Morgunblaðið - 21.12.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.1995, Qupperneq 4
4 C FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skýlaus krafa um arðsemi Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. sem er stærsti hluthafi Islandsþanka hyggst selja 500 milljóna hlut sinn í íslandsbanka en um leið auka umsvif sín til muna í áhættufjár- festingum. Kristinn Bríem ræddi við Guð- -----3»----------------------------------- jón Armann Jónsson, framkvæmdastjóra, um þessi áform og þann árangur sem þegar hefur náðst í fjárfestingum hjá félaginu. Eignarhaldsfelagið Alþýðubankinn hf. hefur lítt verið í sviðsljósinu þrátt fyrir nokkur umsvif á verðbréfamarkaði. Eins og hið sér- kennilega nafn félagsins ber með sér varð það til utan um hlutabréf Al- þýðubankans í íslandsbanka en hefur öðlast sjálfstætt líf sem áhættufjár- magnsfyrirtæki. Upphaf sitt rekur félagið til Sparisjóðs (' Alþýðu frá 1967 og síð- an Aiþýðubankans hf. sem stofnaður var árið 1970. Er það því 25 ára um þessar mundir. Félagið er að stærst- um hluta í eigu lífeyris- sjóða og verkalýðsfé- laga, en auk þess er fjöldi einstaklinga og fleiri aðila meðal hlut- hafa. Það er skráð á Verðbréfaþingi íslands, eitt íslenskra áhættuij ármagnsfyrir- tækja. Nýlega ákváðu hlut- hafamir á fundi sínum að færa út kvíarnar svo um munar og marka nýja ijárfestingarstefnu. hlut sínum í íslandsbanka sem nú er nálægt 675 milljónum að mark- aðsvirði. Um leið er fyrirhugað að afla um 900 milljóna króna nýs ráð- stöfunarfjár með sölu skuldabréfa og hlutabréfa á markaði. Stefnt er að því að efnahagsreikningur félags- ins verði a.m.k. 2 milljarðar króna. Samkvæmt hinni nýju stefnu skal félagið hafa 40-50% eigna sinna í skuldabréfum og öðrum vaxtaberandi bréfum og 50-60% í hlutabréfum. Af hlutabréfaeigninni skulu 60% vera í hluta- bréfum sem skráð eru á Verðbréfaþingi eða Opna tilboðsmarkaðn- um (OTM), 30% í hluta- félögum sem ekki eru skráð á þinginu eða OTM og 10% í erlendum hlutafélögum. Leitum hugsanlega til erlends aðila hyggst selja bróðurpartinn af 12,7% Guðjón Ármann Jónsson. Félagið 0 ÚRSMÍÐAMEISTARI UUGAVHOI 15-101 REYWAVÍK SÍMI 552 8555 Fagleg ráðgjöf og þjónusta. „Það hefur ekkert annað verið ákveðið en að selja mestan hluta af eignum félagsins í bankanum," segir Guð- jón Ármann Jónsson, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagsins þegar hann var spurður hvernig staðið yrði að sölu íslandsbankabréfanna. „Menn hafa lagt mjög ríka áherslu á það í félaginu að sölunni verði hagað þannig að hún raski sem minnst genginu á hlutabréfunum í bankanum. Ég hygg að það verði rætt fljót- lega þegar kemur fram á næsta ár hvernig sölu bréfanna verður háttað. Það hefur verið nokkuð um fyr- irspurnir um bréfin frá því þessi ákvörðun var tekin og ýmsir hafa viljað fá heimildir til að glíma við sölu í meira eða minna mæli. Við höfum alltaf svarað því til að við værum ekki að selja nema gott boð fengist í bréfin. Ef það verður ofan á að fá eitt- hvert verðbréfafyrirtæki til að skoða möguleika á að selja bréfin þá stönd- um við frammi fyrir þeirri staðreynd að þtjú stærstu fyrirtækin eru í eigu bankanna. Það er umhugsunarefni hvort eðlilegt sé að þau fái slíkt verk- efni. Hin verðbréfafyrirtækin eru minni. Því er hugsanlegt að við myndum leita til einhvers erlends aðila. Þá er það ekkert iaunungarmál að meira hlutafé en okkar hlutafé kynni að vera til sölu í bankanum ef ásættanlegt verð væri í boði. Eg er persónulega þeirrar skoðunar að einhver erlend eignaraðild að bank- anum væri af hinu góða. Lífeyrissjóð- irnir yrðu eftir sem áður mjög stórir eignaraðilar að bankanum þó eignar- haldsfélagið drægi sig alfárið út og seldi bréfln til einhvers erlends aðila.“ Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Stærstu hluthafar Hlutafé, kr. Eignarhlutf. Sameinaði lifeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna 77.660.000 71.616.000 11,00% 10,15% Verslunarmannafélag Reykjavíkur Lifeyrissjóður verslunarmanna 62.586.000 53.263.000 8,87% 7,55% Alþýðusamband íslands fíafiðnaðarsamband islands 45.176.000 39.996.000 6,40% 5,67% Verkakvennafélagið Framsókn Lífeyrissjóður Austurlands Félag járniðnaðarmanna Lifeyrissjóður Suðurnesja 34.914.000 33.838.000 33.413.000 24.250.000 4,95% 4,79% 4,73% 3,44% 10 stærstu hluthafar, samtals: 476.712.000 67,54% Aðrir hluthafar, samtals: 229.081.000 32,46% Hlutafé alls, (án eigin bréfa): 705.793.000 100,00% Hlutabréfaeign Ehf. Al þýðuban kinn hf. Hlutabréf með skráð gengi: Nafnverð, kr. Áætlað bókfært verð Eimskip hf. 119.135 712.427 Grandi hf. 2.536.422 5.909.863 Hampiðjan hf. íslandsbanki hf. 1.030.000 482.181.867 3.337.200 646.123.702 Olíuverslun íslands hf. Skeljungur hf. 1.100.000 383.195 3.003.000 1.482.965 SR - mjöl hf. Tollvörugeymslan hf. 54.582.403 1.180.660 112.985.574 1.357.759 Útg.fél. Akureyringa hf. 1.618.976 5.083.585 Önnur hlutabréf, óskráð félög: 544.732.658 779.996.075 Eignarhluti Aflgjafi hf. 56,6% 40.220.000 Koli hf. Kælismiðjan Frost hf. 22,2% 42,4% 6.000.000 13.386.770 Samskip hf. Samvinnuf,- Landsýn hf 7,1% 19,9% 50.000.000 25.000.000 Tæknival hf. Vestf. skelfiskur hf. 17,9% 7,5% 17.952.352 9.048.068 Landssmiðjan hf. Máki hf. 11,1% 6,3% 2.500.000 2.000.000 Softis hf. 4,2% íslenskur skinnáiðnaður hf. 2,5% 1.875.000 1.500.000 169.482.190 172.369.513 Hiutabréfaeign, samtals: 952.365.588 Hefðum viljað sjá fleiri fjárfestingarkosti Eins og sést á meðfylgjandi töflu er hlutabréfaeign félagsins í íslands- banka nú bókfærð á tæpar 650 millj- ónir króna. Þar að auki hefur hefur félagið fjárfest í nokkrum hlutafélög- um sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands og vega þar þyngst bréf í SR-mjöli sem bókfærð eru á 113 milljónir. Hins vegar eru fjárfesting- ar í nokkrum óskráðum hlutafélögum nú bókfærðar á 172 milljónir en þar af eru hlutabréf í Samskipum 50 milljónir. En hvernig skyldi það hafa gengið að finna áhugaverða kosti? „Við fór- um mjög hægt af stað í fjárfestingum á árinu 1993 en tókum nokkrar ákvarðanir á árinu 1994,“ segir Guð- jón Ármann. „Á þessu ári höfum við ekki ráðist í miklar fjárfestingar. Það hafa verið keypt hlutabréf í hugbún- aðarfyrirtækinu Softis hf., fiskeldis- fyrirtækinu Máka hf. á Sauðárkróki, Landssmiðjunni hf. og íslenskum skinnaiðnaði hf. Þá eru tvær eða þijár fjárfestingar í farvatninu. Sannleikurinn er hins vegar sá að við hefðum viljað sjá meira af fjár- festingarkostum og kannski erum við að reka okkur á að sumir þeirra eru svo stórir að við yrðum einungis peð í þeim leik.