Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 C 5 VIÐSKIPTI FORRÁÐAMENN fyrirtækjanna: Magnús Sigurbergsson (lengst til vinstri) sölumaður hjá Vélum og þjónustu, Bjarni V. Magnús- son forstjóri Islensku umboðssölunnar og Gunnar V. Bjarnason framkvæmdastjóri Véla og þjónustu. Veltuaukning um 60% hjá Vélum og þjónustu hf. ÚTLIT er fyrir að veltuaukning Véla og þjónustu hf. verði um 60% á árinu eða fari úr 400 milljónum í um 650 milljónir en það má m.a. þakka sam- einingu á innflutningsdeild íslensku umboðssölunnar hf. og véla- og tækjainnflutningi Véla og þjónustu hf. íslenska umboðssalan hf. sem fagnaði nýlega 25 ára afmæli sínu, keypti í mars 'á þessu ári öll hluta- bréf Véla og þjónustu sem er 20 ára og var þessi niðurstaða kynnt á af- mælinu. Tilgangurinn með þessari samein- ingu var að styrkja stöðu beggja fyrirtækjanna ög auka þjónustu þeirra. Vélar og þjónusta hf. er nú eitt stærsta innflutningsfyrirtæki á sínu sviði en það flytur nú inn vélar og tæki til landbúnaðar, flutninga- bíla, vinnuvélar og starfrækir vara- hlutaþjónustu og verkstæði. Rúm- lega helmingur sölunnar eru vinnu- vélar og flutningabílar en tæpur helmingur er í tækjum til landbún- aðar. Þá rekur fyrirtækið tvo þjón- ustubíla sem sinna viðskiptavinum um land allt. Gunnar V. Bjarnason, sem tók við framkvæmdastjórn Véla og þjónustu hf. um leið og eigendaskipti urðu fyrr á árinu, segir að stefnan sé að bæta enn viðgerða- og varahluta- þjónustuna og segir hana ekki ein- skorðast við þau merki sem fyrirtæk- ið flytur inn, boðið sé uppá'varahluti af öðrum gerðum til að þjóna við- skiptavinum sem best. Gunnar segir að bændur séu stærsti hópurinn en alls eru um þrjú þúsund viðskiptavin- ir á skrá fyrirtækisins. „Mér leist strax vel á starfsfólkið og vörumerk- in en fjárhagsleg staða fyrirtækisins var hins vegar slæm og reksturinn erfiður. Veruleg umskipti hafa hins vegar orðið á þesu ári og gerum við ráð fyrir að hagnaður verði af starf- seminni í ár," segir Gunnar V^ Bjarnason. Meðal vörumerkja sem Vélar og þjónusta flytja inn eru Case, drátt- arvélar, Hyster, Valmet og Hung- heinrich lyftarar, Sisu flutningatæki, Bobcat vinnuvélar svo eitthvað sé nefnt og nýlega hefur fyrirtækið fengið umboð fyrir hjólbarða fyrir bíla og vinnuvélar frá Dunlop. Starfs- menn fyrirtæksins eru nú um 30, þar af 20 við varahiutasölu og við- gerðarþjónustu. Mlta liasritar eru opinberlegs vlðurkenndir sem umhverfisvænlr f/ rjg bera fræg aiþlúðleg merkl "Wfyjp' þBS5u ti| staðfestlngar. m, djhggiH Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík Símar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821 Helstu soluadilar: Penninn Hallarmúla, Bókval Rkureyrl, Bókabúd Brynjars Saudárkrókl, Straumur isaflrdl. Tölvuþjónustan Bolungarvík, Bókhlaðan isaflrdl, Rafelndaþjónusta BJarna Patreksfirdl Tónlistar- deild Japis stokkuð upp NÚ Á DÖGUNUM var opnuð tón- listardeild Japis í Brautarholti 2 eftir gagngerar breytingar. Nú er búðin 100% stærri en hún var fyrir breytingu og fjölbreytnin hefur aukist eftir því, segir í frétt frá Japis.. Þar kemur einnig fram að í búð- inni megi nú finna mjög fjólbreytt úrval landsins af klassískri tónlist, mikið úrval af íslenskri og erlendri popptónlist, rappi, nýbyglutónlist, rokki, þungarokki, djassi, heims- tónlist, teknói, kvikmyndatónlist, barnaefni jafnt á geisladiskum, kas- settum og myndbandsspólum, blús og sjaldgæfum eldri titlum. Tónlist- ardeildin hafi einnig hafið sölu á hinum þekktu Sega Megadrive leikjatölvum með miklu úrvali af leikum. Búðin hefur umboð fyrir eftirtal- in útgáfufyrirtæki: Ace, Fantasy, Auvidis, Bis, Bridge, Chandos, ECM, Harmonia Mundy, Hyperion, Black Saint, Soulnote, XL Records, Rounder, Ryko, Rhino, Naxos, Marco Polo, Celestial, Harrrronies, Nimbus, Odine, Pearl og Warp. Fram kemur einnig að búðin búi yfir starfskröftum með langa reynslu og þekkingu á öllum sviðum tónlistar til að þjóna kaupendum í leit að góðri tónlist. Með því að spara eina klukkustund á hverjum degi lengir þú árið um allt að einn og hálffan mánuð! Hverju gætir þú ekki afrekað með slíkt forskot? Elnfaldar en áhrifaríkar aðferðír sem skipt gætu sköpum um árangur þinn í starfi 09 einkalífi 30 ÁHRiFARÍK RÁÐ TÍMASTJÓRNUN ARANGUR HAGNÝT RAÐ SEM SPARA ÞÉR ALLT AD 60 MÍNÚTUR Á DAG EFTIH TH0MAS MÖLLER Tíminn er dýrmætasta auðlind hvers einstaklings og jafnframt sú sem viö förum verst meö. í heimi sem einkennist af sífellt meiri hraða og kröfum um hagsýni og aukinn árangur í sívaxandi samkeppni, getur það skipt sköpum að ná forskoti með betri tímastjórnun og þeim margfalda árangri sem henni fylgir. Þessi nýja, handhæga og hnitmiðaða 168 bls.bók á erindi til allra. Höfundur hennar er Thomas Möller, sem hefur víðtæka reynslu sem stjómandi hjá EIMSKIP og OLÍS og auk þess sem hann hefur verið fyrirlesari á vinsælum námskeiðum hjá Stjómunarfélagi íslands. Þessi bók kostar aöeins 990 krónur. Við erum svo sannfærð um gæði hennar að við bjóðum endurgreiðslu innan 15 daga frá kaupum hennar ef þú telur að þú hafir ekkert lært af henni. Með hverri bók fylgir vandað bókamerki í kaupbæti. Umsögn Frjálsrar verslunar:„Það var mjög gaman að lesa lipran texta höfundar...gagnleg bók...tímabær bók.' iruffninnnmnirmin Meðþvíaðsfi degí tengtr þú árið um allt að einn og háffan mánuð! Nverju gætir þú ekki afrekað með siikt forskot? Þessi bók fæst í bókaverslunum auk þess sem hægt er panta hana símleiðis með því að hringja í pöntunarsíma: 552 - 3344 eða senda símbréf í bréfasíma: 552 - 3342. VEGSAUKI !¦ C. V. K I H t, A II K I. (i li 14 II H vitinu meiril 3+1 - Ef þú kaupir þrjár bækur færðu fjórðu bókina með í kaupbæti. 7+3 - Ef þú kaupir sjö bækur færðu þrjár bækur til viðbótar í kaupbæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.