Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 64
AT&T SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. <X5> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SIMI 580 8070 Alllaf skrefi á undan IJrafbakhjarl OPIN KERFI HF Sírai: 567 1000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SlCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Halldór Umferð hleypt um Vest- fjarðagöng VESTFJARÐAGÖNG voru opnuð fyrir umferð í gær en áætlað er að þau verði fullbúin næsta haust. Halldór Blöndal ræsti búnaðinn, sem opnar dyrnar í Breiðadal, með aðstoð Sveinbjamar Veturl- iðasonar, elsta starfsmanns Vega- gerðarinnar á Isafirði. Ibúar ísa- fjarðar, Suðureyrar og Flateyrar voru fjölmennir meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina en göngin tryggja þessum byggðum stórbætt vegasamband og leysa fjallvegina um Botnsdal og Breiðadalsheiði af hólmi. ■ Mesta samgöngumannvirki/13 Samkomulag náðist um afgreiðslu fjárlaga í g’ærkvöldi Gert ráð fyrir þinglok- um í kvöld eða nótt SAMNINGAR náðust milli stjórnar og stjórnarandstöðu í gærkvöldi um málalok á Alþingi fyrir jól. Gert var ráð fyrir að annarri umræðu um frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjár- málum, bandorminn svonefnda, og lánsfjárlög myndi ljúka sl. nótt. Þriðju umræðu yrði síðan lokið fyrri hluta dagsins í dag. Reiknað var með að þriðja umræða um ijárlög færi fram í kjölfarið og að þinglok gætu orðið í kvöld eða nótt. Stjórnarflokkarnir féllust á að breyta nokkrum atriðum í frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminum svonefnda. Annars vegar verða bætur ríkissjóðs til þol- enda afbrota ekki skertar í þeim mæli sem gert var ráð fyrir. Ekki var horfíð frá áformum um að afnema tengingu atvinnuleysis- bóta og bóta almannatrygginga við launaþróun en stjórnarandstæðingar hafa sagt að þau áform fælu í sér grundvallarbreytingu á velferðar- kerfinu. Hins vegar náðist sam- komulag um að við ákvörðun at- vinnuleysisbóta við fjárlagagerð hvetju sinni skuli tekið mið af þróun launa, verðlags og efnahagsmála. Svipað fyrirkomulag verður haft við ákvörðun bóta almannatrygg- inga en að auki mun afnám tenging- ar bótanna við launaþróun einungis gilda til tveggja ára. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, sagði að Formlegar viðræður við Schengen ákveðnar Stefnt að áheyrnar- aðild Norðurland- anna frá 1. maí? RÁÐHERRAFUNDUR aðildarríkja Schengen-samkomulagsins, sem haldinn var í Oostende í Belgíu í gær, samþykkti að hefja á næstunni formlegar viðræður við norrænu rík- in fimm. Markmið viðræðnanna er að Evrópusambandsríkin Danmörk, Svíþjóð og Finnland fái sem slík fulla aðild að samkomulaginu og að „samstarfssamningar" verði gerðir við ísland og Noreg. í fréttaskeyti Reutere-fréttastof- unnar' kemur fram að í yfirlýsingu ráðherrafundarins segi að markmið- ið sé að norrænu ríkin hafí öll feng- ið áheyrnaraðild að samkomulaginu 1. maí næstkomandi. Aðildarríki Schengen-samkomu- lagsins hafa afnumið eftirlit á landa- mærum sín á milli, þó með þeirri undantekningu að Frakkar hafa nýtt sér öryggisákvæði í samkomulaginu Til að halda áfram að athuga vega- bréf á landamærum. Frakkar lýstu því yfir á fundinum í Oostende að þeir myndu halda öryggisaðgerðun- um áfram, en vonuðust til að geta hætt þeim í marz á næsta ári. ísland og Noregur geta ekki öðl- azt fulla aðild að Schengen, vegna þess að slíkt stendur einungis aðild- arríkjum Evrópusambandsins til boða. í samstarfssamningum ríkj- anna kann þó að felast því sem næst full aðild. í óformlegum við- ræðum Norðurlandanna og Belgíu, sem fer með formennsku í Scheng- en-ráðinu, hefur verið rætt um að Noregur og ísland takist á hendur sömu skyldur og Schengen-ríkin varðandi eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins en fái á móti aðild að ákvarðanatöku á öllum stig- um. Nánari útfærsla þessara hug- mynda bíður hinna formlegu við- ræðna. GLUGGAGÆGIR 3 Ö3 DAGAR TIL JÓLA stjórnarandstaðan gæti sætt sig við þetta fyrirkomulag. „Eg tel að meiri- hlutinn hafí með þessu teygt sig talsvert í