“ Brimbijótur lífeyrissjóðanna Guðjón Ármann bendir á í þessu sambandi að félagið geti hugsanlega átt samvinnu við lífeyrissjóði og fleiri stóra fjárfesta þegar um stærri verk- efni sé að tefla. „Það má hugsa sér að þeir kæmu að fjárfestingum í fé- lögum í samvinnu við okkur. Félagið gæti hugsanlega tekið að sér ákveð- ið brautryðjendahlutverk við að finna fjárfestingarkosti og meta þá. Raun- ar var þessi leið farin við kaupin á hlutabréfunum í SR-mjöli sem var óskráð félag. Það lá fyrir frá upp- hafí að fyrirtækið stefndi að skrán- ingu á Verðbréfaþingi. Eftir að Eign- arhaldsfélagið hafði ákveðið að ráð- ast í þessa fjárfestingu fórum við á stúfana og beittum okkur fyrir því að lífeyrissjóðirnir tækju einnig þátt í henni. Þegar upp var staðið keyptu lífeyr- issjóðirnir og fjárfestingarfélög í eigu þeirra yfir 40% af hlutabréfunum í SR-mjöli. Við sjáum fyrir okkur að eignarhaldsfélagið gæti á þennan hátt orðið brimbijótur fyrir lífeyris- sjóðina til að koma að fjárfestingum. Á sama hátt er félagið góður kost- ur fyrir einstaklinga og aðra sem vilja ávaxta sitt fé og stuðla um leið að atvinnusköpun í íslensku atvinnu- «fi.“ Ekki hafa þó allar fjárfestingar skilað jafnmiklum árangri og kaupin á bréfunum í SR-mjöli sem hafa hækkað verulega í verði. Félagið er eigandi að meirihluta hlutabréfa í Aflgjafa hf. sem beitti sér fyrir ijár- hagsiegri endurskipulagningu á bí- laumboðinu Jöfri hf. fyrir nokkrum árum. Sá rekstur hefur gengið erfið- lega lengst af, en hefur heldur verið að rétta úr kútnum á þessu ári. Þá keypti félagið bréf fyrir 6 millj- ónir í {Cola hf. sem stundað hefur tilraunaveiðar á flatfiski í Barents- hafi í samstarfi við rússneska aðila. Vegna deilunnar um Smuguna fékkst veiðileyfi ekki endurnýjað og því horfir ekki vel um þessa fjárfest- ingu.“ Guðjón Ármann segir að félagið hyggist ekki eiga hlutabréf í einstök- um óskráðum félögum nema í ákveð- inn tíma. „Við erum byijaðir að selja hlutabréf í SR-mjöli núna og munum hugsanlega byija að losa um hluta- bréfin í Samskipum þegar fyrirtækið verður skráð á Verðbréfaþingi sem stefnt að á næsta ári.“ Hvað framtíðina snertir horfa for- ráðamenn Eignarhaldsfélagsins nú til þess að mörgum ríkisfyrirtækjum verði breytt í hlutafélög á næstu árum og hins öra vaxtar sem er í upplýsingatækni og hátækni. Þá ætla þeir að fylgjast vel með þróun- inni í sjávarútvegi, orkufrekum iðn- aði og ferðaþjónustu. „Á þessum sviðum hyggst félagið vera þátttak- andi,“ segir Guðjón Ármann. „Við höfum jafnframt hugsað okk- ur að hafa meira frumkvæði í því að finna spennandi fjárfestingarkosti í l’ramtíðinni. Hingað til hafa fjárfest- ingarkostir komið með ýmsum hætti inn á okkar borð. Fyrst eftir að við lýstum yfir að félagið myndi taka þátt í áhættufjárfestingum fengum við yfir okkur skæðadrífu af allskon- ar erindum og mikið af því var frá mönnum sem héldu að þeir gætu gengið í peninga hjá okkur á svipað- an hátt og hjá Byggðastofnun og sambærilegum aðilum. Við erum búnir að ýta því öllu frá okkur og teljum okkur njóta viðurkenningar sem alvöru íjárfestingarfyrirtæki.