Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR21. DESEMBER 1995 C 7 VIÐSKIPTI Efbir brotthvarf Michael Schulhof, forstjóra Sony í Bandaríkjunum virðist enginn vita hvert leiðin liggur MICHAEL P. Schulhof, sem var neyddur til að segja af sér" sem for- stjóri Sony í Bandaríkj- unum fyrir skömmu, fékk pokann sinn þegar eitt ár var liðið frá því japanska stórfyrirtækið neyddist til að afskrifa 3,2 milljarða dollara, nærri 209 milljarða ísl. kr., sem tapað fé vegna fjárfestinga sinna í Hollywood. Schulhof var upphafs- maðurinn að þessu misheppnaða ævintýri og fyrir það var hann lát- inn gjalda þegar Nobuyuki Idei tók við sem forstjóri alls fyrirtækisins. Schulhof, sem er 53 ára að aldri og eðlisfræðingur að mennt, er sá Bandaríkjamaður, sem risið hefur til mestra metorða í japönsku fyrir- tæki. Starfaði hann fyrst í tækni- deild Sony í Bandaríkjunum og komst þá í mikið vinfengi við stofn- anda fyrirtækisins, Akito Morita, sem er meðal annars frægur fyrir uppfinningar á borð við Walkman- tækið eða vasadiskóið. Seint á síð- asta áratug ákvað Morita, að Schul- hof skyldi sjá um að tengja saman vélbúnaðarframleiðslu Sony og „hugbúnað" á borð við tónlist, kvik- myndir og sjónvarpsþætti. Schulhof átti sér stóra drauma um landvinninga fyrirtækisins á þessu sviði en hann reyndist hins vegar ófær um að stjórna stórveld- inu, sem hann kom á laggirnar. Segja má, að Idei, hinn nýi for- stjóri Sony, sé í raun að svipta Sony í Bandaríkjunum sjálfræði og færa völdin aftur undir höfuðstöðv- arnar í Japan. Þótt Schulhof sé farinn, verður ekki annar útnefndur í hans stað, heldur mun Idei sjálfur stýra öllu saman. Jeffrey Sagansky, sem Schulhof réð á síðasta ári sem varaforseta og sinn næstráðanda, er enn í því embætti en enginn veit hvort fleiri verði látnir fjúka. Við hefur tekið valdatóm og óvissa, sem kemur sér illa á þessum tímum mikillar upp- stokkunar í skemmtanaiðnaðinum. Selur Sony? í Wall Street velta menn því fyr- ir sér hvort Sony muni fara að dæmi keppinautsins, Matsushita Electric Industrial Co., sem kom sér út úr Hollywood með því að selja 80% hlut sinn í MCA Inc. til Seagr- am Co. Hugsanlegt er, að Sony selji ítök sín í skemmtanaiðnaðinum að hluta eða öllu leyti en þau eru metin á 520 til 650 milljarða ísl. kr. Er það litlu meira en upphaflega fjárfestingin en 1988 keypti Sony CBS Records fyrir 130 milljarða kr. og 1989 gaf það 325 milljarða kr. fyrir Columbia Pictures Enterta- inment Inc. Undir stjórn Schulhofs fjárfesti Sony síðan meira en 65 milljarða í kvikmyndaveri sínu í Hollywood. Vegna stjórnunarerfið- leika og sívaxandi taprekstrar neyddist Sony svo til að afskrifa rúmlega 175 milljarða vegna kaup- anna á Columbia og rúmlega 33 milljarða kr. kostaði það fyrirtækið að hætta við ýmsar áætlanir sínar. Þetta tap, það mesta í sögu jap- anskra fyrirtækja, þurrkaði út um 25% af verðmæti hlutabréfa í Sony. Að undanförnu hefur að vísu gengið heldur betur í kvikmynda- framleiðslunni en ennþá hefur Col- umbia ekki sent frá sér neina mynd, sem slegið hefur í gegn. Önnur fyr- irtæki Sony í skemmtanaiðnaðinum eiga líka í erfiðleikum, til dæmis Sony Music þrátt