Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 D 7 ALLIR í fjölskyldunni ættu að geta notið þáttarins um nissa norðursins kl. 11 á aðfangadagsmorgun. Þá segir Anna Melsteð frá norrænu jólasveinunum, þjóðsögum þeim tengd- um og þeim staðhæfingum að þeir séu skyldir álfum og jafn- vel tröllum. STRIÐIÐ í fyrrverandi Júgóslavíu hefur vakið upp margar siðfræðilegar spurningar í vest- rænum ríkjum en það vaknar einnig siðfræði- leg spurning í jólaleikriti Útvarpsins í ár sem er eftir þýska rithöfundinn Giinter Eich og nefnist „Das Jahr Lasertis" eða Árið Lasert- is. Leikritið sem ber þennan óvenjulega titil fjallar um árið Lasertis en það er árið sem myndlistarmaðurinn Paul, aðalpersóna verksins, lætur merkingarlaust orð leiða sig til fjarlægra stranda þar sem hann finnur sjálfan sig og stað sinn meðal manna. Það er Þórhallur Sigurðsson sem ieikur aðalhlut- verkið en leikstjóri er Briet Héðinsdóttir. Jólaleikrit Útvarpsins er á dagskrá jóladags kl. .13.20. UTVARPSST ÖÐ MEÐ REYNSLU FYRSTA dagskrá „Útvarps Reykjavíkur" var send út 21. desember 1930. Á þeim sex- tíu og fimm árum sem liðin eru síðan þá hefur Útvarpið kappkost- að að bjóða hlustendum vandaða dag- skrá sem vera mætti í senn fræðandi og skemmtileg. Þrátt fyrir stöðugt þróunarstarf og eðlilegar breytingar á dagskrá í takt við tímann eru nokkrir dagskrárliðir sem hafa fest svo í sessi að til algjörra sérstöðu hlýtur að teljast. Þátturinn „Um daginn og veginn“ hefur verið á dagskrá í áratugi og ekki má gleyma framhaldssögum og útvarpsleikritum sem enn eiga miklum vinsældum að fagna. Sú hefð að lesa jólakveðjur á Þor- láksmessu er talin ómissandi og ómæld er hlustunin á aftansöng frá Dómkirkj- unni kl. 18 á aðfangadag. Jóladagskrá Rásar 1 í ár er í senn hefðbundin og nýstárleg og flestir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Þorláksmessa Eftir fréttir kl. 9.03 leggur Steinunn Harðardóttir land undir fót og heim- sækir nokkrar kirkjur á Snæfellsnesi, m.a. Hellnakirkju oglngjaldshólskirkju en fram á síðustu öld stóð á Ingjalds- hóli þriðja stærsta kirkja á landinu, næst á eftir Hólum og Skálholti. Eftir aðventutónleika kórs Mennta- skólans að Laugarvatni og kórs Fjöl- brautaskólans í Breiðholti sem hljóðrit- aðir voru í Skálholtsdómkirkju hefst hinn langþráði dagskrárliður „lestur jólakveðja" sem vafalaust kemur mörg- um hlustendum í jólaskap. Jólakveðjurnar hefjast kl. 15 og eru lesnar fram yfir miðnætti með ljúfum jólalögum á milli lestra. Þrátt fyrir þennan langa lestur eru fréttir á sínum stað og kl. 19.40 heldur Baldvin Stein- dórsson áhugavert erindi um Ólaf Ól- afsson kristniboða en í ágúst voru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Aðfangadagur jóla Kl. 18 gengur hátíðin í garð með aftansöng frá Dómkirkjunni þar sem séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédik- ar. Þeim sem eiga þess kost að hlýða á kvölddagskrána er bent á jólavöku Útvarpsins kl. 20 þar'sem Kristbjörg Kjeld les valda kafla úr skáldsögu Halldóru B. Björnsson Eitt er það land og á jólatónleika Útvarpsins, sem hefj- ast kl. 22.20, en þá verður frumflutn- ingur hátíðardagskrár Hamrahlíð- arkórsins fyrir Ríkisútvarpið, þar sem eingöngu er íslensk jólatónlist á efnis- skránni. Meðal efnis er Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar við samnefnt ljóð