“ — En hefur félagið hug á íjárfest- ingu í nýjum heildsölubanka sem nú er rætt um stofna? „Okkur er kunnugt um hóp aðila sem er að skoða íslenska bankakerf- ið og höfum átt þess kost að fylgj- ast með þeim umræðum." Utlit fyrir góða afkomu Afkoma Eignarhaldsfélagsins ræðst augljóslega mjög af markaðs- gengi á hlutabréfum íslandsbanka. Hagnaður fyrstu átta mánuði þessa árs var alls 35 milljónir en búast má við töluvert betri afkomu á árinu í heild þar sem íslandsbankabréfln hafa hækkað töluvert á markaðnum svo og hlutabréf í SR-mjöli og Tækni- vali, svo dæmi séu nefnd. Innra virði hlutabréfa í félaginu var í lok ágúst 1,38 en markaðsgengi þeirra er nú 1,28. „Það bendir allt til allgóðrar útkomu á þessu ári,“ sagði Guðjón Ármann þegar hann er spurður um afkomuna. „Ég held að innra virði í félaginu verði ekki undir 1,5 í árslok þannig að bréfin séu sæmilega væn- legur kostur fyrir Ijárfesta. Sumir hlutabréfasjóðir eru hins vegar seldir í dag á gengi sem er verulega yfir innra virði. Við borguðum 6% arð á þessu ári eða'42 milljónir króna. Hér hefur verið mörkuð sú stefna að það eigi að greiða arð til hluthafanna því þeir gera skýlaúsa_ kröfu um arðsemi af sinni eign hér. Ávöxtun hlutabréf- anna á ekki að vera lakari en af öðrum peningalegum fjárfestingar- kostum sem bjóðast. Síðan liggur fyrir sú ákvörðun að halda uppi við- skiptavakt fyrir bréfin, þannig að Ijárfestar geti selt sin bréf.“ Undirbúningur er þegar hafinn fyrir öflun nýs ráðstöfunarijár með sölu nýrra skuldabréfa og hlutabréfa. Félagið á sjálft um 70 milljónir í eig- in hlutabréfum sem byijað er að selja á markaðnum. Þá hefur stjórn fé- lagsins heimild til að auka hlutaféð um 300 milljónir þannig að það yrði tæplega 1.100 milljónir. Síðan er gert ráð fyrir því að bjóða út skulda- bréf á markaði fyrir 600 milljónir þannig að niðurstaða efnahagsreikn- ings yrði um 2 milljarðar. Miðað er við að eiginíjárhlutfall verði þó aldr- ei lægra en 50-60%. „Á þennan hátt ætlum við að ná fram hlutfallslega lægri rekstrar- kostnaði, en mikil áhersla er á það lögð í félaginu að halda öllum kostn- aði af rekstri þess og yfirbyggingu í lágmarki,“ segir Guðjón Armann. „Við teljum okkur geta ávaxtað þá fjármuni sem við tökum að láni og að 50% eiginfjárhlutfall sé nægilega góður öryggisventill, þegar er horft til hinnar mörkuðu eignasamsetning- ar félagsins. Ber þá jafnframt að horfa til þess að einungis 15% heiid- areigna eru ætlaðar í raunverulegar áhættuQárfestingar." Kaupanefnd kaupir bréf í óskráðum félögum í stjórn félagsins sitja nú Jóhann- es Siggeirsson, framkvæmdastjóri Sameinaða Jífeyrissjóðsins, Guð- mundur B. Ólafsson, lögfræðingur hjá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur, Rúnar Bachmann, rafvirki hjá Rafteikningu hf., Ragna Bergmann, formaður verkakvennafélagsins Framsóknar og Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Eimskip. Auk Guðjóns Ármanns starfar Sigurður Smári Gylfason, viðskiptafræðingur, hjá félaginu. Sérstök kaupanefnd hefur með höndum fjárfestingar í óskráðum félögum þar sem þeir Rúnar og Guð- mundur sitja auk Eysteins Helgason- ar, framkvæmdastjóra Plastprents. Hún hefur það hlutverk að leggja mat á hugmyndir um fjárfestingar í óskráðum félögum og fylgir þeim eftir. Henni er einnig ætlað að veita aðhald og leiðsögn í þeim fyrirtækj- um, sem fjárfest er í, með þátttöku í stjórnun, reglubundu eftirliti og skýrri markmiðasetningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.