Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ttotttmúbiUlfá 1995 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR21. DESEMBER BLAÐ B Guðni og sam- herjar úr leik GUÐNI Bergsson og samherjar í Bolton duttu út úr ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöldi eftir að hafa tapað 3:2 í vítakeppni á heimavelli gegn Norwich. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Norwich og þurftu því að leika aukaleik í Bol- ton. Leikmönnum tókst ekki að skora í venjuleg- um leiktíma og ekkert mark kom í framlenging- unni og því þurfti að grípa til vítakeppni til að fáfram úrslit. Þá kom til kasta Bryans Gunns, markvarðar Norwich, en hann varði þrjár víta- spyrnur. Bolton skoraði ekki fyrr en í þriðju spyrnu en gat gert út um leikinn með því að skora í þeirri fimmtu. Bryan Gunn kom í veg fyrir það og hann varði einnig næstu spyrnu en Norwich skoraði og er komið í átta liða úrslit eins og Birmingham sem vann Middlesbrough 2:0. Kevin Francis gerði bæði mörk Birmingham. Þon/aldur samdi við Oldham til júlí 1999 Þorvaldur Örlygsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir samning við enska 1. deildar liðið Oldham og gildir hann til 1. júlí 1999. Stoke vildi fyrst fá 400.000 pund (um 40,4 millj. kr.) fyrir Þorvald en hann hélt að sú upphæð hefði hækkað upp í 500.000 til 600.000 pund. Félögin komust ekki að samkomulagi um kaupverðið og fer málið fyrir gerð- ardóm en Þorvaldur er þegar lög- legur með Oldham og gerir ráð fyrir að leika fyrsta leik sinn með liðinu á heimavelli gegn Watford á Þorláksmessu. Góöjólagjöf „Þetta er góð jólagjöf og ég er geysilega ánægður," sagði Þor- valdur við Morgunblaðið í gær- kvöldi. I gærmorgun fór hann á heimavöll Stoke til að ná í skóna sína en hélt síðan til Oldham þar sem hann skrifaði undir samning- inn að lokinni læknisskoðun. Þorvaldur, sem verður 30 ára á næsta ári, hóf ferilinn hjá KA en gerðist atvinnumaður hjá Notting- ham Forest í Englandi eftir tíma- bilið á íslandi 1989. Hann skipti yfir í Stoke 1993 og rann samning- ur hans út í sumar. Hann vildi fara til annars félags en Stoke setti honum stólinn fyrir dyrnar með því að setja hærra verð á hann en félög voru tilbúin að borga. Stoke bauð Þorvaldi nýjan samning en hann hafði ekki áhuga og hefur neitað að spila með aðall- iði félagsins síðan í haust. Að sögn Þorvaldar hafa verið ýmsar fyrirspurnir en Oldham kom fyrst inn í málið fyrir þremur mánuðum. Hann sagðist strax hafa náð samkomulagi við félagið en forsvarsmenn félaganna hefðu rætt saman í fyrradag og ákvörð- un hefði síðan verið tekin í fram- haldi af þeim viðræðum. Mjög ánægöur „Ég er mjög ánægður," sagði Þorvaldur, „og mér líst mjög vel á þetta. Graeme Sharp, yfirþjálf- ari Oldham, er ungur og hress og ég er ekki aðeins ánægður með að fara að spila aftur heldur að spila undir stjórn manns sem vill spila fótbolta eins og ég hef áhuga á. Þá skemmir ekki fyrir að geng- ið var að öllu sem ég fór fram á og það er mjög ánægjulegt." Þorvaldur og eiginkona hans búa í Stoke en þaðan er aðeins um klukkutíma akstur til Oldham. Hann sagði að þau myndu gefa sér tíma til að finna húsnæði og gerði ekki ráð fyrir að flytja fyrr en í sumar eða næsta haust. „Það er ekkert mál að keyra á milli og ég bíð spenntur eftir að fara á fyrstu æfinguna," sagði hann en umrædd æfing átti að vera árdeg- is í dag. Heimilislegt félag Oldham er lítið félag í skugga risanna í Manchester en Þorvaldur sagði að metnaðurinn að komast upp í úrvalsdeildina væri greini- lega mikill og menn virkuðu sam- stiga í að ná markmiðunum. „Þetta er lítill og skemmtilegur fjölskylduklúbbur," sagði hann. „Félagið er heimilislegt og and- rúmsloftið gott. Leikmanna- hópurinn er ágætur og stefnan er ljós. Markmiðið er að komast í úrvalsdeildina og ég vona vissu- lega að ég geti orðið að liði til að við verðum með í baráttunni. Staðan er mjög jöfn en það er erfið dagskrá framundan um jólin og það verður gaman að taka þátt í henni." Nick Henry, fyrirliði Oldham og miðjumaður, verður frá næstu sex til átta vikurnar vegna meiðsla og hafði það sitt að segja varðandi áhuga Sharps að fá Þorvald. Eins og staðan er nú er Sunderland efst í deildinni með 38 stig en Oldham er í 12. sæti með 30 stig og því ljóst að lítið sem ekkert má út af bregða í baráttunni um efstu sætin. „þetta er spennandi dæmi og ég er ánægður með að hafa sýnt nauðsynlega biðlund og^ þolin- mæði," sagði Þorvaldur. „Ég beið eftir rétta tækifærinu og þetta sýnir að þolinmæði borgar sig, þótt á ýmsu hafi gengið." PORVALDUR Orlygsson I lelk með Stoke. Næst klæðist hann búnlngi Oldham og telur að hann leiki með liðinu á laugardag. Arnór reif liðþófa ARNÓR Guðjohnsen, lands- liðsmaður í knattspyrnu, meiddist á æfingu með Val um helgina og kom í ljós að liðþófi í vinstra hné hafði rifn- að en hann gekkst undir að- gerð í gær. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif þetta hefur en Arnór sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að yóstyæri að hann misstí af leik Orebro gegn Sirius í sænsku bikar- keppninní um miðjan janúar. „feg á að vera tiltölulega fljótur að ná mér en ég vona að ekki verði um neinar hlið- arverkanir að ræða," sagði Arnór sem f er í læknisskoðun í kvöld. „Þetta eru álags- meiðsl. Eg fann fyrir þessu i síðustu leikjum tímabilsins en svo gerðist þetta allt i einu." , Samningur Arnórs og Örebro rann út í haust og hafði hann komist að sam- komulagi um að gera nýjan samning til eins árs en ekki er búið að staðfesta hann með undirskrift. „Ég talaði strax við þjálfarann og við vonuð- um að aðeins væri um liðþóf- ann að ræða eins og kom á daginn. Þetta á ekki að breyta neinu um framhaldið hjá fé- laginu en ég vona að ég verði ekki mjög lengi frá, ekki leng- ur en þrjár til fjórar vikur." Þrír koma til greina hjá FIFA ALÞ JÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, tílkynnti í gær að baráttan um titilinii Knatt- spyrnumaður ársins stæði á milli þriggja manna en um það bil 100 landsliðsþjálfarar víðs vegar í heiminum taka þátt í kjörinu. Þjóðveriinn Jiirgen Klinsmann hjá Bayera Mönchen, ítalinn Paolo Mald- ini hjá AG Milan og Liberíu- maðurinn George Weah hjá sama liði eru í efstu sætunum en tilkynnt verður um valið í sérstakri veislu í Milanó 8. janúar. KNATTSPYRNA: BRÆÐUR FRÁ ESKIFIRÐITIL ARSENAL í LONDON / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.