Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 4
IPRBBXR SUND Logi Jes styrktur vegna undir búnings fyrir ÓL í Atlanta Olympíunefnd íslands, Sundsam- band íslands og nokkur fyrir- tæki í Vestmannaeyjum hafa gert með sér samkomulag um að styrkja Loga Jes Kristjánsson, sundmann úr Vestmannaeyjum, fram yfir Ólymp- íuleika í Atlanta á næsta ári. Heild- arfjárstuðningur til handa Loga er um 1,5 milljónir króna. Með þessu er honum gert kleift að æfa og keppa URSLIT Knattspyrna England Deildarbikarirm, fjórða umferð: Bolton - Norwich..................0:0 INorwich vann 3:2 í vítaspyrnukeppni og fer áfram og mætir Birmingham í næstu umferð. Birmingham - Middlesbrough.......2:0 1. deild: Southend-PortVale................2:1 Spánn 1. deild: Atletico Madrid - Compostela......3:0 Real Sociedad - Tenerife.........0:1 Racing Santander — Salamanca......2:1 Real V alladolid — Rayo Vallecano.1:1 Espanyol — Real Betis.............1:1 Sporting Gijon — V alencia.......1:3 Merida — Real Zaragoza............1:1 Albacete — Athletic Bilbao........2:0 Celta Vigo — Real Oviedo..........1:0 Sevilla — Barcelona..............1:0 Holland 1. deild: Go Ahead Eagles - PSV Eindhoven...0:5 NAC Breda - Roda JC...............0:0 Ajax - De Graafschap..............1:0 Staða efstu liða: Ajax..............17 PSV Eindhoven.....18 Willem II.........17 Heerenveen........17 Sparta............18 , Feyenoord........17 Belgiu 1. deild: Harelbeke - Aalst................2:1 Skotland ÚrvaIsdeild: Motherwell - Ragners..............0:0 Staða efstu liða: Rangers............18 13 4 1 37:10 43 Celtic.............18 12 5 1 35:15 41 Hibernian..........18 8 4 6 28:27 28 Aberdeen...........18 8 2 8 28:22 26 16 14 7 7 8 8 0 59:5 49 2 61:11 44 2 37:20 29 3 29:28 29 5 26:27 29 5 37:26 28 .... 82: 94 ....100: 95 .... 89: 70 ....103: 96 ....114:101 ....105:109 ....111:103 .... 94: 93 ....102: 99 ....104:108 ..7:1 „5:4 Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Detroit...... Cleveland - Minnesota. New York - Miami...... Houston - Phoenix..... Chicago - Dallas...... Milwaukee - LA Lakers. San Antonio - Portland. Vancouver - Seattle. Golden State - Charlotte... LA Clippers - Washington. Íshokkí NHL-deildin Pittsburgh - Calgary... New Jersey - Philadelphia.. ■Eftir framlengdan leik. Tampa Bay - Winnipeg..............6:3 St Louis - NY Islanders...........4:1 Anaheim - San Jose................4:7 Skíði Veysonnaz, Sviss: Risasvig kvenna 1. Alexandra Meissnitzer (Aust.)....1.28,72 2. Heidi Ziirbriggen (Sviss)....1.28,90 3. Michaela Dorfmeister (Aust.).1.29,17 4. Anita Wachter (Austurr.).....1.29,40 5. Katja Seizinger (Þýskal.)..1.29,45 Staðan stig 1. Meissnitzer....................448 2. Seizinger......................405 3. Wachter........................379 4. Dorfmeister....................349 5. Street.........................328 við bestu hugsanlegar aðstæður. Fyrirtækin sem standa að þessum samningi eru auk Ólympíunefndar- innar og Sundsambandsins; Vest- mannaeyjarbær, Vinnslustöðin hf., ísfélagið hf., Pizza ’67, Sparisjóður Vestmannaeyja og Skipalyftan hf. Framlög fyrirtækjanna í Eyjum er 880 þúsund, 200 þúsund er áætlað að komi frá Afreksmannasjóði og 400 þúsund frá Óí og SSÍ. Samning- urinn var undirritaður í Vestmanna- eyjum á þriðjudag. Logi Jes hefur verið við nám og æfingar í Arizona í Bandaríkjunum í vetur og verður þar við æfingar fram að Ölympíuleikum í Atlanta í sumar. Hann er ekki búinn að ná lágmarki