Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER1995 D 5 JOLADAGSKRA STOÐVAR 2 Frægar kvik- myndir og íslenskt ef ni Fjölbreytni einkennir jóladagskrá Stöðvar 2 að þessu sinni. Mest ber á þekktum kvikmyndum sem ættu að höfða til flestra og ýmsu íslensku efni, t.d. þekktu sviðs- verki af fjölum Þjóðleikhússins. Aaðfangadagskvöld kl. 20.30 er á dagskrá fróðlegur þáttur sem ber heit- ið Jólakirkjur. í þættinum fræðir Björn G. Björnsson áhorfendur um kirkjur höfuð- borgarinnar, sögu þeirra, byggingargerð, arkitekta og listaverkin sem húsin prýða. Strax á eftir þessum þætti er í boði sígild bandarísk kvik- mynd sem heitir Dásamlegt líf eða „It’s a Wonderful Life“. Myndin er frá árinu 1946 og hefur notið stöðugra vinsælda, allt frá því hún var fyrst sýnd. Hér segir af manni sem hefur alla tíð unnið hörðum höndum í þágu bæjarfélagsins þar sem hann býr, en fyllist smám saman örvæntingu rétt fýrir jólin og ákveður að stytta sér aldur. Verndarengill mannsins grípur þá í taumana og býður honum að sjá lífshlaup sitt í nýju ljósi. Aðalhlutverk leika James Stewart, Donna Reed, Lionel Barrymore og Thomas Mitchell en leikstjóri er Frank Capra. Myndin fær Qórar stjömur í kvikmyndahandbók Maltins. Haflð og Ijóðatónleikar Ósvikin leikhússtemmning verður á skjánum jóladags- kvöld og annan í jólum, en þá sýnir Stöð 2 í tveimur hlut- um sviðsuppfærslu Þjóðleik- hússins á hinu þekkta verki Ólafs Hauks Símonarssonar, Hafinu. Verkið hlaut afar góð- ar viðtökur og var sýnt fýrir fullu húsi allan fyrravetur. Leikritið gerist í sjávarþorpi á heimili útgerðarmanns. Öll fjölskyldan kemur saman í tvo sólarhringa og hafa margir fjölskyldumeðlimanna ekki sést lengi. Atök og uppgjör verða á milli persónanna sem eru afar ólíkar. Þetta er leik- verk sem endurspeglar þjóðar- sálina og hlýtur það að eiga sinn þátt í frábærum viðtökum áhorfenda. Fyrri hlutinn verð- ur sýndur klukkan 20.35 á jóladagskvöld en seinni hlut- inn birtist klukkan 20 á aniian í jólum. Unnendur fagurrar tónlist- ar fá eitthvað við sitt hæfí klukkan 19.50 á jóladagskvöld en þá verður sýndur þátturinn Svanasöngvar. Þetta er upp- taka frá ljóðatónleikum Krist- ins Sigmundssonar óperu- söngvara og Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara, þar sem þeir fluttu þennan ljóðaflokk eftir Schubert við kvæði eftir Rellstab, Heine og Seidl. Tónleikamir fóru fram í Borgarleikhúsinu í október síðastliðnum og fengu af- bragðsgóða dóma. Víðfrægar kvlkmyndir Stöð tvö frumsýnir tvær frægar kvikmyndir á jóladags- kvöld sem báðar eiga það sam- eiginlegt að hafa fengið frá- bæra aðsókn í kvikmyndahús- um og lof gagnrýnenda. Fyrri myndin heitir Svefnstola í Seattle eða „Sleepless in Seattle“. Þetta er rómantísk gamanmynd frá árinu 1993 með hinum vinsælu leikurum Tom Hanks og Meg Ryan í aðalhlutverkum. Aðalþema myndarinnar er sú spurning hvort það lögmál geti gilt um ástina að einhvers staðar eigi maður sér sinn eina rétta elsk- huga, jafnvel þó maður hafi aldrei hitt hann. Seinni myndin er alvarlegri en þó er ástin þar líka eitt helsta viðfangsefnið. Þetta er bresk stórmynd sem ber heitið Dreggjar dagsins eða „The Remains of the Day“. Aðal- persónan er brytinn Stevens FYRRI kvikmyndin að kvöldi annars jóladags er sagan af ráðskonunni óborganlegu Frú Doubtfire. UNNENDUR fagurrar tónlist- ar fá eitthvað við sitt hæfi klukkan 19.50 á jóladags- kvöld en þá verður sýndur þátturinn Svanasöngvar. Þetta er upptaka frá Ijóða- tónleikum Kristins Sig- mundssonar óperusöngvara og JónasarIngimundarsonar píanóleikara. STÖÐ tvö frumsýnir tvær frægarm yndir jóladagskvöld sem báðar eiga það sameiginlegt að hafa fengið frábæra aðsókn í kvikmyndahúsum og lof gagnrýn- enda. Fyrri myndin heitir Svefnstola í Seattle og sú síðari Dreggjar dagsins. en hann ber vonlausa ást til ráðskonunnar, fröken Kenton. I aðalhlutverkum eru hinir þekktu leikarar Anthony Hopkins og Emma Thompson en með önnur helstu hlutverk fara James Fox, Christopher Reeve, Peter Vaughan og Hugh Grant. Leikstjóri er