fyrir samninga við stjörnur á borð við Springsteen, Dylan og Mariah Carey. Minni markaðshlutdeild Markaðshlutdeild Sony Music í Bandaríkjunum hefur minnkað úr 17,3% 1993 í 13,6% nú og stærsta trompið á þessu ári, rándýrt, tvö- falt albúm með Michael Jackson, gaf minna af sér en búist hafði verið við. Er því spáð, að framtíð Thomas D. Mottola, náins vinar Schulhofs, muni ráðast af því hvort honum tekst að snúa þróuninni til betri vegar á skömmum tíma. Óvissaner aUsráðandi •SIGURVEGARINN Nobuyuki Idei verður að stokka spilin, því að innrás Sony inn í tónlistar- og kvikmyndaheiminn hefur gengið misjafnlega þrátt fyrir að státa af tónlistarmanninum Michael Jackson og leikaranum Arnold Schwarzenegger. Á inn- felldu myndinni sjást þeir vin- irnir Michael Schulhof og Mo- rita meðan allt lék í lyndi en að því kom að gamli forstjórinn gat ekki lengur haldið hlí- fiskildi yfir Bandaríkjamann- inum og hann mátti vikja. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands óskar eftir tilboðum í neðangreind hlutabréf: Akrafóöur aö nafnvirði kr. 200.000,- Alpan 3.128.000,- Samverk hf. 1.260.000,- Límtré hf. 3.142.856,- Arnes hf. 1.350.000,- Bær hf. 1.964.706,- Meitillinn hf. 5.000.000,- Sláturfélag Suðurlands svf. 500.000,- Móklettur hf. 2.000.000,- Kaupfélag Arnesinga, B stofnsjóður 200.000,- Upplýsingar eru veittar í símum 482 1088/482 1350 Atvinnuþi óunarsjóður Suc iurlands. Tapið þurrk- aði út 25% hlutafjárins Stuðningsmenn Schulhofs segja, að hann sé einn af fáum stjórnend- um, sem hafi skilning á tækni- og markaðsmálum. Hann sannfærði líka stjórn Sony um að setja nafn fyrirtækisins á allt, kvikmyndaver- ið, tónlistarfyrirtækið og leikhúsa- keðjuna. Eftir því sem erfiðleikarnir í Hollywood jukust, missti Schulho/ tiltrú yfirmannanna í Tókýó. Á þessu ári átti hann í viðræðum við ýmis fyrirtæki um samstarf eða fjárfestingu og hann hvatti Idei til að útvega nauðsynlegt fjármagn með almennu hlutafjárútboði í einni eða fleiri greinum starf- seminnar í Bandaríkjun- um. Sagt er, að Idei hafi verið því andsnúinn, hann hafi hvorki viljað afsala sér neinum völd- um né að þurfa að hafa áhyggjur af afskiptasemi bandarískra hlut- hafa. Þrátt fyrir þetta sátu þeir Idei og Schulhof saman og svöruðu spurningum í New York fyrir aðeins þremur vikum. Töldu þá margir, að Schulhof væri sloppinn fyrir horn eftir allt saman en í höfuð- stöðvunum í Tókýó var þó annað uppi á teningnum. Iburður í einkalífi Schulhof var að vísu skjólstæð- ingur Morita en hann hefur að mestu dregið sig í hlé fyrir elli sak- ir og öðrum líkuðu lítt sögurnar, sem fóru af Schulhof, miklum íburði í einkalífi, kaupum á rándýrum fast- eignum og veislum, sem slógu allt annað út. Eftir afsögnina vildi Schulhof fátt segja um samskipti sín við Idei annað en það, að þeir hefðu skilið í mesta bróðerni. Kvaðst hann hafa átt 20 góð ár hjá Sony og ekki nema eðlilegt, að nýir stjórnendur fengju frjálsar hendur við mótun sinnar stefnu. Ljóst er, að Idei hafði snemma miklar efasemdir um Schulhof en það kom þó á óvart hvað hann lét höggið ríða hart og fljótt. í Japan er það venjan að leyfa mönnum að vera áfram sem ráðgjafar