON ( ) SYNGUR FYRIR BÖRNIN • Spor -|f| ENIGA MENIGA (8) ■ U OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR • Spor VILLUR voru í plötulistanum þegar hann birtist í blaðinu í gær og birtfst hann því aftur í heild. Vettvangsferðir á vetrarsólstöðum NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands, NVSV, stendur fyrir sjö vettvangsferðum á vetrar- sólstöðum sem ber upp á föstudag- inn 22. desember. Hægt verður að mæta á hveijum stað fyrir sig og taka þátt í því sem þar er að bjóða. Fargjald í rútu verður 500 kr. Viðfangsefni vettvangsferð- anna er að kynna hvað er í boði fyrir áhugasama einstaklinga og fjölskyldur á Suðvesturlandi sem vilja afla sér upplýsinga og kynna sér lífverur og vistkerfi sjávar. Á leiðinni verður rætt um hvort hefð- bundin náttúrugripasöfn og sæ- dýrasöfn þjóni nægilega vel þessu áhugasama fólki. Öllum er vel- komið að taka þátt í ferðunum. V ettvangsf erðirnar Kl. 8 verður morgunganga frá sælífskerjunum á Miðbakka með sjónum inn á Sólfar. Þar verður minnt á sólstöðumínútuna kl. 8.18 á viðeigandi hátt. Síðan verður gengið til baka og upp Grófina suður í Tæknigarð. Þar tekur Dou- glas A. Brotchie, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans, á móti hópnum og fjallar um nýjungar í tölvusamskiptum og nýja notkun netsins við upplýsingaöflun í sjáv- arlíffræði. Að því loknu lýkur göngunni niður á Miðbakka um kl. 10. Þeir sem fara í rútuferðirnar mæti kl. 10.30 við Norræna húsið. Síðan verður komið við í sýningar- sal Náttúrufræðistofnunar kl. 10.45, í Náttúrufræðistofu Kópa- vogs við sólris kl. 11.22, í Til- raunaeldisstöð Hafrannsókna- stofnunar Stað í Grindavík kl. 13, í Sæfiskasafninu í Höfnum kl. 14 og Fræðasetrinu í Sandgerði við sólsetur kl. 15.30. Áætlað er að koma úr rútuferðinni að Norræna húsinu um kl. 17. -------» ♦ 4------- ■ MIÐSVETRARBLÓT verður haldið í hofi Vors siðar í Grinda- vík fimmtudagskvöldið 21. desem- ber, á vetrarsólhvörfum. Dimmustu nótt ársins munu náttdýrkendur vaka við eld og minnast megindóma á myrkustu nótt ársins en um kl. 00.28 á aðfaranótt 22. desember er myrkasti tími ársins. ■ JÓN Gnarr og Sigurjón Kjart- ansson hafa ákveðið að endurtaka sýningu sína í Kaffileikhúsinu föstudagskvöldið 22. desember nk. Sýningin hefst kl. 22 og er aðgangs- eyrir 750 kr. Húsið opnað kl. 21. Á MYNDINNI eru, talin f.v., Bjarnar Ingimarsson, fjármála- sljóri, Pétur Sveinbjarnarson^ formaður stjórnar Sólheima, Rannveig Rist, deildarstjóri, Ulfar Óskarsson, forstöðumaður skógræktarstöðvar og Tómas Grétar Ólason, varaformaður stjórnar Sólheima. ísal styrkir skógrækt á Sólheimum FRAMKVÆMDASTJÓRN ís- lenska álfélagsins hf. hefur veitt Styrktarsjóði Sóllieima í Gríms- nesi fjárstyrk til starfseminnar á Sólheimum. Afliending styrksins fór fram í álverinu þann 4. desember sl. og fylgdi sú ósk að fénu yrði varið til eflingar skógræktar- stöðvarinnar Ólurs sem heimilis- menn á Sólheimum starfa við. Skógræktarstöðin tók til starfa 1991 og eru þar notaðar lífrænar aðferðir við uppeldi plantna sem yfir 60 ára hefð er fyrir á Sólheimum. í Ölri er áhersla lögð á plöntur til skóg- ræktar en einnig er ræktað fjöl- breytt úrval plantna í garða og auk þess er unnið markvisst til- rauna- og þróunarstarf í skóg- rækt og lífrænni ræktun. Skógræktarstöðin er í örum vexti og styrkur Islenska álfé- lagsins mun renna til fram- kvæmda en nú er unnið að bygg- ingu þjónustuhúss og vinnuskóla við stöðina. Aðventu- kvöldí Að- ventkirkjunni KÓR Aðventkirkjunnar í Reykjavík heldur aðventu- kvöld föstudaginn 22. desem- ber kl. 20 í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19 í Reykjavík. Kórinn mun syngja nokkur jólaiög. Páll Sigurðsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri flytur hugvekju og fjölbreytt tónlist- aratriði verða á dagskránni ásamt almennum söng. Kór- stjóri og undirleikari kórsins er Krystyna Cortes og hefur hún verið stjórnandi kórsins undanfarin ár. Kórinn býður upp á heitt súkkulaði á eftir og piparkökur. Allir hjartanlega velkomnir. -leikur að liera! Vinningstölur 20. des. 1995 6*11*13*15*17.18*21 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.