átt til okkar sjónarmiða. Hins vegar stendur auðvitað eftir djúpstæður pólitiskur ágreiningur um ýmsa þætti og ekki má skilja þetta þannig að við séum með þessu búin að skrifa upp á pakkann." Geir H. Haarde, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagðist telja þetta samkomulag ásættanlegt. Bandormurinn kom til annarrar umræðu á Alþingi í gær. Stjórnar- andstaðan hefur gagnrýnt bandorm- inn harðlega og í áliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarpið segir að það innihaldi mörg stórpólitísk átakamál. Til við- bótar áðurnefndum atriðum er í álit- inu nefnd skerðing í ýmsum málefn- um fatlaðra og aldraðra og sagt að margþættar atlögur ríkisstjórnar- innar að öldruðum keyri um þverbak við afgreiðslu fjárlaga og efnahags- frumvarpa ríkisstjórnarinnar. Þá gagnrýndi stjórnarandstaðan að meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar hafi fyrir 2. umræðu lagt til breytingar á bandorminum sem lítill tími hafi gefíst til að skoða. Einnig hafi verið lagður fram nýr bandormur, sem fengið hafi vinnu- heitið skröltormurinn, þar sem lagð- ar eru til nokkrar breytingar. í því frumvarpi, sem kom fram á þriðjudagskVöld, eru iagðar til breyt- ingar á umferðarlögum, lögum um mál, vog og faggildingu og búvöru- lögunum. Samkvæmt því verður bráðabirgðaákvæði um hagræðingu í mjólkuriðnaði framlengt um tvö ár, til 1997. Þá verði sett sérstök stjórn yfír Löggildingarstofuna. Loks verði sérstakt umferðarörygg- isgjald hækkað úr 100 krónum í 200 krónur. Tengist sú hækkun tillögun- um um að draga úr fyrirhugaðri skerðingu bóta afbrotaþola. Jólasnjórinn kominn JÓLASNJÓRINN féll á íbúa höfuðborgarinnar í gær og veðurfræðingar spá nú hvítum jólum, mörgum til mikillar gleði. Umferðin í borginni er í hámarki þessa dagana enda jólaundirbúningur fólks í al- gleymingi. í dag er stystur sólargangur og þá fer daginn að lengja á ný. Tillaga um ríkisábyrgð vegna Hvalfjarðarganga Milljarður vegna vegagerðar og áhættu ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa sam- þykkt að fyrirtækinu Speli hf. verði veitt allt að milljarði króna í ríkis- ábyrgð vegna gerðar Hvalfjarðar- ganga og tengingar þeirra við vega- kerfið. Hluti efnahags- og við- skiptanefndar lagði fram tillögu þar að lútandi fyrir Alþingi í gær- kvöldi. Er gert ráð fyrir að hún komi til atkvæðagreiðslu í.dag. Gert er ráð fyrir að heimildin verði veitt með því skilyrði að ríkis- sjóði standi til boða að kaupa hluta- bréf Spalar hf. eigi síðar en árið 2018 og að staðfest kostnaðar- og tekjuáætlun sé við það miðuð að öllum greiðslum af lánum og inn- heimtu vegagjalds, verði lokið innan 30 ára eftir vígslu ganganna. Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að samkvæmt þeim samningum sem gerðir voru við Spöl hf. á sínum tíma, hafi verið gert ráð fyrir að inn í heildarfjár- mögnun kæmi ekki vegagerð að göngunum, hvorki að sunnan- né norðanverðu. Talið er að þessi vega- gerð kosti 800 milljónir króna. Allt að 12% líkur á greiðslu „í samningum stóð að ríkið myndi standa straum af kostnaði vegna þessara vega, því að fram- kvæmdir við göngin eru svo dýrar að hefðu vegirnir bæst við, myndu göngin ekki standa undir þeim sök- um þess hversu lán myndu verða óhagstæð fyrir vikið. Við tókum ákvörðun um að umferð um göngin stæði undir 400 milljónum króna af þessum 800, þannig að við berum ábyrgð á 400 milljónum sem síðan innheimtast af inngjaldi. Þetta er ekki nýtt.“ 300 milljónir af ábyrgðinni eru tilkomnar þar sem verið getur að styrkja þurfi bergið sem göngin eiga að liggja í gegnum. Halldór segir 1-12% líkur á að til greiðslu á þessari ábyrgð komi. í þriðja lagi er um að ræða ábyrgð upp á 300 milljónir, þar sem lánardrottnar Spalar hf. krefjast ákveðinna trygginga fyrir þáttum sem ekki er hægt að tryggja sig fyrir hjá vátryggingafélagi. „Þar að auki hefur verkið dregist sem þýðir nokkurn kostnað,“ segir ráð- herra. „Þetta fé kemur ekki til greiðslu og ábyrgðin tekur ekki gildi, nema göngin verði afhent fullbúin á tilskildum tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.