Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 C 3 VIÐSKIPTI Forte selur hót- elkeðju London. Reuter. BREZKA hótelstórveldið Forte hefur selt hótelkeðju sína U.S. Travelodge og þar með gert eina tilraun til að koma í veg fýrir ásælni brezka sjónvarpsfyrirtæk- isins Granada, sem býður 3.3 milljarða dollara. Kaupendur eru eru bandarísk fyrirtækjasamtök undir forystu Hospitality Franchise Systems Inc (HFS), sem rekur tneðal ann- ars Howard Johnson keðjuna, og kaupverðið er 175 milljónir doíl- ara. Ráðstöfun eigna hefur þar með aflað Forte um 1.1 milljarði punda og staðan gagnvart Granada hefur batnað. Þó hefur ekki fengizt kaupandi að White Hart hótelkeðjunni í Bretlandi og það kann að valda erfíðleikum. Ovitz fær millj. dali Los Angeles. Reuter. FORSTJÓRI Walt Disney, Mich- ael Ovitz, fær eina milljón Banda- ríkjadala í grunnlaun á ári næstu fímm ár að sögn fyrirtækisins, en að meðtöldum aukagreiðslum og rétti til að kaupa hlutabréf á tilteknu verði geta laun hans orð- ið 20 sinnum hærri. Ovitz hóf störf hjá Disney 1. október og fær hærri grunnlaun en Michael Eisner stjómarfor- maður, sem fær 750.000 dollara í grunnlaun í ár. Auk launanna fær Ovitz árleg- an bónus og hlutabréf, sem geta hæglega hækkað laun hans á fímm árum í yfír 100 milljónir dollara að sögn kunnugra. í fyrra fékk Eisner 14,8 millj- ónir dollara í heildarlaun, þar af 750.000 í grunnlaun, 8 milljónir í bónus og hlutabréf að verð- mæti tæplega 6 miiljónir dollara. Boeing eykur framleiðslu Seattle. Reuter. BOEING-flugvélaverksmiðjumar hafa boðað fyrstu framleiðslu- aukningu sína í rúmlega fjögur ár eftir samninga um lausn vinnudeilna, sem hafa komið hart niður á fyrirtækinu. Ron Woodard forstjóri kvað ákvörðunina bera vott betri fram- tíðarhorfum í greininni. Sérfræðingar eru sammála og segja að framleiðslan verði aukin heldur meir en búizt hafi verið við og það sýni að langþráð upp- sveifla sé að hefjast. Einn þeirra telur að 1997 verði mjög gott ár og ’98 og ’99 jafn- vel enn betri. Hlutabréf í Boeing hækkuðu um 2,50 dollara í 75,375 í New York. Apple og Microsoft í slag Seattle. Reuter. APPLE-tölvufyrirtækið segir að því hafi ekki tekizt að komast að samkomulagi við Microsoft um leyfí að selja Windows 95. Fyrirtækið hefur tilkynnt SEC, eftirlitsnefnd á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum, að leyfí þess á Windows og MS-DOS renni út 31. desember. Apple framleiðir eigið stýri- kerfi, en kveðst hafa fengið leyfí til að selja Microsoft stýrikerfi fámennum hópi viðskiptavina, sem kaupi búnað af ýmsum gerð- um. Boði Kværners í Amec ekki tekið London. Reuter. HLUTABRÉF í brezka bygg- ingarfyrirtækinu Amec plc lækk- uðu í verði á þriðjudag þegar hlut- hafar höfðu hafnað 375 milljóna punda tilboði norska fyrirtækisins Kvgerner A/S. Sérfræðingar segja að Amec verði að leggja kapp á tryggja traust fjárfesta á framtíðarmögu- leikum félagsins sem sjálfstæðs fyrirtækis á sama tíma og enn sé við samdrátt að etja í brezkum byggingaiðnaði. Kværner á eftir sem áður 26,1% hlut í Amec, sem gæti orð- ið undirstaða nýs tilboðs ef Amec stendur sig illa. Ekki hefur verið látið uppskátt hvað Kværner hyggst fyrir með hlutinn, sem var keyptur á mörkuðum áður en til- boðið var lagt fram og meðan um það var fjallað. Samkvæmt brezkum lögum er ekki hægt að leggja fram nýtt tilboð fyrr en að ári liðnu. En selja má hlutinn öðru félagi, sem gæti þar með kæmist í sterka aðstöðu til að komast yfir Amec. „Ég held við leggjum ekki fram nýtt tilboð,“ sagði forstjóri Kværners, Erik Tonseth, við Aft- enposten.„Við hvílum okkur í nokkrar vikur og hugleiðum hvað bezt er að gera í stöðunni." B- hlutabréf í Kvearner lækkuðu í Ósló um 3,50 norskar krónur. Hlutabréf í Amec lækkuðu um 10 pens, eða 10,75%, í 83, en hækkuðu síðan í 85 péns. Bréfin höfðu þegar lækkað um 3 pens í 93 pens á mánudag, þar sem búizt hafði verið við að tilboði Kværners um 100 pens á hluta- bréf yrði hafnað. 2.700 einstaklingar hafa fjárfest í íslenska hlutabréfasjóðnum. Á síðasta ári bættust 700 íslendingar í hóp þeirra sem nýttu sér skatta- afslátt og góða ávöxtun sjóðsins. Það er mesta fjölgun þess árs í íslenskum hlutabréfasjóði. 90.000‘ kr. til bakafrá skattmum Ef þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfa- sjóðnum hf. fyrir áramót getur þú fengið um 45.000 kr. endurgreiðslu á tekjuskatti á næsta ári (90.000 kr.* fyrir hjón af 270.000 kr. fjárfestingu). íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. fjárfestir í hlutabréfum arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrirtækja, skuldabréfum og erlendum verðbréfum. Sjóðurinn hefur hækkað meira en hlutabréfa- vísitala sl. 5 ár og gefið stöðugri ávöxtun en hlutabréfasjóðir almennt, þ.e. sveiflur í ávöxtun hafa verið minni. Hlutabréfavísitala og vísitala kaupgengis íslenska hlutabréfasjóðsins OL0191 01XF91 010192 0UF92 010193 01ÍP93 0101911 01ÍPS4 010195 01ÍP95 janúar verður dregið út nafn eins einstakli sem fjárfestir í íslenska hlutabréfasjóðnum fyrir 31. desember 1995. Vinningurinn er tveggja vikna ferð til Flórída fyrir tvo. Afborjjunarkjör með VISA og EURO boðgreiðslum Með einu símtali til ráðgjafa Landsbréfa eða umboðsmanna í öllum útibúum Landsbankans er unnt að ganga frá kaupum á hlutabréfum í íslenska hlutabréfasjóðnum, hvort heldur er á boðgreiðslum eða með millifærslu af tékkareikningi í Landsbanka íslands. M X LANDSBRÉF HF. Uöggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK.SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 Hfe i NÚ AUafSINCASTOFA/ SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.