fyrir leikana en með þess- um stuðningi er honum gert kleift að stunda íþrótt sína af enn meira kappi en áður. Hann hefur ákveðið að fresta námi sínu þennan tíma fram að leikum og einbeita sér alfarið að sundinu og reyna að ná ólympíulág- markinu. LOGI Jes Kristjánsson. KNATTSPYRNA BRÆÐRUNUM Vali Fannari og Stefáni Gíslasonum knatt- spyrnuinönnum hefur verið boðið tii æfinga með unglingal- iði Arsenal nú eftir áramótin og fara þeir utan daginn eftir að Stefán kemur heimmeð ung- mennalandsliðinu frá ísrael 6.' janúar. „Það var njósnari frá Arsenal staddur á írlandi í sumar þegar sextán ára liðið lék þar og hann fylgist með mér. Strax að leik loknum hafði hann samband við mig og óskaði eftir að fá heimil- isfangið hjá mér. Síðan fékk ég bréf frá félaginu skömmu síðar þar sem mér og bróður mínum var boðið til æfinga hjá félag- inu,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið, en hann er fimmtán ara og leikmaður með Austra á Eskifirði. „Þetta er n\jög spennadi fyrir okkur, að fá að reyna okkur hjá þessu stóra félagi. Ólíkt því sem veríð hefur um slíkar heirn- sóknir fáum við allt frítt bjá félaginu og verðum þarna í tvær til þrjár vikur eftir því hvernig okkur gengur.“ Reyndar sagði Stefán að for- ráðamenn Arsenal hefðu vi(jað fá þá út fyrir áramót, en vegna keppnisferðar sautján ára liðs- ins til ísraels hefði fengist frest- ur fram fyir áramót „og skólinn verður bara að bíða hjá mér“. SKIÐI Annar sigur Meissnitzers ALEXANDRA Meissnitzer frá Austurríki sigraði í gær í öðru risasvigmóti heimsbikarsins í röð. Hún náði besta tímanum í Veysonnaz í Sviss og tók þar með forystu í stigakeppninni. Heidi Ziirbriggen frá Sviss varð önnur en síðan komu tvær austurrískar í þriðja og f jórða sæti. Meissnitzer, sem er 23 ára, fór brautina á 1.28,72 mínútum og var 0,18 sek. á undan Ziirbrigg- en, sem enn hefur ekki unnið heims- bikarmót. Meissnitzer, sem sigraði einnig í risasviginu í Val d’Isere fyrr í þessum mánuði, hefur verið á með- al þriggja efstu í öllum fimm risas- vigmótum vetrarins. Hún hefur nú hlotið 448 stig og er 43 stigum á undan þýsku stúlkunni Katju Seizin- ger, sem varð fimmta í gær. „Ég hef aldrei verið í eins góðri æfingu og núna, en trúi því þó varla að ég hafi komist í verðlaunasæti_ á öllum fimm mótunum til þessa. Ég er ekki að hugsa um sigur í stiga- keppni heimsbikarsins, heldur tek aðeins eitt mót fyrir í einu. Ég vona að ég nái góðum árangri í stórsvig- inu á morgun [í dag],“ sagði Meissn- itzer. Reuter ALEXANDRA Meissnitzer sigraði í öðru risasvigmóti heimsbikarsins í röð. Heimamenn gerðu sér vonir um sigur Heidi Zurbriggens, eftir að helsta stjarna þeirra, Heidi Zeller- Baehler, hætti við keppni vegna meiðsla sem hún hlaut á æfingu á þriðjudag. „Það hefði verið gaman að vinna á heimavelli. Ég get þó verið ánægð með árangurinn und- anfarið og annað sætið í bruninu um síðustu helgi í St. Anton er mér mikilvægur. Ég hef trú á því að nú styttist í sigur hjá mér,“ sagði Zurbriggen, sem er systir Pirmins sem var einn besti skíðamaður heims um árabil. Austurrísku stúlkurnar stóðu sig mjög vel í gær því þær áttu þrjár af fyrstu fjórum, en um síðustu helgi voru austurrískar stúlkur í þremur efstu sætunum í bruninu í St. Anton. Masnada frá keppni í vetur EIN besta skíðakona Frakka, Florence Masnada, datt illa eftir að hún kom í markið í risasviginu í Veysonnaz í Sviss i gær. Stöðva þurfti keppnina í 20 mínútur vegna slyssins. Hún var flutt í