James Ivory en myndin er gerð eftir verðlaunaskáldsögu Kazuos Ishiguro. Maltin gefur þrjár og hálfa stjömu. Þessi kvikmynd er frá árinu 1993. Frú Doubtflre og Hercule Polrot Tvær ólíkar kvikmyndir sem báðar teljast þó í léttari kantinum eru á dagskrá að kvöldi annars í jólum. Sú fyrri er hin vinsæla gamanmynd Frú Doubtfire, „Mrs. Doubt- fire“, með Robin Williams í aðahlutverki og hin síðari er sjónvarpskvikmyndin Jólaboð- ið eða Hercule Poirot’s Christmas, en þar er á ferð- inni mynd eftir sögu Agöthu Christie um lögreglumanninn Hercule Poirot. Aðalpersónan í Mrs. Doubtfire er leikarinn glaðbeitti, Daniel Hillard. Hann hefur enga fasta vinnu og sýnir af sér nokkurt ábyrgðarleysi sem leiðir til þess að kona hans sækir um skilnað og fullt forræði yfir börnum þeirra. Eftir skilnaðinn fær Daniel aðeins takmarkaðan um- gengnisrétt við börnin en hann vill vera hjá þeim öllum stund- um. Hann grípur til þess ráðs að bregða sér í kostulegt kvengervi og þannig fær hann starf sem ráðskona á sínu fýrra heimili. Aðalhlutverk leika Robin Williams, Sally Field og Pierce Brosman. Leikstjóri er Chris Columbus. Myndin er frá árinu 1993. Jólaboðið eða Hercule Poirot’s Christmas heitir seinni myndin. Sagan hefst í S-Afríku árið 1896. Bretinn Simeon Lee vinnur að uppgr- efti ásamt Gerrit Coets. Sim- eon myrðir Gerrit og stelur demöntum hans en hlýtur sjálfur svöðusár. Fyrir tilviljun verður hann á vegi Stellu De Zugider sem bjargar lífi hans. En um leið og Simeon hefur náð fullum bata lætur hann sig hverfa og skilur Stellu eft- ir í ástarsorg. Fjörutíu árum síðar býr Hercule Poirot sig undir að njóta jólanna í Lund- únum með góða bók til lestr- ar. Þá hringir síminn og á lín- unni er hinn háaldraði Simeon Lee. Aðalhlutverk leika David Suchet, Philip Jackson, Mark Tandy og Vernon Dobtcheff. Leikstjóri er Edward Bennett. Myndin er frá árinu 1994. JOLADAGSKRA SJOiMVARPSIIVIS Tónleikar, ballett og bíómyndir AÐ loknum aftansöng jóla á aðfangadagskvöld, þar sem heira Olafur Skúla- son, biskup Islands, prédikar, verður sýnt frá hátíðartónleik- um sem fram fóru í Vínarborg kvöldið áður, en þar koma fram stórsöngvararnir Placido Domingo, Jose Carreras og Natalie Cole ásamt hljómsveit og kórum. Á jóladag verður sýnd upp- færsla breska sjónvarpsins BBC á gamanleikriti Williams Shakespeares, Vindsórkonun- um kátu, með stórleikurunum Ben Kingsley, Prunellu Scales og Richard Griffiths svo ein- hveijir séu nefndir. Undir kvöld er á dagskrá sérstakur jólaþáttur með systrunum Sharon og Tracey og grann- konu þeirra Dorien úr bresku gamanþáttaröðinni Sækjast sér um líkir. Að loknum fréttum og veðri verður sýndur þáttur sem Gísli Jónsson, fyrrverandi mennta- skólakennari og Egill Eð- varðsson hafa gert um Davíð Stefánsson, þjóðskáldið frá Fagraskógi. Þar á eftir er bíómyndin Frú Sousatzka með Shirley MacLaine í aðalhlutverki og kvöldinu lýkur með upptöku ANNAN i jólum verður sýnd uppfærsla Konung- lega danska ballettsins á Þyrnirós við tónlist Tsjækovskís en dansstjóri sýningarinnar er Helgi Tómasson. AÐ BALLETTINUM lokn- um verður sýnd kvik- myndin Mjótt á munum. KVÖLDI annars jóiadags lýkur svo með upptöku frá tónleikum með hinni vinsælu bresku hljóm- sveit Blur. frá tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í desember 1993. Þyrnirós og Börn náttúrunnar Annan í jólum verður sýnd uppfærsla Konunglega danska ballettsins á Þyrnirós við tónlist Tsjækovskís en dansstjóri sýningarinnar er Helgi Tómasson. Að kvöldi annars í jólum verður sjón- varpsfrumsýning á Bömum náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson með þeim Gísla Halldórssyni og Sigríði Hagalín í aðalhlutverkum, en myndin var tilnefnd til ósk- arsverðlauna á sínum tíma. Þar á eftir verður sýnd banda- ríska bíómyndin Mjótt á mun- unum eða „Narrow Margin” en þar eru í aðalhlutverkum Gene Hackman og Anne Ar- cher. Kvöldinu lýkur svo með upptöku frá tónleikum með hinni geysivinsælu bresku hljómsveit Blur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.