eða jafn- vel hækkaðir upp í eitthvert áhrifa- laust embætti til þess að þeir fái bjargað andlitinu. Það vakti aug- ljóslega ekki fyrir Idei. Erfiðleikar Sonys og sú ákvörðun Matsushita að selja MCA til Seagr- ams sýnir að margra dómi, að Hollywood og Japan séu heldur varasöm blanda. Japönsku fyrir- tækin með sín formlegheit og lang- tímaáætlanir og Hollywood þar sem allt er á hverfanda hveli, fjáraustur á báða bóga en um leið mikil sköp- unargleði. Þessi lýsing átti þó aldrei al- mennilega við um Sony. Schulhof hafði fullan stuðning yfirmanna sinna þegar hann fjárfesti í Holly- wood og líka þegar hann réð til sín I leikstjórana Jon Peters og Peter Guber. Það kostaði Sony nokkra milljarðatugi að losa þá undan samningum við Time Warner. Of dýru verði keypt Harold Vogel hjá Cowen & Co. segir, að erfiðleikana megi rekja til þess, að Sony hafi borgað of mikið fyrir allt í upphafi. Hann hrósar þó Schulhof fyrir að hafa fært út kvíarnar fyrir Sony í Bandaríkjunum og komið „ameríska fangamark- inu" á markaðssetning- una. Mestu mistökin hjá Schulhof voru þó líklega að láta Guber telja sig á að fjárfesta að auki fyrir meira en 65 milljarða kr. í kvikmyndaveri Sony Pictures í Culver City. Eftir það var verið vissulega komið í fremstu röð en tapreksturinn jókst og þótt Guber réði og ræki fólk á færibandi þá framleiddi hann ekki neinar mynd- ir, sem réttlættu tilkostnaðinn. Schulhof lét Guber loks róa snemma á síðasta ári en féllst um leið á að greiða honum stórfé að starfslokum og að styðja hann í nýju fyrirtæki. Talið er, að kostnað- urinn við þetta hafi verið um 13 milljarðar kr. Deilurnar um PlayStation Schulhof þurfti einnig á að halda einhverju, sem slegið gæti í gegn á rafeindatækjamarkaðinum, en ýmislegt, sem þróað var í Tókýó, missti alveg marks, til dæmis litli hh'óðdiskurinn, sem mikið hafði ver- ið látið með. Vel hefur þó gengið með PlayStation-leikjatölvuna en þó ekki fyrr en að undangengnum miklum átökum milli stjórnenda í Bandaríkjunum og Japan um verð- lagninguna. Samkvæmt frásögn Wall Street Journal varð Tókýó loks ofan á og þeim tveimur, sem báru mesta ábyrgð á leikjatölvunni í Bandaríkjunum, var ýtt til hliðar, þar á meðal Ólafi J. Ólafssyni, skjól- stæðingi Schulhofs. í Wall Street telja sumir, að Sony kunni að ná sér á strik í Bandaríkj- unum en salan þar er um 910 millj- arðar kr. eða þriðjungur af sölu fyrirtækisins um allan heim. Þeir telja hins vegar líka, að þá verði Sony að fylgja að sumu leyti þeirri stefnu, sem Schulhof barðist fyrir, til dæmis hvað varðar hlutafjárút- boð. Það vekur aftur á móti vantrú margra, að yfirstjórnin skuli vera komin aftur til Japans. Skemmtana- iðnaðurinn í Bandaríkjunum sé flóknari fyrirbæri en svo, að honum verði stjórnað þaðan. Rolex - heimsþekkt hágæðaúr. Þar sem saman fer frægð og fágun. Hið eftirsótta Rolex eftirlit með nákvæmum Datejust-úr ber nafn- tímamælum. Eins og . bótina „Chronométre" flest það sem ótvírætt en þá viðurkenningu ... ber af öðru er úrið veitir opinber W mjög látlaust og þar stofnun í Sviss ^ sem annast R O L E X með enn fallegra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.