sjúkrahús í Sion með þyrlu og sagði læknir sjúkrahúsins í gærkvöidi að hún hafi skadd- ast á injöðm og þyrfti að fara í aðgerð. Hún verður ekki meira með í vetur. Hún er 27 ára og varð niunda í keppninni í gær, en hún sigr- aði m.a. í risasvigi í Garmisch-Partenkirchen í fyrravetur. KORFUBOLTI Riley tapaði í New York PAT Riley, fyrrum þjálfari New York Knicks, reið ekki feitum hesti frá Madison Square Garden, þegar hann kom þangað með liðsitt Miami Heat, sem mátti þola tap 70:89. Patrick Ewing skoraði 18 stig fyrir heimamenn og tók sextán fráköst, John Starks var með 15 stig og Derek Harper 13. Starks og Char- les Oakley skoruðu öll þrettán stig- in þegar Knicks breytti stöðunni úr 33:33 í 46:33. Heat lék án Al- onzo Mourning og Billy Owens, sem eru meiddir. Hakeem Olajuwon skoraði 31 stig og tók 17 fráköst þegar Houston Rockets vann Phoenix Suns 103:96. Charles Barkley og Elliot Perry skoruðu hvor sín 22 stigin fyrir Suns. Michael Jordan skoraði 32 fyrir Chicago og Toni Kukoc sautján, þegar Bulls vann sinn ellefta sigur í röð með því að leggja Dallas Mavericks 114:101. Luc Longley skoraði 14 og Scottie Pippen 13 fyrir Chicago, sem hefur ekki byrj- að eins vel, 21 sigrar, aðeins tvö töp. Tony Dumas skoraði 24 stig og Jim Jackson 19 fyrir Dallas, sem lék án Jamal Mashburn og Jason Kidd, sem eru meiddir. Terrell Brandon skoraði fjórtán af 32 stigum sínum fyrir Cavaliers, þar af fjórar þriggja stiga körfur, í þriðja leikhluta, er Cavs vann Minnesota, undir stjórn nýja þjálf- arans Flip Saunders, 100:95. Chris Mills skoraði 24 stig og Bobby Phills 13 fyrir Cavs, sem hefur unnið tólf af sextán síðustu leikjum sínum, en þess má geta að liðið byrjaði illa í NBA-deildinni, tapaði fyrstu sjö leikjum sínum. Grant Hill skoraði 26 og tók ell- efu fráköst fyrir Detroit Pistons, sem vann Raptors í Toronto 94:82. Þetta var fyrsti sigur Detroit á úti- velli yfir liði í miðriðlinum í meira en ár. David Robinson skoraði 31 stig og Sean Elliott 27 þegar San An- tonio Spurs vann Portland Trail Blazers, 111:103. Spurs skoraði sjö síðustu stig leiksins. Nick Van Exel skoraði 24 stig og Anthony Peeler setti niður tvær þriggja stiga körfur á síðustu þrem- ur mín. er Los Angeles Lakers vann Millwaukee Bucks 109:105. Cedric Ceballos skoraði 23 stig og Elden Campbell 14 fyrir Lakers. Vin Ba- ker skoraði 22 stig og tók fjórtán fráköst Milwaukee. Eddie Jones hjá Lakers nefbrotnaði í fyrsta leik- hluta. Blue Edwards skoraði 22 stig, þar af fimm síðustu stig fyrir Grizzlies, sem vann Seattle Super- Sonics 94:93. Seattle var yfir 91:89 þegar 3,05 mín. var til leiksloka. Edwards skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti þegar 75 sek. voru eftir. Juwan Howard skoraði 27 stig fyrir Washington Bullets, sem vann Los Angeles Clippers 108:104. Chris Webber skoraði 22 stig og tók tólf fráköst fyrir Bullets, sem vanii sinn fimmta sigur í röð. Brian Williams skoraði 33 stig fyrir heimamenn, sem voru átta stigum yfir þegar níu mín. voru til leiks- loka. Clippers hefur tapað ellefu af síðustu tólf leikjum sínum. Rony Seikaly skoraði 24 stig og tók nítján fráköst fyrir Golden State Warriors vann Charlotte Hornets 102:99. Joe Smith skoraði sextán stig, tók sjö fráköst og varði fjögur skot og B.J. Armstrong skoraði 13 stig fyrir Golden State. Larry Johnson skoraði 23 stig og Glen Rice 19 fyrir Charlotte. VÍKINGALOTTÓ: 12 17 25 29 32 36 + 6 9 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.