Halldórs Laxness, en Maríukvæði er jafnframt jólag Ríkisútvarpsins í ár. „GUFAN“ 6SÁRA Af mörgu er að taka í jóladagskrá Rásar 1, jólakveðjumar verða á sínum stað á Þorláksmessu og hið sama gildir um aftansöng í Dómkirkjunni á aðfangadag. ANNAN í jólum kl. 16.40 verður útsendlng frá lokatónleik- um Tón Vaka, verðlaunakeppni Ríkisútvarpsins, þar sem sigurvegararnir, Ármann Helgason klarinettuleikari og Júl- íana Rún Indrlðadóttir píanóleikari, leika með Sinfóníu- hljómsveit íslands. SVERRIR Guðjóns- son söngvari var ný- lega á tónleikaferð um Rúmeníu og komst að raun um að landið stendur á krossgötum eftir að Ceusescu-hjónin voru tekin af lífi á jólum fyrir sex árum. Almenningur hefur vart tll hnífs og skeiðar, fólk vill frelsi en það getur verið dýrkeypt. Rúmenski myndlist- armaðurinn Christ- ina seglr í þættinum: Fuglinn er sloppinn úr búrinu en flögrar villtur í skóginum. Þættirnir eru á dag- skrá mllli jóla og ný- árs. Um kl. 23.30 verður síðan útvarpað I miðnæturmessu í Hallgrímskirkju þar sem séra Ragnar Fjalar Lárusson préd- ikar. Jóladagur Tónlist skipar veglegan sess í dagskrá jóladags. Hæst ber þriggja tíma út- - sending frá hljóðritun frumsýningar Scala-óperunnar í Mílanó 7. desember sl. á einni ástsælustu perlu óperubók- } menntanna, Töfraflautu Wolfgangs < Amadeusar Mozarts. a Heimsþekktir söngvarar eru í aðal- * hlutverkum undir öruggri stjórn Ricc- ardos Mutis ásamt samleik kórs og hljómsveitar Scala-óperunnar. Töfra- flautan er á dagskrá kl. 16 á jóladag en fyrr um daginn er boðið upp á sér- lega áhugaverða samantekt Brynhildar Olafsdóttur um jólahald í Sarajevo. Hún hefur dvalið á þessum slóðum undanfarnar vikur, kannað líf venju- legs fólks með því að heimsækja skóla, moskur og sjúkrahús og hlustað á reynslusögur fólksins. Þetta verða fyrstu jól í fjögur ár þar sem vonast er til að rafmagn verði í borginni og engar sprengjur falli. Annar íjólum Hver vildi ekki sjá snjókarl sem lifnar við? Hið vinsæla ævintýri Raymonds Bryggs um snjókarl, sem bregður á leik um miðja nótt og fer í ótrúlega flugferð til Snjókarlalands, hefur notið gífurlegra vinsælda, ekki síst í tón- leikasölum vítt og breitt um heims- byggðina, þar sem tónlist Howards Blakes við söguna hefur slegið ræki- lega í gegn. Kl. 10.15 annan dagjóla segir Sverr- ir Guðjónsson .frá þessu skemmtilega jólaævintýri og leikur kafla úr verkinu. Annars er dagskrá annars jóladags af ólíkum toga og ættu allir að geta fund- • ið eitthvað við sitt hæfi. Nefna má þátt Sigríðar Stephensen um enska tónskáldið Henry Purcell en hann samdi tónlist bæði fyrir kirkju og krúnu, leikhús og stásstofur. Á þessu ári eru liðin 300 ár frá láti Purcells, sem margir telja mesta tónskáld Eng- lands á sinni tið. Þátturinn er á dag- skrá kl. 14 en að honum loknum verð- ur horfið frá 300 ára gamalli enskri tónlist norður í Fnjóskadal þar sem Gísli Sigurðsson rifjar upp sögu dalsins í þættinum Fnjóskdælir gefa flot og smér. Eins og sjá má er af mörgu að taka í jóladagskrá Rásar 1 og fjöldi annarra dagskrárliða sem vert hefði verið að geta. Að lokum skal bent á mjög at- hyglisverða þriggja þátta röð kl. 18.03 á milli jóla og nýárs. Það er þátturinn Rúmenía, ekki er allt sem sýnist, þar sem Sverrir Guðjónsson söngvari fjallar um ástandið í Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.